Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 11
MORGUNP'AÐIÐ, MIÐVIKU'DAGUR 18. SEPT. 196® 11 Þjónusta hins opinbera Ráðstefna um framtíöarþróun — Atltugasemdir um leiðara — Hr. ritstjóri Morgunblaðsins. í leiðara blaðs yðar, laugar- dag 14. september, veitizt þér að þjónustu hins opinbera með furðulegum hætti og það svo, að ég sé mig knúinn til að skrifa nokkur orð um afstöðu blaðsins til þessa mikilvæga efnis, og óska birtingar á þeim tilskrif- um. Ég hef að atvinnu minni að veita opinbera þjónustu og sjá um, að hún sé veitt með viðun- andi hætti á tilteknum sviðum ríkisrekstrarins. Ég tel, að meg- inhluti ríkisstarfsmanna leggi sig fram um að láta borgurunum i té þá þjónustu, sem þeir geta, eina fljótt og vel og þeir eru í aðstöðu til að veita hana. Því tel ég engin rök til þess setja allan ríkisreksturinn undir einn hatt og dylgja um, að kvartað sé yfir því, „að afgreiðsla mála gangi allt- of seint hjá hinu opinbera og þegar þau fái afgreiðslu, bygg- ist hún á einkennilegum sjónar- miðum.“ Hér er hátt reitt til höggs og þá ekki síður á öðrum stað í leiðaramum, þar sem segir: „Hitt blandast engum hugur um, að afgfreiðsla mála gengur ótrúlega seint hjá hinu opin- bera og svo virðist sem skrif- stofuveldið sé komið á svo hátt stig, að ef má'l er einu sinni komið áleiðis inn í báknið, komi það ekki út aftur nema með harmkvælum.“ Þessu fylgir, að embættismenn hins opinbera og þá ekki sízt lánastofnfana, eigi í því erfiða árferði, sem nú ríkir, að greiða fyrir þeim mönnum sem hafa fórn að sér í þágu alþjóðar og tekið að sér það „vanþakkláta starf að stjórna atvinnufyrirtækjum." Telur leiðarahöfundurinn, að í slæmu árferði sé „ekkert vit í því að ríghalda í strangar reglur eða fordæmi, sem gera það eitt að verkum að skapa atvinnurekstrinum ennþá meiri erfiðieika". Vfet ter það rétt, að ýmis af- greiðsla, sem ríkið annast er of hægfara. Um orsakir tilþess má skrifa lengra mál en svo, að í það verði ráðist hér og nú. Sum- ar orsakanna eru þannig, að starfsmenn fá ekki við þær ráð- ið þótt hins séu dæmi. Hitt er Ijóst, að staðhæfingar leiðarahöf undar blaðsins um seina eða nán ast enga málaafgreiðslu hjá opin berum aðilum er fásinna. Yfir- lýsingar blaðsins eru gróf móðg- un við þann fjölda manna, sem leggja sig alla fram um að vinna þessi störf í þágu ríkis og sveit- arfélaga og reyna að leysa hvers manns vanda eins og aðstaða og heimildir frekast leyfa. Skrifin verða heldur ekki talin neitt hrós um hina stjórnmálalegu for ystu „skrifstofúveldisins". Dylgjur um „einkennileg sjón armið“ við málaafgreiðslu, sem upp eru teknar í leiðarann eru ekki svara verðar. Skoðun leiðarahöfundar um að nú sé glórulaust að halda í regl ur og fordæmi er athyglisverð. Samkvæmt henni ætti nú að lið- sinna þeim sérstaklega, sem lak aist eru settir, sem að jafnaði eru þeir, sem byggt hafa og rekið fyrirtæki sín undanfarin ár af minnstri fyrirhyggju. Mig skiptir það persónulega litlu, þótt leiðarahöfundtu- stærsta blaðs landsins kjósi að ausa ó- þverra yfir þann hóp manna, sem ég tilheyri í þessu efni. Mig tek ur hins vegar sárt, að blaðið skuli þannig senda kveðju þeim fjölda afbragðsmanna í þjónustu ríkisins, sem ég hef kynnzt við störf þar s.l. 10 ár. Komi blað- ið með uppbyggilegar tillögur eða gagnrýni á tiltekin atriði í rekstr eru þessir menm víðast hvar í ríkiskerfinu, tilbúnir að reyna hvað þeir geta til að bæta úr. Skrif full af almennum ásökun- um, sem hér um ræðir getur eng um jákvæðum tilgangi þjónað. Því má þó ekki gleyma, sem vel er gert. Leiðarahöfundinum hefur með aðdáanlegum hætti tekizt að leyna því, ef hann hefur minnstu hugmynd um haus eða sporð á þeim vanda, sem fólginn er í að veita opinbera þjónustu. Með fyllstu virðingu, Jón Sigurðsson, ráðuneytisstj. í f jármálaráðuneytinu. málm- og skipasmíða Samtök fyrirtækja og laun- ega í málm- og skipasmíðaiðnaði hafa ákveðið að efna tU ráð- stefnu um stöðu og framtíðar- þróun starfsgreinarinnar og verð ur hún haldin í Reykjavík dag- ana 27. og 28. september n.k. Að þessari ráðstefnu standa Félag dráttabrauta og skipa- smiðja, Félag járniðnaðarmanna, Landssamband málmiðnaðarfyrir VELJUM ÍSLENZKT Breytingar á reglugerö um ferskfiskeftirlit MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá Sjávarút- vegsmálaráðuneytinu, þar sem segir að ráðuneytið hafi þann dag sett svohljóðandi reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1. 13. janúar 1961 um ferskfiskeft- irlit: 1. gr. 23. gr. reglugetrðarinnar orð- ist svo: Allur fiskur veiddur í botn- vörpu, dragnót, þorsk- ýsu- og ufsanót skal ætíð slægður og þveginn um borð í veiðiskipi svo fljótt er við verður komið, eftir að honum hefur blætt út. Sama gildir um fisk aflaðam með öðr- Algeirsborg 16. sept. NTB. FUNDI fulltrúa Einingarsamtaka Afríkjurikja lauk í Algeirsborg i dag. Samþykkt var að lýsa yfir eindregnum stuðningi við Lagos stjómina í baráttunni við Biafra menn, og var Biafra gagnrýnt fyrir aðskilnaðar og klofnings- pólitík, sem væri tij þess eins fallin að rjúfa einingu og sam- hug ríkja Afríku. um veiðarfærum, ef veiðiskip leggja ekki afla sinn á liand dag- lega. Á tímabilinu 20. maí — 15. september ár hvert, skal slægja allan fisk um borð án tillits til þess með hvaða veiðarfærum hans er aflað. Þess skal vel gætt við þvott, að ekki sé skilið eftir í kviðar- holi fisksins leifar af lifur, inm- yflum, æti eða blóði. Fisk skai slægja þannig, að ekki sé skorið fram úr lífodda. Karfi er undamskilinn framan- greindum ákvæðum. Reglugerð þessi er sett sam- kvæmt lögum nr. 5'5 2. maí 1968 um eftirlit og mat á fiski og fisk- afurðum, til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftir- breytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. (Frá Sjávarútvegsmálaráðu- neytinu). BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu tækja, Málm- og skipasmíðasam- band íslands og Meistarafélag j árniðnaðarmanna. Á ráðstefnunni verða flutt ým is erindi, m.a. um stöðu málm- iðhaðarins, um stöðu skipasmíða iðnaðarins og um stöðu laun- þega í málm- og skipasmíðaiðn- aðinum. Ennfhamur um lánamál og áætlanagerð í skipasmíðaiðn- aði svo og um menntun og fram- haldsmenntun í málmiðnaði. Þá verða ýmis mál rædd í um ræðuhópum, m.a. breytingar á lánakerfi iðnaðarins, tækniþró- un, samkeppnisaðstöðu og miennt un. Fundir ráðstefnunnar munu fara fram í fundarsal Meistara- sambandsins í Skipholti 70. (Fréttatilkynning) Fyrsto bindi bókarinnor Dogligt liv i Norden — komið út hjd Gyldendal KOMIN er út hjá forlaginu Gyld- endal fyrsta bindið í bókaflokkn- um Dagligt liv i Norden eftir Troels-Lund. Er þetta sjötta út- gáfa bókarinnar, en fyrsta út- gáfa kom út á árunum 1879— 1901. Dagligt liv i Norden á nú að koma út í 7 bindum og er fyrsta bindið 568 bls. Formála um Tro- els Lund og hið mikla ritverk hans skrifar Erik Kjersgaard, sem jafnframt sér um þessa út- gáfu. í fyrsta bindinu er fjallað um Norðurlöndin á 16. öld og skipt- ist bókin í 7 meginkafla er nefn- ast: Land, Folk, Rejse i Norden, Bönderboliger, Köbstadboliger, Köbstadboligernes ydre og Köb- stadboligernes indre. Aftast í bók inni er síðan ýtarleg heimilda- og nafnaskrá. Frá hinum heimsþekktu tóbaksekrum Kentucky í Ameríku kemur þessi úrvals tóbaksblanda Sir Walter Raleigh... ilmar ímt... pakkast rétt.. bragðast bezt. Geymist 44% lengur ferkst í handhægu loftþéttu pokunum. SIRWALTER RALEIGH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.