Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKU'DAGUR 18. SEPT. 19«® Eusebio kyssti gullskdinn og býst við góðum leik Það var ys og þys við Gull faxa er hann lenti í Kefla- vik siðdegis í gær. Spuming- in var: Kemur Eusebio, knatt spymumaðurinn marglofaði með. Farþegar tíndust út tug- um saman, en aldrei sást kapp inn sjálfur. Loksins stóð hann síðastur á tröppunum og var fagnað af viðstöddum. Fréttamaður Mbl. á Keflavíkurvelli fylgdi Eusebio frá vél til flugaf- greiðslu en illa gekk með sam- ræðurnar. Virtist Eusebio mjög svekktur yfir að svo tókst til. Við komuna til Keflavíkur- flugvallar. Er inn í flugafgreiðsluna kom, tóku á móti honum Vals menn og fararstjórar Portú- gala áður komnir ásamt túlk- um. Er Eusebio fékk vit- neskju um túlkinn lét hann þegar í stað kalla á frétta- manninn og vildi vita hvað hann hefði verið að spyrja um. Þeir fengu þó lítið ráðrúm til samræðna vegna aðstreymis annarra, en Eusebio sagði um leikinn: — Ég er mjög þreyttur. Ferðalagið hefur verið erfitt og ég get helzt ekki lát ið neitt í ljósi um leikinn. En ef ég fæ að hvíla mig vel, þá lofa ég því að sýna þá heztu knattspyrnu sem hægt er við þær aðstæður sem fyrir hendi eru. Er Eusebio hafði komið sér vel fyrir á Loftleiðahótelinu ræddi hann stuttlega við fréttamenn og svaraði spum- ingum þeirra. Hann var fyrst spurðurum fyrir hvað hann hefði feng- ið gullskóinn og svaraði, að hann væri verðlaun fyrir að vera markhæsti maður í Ev- rópi&eppninni s.l. vetur með 42 mörk. — Er skorun marka aðal- atriði í leik hjá þér, og verð- ur sú list í hávegum höfð í kvöld? — Það skiptir engu máli hvað ég geri. Aðalatriðið er að Benfica standi sig vel. Ég vonast bara eftir að leikur- inn verði góður. — Hversu mörg mörk hef- ur þú samtals skorað fyrir Benfica? — Því get ég ekki svarað. En ég hef verið 8 ár í at- vinnumennsku. — Og komið til hve margra landa? — Flestra í Evrópu. Sjálf- ur er ég frá Afriku upp runn inn en þar þekki ég lítið til og alls ekki knattspyrnu þar. Hvar er bezt leikin knatt- spyma í heiminum? — í Suður-Ameríku og þá bezt í Brasilíu. í Evrópu er of mikil harka í leiknum. — Margir tala um að Nobb ie Stiles framvörður Manch. Utd. sé aðgangsharður á móti Benfica — og þá sérstaklega þér, þar sem hann á að gæta þín? — Stiles er oft allgrófur í sínum leik, en hann var alls ekki grófur úr hófi fram í síð asta leik liða okkar þá er úr- slitabaráttan stóð um Evrópu bikarinn. — Viltu spá fyrir okkur um úrslit leiksins í kvöld? — Guð einn ræður úrslit- um. Eusebio fór alls ekki að sofa er hann kom til Reykjavíkur. Hann var drifinn á æfingu litlu síðar með úthvíldum fé lögum sínum. Ætla ég að þó hann hafi langað til að sofa, hafi hann ekki fengið leyfi til þess. En fái einn maður í slíku liði sem Benfica er leyfi til að gera það sem hann vill, þá er ekki um sakir að spyrja, jafn vel þó um „heimsstjörnu“ sé að ræða. Hann fór á æfinguna sem stóð í 2 stundir tæplega, ró- leg i fyrstu en síðan í „gáska fullum alvöruleik" þar sem skipt var liði og rangstöðu- reglan upphafin. Með áhorf- endur í bakgrunninn má ætla að hver leikmaður hafi viljað sýna nokkuð af því bezta er hann kann. En Eusebio var sýnilega „sparaður". Hann hlaut vægð hjá framkvæmda- stjóra og þjálfara liðsins Arsenal hélt forystu á vítaspyrnu ARSENAL hefur nú tveggja stiga forskot í 1. deild í Eng’andi. S.l. laugardag sigraði Arsenal Stoke City með einu marki gegn engu. Terry Neil, skoraði mark- ið úr vítaspyrnu, sn þó eftir að Gordon Banks markvörður Stoke hafði varið, en missti knöttinn frá sér. Gibson skoraði fyrir Leicester eftir 2 mín en Madeley jafnaði fyrir Leeds. N.k. laugardag 21. sept. leika Leeds gegn Arsenal og er upp- selt á leikinn. Eftir tapið gegn r; Bílastæði og aðgang- ur I Laugardalnum ÞAÐ VERÐUR sannarlega áhyggjuefní margra við Laug ardalsvöllinn í kvöld, hvem- Ig þeir eigi að komast að. Við Islendingar erum svo óvanir fjöldanum að þegar 11—13 þús manns koma saman þá fer það í skapið á mönnum og hver otar sínum tota. Ekkert vinnst nema með hægðinni og góðri framkomu. Vallarstjórnin í Laugardal hefur beðið blaðið að geta þess að bílastæði eru auk þess venjulega við Laugardalsvöll- inn sjálfan við Laugamesskól ann, við íþróttahöllina og sundlaugarnar. Hver og einn getur ekki ætlazt til þess að geta ekið að dymm vallarins. Slíkt þekkist hvergi. Þá skal og á það bent fyrir þær 11 þúsundir sem keypt hafa miða í forsölu að að- göngudyr em etnnig á norður- enda vallarins. Þar er hleypt inn gestum sem miða hafa. — ÞAR FER ENGIN MIÐA- SALA FRAM. i Burnley virðist Manchester United ekki vera með í keppn- inni um meistaratitilinn, né heldur Englandsmeistaramir Manchester City. Frammistaða þeirra í haust minnir á örlög fé' iagsins þegar það vann meistara titilinn í fyxra skiptið, eða 1037, og féll svo niður í aðra deild ár- ið eftir! Við skulum samt vona að svo illa fari ekki á þessu leik- ári, en staðan (21. sæti) er ekki uppörvandi. Chelsea er nú kom- ið í þriðja sæti eftir stórsigur yfir Queens Park Rangers. Os- good og Birchenall skoruðu 2 hvor. Q.P.R. voru að vígja nýja stúkuálmu á vellinum, sem hef- ur kostað félagið um 15 milljón- ir króna. Fyrsta deildin virðist ætla að verða þessu lkla félagi ofviða. Skammt frá, einnig í London, áttust við West Ham og Tottenbam í skemmtilegum leik. Peters og Hurst skoruðu fyrir West Ham og Gilzean og Greaves fyrir Tottenham. Liverpool-fé- lögin áttu bæði góðan dag, Ever- ton fór létt með Sheffield Wednesday og Liverpool náði í Eusebio kyssir gullskóinn. Otto Gloria, einum frægasta þjálfara heims. Hinir sýndu ýmsar listir sem liggja nær cirkuslist en knattspyrnu í þeim skilningi sem við leggj- um í hana og kunnum. Mátti þar margt furðulegt sjá. Eftir æfinguna leituðum við færis á Eusebio. Hann var sýnilega þreyttur og vildi helzt fá frið og hvild. Spor gærdagsins '— er hann tók við gullskónum frá L. Quipe í Paris sem markhæsti maður Evrópukeppninnar síðustu og lið hans var valið sem bezta lið Evrópu, og hátíðlegheitin, samtölin, myndatökurnar og allt annað er fylgir — mátti á honum sjá og í skapi hans finna. En samt bauð hann okkur upp í herbergi til sín, tók bæði stigin í Ipswich. Blackpool er nú komið í annað sæti í 2. deild eftir sigurinn yfir Millwall. Mikla athygli vekur frammistaða Oxford í 2. deild. Fyrk aðeins sex árum var þetta félag tekð inn í deildakeppnina í stað Accrington, sem varð gjaldþrota. Síðan hefur Oxford unnið sig upp úr 4. og 3. deild og sigrar nú Sheffield United, sem lék í 1. deild sl. ár. Fram- kvæmdastjórinn Arthur Turner, stjórnaði um tíma Tottenham. Lutom er efst í 3. deild með 12 stig úr 7 leikjum og í öðru sæti er Swindon með 9 stig úr 6 leikjum. Swindon hefur ekki fengið mark á sig eftir 9 klst. leik og má kallast einsdæmi. Darlington er efsrt í 4. deild með 11 stig af 14 mögulegum. í anmari umferð skozku deild- arkeppninnar sigraði Rangers Celtic með fjórum mörkum gegn tveimur. Úrslit í ensku deildakeppninni í knattspyrniu s.l. laugardag: 1. deild: Arsenal — Stoke City 1-0 Burnley — Manchester U. 1-0 Everton — Sheffield W. 3-0 Ipswich — Liverpool 0-2 Leicester — Leeds 1-1 Manchester C. —Southampt. 1-1 J gullskóinn upp úr pússi sínu og settist fyrir hjá Sveini Þor móðssyni. Eusebio þótti sýni- lega vænt um verðlaunin. 1 Iyftunni á leiðinni niður spurðum við hann hvort hann væri ánægður með æfinguna. — Já. Þetta var ágæt æf- ing og róleg þó, en erfið fyr- ir mig þreyttan. — Var andrúmsloftið það kalt að það væri ykkur til ama. — Nei alls ekki. Þetta var ágætt og völlurinn mjúkur og fínn. Ef það verður betra á morgun þá mun ekki á okk- ur standa. — Undir þessi orð tók Otto Gloria þjálfari liðsins, heims- frægur. Newcastle — West Brom. 2-3 Nottm. Forest — Coventry 0-0 Q.P.R. — Chelsea 0-4 West Ham — Tottenham 2-2 W olverhampton — Sundarl. 1-1 2. deild: Aston Villa — Hull City 1-1 Bolton — Blackbum 1-1 Bristol C. — Derby County 0-0 Carlisle — Norwich 0-4 Huddersfield — Cardiff 3-0 Middleshro — Birmingham 3-1 Millwall — Blackpool 1-2 Preston — Charlton 1-1 Sheffield U. — Oxford Utd. 1-2 Á föstudag fóru fram tveir leikir í 2. deild og urðu úrslit þessi: Fulham — Crystal Palace 1-0 Portsmouth — Bury 1-2 Kvaddir á dansleik AÐ LEIK Vals og Benfica lokn- um í kvöld verða hinir portú- gölsku gestir Vals kvaddir á dansleik í Loftleiðahóteliinu. Þar leikur hljómsveit hússins og skemmtikraftar skemmta. Ball- ið stenduT til kl. 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.