Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPT. 1968 — Maðurinn minn gaf mér þennan konfektkassa, gæti ég feng ið innihaldið efnagreint? virðist reiðubúinn að ráða aðra okkar eða jafnvel báðar, ef við gætum mallað fyrir þá ketkássu og þessháttar. Skrítið, að þeir skuli éta ketkássu í eyðimörk- inni í öl'lum þeim hita, sem þar er. Maður skyldi halda, að þeir vildu heldur salat og svoleiðis léttmeti og kaldan mat, finnst þér ekki? — Betra að spyrja hann sjálf- an, elskan. Það gaeti verið góður byrjunarleikur. En ég hef nú hallað mér að Öliver. Hann er stórkostlegur. Einmitt eins og ég vil hafa þá. Boms! Þarna kemur merkið, svo að við eigum víst að fara að leggja af stað. Jill hallaði sér aftur á bak og nú fannst henni hún vera orðin þaulvanur ferðamaður. Nú tókst henni að halda augunum opnum meðan vélin komst á loft. Og í staðinn fékk hún hið dýrðlega útsýni yfir Rómaborg, sem flatti sig út í allri sinni stærð. Hvelf- ingarnar og turnarnir glitruðu í hádegissólinni, en silfurlit áin rann hátignarlega gegn um borg- ina. En svo hvarf myndin, eins og af kvikmyndatjaldi og við tóku fjöll og dalir og blár sjávar flöturinn. Þjóninn kom inn með matar- vagn og bar fram það, sem öliv- er kallaði „álfamáltíð“, sem var skipt niður í litla diska. Meðan Jill var að borða salatið, varð henni litið til Graham Duncan og tók eftir að hann afþakkaði matinn. Hann sat bara með öl- glas í annarri hendi og fletti blöðunum sínum með hinni. Þegar komið var til Aþenu, var stanzað í klukkutíma. Grah- am Duncan kaus að vera kyrr um borð, svo að stúlkurnar fóru út með Oliver. Jill ákvað að vera nærgætin og eftir fáar mínútur yfirgaf hún hin, svo að lítið bar á. Henni var forvitni að vita, hvort hún gæti séð eitthvað af Grikklandi, en allt og sumt I þá átt, var fólk í þjóðbúningum við minjagripa-sölupall. Að öðru íeyti var ekkert að sjá nema flug fóik, vörubíla og fólk á þeytingi. Jill komst að þeirri niðurstöðu að Graham hefði haft á réttu að standa, svo að hún lót sér nægja að baða an'dlitið í sólskininu. Þegar Jill kom aftur upp í flugvélina, fann hún til þreytu. Hún strauk aftur hárið oglok aði augunum í nokkrar mínútur. Hið næsta sem hún vissi af sér var að Sandra var að hrista hana og segja: — Reyndu að vakna. Þetta er Beirut, sem við sjáum núna. , Ji'll sá, að nú voru þau að fljúga yfir dökkleita ströndina í Líbanon, en blátt hafið var fyrir neðan og græn fjöllin framund- an. En þar á milli teygði sig borgin með háu hvítu húsunum, sem voru byggð uppi á háum klettum og svo voru hvanngræn ir blettir, sem voru sennilega skemmtigarðar. En þá tók flug- vélin snögga dýfu. Og hjartað í Jill tók líka kipp. Hún festi á sig beltið í síðasta sinn og sat síðan og beið með óþreyju þess, sem verða vildi, kvíðin í hjarita sínu enda þótt hún léti ekki á því bera. En Sandra Ijómaði öll. Hún skrafaði glaðlega við Oliver, meðan Graham stakk skjölunum sínum vendilega í töskuna og læsti henni. Honum virtist standa alveg á sama um hristinginn á vélinni. Loksins kipptist hún við og þau voru komin niður og runnu nú eftir brautinni og stönzuðu. Meðan hinir farþegarnir tóku saman föggur sínar og leituðu til dyranna, fann Jill til einhverr- ar tregðu að koma aftur undir bert loft. Hana langaði ekkert til að fara út og horfast í augu við þessi Mið-Austurlönd, sem hún var hálfhrædd við. Hún vildi aðeins vera örugg og róleg í kunnugu umhverfi, og sleppa öllum ævintýrum og því, sem þeim fylgdi. En þarna varð ekki við neitt ráðið. Jill varð að láta fæturna bera sig niður landbrúna, á eftir Söndru, og út í bjarta sólskinið, sem sló framan í hana eins og löðrungur. — Er þetta ekki dás- amlegt? sagði Sandra í hrifn- ingu. Ég get varla beðið eftir að komast i eitthvað léttara og þægi legra að vera í. Jill depalði augum og elti hana inn í tollskýlið. Einhver starfemaður skrifaði skrítna ara biska stafi á vegabréfið hiennar og benti henni á að ná í töskur nar sínar. f farangursgeymslunni fundu stúlkurnar aftur karlmenn ina, sem biðu þeirra þar. — Okkur fannst réttara að fylgja ykkur almennilega, sagði Oliver, — Hvert farið þið eigin lega? í eitthvert gistihúsið, eða hvað? Sandra rétti fram spjaldið, sem ungfrú Cavanagh hafði fengið hienni. — Remuddin. . Það virð- ist vera allt í lagi. Að minnsta kosti er það almennileg gata. En þið getið aldrei farið ykkur of varlega hér í borginni, skilj- ið þið. Við verðum í Georgshót- élinu eina vibu. Hópurinn safn- SAMKOMUR Almennar samkomur. Boðun fagnaðarerindisins að Hörgshlíð 12 í kvöld, miðviku dag kl. 8,10. ÓSKA EFTIR að kaupa 3ja—4ra herb. ris- íbúð með 100—150 þús. kr. útborgun. Mætti þarfnast við- gerðar. Einnig kæmi til greina óinnréttuð ris eða lítið ein- býlishús. Uppl. í síma 83441 eftir kl. 7. TIL LEIGL sólrík stofa með innbyggðum skápum á góðum stað í bæn- um. Afnot af baði fylgja. Uppl. í síma 20004 eftir kl. 4 á morgun. ast þar saman, áður en farið er til Damaskus. Hann benti burðarkarli, sem tók töskur stúlknanna að bíla- stæðinu og rétti þær að eklinum í stóra svarta bílnum. Jill horfði á dökkt andlitið og rauðu ullar- húfuna á þykku fitugljáandi hár inu, og komst að þeirri niður- stöðu að þetta hlyti að vera ræn ingi. Hún leit ekki af honum tor- tryggnum augunum fyrr en hún þurfti að kveðja mennina. Grah am þrýsti fyrst fingur hennar. — Verið þér sælar ungfrú Chadburn. Mér þykir fyrir þvi að þér skulið ekki getað eldað ofan í okkur, en fari svo, að yð ur snúist hugur, þá látið mig vita. Oliver brosti. — Það væri nú ekki alveg ónýtt að hafa fallega stúlku til að matreiða, sagði hann. En líklega rekur að því, að við sitjum uppi með einhverja kellingu frá Kýpur eða Líbanon eins og við erum vanir. Sein- asti kokkurinn kom okkur í óend anleg vandræði. Hann vildi aldrei þvo neitt áður en hann sauð það og í hvert skipti sem hann opnaði dós, þurfti hann að skera sig. Og það getur verið hættu- llegt í öllum þessum sandi. Síðan tók hann í höndina á Jilli. — Au revoir, sagði hann. En við Söndru bætti hann við: — Jæja, gleymdu nú ekki stefnu mótinu okkar. Kannski förum við í spilabankann á eftir, svo að þú skalt gæta þess að vera í fallegasta kjólnum þínum. Verið þið þá sælar á meðan! Oig líði ykkur vel, þangað til við sjáumst aftur. Ræninginn skellti aftur hurð- inni og þau voru samstundis þot in út í umferðarflauminn og út á rykuga veginn undir pálmun um. — Við eigum að borða með þeim kvöldmat á mánudagskvöld ið, sagði Sandra. Hann hlýtur að vera góður, af því að Georgs- hótelið er í fínasta flokki, að því er ferðamannabókin segir. Og þeir hljóta að vera vel múraðir. — Þá geturðu verið í ljósrauða kjólnum þínum sagði Jill. Mig skyldi ekki furða þó að Duncan kæmi með einhver skjöl með sér til að blaða í undir borðum. — Sjáðu! Þarna er strákur, sem teymir úlfalda! Og sjáðu þennan stóra hvíta Cadillac með þessum skrautbúnu stúlkum í. En þau dásamlegu föt. Hvernig skyldu búðirnar vera í Beirut? — Voða fínar, sagði hann. — Á ég að fara með ykkur þang- að? Til að sjá silkið og skart- gripina. Og teppi. Voða falleg, frá Dmaskus. Eg þekki beztu búðirnar, þar sem hægt er að kaupa þau góð og ódýr. Aðstoðarmatrdðskonustaða Staða aðstoðarmatráðskonu við Landspítalann er laus til umsóknar. Húsmæðrakennaramenntun æskileg. Laun samkvæmt úrskurði Kjaradóms. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist til skrif- stofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 30. sept- ember 1968. Reykjavík, 16. september 1968. Skrifstofa rikisspítalanna. CETID ÞÉR GERT BETRI INNKAUP? Aðeins kr. 14,50 í smásölu HÚSGÖGM Engar verðhækkanir síðastliðin tvö ár. Vegghúsgögn í miklu úrvali, t.d. 23 gerðir af vegg-skápum. Skrifborð, skrifborðsstólar svefnsófar, svefnbekkir Kommóður, ýmsar stærðir Innskotsborð, snyrtiborð sófaborð, símabekkir símahillur, Vipp-hvíldarstólar Vandaðar vörur. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Húsgagnagerð Björns T. Gunnlaugssonar Hverfisgötu 125 — Sími 23272. 18. SEPTEMBER. Hrúturinn, 21 marz — 19 apríl Reyndu að gefa þér tíma til að sinna meira einhverri sérstakri grein, sem snertir starf þitt. Síðan skaltu gefa þér góðan tima til að dreifa huganum við einhverja tómstundaiðju. Mjög góður dagur. Nautið, 20. apríl — 20 mai. Reyndu að ljúka verki þínu eins snemma og mögulegt er. Síðan skaltu gefa þig að áhugamálum þínum. Eitthvað er að ske i kring- um þig, er vekur athygli þína. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Vertu varkár og reyndu að koma ekki af stað persónuágrein- ingi. Sá tími, sem þú getur fengið til eigin þarfa verður meir en nógur. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þér verður vel ágengt í dag. Þó byggist það nokkuð á því, hversu vel þú hefur plægt jarðveginn. Ljónið, 23. júlí — 22 ágúst. Þú verður kraftmikill í dag. Bættu horfurnar og reyndu að vinna heimili þínu. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Þú getur sinnt fleiru í dag en skyldustörfum, en fyrst skaltu sinna því sem þú áttir ógert. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Vinir þínir verða nokkuð tímafrekir, ef þú gætir ekki að þér. Sporðdrekinn, 23. okt — 21. nóv. Nú er tíminn til að kynna sér árugamál og keppinauta. Ef þú færð einhver tilboð. skaltu íhuga þau vel aður en þú hefst eitt- hvað aö. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Þú ert að sigrast á einhvejru 1 dag, með smáhvíldum inn á milli, og verður töluvert ágengt. Skipuleggðu vel fram i tlman, og gríptu tækifærin, þótt þau virðist ekki vera stór I fyrstu. Steingcitin, 22. des. — 19. jan. Þetta ætti að verða auðveldur dagur. Ekkert baktjaldamakk. Sinntu einhverjum áhugamálum heima í kvöld. Vatnsberinn, 20. Jan. — 18. febr. Vinir og samverkamenn virðast tef ja þig óþægilega mikið I dag. Farðu þínar eigin leiðir, hvað, sem á dynur. Fiskarnir, 19. feb.r — 2. marz. Þér gengur framúrskarandi vel í dag. Þú ættir að sinna félags- störfum, og e.t.v. skemmta þér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.