Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPT. 1968. 23 Margrét Guðmunds- dóttir - 80 ára í dag FRÚ Mangrét Guðmundsdóttir á Kárastíg 1 hér í borg er áttræð í daig. Hún er fædd 27. septem- her 1888 í Glóru á Kjalamesi, sem vair smábýli og er nú komið í eyði fyrir löngu. Þar bjuggu foreldrar hennar, fátæk 'hjón, er börðust í bökkum með barna- hóp sinn, en á þeim^árum voru flestir fátækir. — Ég er ekki nógu k'uninugur til þess að rekja Kópavogi. 2. Guðríður gift kona, eiinnig búsett í Kópavogi. 3. Ólafur bóndi í Vesturholtum í Þykkvabæ giftux Önnu Markús- dóttur. 4. Ragnar forstjóri Vinnu- hœlisinis á Kvíabryiggju giftur Ingu J. Kristjánsdóttur. 5. Þórð- 'Ur byggingameistari í Reykja- vík giftur Hrefnu Ormsdóttur. 6. Skarphéðinn vélviriki í Hafn- arfirði giftur Ingu Haraldsdóttur. 7. Hermanm verksitjóri hjá Orms- bræðrum í Rvík giftur Guð- laugu Lúðvíksdót'tur og 8. Ágúsit bliikksmiður í Keflavík giftur Huildu Guðmundsdóttur. Öll eru þessi börn frú Margrétar fyrir- myndarfólk oig nýtir þegnar þjóðfélagsins. Enda þótt líf frú Margrétar hafi verið erfitt á tímabili, er hún þó að þessi aldur sé kom- inn yfir hana, sátt við titveruna og unir „glöð við sitt“, og um- fram all er faún þakklát þekn, sem öllu stjórnar, sjálfum Guði, en honum hefur hún ávállt „faiið allt sitt ráð“. Ég enda sivo þessar línur mín- ar með þakklæti ti'l frú Marv grétar og barna hennar fyrir góð kynni og vimáttu, og bið henni allrar blessunar. Oscar Clausen. ættir foreldra frú Margréta,r en föggur hefur verið í þeim og sannas't á þeim að „af ávöxtun- um skuluð þér þekkja þá. — Frændgarður frú Marigrétar stend ur um Kjós og Kjalarnes, og eru þar sterkir stofnar. Má þar nefna hinn harðdugilega manndóms- mann Björn Eysteinsson í Gríms- tungu í Vatnsdal, sem var ættaður sunnan úr Kjós, sem og Fl'ekkudailsmemn o. fl. Unig var frú Margrét látim í fóstur til merkibóndans, Ólafs á Tindsstöðum, valmennis, sem hún minnist með mestu hjarta'hlýju og segir mér í samtali, sem við áttum í morgun, að hafi reynzt isér „bæði faðir og móðir“. — Hann vitjaði nafns hjá Margréti þegar hún átti einn drenginn, og er það Ólafur bórndi í Vesitur- holtum, sem hér getur á eftir, og er mesti hamingju- og far- sældar maður. — Þegar Marigrét var orðin 16 ára gömiul fór hún í vist til Lunds lyfsala í Reykja- víkur Apóeki og frúar hans, sem voru foreldrar Göggu Lund söng- komu. Hjá þessum góðu hús- bændutm var hún í tvo vetur og kynnti sig svo vel, að frúin vildi fá hann með sér til Danmerkur, en þangað vildi Margrét ékki fara, — hélt að sér myndi leiðast þar. Þá bauðst frúin til þess að kosta hana heim aftur, en Mar- 'grét sat við sinn keip og fór hvergi. Margrét var snemma tápmifcil og þegar hún var gjafvaxta giftisit hún Guðjóni Eimarssyni 'frá Bjólu og bjuggu þau í Rifs- faalakoti sinn búskap, en hann missti hei'Lsuna á miðjum aldri og er nú dáinn fyrir nokkrum árum. — Hanin var Rangæingur í allar ættir og kominn af merk- ustu ættum héraðsins, — svo sem Víkingslækjarætt, Keldna- ætt 0. fl. — Faðir hans var Einar bóndi í Bjólu, merkismaður, sem var sonur Guðmundar smiðs, annálaðs hagleiksmanns, og höfðu forfeður hans í marga ættliði, hlotið mafmbótina „smið- ur“. — Eyjólfur í Hvammi á Landi, sem kallaður var Lands- höfðinigi, var faálfbróðir Einars í Bjólu. — Eflaus't má teljia, að syn ir þeirra Margrétar og Guðjóns hafi erft hagleikinn frá föður- frændum sínum, en þeir eru hag- lei'ksmenin hver á sínu sviði. Margrét og Guðjón eignuðust þrefán börn. Þrjú dóu í æsku, en 10 komus upp, 2 dætur og 8 syn- ir, — en tveir bræðramna, Páll og Guðmumdur, sem báðir voru beifreiðarstjórar eru dánir fyrir mokkrum árum. Mestu myndar- og gæðamenn. Börn þeirra, sem eru á lífi eru þessi: 1. Guðrún ekkja búsett í Ibúð til leigu 6 herbergi við Miðbæinn frá 1. okt. nk. Tilboð merkt: „150 ferm. íbúð — 2033“ til afgr. blaðsins. Síldarsöltunarstúlkur óskast á söl'tunarstöðvarnar Síldina h.f. Raufarhöfn og Nóatún h.f., Seyðisfirði. Upplýsingar í síma 96-51136 Raufarhöfn og 83384 Reykjavík. Fjarvíddarteiknun Myndlista- og handíðaskóli fslands efnir til námskeiðs í fjarvíddarteiknun ef næg þáttaka fæst. Stúdentar menntaskólanemendur! Myndlista- og handíðaskóli íslands gengst fyrir undirbúningsnámskeiði fyrir menntaskólanema og stúdenta til undirbúnings í byggingalist. Teiknun og málun barna. Myndlista- og handíðaskóli íslands efnir að venju til námskeiðs í teiknun og málun barna á vetri komanda. Námsflokkar eru 3. 1. flokkur 6—8 ára. 2. flokkur 8—12 ára. 3. flokkur 12—14 ára. Gjald fyrir námskeið kr. 1000.— Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans Skipholti 1 kl. 16—18, sími 19821. SKÓLASTJÓRI. SKÓLARITVÉLIN BROTHER Brother M I 500 með dálkastriki er komin á markaðinn. Verð aðeins kr. 4750.00. Glæsileg ferða- og skólaritvél. 2ja ára ábyrgð. M 1000 án dálkastillis kemur innan fárra daga. Eigum ýmsar gerðir skólaritvéla. Verð frá kr. 3.645.— BORGARFELL HF. Skólavörðustíg 23, sími 11372. Samkór Kópavogs AUir kórfélagar eru beðnir að koma á fyrstu æfingu haustsins í Kársnesskóla, mánudaginn 30. þ.m. kl. 20:30. Söngfólk vantar í al'lar raddir kórsins. Söngfólk vantar í allar raddir kórsins. — Upplýsingar veitir söngstjórinn Jan Moravek, sími 40685. STJÓRNIN. Óskum eftir uð kuupo 5 tonna vörubíl í góðu ástandi, með fram- og afturdrifi. FRENCH COMMON VENTURE, Bergstaðastræti 67, sími 16115. ÞAR SEM IVA ER FYLLILEGA SAIVIBÆRILEGT AÐ GÆÐIJIVi VIÐ BEZTL ERLEND LAG- FREYÐANDI ÞVOTTAEFNI ★ íva er lágfreyðandi. ★ fva leysist upp eins og skot. ★ íva skolast mjög vel úr þvottinum. ★ íva þvær eins vel og hugsazt getur. ★ Iva er lang-ódýrasta lágfreyðandi þvottaefnið á markaðinum. HAGSÝNAR HtJSMÆDUR VELJA ÞVÍ AUÐVITAÐ ÍVA fslenzk úrvalsframleiðsla frá FRIGG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.