Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKU'DAGUR 18. SEPT. 1968 1 Jón Bjarnason fró Skarði Kveðja — Hann drúpir 'hljóður í dag okkar beggja dalur — Jón frá Skarði er dáiinn. Þau teru endalok vor allra, þótt kall- ið komi misjafnlega snemma. Öll um finnst sem í eðlilegan farveg falli, þegar hrumur öldungur að loknum löngum vinnudegi fær hógværa hvíld. En þegar atorkusamur athafna maður hverfur að sjónarsviðinu mitt í dagsins önn, þá sýnist manni sem rök lífsins séu tor- skildari og erfitt að ná jafnvægi fyrst á eftir. Foreldrar Jóns frá Skarði voru Bjarni Jónsson bóndi þar og kona hans Valgerður Einars- dóttir. Móðurfaðir hennar var Torfi Einarsson alþingismaður á Kleifum í Steingrímsfirði. Jón ólst upp á hieimili foreldra sinna og tók þar síðar við búi. fynst í sambýli við mág sinn Borgar Sveinsson en hin síðari ár er hann dvaldist þar heima einn Jón kvæntist frændkomu sinni Huldu Elíasdóttur frá Lágafelli á Snæfellsnesi, sunnan, áttu þau saman fjögur börn, sem öll eru vaxin til fullorðins ára. Dóttir- in, Valgerður, yngst barnanna stundar nú nám 1 Kennaraskól- anum. Segja má að lífsþræðir okkar Jóns hafi legið saman allt frá æsku og fram á fullorðins ár. Við ólumst báðir upp í sömu sveit og milli heimila okkar að- eins níu km leið fram sléttan gróinn dal. FÉLAGSLÍF Handknattleiksdeild Þróttar. Æfingatafla fyrir veturinn 1968—1969: 3. fl. mánudaga kl. 7.40 að Há- logalandi. 3. fl. miðvikudaga kl. 6.50 að Hálogalandi. 2. fl. miðvikudaga kl. 7.40 að Hálogalandi. 2. fl. laugardaga kl. 6.20 i Laugardalslhöllinni. Meistarafl. og 1. fl. laugardaga kl. 5.30 í Laugardalshöllinni. Meistarafl. og 1. fl. þriðjudaga kl. 10.10, íþróttahúsið, Sel- tjarnarnesi. Meistarafl. og 1. fl. fimmtud. kl. 10.10, íþróttahúsið, Sel- tjarnarnesi. Æfingar hefjast 16. sept. í Hálogalandi og í Laugardals- höllinni, en 1. okt. í fþrótta- húsinu að Seltjamarnesi. Ver- ið með frá byrjun. Geymið æfingatöfluna. Stjómin. Knattspymufélagið Víkingur, handknattleiksdeild Æfingatafla veturinn 1968—1969. RéttarlholtsskóU: Meistaraflokkur karla mánu- daga kl. 8.40—10.20. 1. og 2. flokkur karla sunnu- daga kl. 1.00—2.40. 3. flokkur karla sunnudaga kl. 10.45—12.00. 3. flokkur karla mánudaga kl. 7.50—8.40. 4. flokkur karla sunnudaga kl. 9.30—10.45. 4. flokkur karla mánudaga kl. 7.00—7.50. Meistara-, 1. og 2. fl. kvenna þriðjudaga kl. 7.50—9.30. Meistara-, 1. og 2. fl. kvenna laugardaga kl. 2.40—3.30. 3. flokkur kvenna föstudaga kl. 7.50—8.40. LaugardalshöU: Meistara-, 1. og 2. fl. karla föstudaga kl. 9.20—11.00. Mætið stundvíslega á æfingar. Stjórnin. Þau árin sem barnsfætur mín- ir skripluðu á hálum fjöruhlein- um, trítlaði hann milli lynggró- inna hæða og meðfram bökkum árinnar, þar sem birtingurinn og bleikjan léku sér í léttum straumi. Sama dag stóðum við andspæn is þeirri spurn tilverunnar að við Skyldum ganga hinn þrönga veg samkvæmt hinni helgu lög- bók lífsins. Hversu það hefur tekist er mér óráðin gáta. Ef til vi'll hefur hún nú þegar ráðizt honum. Víst áttum við Jón saman marga glaða og góða daga, lekki sízt þegar hugsjónir ungmennafélags og íþróttaanda tóku hug okkar fanginn, þá gátum við svitnað hlið við hlið dag langan án til lits til launa í krónum talin að kvöldi. Þar var Jón enginn lið- leskja. Sundstaðurinn í Bjarnarfirði — Laug Guðmundar hins góða — er að snörum þætti til orðin fyrir hans ötula forgöngu þótt fleiri hafi þar vel að unnið. Það var jafnan svo með Jón, að honum varð sjaldan úrræða vant. Þótt við værum um marga hluti ólíkir og ósammála, gátum við þó að ýmsu samhuga staðið og okkar síðustu samræður sner ust um það, að vinna í félagi að útkomu rits, sem tengd er okkar heimabyggð — STRANDAPÓST INUM — Og þá fann ég vel, að enda þótt Jón léti það sjaldan í Ijósi, að hinir kulsæknu út- skagar, þar sem við slitum bamsskónum, voru honum hug- þekk byggð öðrum friemur og hefði, að því er virtist, fundið sig 'heima í fjölbýli Suðumesja, að undirtóninn, sem fram kom í öllu því er snerti þetta verk- efni var merki þess hvert ræt- urnar mundu liggja ef djúpt væri grafið. Eftir að Jón flutti byggð sína úr Bjarnarfirði, dvaldi hann fyrst nokkur ár í Njarðvíkum, en flutti svo í Kópavog og átti þar heimili til hinztu stundar. Alls staðar stóð um hann gust ur því hvergi var í kringum hann kyrrstaða eða athafnaleysi Mjög síðustu árin vann hann hjá Alþýðusambandi íslands. Nú er dagurinn á enda, sá dagur sem við dauðlegir menn nefnum lífshlaup — Hvað er svo framundan? — Hvort mun það skipta nokkm máli. Hafi vel verið unnið lifir minning og ávöxtur góðrar iðju framtíman- um til farsældar hvort sem við tekur tómið eða lífsþnáðurinn verður á öðru sviði lengra spunn inn. Ég held að ekki sé ofmælt, að Jón frá Skarði hafi séð fyrirsín um hlut. Hann hefur mörg auðnu spor stigið öðrum til góðs. En það hygg ég, að hann hafi til mestrar hamingju götuna geng ið þegar leið hans lá til móts við sína ágætu konu og lífsþræð ir þeirra ófust saman. Það er vissulega sviphýrt víða um Suðurnes, en haustlitirnir sem nú skarta hlíðar Bjarnar- fjarðar bera þá alla tíð sterkara svipmót þess lífis, sem Jón á Skarði hefur lifað og þau veðra brigði skins og skugga næreðli hans. Þótt Jón nú sé horfinn úr hópn um, hugsa ég til hans þar heima. Ég votta samúð mína og fjöl- skyldu minnar, konu hans og börnum — En í sorginni er gott góðs að minnast — . st. Ólafsfirði 379. 1968 Þ.M. - MINNING Framhald af bls. 18 verði var við einhvern nýjaií streng í brjósti sér. Þessi streng ur er þó ekki nýr, heldur gam- all. Og állt í einu lætur hann vita um tilvist sína, þótt maður hafi ekki orðið hans var mikinn hluta æfin-nar. Útför Einars Sveinssonar var gerð frá Fossvogskirkju 26. ág- Ú9t s.l. Þegar ég nú við leiðarlok lít fyrir ævi hans og minnist rnargs þess mótlætis er honum mætti á lífsleiðinni, koma mér í hug orð þjóðskáldsins, sem og allmargir af minni kynálóð gætu gert að sínum: „Til hvers er för þín. í fanna-heima? — Til að lofa Guð fyrir lítið korn og hrekjast svo heim. með haustnæðingum.** Hárgreiðslustolur Hárgreiðslumeistari óskar eftir starfi á hárgreiðslu- stofu frá 1. okt. n.k. Tilboð merkt: „Meistari — 2300“, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 20. september. SKRIFSTOFUSTARF Opinber stofnun óskar að ráða stúlku til vélritunar- starfa frá n.k. mánaðamótum að telja. Góð vélritun- arkunnátta og nokkur málakunnátta ásikilin. Tilboð með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. merkt: „2346“. Argon — suðumaður óskust Löng vinna. Þeir sem hafa áhuga á starfinu sendi nafn sitt og heimilisfang til blaðsins, þar sem teknir eru fram vinnustaðir á undanförnum árum merkt: „Þjálfaður suðumaður — 2288“. Halnarijörður Skrifstofustúlka óskast. Umsókn sendist afgr. MbL fyrir 22. september n.k. merkt: „2301“. Á gamla verð/nu Þórsþiljur Punu veggþiljur Luconite veggþiljur Siporex milliveggjuplötur Kynnið yður verð og greiðsluskilmála. ÞÓRSFELL Grensásvegi 7, sími 84533. Guðm. Pétursson. Iðnaðarsuumavélur Góðar, nýlegar hraðsaumavélaT óskast. Upplýsingar í síma 8-22-22. Húseign til leigu Húseign nálægt Miðbænum hentug fyrir skrifstofur, læknastofur eða félagsstarfsemi er til leigu strax. Upplýsingar í sírna 34410 og 34207. Umferðarskólinn IJIMGIR VEGFARENDIJR Annað starfsár umferðarskólans „Ungir veg- farendur“ er að hefjast. Skólinn er fyrir börn á aldrinum 3ja—6 ára, og tilkynna þarf þátt- töku fyrir 1. október. Innritunareyðublöð liggja frammi á lögreglustöðvum. Umferðarskólinn „Ungir vegfarendur“ er bréfaskóli, sem hefur það markmið að auka umferðarþekkingu barna á aldrinum 3ja—0 ára. Þátttaka i skólanum er heimil öllum börnum, sem búsett eru í Reykjavík, Kópa- vogi, Hafnarfirði, Garðahreppi, Mosfells- sveit og á Seltjarnarnesi, foreldrum þeirra að kostnaðarlausu. Ekki þarf að endurnýja þátttökutilkynningu barna, sem innrituð voru í skólann í fyrra. Aðseturskipti er nægilegt að tilkynna í síma 83320. Allar upplýsingar veitir fræðslu- og upp- lýsingaskrifstofa Umferðarnefndar Reykja- víkur, sími 83320. Umferðarskólinn „IINGIR VEGFARENDUR".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.