Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNÐLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPT. 196« Útgefandi Framk væmdas t j óri Ritstjórar Ritstjórnarfulltríu Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ami Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. HEFJUM ATHAFNA- MENNINA TIL VEGS Tl/fikið er talað og skrifað um úrbætur í atvinnumálum, leiðir til þess að auka verð- mæti aflans, koma við tækni- nýjungum í sjávarútvegi og fiskiðnaði o.s.frv. Sérmennt- aðir menn á ýmsum sviðum leggja orð í belg og aðrir, sem enga sérþekkingu hafa á málunum, láta líka til sín heyra. Minna ber hins vegar á sjálfum framkvæmdamönn unum, sem raunverulega ráða úrslitum. Landsmönn- um er nú orðið ljóst, að tæknibyltingin í síldveiðun- um var fyrst og fremst verk tveggja skipstjóra, þeirra Haraldar Ágústssonar, sem fyrstur gerði sér fulla grein fyrir kostum kraftblakkar- innar, eftir að aðrir höfðu gefizt upp við að nota hana og Eggerts Gíslasonar, sem hafði forustu um noktun asdictækja við veiðarnar. Mbl. birti í gær viðtal við ungan skipstjóra, Magnús Þorvaldsson á Heimi. Þar kemur fram, að skipverjar hafa saltað um borð í sum- ar rúmlega 2600 tunnur síld- ar og hefur það að sjálfsögðu aukið mjög verðmæti aflans, sem ekki er ýkja mikill að magni. Heildarverðmæti afl- ans á síldveiðunum er að sögn skipstjórans um 3 millj. króna. Þá skýrir Magnús Þorvaldsson frá því, að bát- urinn hafi í vetur veitt í salt og siglt með aflann til Dan- merkur og selt hann þar. Segir Magnús, að aflaverð- mætið hafi verið um 6 millj. króna á vetrarvertíð og skip- verjar séu ákveðnir í að veiða í salt á næstu vertíð. Ekki fer mikið fyrir ung- um athafnamönnum, sem með þessum hætti stuðla að því að auka verðmæti þess sem aflast, en slíkir menn ráða einmitt úrslitum um, hvemig þróunin verður í at- vinnumálum okkar. Menn á borð við Harald Ágústsson, Eggert Gíslason og Magnús Þorvaldsson bíða ekki eftir því, að einhverjir skrifborðs- sérfræðingar segi þeim hvað gera skuli, þegar vanda ber að höndum. Þeir leita sjálfir nýrra úrræða og byggja þá á reynslu sinni og þekkingu. Við þurfum að hefja slíka menn til vegs í þessu þjóð- félagi og leita ráða hjá þeim, þegar í harðbakkann slær, í stað þess að byggja allar von ir á mönnum, sem ekki standa mitt í hinu iðandi og raunverulega athafnalífi, en reyna þess í stað að leysa vandamálin við skrifborðið. KOSNINGARNAR í SVÍÞJÓÐ lZosningaúrslitin í Svíþjóð eru mjög athyglisverð. Flokkur, sem verið hefur við völd í nær fjóra áratugi, vinnur mikinn sigur og sá sigur er fyrst og fremst þakkaður manni, sem um tveggja áratuga skeið hefur verið forsætisráðherra þjóð- ar sinnar. Það er greinilega ekki einhlýtt, þegar talað er um að kjósendur vilji breyt- ingar og ný andlit. Þá vekur það sérstaka at- hygli, að kommúnistaflokk- urinn tapaði helmingi at- kvæðamagns og hlaut þrjá þingmenn í stað átta áður. Almennt er talið fullvíst, að orsökin fyrir þessum kosn- ingaósigri kommúnista sé innrás kommúnistaríkjanna í Tékkóslóvakíu og stoðuðu ekkert yfirlýsingar kommún- istaforingjans sænska um, að hann væri andvígur innrás- inni. Sænskir kjósendur hafa greinilega talið, að þær yfir- lýsingar ristu ekki djúpt og má segja það sama um yfir- lýsingar kommúnista hér á landi. Fyrstu þingkosningamar, sem fram fóru á Vesturlönd- um eftir innrásina í Tékkó- slóvakíu, hafa því leitt til mikils fylgishruns kommún- ista. Er það vísbending um hvað í vændum er í öðrum löndum. Innrásin í Tékkósló- vakíu hefur vakið fyrirlitn- ingu meðal alls almennings og eina verðuga svarið við þessu glæpaverki er að binda í eitt skipti fyrir öll endi á áhrif kommúnista í lýðræðis- ríkjum. Það er ekki sízt hlut- verk ungu kynslóðarinnar að sjá til þess, að svo verði, vegna þess að sú kynslóð öðr um fremur hefur bundið von ir við það friðsemdarástand, sem ríkt hefur í Evrópu á síðustu árum. Þær vonir hafa nú brugðizt hrapallega og þeir, sem áður gerðu sér von- ir um að hægt væri að taka afstöðu til málefna í Evrópu, án þess að hún mótaðist af hugsunarhætti kalda stríðs- ins, hljóta að endurskoða við- horf sitt frá grunni. Komm- únistar hafa séð fyrir því. WV UTAN URHEIMI Velskir frelsishermenn æfa sig í notkun vélbyssna. Frelsisherinn í Wales HÁTT uppi í fjöllum Wales er lítill her með tímasprengj- ur og vélbyssur að vopni. Það er Frelsisher Wales. Fyrir skömmu fékk brezkur blaða- maður í fyrsta sinn að koma í stöðvar hans og fylgjast með æfingum. Frelsisher Wales hefur staðið fyrir skemmdarverk- um á ýmsum mannvirkjum og opinberum byggingum, en ekki hefur starfsemi hans ennþá valdið manntjóni. Atburður sem gerðist fyrir þremur árum varð þess vald- andi, að upp úr sauð meðal þjóðemissinna í Wales og her inn var stofnaður. Þá setti maður nokkur upp verk- smiðju í Birmingham og festi spjöld á veggi, þar sem starfs fólki var stranglega bannað að tala welsku og varðaði brottrekstri ef upp kæmist. Þjóðernissinnar leituðu til þingmanns síns og báðu um leiðréttingu, en án árangurs. Þegar spjöldin höfðu hangið uppi í fimm vikur, bar svo við einn mánudagsmorgun, að um 1500 manns komu saman við verksmiðjuna, brutu þar allar rúður og veltu bíl eigandans. Þetta varð til þess að spjöldin voru tekin niður. Þarna kom í ljós, að of- beldi var árangursríkara en friðsamleg barátta og skömmu síðar var Frelsisher Wales stofnaður. „Við krefjumst alls ekki að skilnaðar frá Englandi og Helztu skemmdarverk Frelsishers Wales, venjulega unnin með tímasprengjum. Tölurnar sýna staðina. 1. 7. marz 1966. Clywedog-stíflan, vatnsmiðlun fyrir Birm- ingham, sprengd í sundur. Tjón um 48.000 pund. 2. 12. marz 1967. Sprengihleðsla fannst á vatnsleiðslu til Birmingham. Gerð óvirk áður en hún sprakk. 3. 30. september 1967. Vatnsleiðslan til Liverpool sprengd í sundur. Tjón um 28.000 pund. 4. 17. nóvember 1967. Sprenging í Friðarhofinu í Cardiff. Tjón um 30.000 pund. 5. 25. marz 1968. Sprenging í skattstofunni í Cardiff. Tjón um 3.000 pund. 6. 25. maí 1968. Sprenging í stjórnarskrifstofunni í Cardiff. Tjón um 5.000 pund. 7. 27. mai 1958. Lítilsháttar skemmdir á varavatnsleiðslu til Liverpool. 8. 18. júní 1968. Eyðilagðar leiðslur, sem fluttu helming alls vatns til Liverpool. biðjum ekki um landamæra- verði og tollstöðvar. Það sem við viljum er einfalt: Að stjórnmálamenn í London komist á snoðir um að það sé til þjóð í Wales, með eig- in tungu og menningu. Ef þeir gera það ekki, mun eng- in stjórnarstofnun verða óhult fyrir okkur á næstu mánuðum og þar mun ekki standa steinn yfir steini.. . .“ Forystumenn Frelsishers Wales segja, að hann sé í „Alþjóðaher keltneskra manna“ ásamt ýmsum of- stopasamtökum í öðrum löndum, svo sem Frelsishreyf ingu Quebec, (sem ennþá man hvatningarorð de Gaull- es, „Lifi frjálst Quebec“), Frelsishreyfingu Bretóna og Frjálsum Böskum á Spáni, sem undanfarið hafa verið að sprengja brýr í Pamplona. Þeir senda hingað menn frá Frakklandi, segja þeir. Fyrstu tilsögn í gerð og með- ferð tímasprengna f»ngum við frá fyrrverandi OAS- mönnum, sem nú búa í Dubl- in. Þeir urðu að flýja til ír- lands eftir a'ð þeir reyndu að ráða de Gaulle af dögum, en nú er allt fallið í ljúfa löð á milli þeirra. Hvað gerist næst? Verður sprengingum haldið áfram Sannarlega, segja þeir. Við munum jafnvel gera vart við okkur í Whitehall í Lond on, allt þangað til þjóðin í Wales verður viðurkennd. Við munum ráðast á stjómar byggingar og skrifstofur blaða í Wales. Og verður Karli prins stefnt í vo'ða ef hann kem- ur til Wales til þess að láta skrýða sig sem prins af Wales? Við höfum ekki gert áætl- anir um það, segja frelsisher- mennirnir. Ef lögreglan sinn- ir hins vegar áróðri ýmissa blaða í Wales fyrir því, að þekktir forystumenn frelsis- hersins verði teknir höndum og settir í fangelsi áður en skrýðingin fer fram, þá getur allt gerzít. Það er nefnilega bæði þekktir og óþekktir menn í samtökum okkar. Hins vegar höfum við gert áætlanir um aðgerðir á skrýð ingardaginn. þannig a'ð fólk um allan heim mun halda niðri í sér andanum. En við skýrum ekki frekar frá þeim áætlunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.