Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPT. 1968. -'k Greinargerö SÍF um saltfisk- sölur til Italíu MORGUNBLAÐINU barst í gær- kvöldi eftirfarandi greinargerS frá Sölusambandi íslenzkra fisk- framleiðenda, en þar er fyrst og fremst fjallað um útflutning á saltfiski tU ítaliu: „Undanfarna daga hafa birzt í blöðum allhvassyrtar árásir á stjórn Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda og raunar einn- ig á íslenzk stjórnarvöld út af saltfisksölum til ftalíu. Þeissar árásir eru ættaðar frá tveim að- ilum, Jóni Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóna nýstofnaðs fyrir- tækis er nefnist Sjólastöðin og Erni Clausen, hæstaréttarlög- manni. Er látið að því liggja að hér sé vitandi vits verið að hafa af framleiðendum sölur fyrir marga tugi milljóna króna, og það ein- mitt sölur sem séu miklu 'hag- stæðari en þær sem „einokunar- öflin“ í SÍF hafi ikomið í fram- kvæmd. AUt er þetta blandað pólitískum bugleiðingum, um ágæti frjálsrar verzlunar miðað við einokun. Munum vér leiða þær hugleiðingar hjá oss, en láta nægja að geta þess, að allir þeir aðilar sem framleiddu saltfisk til útflutnings á árinu 1967 munu nú vera þátttakendur í S.Í.F., og að oss er ekki kunnugt um nema einn verkanda — Sjólastöðina — sem nú er utan samtakanna. Er oss tjáð, að framleiðsla þessa aðila sé innan við 150 smálestir. Það er því Ijóst, að það er ósk yfirgnæfandi meirihluta salt- fiskframleiðenda, þeirra manna sem mestra og beinastra hags- muna eiga að gæta í þessum efn- um, að Sölusambandið haldi áfram starfsemi sinni. Af margvíslegum ástæðum 'hef ir SÍF verið meiri vandi á hönd- um í ár um saltfisksölur heldur en urn fjölda undanfarinna ára. Um langt árabil hefir framleiðsl- an ekki verið meiri en svo að 'hún hefir engan veginn fullnægt eftirspurn, og einkum hefir markaðurinn í Portúgal verið mjög rúmur. Nú hefir það tvennt gerzt samtímis, að óvænt atvik þar í landi hafa orðið til að torvelda sölur til Portúgal og samtímis hefir framboðið á salt- fiski verið miklu meira í ár en undanfarið. Heildarframleiðsla saltfisks hér á landi var á vertíðinni í ár um Dayan varar við styrjaldarhættu Sovézk málamiðlun?. U Thant vill viðrœður Tel Aviv og New York, 26. september. NTB-AP Moshe Dayan, landvamarráð herra ísraels, telur ófriðarhætt- una í nálægari Austurlöndum meiri nú en fyrir nokkrum mán- uðum. í ræðu sem hann hélt á fundi með frumbyggjum í Neg- ev-eyðimörkinni í gær sagði hann að ef samkomulag næðist ekki bráðlega yrðu ísraelsmenn að breyta stefnu sinni á her- teknu svæðunum og íhuga þann möguleika að þeir verði þax til frambúðar. Hann sagði, að aldrei hefði verið eins ófriðvænlegt við Súes skurð síðan sex daga Stríðinu lauk, og þótt fsraelsmönnum hefði tekizt að vinna marga sigra á hryðjuverkahópum Araba hefði ekki tekizt að binda enda á starf semi þeirra. fsraelsmenn verða að búa sig undir nýja styrjöld og treysta vígstöðu sína á Göl- an-hæðunum á landamærum Sýr lands og við Jórdan-fljót, sagði hann. 8 dagar Wellington, Englandi, 26. sept. — AP. I NÚ em liðnir átta dagar síð- an lögreglan settist um hús1 enska bóndans Johns James, | sem hefur fjölskyldu sína í i haldi á afskekktum bæ uppi í sveit. Umboðsmaður skemmti-1 krafta hringdi til James í dag j og bauðst til þess að koma, honum á framfæri í sjón- varpi og á öðram vettvangi, ( en James sinnti því engu. ( Lögreglan stendur vörð um hús James allan sólar- hringinn og gengur hvorki né rekur. Ekki hefur verið lagt í að ráðast til inngöngu í húsið vegna ótta um öryggi konu James og bama. \ SOVÉZK FRIÐARÁÆTLUN? Að sögn blaðsins New York Times í dag, sendi sovétstjórn- in bandarísku stjórninni tillögu um málamiðlunarlausn í deilu Araba og fsraelsmanna fyrir 3 vikum, samkv. áreiðanleg- um heimildum eru til'lögurnar í Framh. á bls. 31 Öldruð konu slnsnst ÞAÐ slys varð í Reykjavík í gærkvöldi að kona varð fyrir bíl við Þormóðsstaði á Reykja- nesbraut og slasaðist mikið. Konan var á gangbrautinni yfir Reykjanesbrautina gegnt Þor- móðsstöðum og varð þar fyrir bíl, sem kom frá Reykjavík á leið yfir Öskjuhlíð. Konan, sem er á sjötugs aldri, slasaðist á höfði og einnig hlaut hún opið bein- brot á hægri fætf. Konan var flutt á Slysavarðstofuna og sfð- an á Landakotsspítala. Meiðsli konunar voru ekki að fullu könn uð, þegar blaðið fór í prentun. 31.100 smálestir á móti 17.600 smálestum í fyrra. Jafnframt hefir í ár verið mjög aukið fram- boð á saltfiski frá öðrum fram- leiðslulöndum. Ef litið er sér- staklega á stórfisk og millifisk, sem verkaður er fyrir Ítalíu, Spán og Portúgial, hefir útflutn- ingurinn verið sem hér segir: Árið 1966 — 19.650 smál., þar af til ítalíu 3.800 smáiestir. Arið 1967 — 16.000 smál., þar af til Ítalíu 1.735 smálestir. Framleiðsla af fiSki, sem hæfir þesisum mörkuðum, hefir í ár verið röskar 22.000 smál. og hafa 6.200 smál. af því magni verið seldar til Ítalíu. Þegar litið er á þessa aukningu umfram sölur síðustu ára, álítur stjórn S.Í.F. að hún þurfi síður en svo að taka við snuprum gireinahöfunda um frammistöðuna á ítalska markaðnum. Þess er vert að geta, að af sölunum til Ítalíu á þessu ári hefir 4.600 smál. verið afskipað en afganginum, 1600 smál., ber að afiskipa seinni hluta öktóber eða í byrjun nóvember. Annað atriði, sem ekki má gleyma er það, að þessar auknu sölur 'hefðu alls ekki komizt í kring ef S.f.F. hefði ekki getað heitið viðsemj- endum sínum því, að íslenzkur fiskur af vissum stærðarflokkum yrði ekki seldur öðrum kaupend- um á ítalíu á þessu ári og að þeir 'hefðu forkaupsrétt í öðrum tilfellum. Þegar aðrir aðilar koma og tala um kaup á saltfiski — 1000 — 2000 smál. eða jafnvel meina, er alls ekki um viðbót að ræða við það magn, sem oss hefir tek- izt að selja, heldur kæmi það í stað þess, sem S.l.F. hefir selt. f fyrsta lagi hefðu viðsemjend- ur S.f.F. það í hendi sér að rifta samningum um það magn, sem Framh. á bls. 12 Þessi mynd er kannski táknræn fyrir vítavert kæruleysi í meðferð eldfimra efna. Límdósin er kyrfilega merkt við eld- hættunni, en við hlið hennar stendur gaslampinn, sem iðnað ar mennirnir notuðu. Vítavert gáleysi olli íkviknun Eldur í Kleppsspítalanum i gœr SLÖKKVILIÐINU var í gær til- kynnt um að eldur væri í Klepp- spítalanum, en þegar slökkviliðs- menn komu á staðinn hafði eld- urinn verið slökktur. Við rannsókn á eldsupptökum kom í ljós, að eldurinn hafði kviknað vegna vítaverðs gáleysis. Iðnaðarmenn voru að dúkleggja í salerni spítalans, og höfðu makað dúklagningarlími á gólf- ið. Límið er mjög eldfimt, og er Skýrt tekið fram í leiðarvísi á límdósinni, að alls ekkí megi „Blikur" hættir strand siglingum við fsland Þórshöfn í Færeyjum, 25. sept. Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl. SKIPAFÉLAGIð „Færeyjar" mun láta farþegabátinn „Tjald- ur“ hætta ferðum milli Færeyja og Kaupmannahafnar hinn 1. nóvember og veirður flutninga- skipið „Blikur" látið taka við, en það hefur verið í strandsigling- um við ísland og hættir þeim um miðjan oktober. Hann getur aðeins flutt tólf farþega. „Tjaldur" var keyptur fyrir einu ári frá Noregi fyrir 800.000 krónur danskar. Skipið var smíðað árið 1946 og ætluðu Færeyingar að nota það í tvö ár unz búið væri að smíða nýtt skip, en svo mikið tap hefur orðið á rekstrinum að skipinu verður nú Sjómannadagsráð flyt- ur hús í Grímsnes lagt og verður það væntanlega selt til niðurrifs. í vetur mun aðeins eitt far- þegaskip hafa viðkomu í Fær- eyjum, það er íslenzka skipið „Gullfoss“, þar eð Krónprins Friðrik hættir ferðum í þessari viku og byrjar ekki ferðir á ný fyrr en í apríl, eða maí á næsta vori. Það eru flugsamgöngur, sem valda því að siglingar með far- þega standa ekki undir kostnaði. Skipafélagið mun líklega láta smíða flutningaskip, stærra en „Blikur“, til siglinga milli Fær- eyja og Kaupmannahafnar. Arge. hafa eld í nánd við límið fyrr en það sé þornað, og að loft- ræsting þurfi að vera mjög góð meðan unnið er með það. Einihvema hluta vegna virðast þessi fyrirmæli alveg hafa farið fram hjá iðnaðarmönnunum, sem þarna voru að störf-um. Gólfdúk- urinn reyndist nokkuð óþjáll í lagningu. svo þeir hugðust mýkja hann með því að beina loga úr gaslampa að honum. Er gkemmst firá því að segja, að eld-urinn komst í límið og í sömu andrá stóð herbergið í björtu báli. Iðn- aðarmönnunum tókst -að kæfa eldinn með teppum, og 'hafði ha-nn verið slökktur þegar slökkviliðið kom á vettvang. Gunnar Sigurðsson, vara- slökkviliðstjóri, tjáði Morgun- blaðinu í gær, að atburðir sem þessi væru ekkert einsdæmi, og það kæmi reyndar alltof oft fyri-r að iðnaðarmenn sinntu ekki leið- arvísum, þegar þeir væru að vinna með kemísk efni, er væru mjög eldfim. Gáleysið hefiuir samt sj-aldan v-erið vítaverðara en í gær, þar sem verið var að vinna með þessi eldfimiu efni í spitala, þar sem hundruð sjúkl- inga liggja rúmfastir, og sumir lítt sjálfbjarga. LEIÐRÉTTING f GREIN um m.-s. „Guðbjörgu“ frá ísafirði £ blaðinu í gær var ranghermt nafn konu Ásgeirs Guðbjartssonar skipstjóra. Nafn hennar er Sigríður Brynjólfs- dóttir. Eru hlutaðeigendur beðn ir velvirðingar á mistökunum. Caetano tekur við af Salazar í haust keypti Sjómannadags- ráð tvö hús af sænska verk- fræðifyrirtækinu, sem vann að byggingu Sundahafnar. Húsin eru sambyggð, samtals um 285 fermetrar! f kvöld verða húsin flutt á jörð Sjómannadagsráðs, Hraun- kot í Grímsnesi. Þá jörð hafa samtökin átt í nokkur ár, en næsta sumar verður rekið þar sumardvalarheimili fyrir börn sjómanna. Húsin verða sett á steyptan grunn, sem þegar er búið að gera í Hraunkoti, og er áætlað að um 60 börn geti dval- ið í þessum tveim sambyggðu húsum. Sjómannadagsráð rak áður barnaheimili í skólahúsinu á Laugalandi í Holtum, en s.'l. tvö ár hefur starfsemin legið niðri sökum húsnæðisskorts. Húsi-n v-erða filutt á tveim vögn um frá Gunnari Guðmundssyni og er áætlað að þau verði kom- in á grunninn í Hraunkoti á laugardag. Þessar framkvæmdir eru byrj un á miklum framkvæmdum Sjó mannadagsráðs á jörð samtak- anna. íbúðarhúsið Hraunkot verður einnig endurbyggt fyrir næsta sumar, en það hefur staðið autt í nokkur ár og verður aðstaða fyrir starfsfólk í því húsi. Lissabon, 26. september NTB-AP Forseti Portúgals, Americo Tom as aðmíráll, skipaði í kvöld Mar cello Caetano, 62 ára gamlanlög fræðiprófessor, forsætisráðherra landsins í stað Antonio de Oli- veira Salazar, sem enn iiggur þungt haldinn á sjúkrahúsi Ca- etano hefur alla ævi verið ein dreginn stuðningsmaður Salazar og oft átt sæti í stjórn hans svo að ekki er búizt við breytingum á stjórnarstefnunni. Á það er lögð áherzla að Sal azar, sem hefur verið forsætis- ráðherra síðan 1932 og er 79 ára gamall hafi legið meðvitund arlaus á sjúkrahúsinu síðan 16 september og að engin von sé til þess að hann nái fullum bata svo að hann geti aftur tekið við stjórnarstörfum. Fyrr í kvöld hermdu áreiðan legar heimildir í Lissabon að litlar breytingar yrðu gerðar á stjórninni þegar nýr forsætisráð herra tæki við. Alberto Franco Nogueira mun gegna áfram emb- ætti utanríkisráðherra, en aftur á móti mun varaforseti herráðs- ins, Vinna Rebelo hershöfðingi, taka við embætti landvarnaráð- herra af Gomes de Arauo hers- höfðingja. Rui Sanchezvil verð- ur verkamálaráðherra og Lupo Cancella de Abreau heilbrigðis- málaráðherra Einnig eru ráð- gerð mannaskipti og skipulags- breytingar í forsætisráðuneytinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.