Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPT. 1968 Ingibjörg Guðmunds- dóttir — Minning í DAG er til moldar borin Ingi- björg Guðmundsdóttir. Hún lézt í Ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn 9. þ.m. Ekki bjóst ég við, er ég kvaddi þessa æskuvinkonu mína fyrir fáum vikum, er hún fór utan til að leita sér lækn- inga, að það yrði hinzta kveðj- an. Ingibjörg Guðmunsdóttir fæddist í Vallanesi á Völlum á Fljótsdalshéraði 18. marz 1916. Hún var dóttir sæmdarhjónanna Aðalbjargar Stefánsdóttur og Guðmundar Þorbjömssonar. Hún var þriðja í röðinni af sex syst- kinum og er nú sú fyrsta, sem felílur í valinn. Inga ólst upp í foreld,rahúsum á mannkosta- og myndarheimili, þar sem iðju- semi, skyldurækni og samvizku- semi skipuðu öndvegi, og þar hlaut hún það veganesti, sem reyndist henni halddrjúgt ævina alla. Hún stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað, fluttist með foreldrum sínum til Seyðisfjarðar og dvaldi þar um skeið, en lagði síðan leið sína til Reykjavíkur og var hér ætíð síðan, að undanskildu einu ári, sem hún bjó í Kaupmannahöfn. í Vállanesi sleit hún bamsskón um. Þaðan minnist ég hennar fyrst sem leiksystur í glöðum systkinahópi, og alltaf var hug- ur hennar kærastur þeim bemskustöðvum. Oft ryfjuðum við upp gamlar minningar frá þessum sólskinsámm okkar, þegar tíminn var ekki til. Síðar Móðir mín Jóhanna Danivalsdóttir andaðist á sjúkrahúsinu í Keflavík 16. þ. m. Kári Steingrímsson. Útför eiginkonu minnar Mekkinar Sigurðardóttur Vitateig 4, Akranesi, fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 19. sept. kl. 2 síðdegis. Blóm afbeðin. Þeir sem vildu minnast hennar er bent á Sjúkrahús Akraness eða Krabbameinsfélag Is- lands. Lýður Jónsson og vandamenn. Eiginmaður minn og faðir okkar Vilhjálmur Ríkharðsson Kringlumýri 18, lézt 14. þ.m. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 21. þ.m. kl. 14. Eva Sigurðardóttir og börn. Guðrún Iðunn Jónsdóttir frá Brekkukoti, er lézt að Hrafnistu, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 19. sept. kl. 3. Fyrir hönd vandamanna. Jón Hannesson. lágu leiðir okkaæ saman hér í Reykjavík óslitið. Þegar ég ætla nú að reyna að lýsa þessari æskuvinkonu minni, brestur mig orð. Þó get ég sagt, að Inga hafði einhverja þá sterkustu skapgerð, sem ég hef þekkt. Hún var svo áreiðanleg í öllum viðskiptum, að ef hún lof- aði einhverju, hversu smátt eða stórt sem það var, stóð það eins og sfafur á bók. Hún hefði heldur vaðið eld en að svíkja gefin lof- orð. Hún var höfðingi í lund, allur smásálarskapur var henni víðs fjarri og mjög gestrisin heim að sækja. Það var alltaf notalegt að heimsækja Ingu, hversu annríkt sem hún átti, hafði hún alltaf tíma til að taka alúðlega á móti vinum sínum og kunningjum og dekra við þá, hlusta á vandamál þeirra og taka þátt í sorgum þeirra og gleði. Inga átti óvenju gott með að umgangast fólk og hafði ein- hvern þann eiginleika til að bera, að fólk laðaðist að henni og leið vei í návist hennar. Inga var vel greind, hún var farsælum gáfum gædd, en var hlédræg áð eðlisfari og lítt fyrir það gefin að trana sjálfri sér fram, hún hafði hlýja kímni- gáfu til að bera og var trölltrygg þar sem hún tók því. Hún var mikil manneskja enda lék allt í höndunum á henni, sem hún snerti á. Inga vann á Veðurstofunni óslitið síðastliðin 7 ár. Þar er hennar saknað af öllu samstarfs- fólki. Hún reyndist einn allra traustasti og samvizkusamasti starfsmaður, sem þar hefir unn- ið. Þeir, sem þar áttu yfir henni að segja, kveðja hana nú með þakklæti og virðingu fyrir frá- bæra skyldurækni og vei unn- in störf. Ég mundi segja, að Inga hafi veri'ð gæfumanneskja á margan hátt, þótt stundum syrti í álinn og s'kin og skúrir skiptust á í lífi hennar eins og flestra ef ekki allra, þá var hún þannig gerð, að hún lét pkki bugast og engri manneskju hef ég kynnzt, sem mér hefði fundizt fjær því að gefast upp í lífs- baráttunni en einmitt hana. Hún reyndist börnum sínum tveim mikilhæf móðir og ástrík amma barnabömunum fjórum. Og er nú mikill harmur kveðinn að þeim ásamt aldraðri móður, systkinum og tryggum förunaut, er hún fellur frá langt fyrir aldur fram. Sendi ég þeim mína dýpstu samúð á þessari sorgar- stund. Að leiðarlokum, Inga mín, þakka ég þér fyrir öll gömlu árin, vináttu þína, tryggð þína. Hulda Bjarnadóttir. Einar Sveinsson skósmiður — Minning Hjartans þakkir fyrir samúð við fráfall bróður míns Þorkels Magnússonar. Fyriir hönd ættingja. Sigríður Magnúsdóttir. Mínir vinir fara fjöld, datt mér í hug er ég varð þess áskynja að sá þriðji þeirra, Ein ar Sveinsson, skósmiður hafði orðið bráðkvaddur 19. ágúst og allt skeði þetta í einum mánuði. Einar heitinn var innfæfddur Reykvíkingur, fæddur 2. júlí 1907. Foreldrar hans voru þau hjónin Helga Ólafsdóttir og Sveinn Jón Einarsson í Bráð- ræði á Bráðræðisholti hér í borginni. Þau hjónin voru bæði Fljótshlíðingar, komin af þekktu og velgerðu fólki þar eystra. Þau hjónin eignuðust sex böm, þrjár dætur og þrjá syni. Eina þeirra dætranna misstu þau í bernsku, en tvær þeirra: Guð- rúnu og Ólafíu á þrítugsaldri, og fél'lu þær báðar frá, frá ung- um börnum. Tveir bræður Ein- ar heitins eru nú á lífi, þeir Ingólfur lögregluþjónn og Ólaf- ur verzlunarmaður. Helga, móð- ir þessara systkina andaðist ár- ið 1953, en maður hennar Sveinn Jón lézt í hárri elli árið 1960. Einar ólst upp á fjölmennu heimili, sem var á þeirrar tíðar mælikvarða efnaheimili, því fað ir hans lagði gjörva -hönd á ær- ið margt, annað en búskapinn. Það varð hlutskifti Einars heit- ins að starfa við bú foreldra sinna bæði hér í Reykjavík og eins þau ár er þau bjuggu í Bjarnarhöfn. Um skósmíði hanis er það að segja, að sem dmngur í barnaskóla Reykjavíkur, hafði hann fengið nokkra tilsögn í skósmíði. En þessi iðn hafði grip ið hug hans svo föstum töbum, t Þökkum innilega aúðsýnda samúð við fráfall og jarðar- för mannsins míns og afa t Við þökkum af alhug auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengda föður og afa Ólafs Bjömssonar skósmiðs. Jóns E. Oddssonar, Lunansholti, Landssveit. Guðfinna Grimsdóttir Sumarlína Ólafsdóttir Dætur, tengdasynir og Jón Sigurðsson og bamaböm. barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför dóttur minnar og systur okk- ar Áslaugar M. Jónsdóttur. Sérstaklega þökkum við starfsfólki og hjúkrunarliði Borgars j úkrahússins. Valgerður Jónsdóttir Sigurður B. Jónsson Jón M. Jónsson Eyjólfur Finnsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför móður okk- ar og ömmu Láru Sigurðardóttur. Sigurbjörg Kristjánsdóttir Sigurður Kristjánsson Asdís Kristjánsdóttir Fríðfinnur Magnússon Jakob Kristjánsson Erla Gunnlaugsdóttir Asmundur Kristjánsson Svala Gísladóttir og barnabörn. að hann hélt áfram að halda henni við öll æskuár sín, og inn an við tvítugsaldur var hann bú inn að ná það mikilli leikni í henni, að eftir hann lágu bæði skór og stígvé'l, sem báru með sér handbragð snillingsins. Þessi kunnátta hans, átti síðar eftir að verða honum mikill styrkur á lífsleiðinni, og réttindi þau er hann fékk seinna meir byggðust á nýsmíðum hans í þessari grein, sen enginn gat annað en dáðst að, er til var kavddur. Enda fór svo, að um 30 ára bil æfi sinnar stundaði hann þessa iðn. Einar Sveinsson unni æsku- stöðvum sínum af heilum hug og undi þar bezt högum sínum. Alla tíð var mikið ástríki með hon- um og móður hans. Einar kvæntist 23. apríl 1928 Magneu Magnúsdóttur frá Heina bergi í Dalasýslu, gervi'legri og duglegri stúlku. Þau eignuðust tvö börn, Guðrúnu og Ólaf. Ein- ar og Magnea höfðfu nýlega eign azt íbúðarhús árið 1943, en þá syrti að, því 25 júní féll húsmóð irin frá, aðains 37 ára gömul. í sömu vikunni og jarðað var, fór húsbóndinn á Vífilstaðahæli veikur af berklum. Varð því að leysa heimilið upp, og stóð það svo næstu tíu árin. Síðustu dval arár sín á Vífilptaðahæli, var hann orðinn það hress, að hann gat nokkurn tíma úr degi unnið að skósmíðum á verkstæði hælis- ins, og bætt þann veg fjárhag sinn, að hann gat stutt uppeldi og skólagöngu barna sinna. Eins og eðlilegt var, mörkuðu veikindi og erfiðleikar djúp spor í sálarlíf hans, og svo mikið var hrunið í hans eigin fjölskyldu að hann mátti teljast „ofsnauður af ástvinum." Einhver bjartasti kaflinn í ævi hans hygg ég að hafi verið sá tími, er hann dvaldi í Neskaupstað hjá Guðrúnu dótt ur sinni og manni hennar. Þar átti hann tíu barnabörn. Og þar held ég að hann hafi orðið hvað sáttastur við lífið og örlögin. Enda ljómaði andlit hans upp, ef minnzt var á barnahópinn og allan þann kærleika, er þau höfðu veitt honum. Ég sem þetta skrifa, kynntist Einari sál. árið 1921. Þegar móð- ir mín fór að leita að leiguhús- næði fyrir sig og börn- sín, fékk hún það hjá gömlum vinum aust an úr Rangárvallasýslu, þeim Helgu Ólafsdóttur og Sveini Jóni Einarssyni. Þær Helga og móðir mín, voru jafnöldrur og fermingarsystur úr Fljótshlíðinni. Hér var því rifjaður upp og endurnýjaður gamall kunnings- skapur. Fjölskylda Sveins Jóns og konu hans, verður nágrönn- um þeirra minnisverður af svo mörgum ástæðum. Sveinn Jón Einarsson eða Sveinjón í Bráð- ræði eins og hann var oftast kall aður, var hörkuduglegur maður og vel viti borinn. Og sem dæmi þess hvað hann var óvenjuleg- ur maður fyrir sína samtíð, hafði hann þrátt fyrir þrotlausan eril við störf, náð óvenjulegri leikni í slaghörpulist og unni tónlist umfram flest annað. Það var ekkert óvenjulegt fyrir hann að loknum starfsdegi, að setjast við hljóðfærið, eða hlusta á dætur sínar tvær, sem drukkið höfðu í sig tón'listaráhugann með móður mjólkinni, grípa til hljóðfærisins Þar mátti segja að þar væri einn hugur og ein sál. Að sjálfsögðu kynntist ég Ein ari heitnum mest þeirra systkin- anna, því við vorum á líku reki, og tel hann því meðal æskuvina mina. Ég hafði eflaust getað rækt þá vináttu betur en ég gerði. En um það tjáir ekki að sakast héðanaf. Þegar góður vin ur fellur frá, er einsog maður Framhald á bls. 21 Við hjónin sendum öllum þeim, sem heiðruðu okkur með gjöfum, blómum, heilla- skeytum og nærveru sinni, á sjötugsafmælum okkar þann 17/5 og 10/9 s.l., okkar inni- legustu þakkir og vinar kveðjur. Sólveig Jóhannsdóttir og Páll Hallbjörnsson Leifsgötu 32, R. Þakka hjartanlega börrnun mínum, tengdabömum, syst- kinum, öðru skylduliði og öll- um góðum vinum fyrir góð- ar gjafir, heillaóskir og vin- semd á 75 ára afmæli mínu 4. sept. s.l. Guð blessi ykkur öll. Haraldur Jónsson, Miðey. Kærar þakkir sendum við sveitungum okkar og öllum ættingjum og vinum sem á einn eða annan hátt aðstoðuðu okkur í veikindum sem undanfarið hafa steðjað að heimili okkar. Einnig sendir Bryndís litla hjartans þakkir til læknis, starfsfólks og sjúklinga á sjúkrahúsi Keflavíkur, ennfremur til frændfólks. Okkur foreldrum er sérstaklega ljúft að þakka öllu þessu fólki fyrir hversu mjög það stytti henni stund- imar á sjúkrahúsinu. Auður Guðbrandsdóttir, Sigurður Sólmundarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.