Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPT. 1968. 5 Minningar Roberts Kennedys seldar fyrir milljón dollara ENDURMINNINGAR Roberts F. Kennedys frá þeim dögum þegar minnstu munaði að Bandaríkjamönnum og Sovét- mönnum Ienti saman út af Kúbumálinu árið 1962 hafa verið seldar fyrir eina milljón dollara. Ritið fannst í skjöl- um Kennedys skömmu eftir að hann var myrtur. Kaup- andinn er McCall Corporation og verða endurminningarnar birtar í tímaritinu McCall’s ,12 október næstkomandi þeg- ar sex ár eru liðin frá mestu viðsjám sem orðið hafa milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Endurminningarnar eru um 25.000 orð og verða birtar undir titlinum „Þrettán dag- ar“. Norman Cousins, ritstjóri McCalIs’s, hefur skýrt frá því, að í handritinu sé miklar upp- lýsingar, sem aldrei hafa ver- ið birtar, um viðhorf og Skoð- anir Johns F. Kennedys og Roberts Kennedys, um á- ætianir og skýrslur CIA, um viðræður í Öryggisráði Bandaríkjanma, itm leynifundi Roberts Kennedys og Dobryn- ins, sendiherra Sovétríkjanna, um skeytaskipti Kennedys for seta og Krúsjeffs og um stríðs viðbúnað Bandaríkjamanna. Pólveijor víso Dönum úr lnndi Varsjá, 25. september. NTB Fjói'um ungurn Dönum verður vísað úr landi í Póllandi fyrir að dreifa fjandsamlegum ritum í miðborg Varsjár, að því er pólska lögreglan tilkynnti danska sendiráðinu í dag. Áreiðanlegar heimildir herna, að Danirnir hafi verið handtekn ir í gær skömmu eftir að þeir aófu dreifingu á ritunum, þar sem fordæmd var innrás Varsjár bandalagslandanna í Tékkósló- vakíu. Talsmaður danska sendiráðs ins sagði, að lögreglan hefði skýrt sendiráðinu svo frá í dag, að fjórmenningarnir yrðu hafðir í gæzluvarðhaldi, en þeim yrði sleppt og vísað úr 'landi Friðarsinnum vísoð úr Iandi Moskvu, 25. september. NTB. Ung bandarísk stúlka og Breti sem vísað hefur verið úr landi í Sovétríkjunum fyrir að dreifa flugmiðum, voru í dag færð til flugvallarins í Moskvu þar sem þau voru sett um borð í áætl- unarflugvél sem flutti þau til Lundúna. Þau voru handtekin í gær fyrir að dreifa flugmiðum, þar sem Rússar voru hvattir til að sýna andúð sína á hernámi Tékkóslóvakíu, með friðsamlegum ráðum. Skemmdarverk í Belgrad Belgrad, 25. september. NTB. 13 manns slösuðust þegar sprengja sprakk í aðaljárn- brautarstöðinni í Belgrad í morg un. Radoven Srijacic, innanrík- isráðherra, sagði á þingi, að sam- tök júgóslavneskra útlaga í Frakklandi og Vestur-Þýzka- landi stæðu á bak við sprengju- tilræðið. Hann kvað júgóslav- nesku öryggislögregluna vita hverjir stjórnuðu þessum hryðju verkum á undanförnum tveimur árum. SORENSEN ANNAÐIST SÖLUNA Theodore C. Sorensen, sem var ráðunautur Kennedys for- seta þegar þessir atburðir áttu sér sað og hefur sjálfur skrifað endurminningar um stjótrnartíð Kennedys, annað- ist samninga um söluna fyrir hönd dánarbús Roberts Kenn- edys. Samkvæmt frásögn hans las Kennedy minningar sínar inn á segulband fyrir um það bil einu ári og hafði sér til stuðnings dagbækur og ýmsar skýrslur. Kennedy áleit þá að ekki væri tímabært að gefa frásögnina út. Ákvörðun um birtinguna núna tóhu þau Ethel Kennedy, Edward Kenn edy og Patricia Kennedy Lawford. Ýmsum tímaritum og út- gáfufyrirtækjum var boðið að gera tilboð í handritið. Soren- sen sagði að það hefði verið gent til þess að tryggja fjár- hagslegt öryggi 11 barna. FORMÁLAR EFTIR MCNAMARA OG MACMILLAN Robert S. McNamara, fyrr- verandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Harold Macmillan, fynrum forsætis- ráðherra Bretlands, sem komu báðir mjög við sögu í Kúbu- deilunni, toafa ritað formála að endurminningum Kenned- ys. í bígerð er að gefa endur- minningarnar síðar út í bók- arformi og rætt hefur verið um kvikmyndun. Útgáfusamningurinn trygg- ir erfingjum Kennedys rétt til þess að vera með í ráðum um auglýsingar og úrdrætti úr endurminningunum. Það er gert til þess að komast hjá deilum svipuðum þeim sem utrðu þegar Kennedy-fjölskyld an gat ekki sætt sig við bók Williams Manchesters um morð Kennedys forsetá. Ekki mun vera skýrt frá neinum ríkisleyndarmálum í frásögn Kennedys, því að ekki var talin ástæða til þess að leggja handritið í dóm stjórn- valda fyrir útgáfu. ANCLI - SKYRTUR COTTON-X = COTTON BLEND og RZSPI SUPER NYLON Fáanlegar í 14 stærðum frá nr. 34 til 47. Margar gerðir og ermalengdir. Hvítar — röndóttar — mislitar. ANCLI - ALLTAF ALLT MEÐ EIMSKIF 1 1 JÓLA- OG NÝÁRSFERÐ M.S. CULLFOSS Viðkomuhafnir: Amster- dam, Hamborg, Kaup- mannahöfn og Thors- havn. Frá Reykjavík 23. des- ember 1966. Komið aftur 8. janúar 1969. Á næstunni fe.rma skip voi til íslands, sem hér segir ANTWERPEN Selfoss 2. október * Skógafoss 12 október Reykjafoss 25. október Skógafoss 4. nóvember * ROTTERDAM Skógafoss 27. sept. Reykjafoss 5. okt. * Skógafoss 15. okt. Reykjafoss 28. okt. Skógafoss 6. nóv. * HAMBORG Selfoss 30. sept. Reykjafoss 7. okt. * Skógafoss 17. okt Reykjafoss 23. okt. Skógafoss 1. nóv. * LONDON Askja 4. okt. * Mánafoss 14. okt. Askja 28. okt. HULL Askja 7. okt. * Mánafoss 11. okt. Askja 25. okt. LEITH Askja 9. okt. Mánafoss 17. okt. Askja 31. okt. NORFOLK Fjallfoss 12. okt. Brúarfoss 2. nóv. NEW YORK Fjallfoss 16. okt. * Brúarfoss 6. nóv. GAUTABORG Tungufoss 14. okt. * Bakkafoss 21. október. KAUPMANNAHÖFN Bakkafoss 27. sept. * Gullfoss 5. okt. Tungufoss 16. okt. * Gullfoss 19. október. Bakkafoss 23. október. KRISTIANSAND Tungufoss 1. okt. Gullfoss 6. okt. Bakkafoss 25. október. GDYNIA Bakkafoss 19. október. VENTSPILS Dettifoss 16. október. KOTKA Dettifoss um 15. október. * Skipið losar í Reykja vík, ísafirði, Akureyri og Húsavík. Skip, sem ekki eru merkl með stjörnu, losa aðeins í Rvík. MS DETTIFOSS fer frá Reykjavík um 1. okt. til Hamborgar, Lys- ekil, Varberg, Norrköping, Kotka og Ventspils. Nokbur farþegarúm eru laus í þessari ferð. Nánari uppl. í farþegadeild. æ i! 1 EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.