Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPT. 19««. 15 SJÁLFSTÆÐISMANNA stofnana iðnaðarins ðg IMSÍ til þess að veita iðnfyrirtækjum hagnýtari upplýsingar ogtækni lega og reksturshagfræðilega leiðb.þjónustu. Stuðlað verði að því að stjórnendur iðnfyrir- tækja notfæri sér hvers kyns tækifæri til aukinnar fræðslu, svo sem um hagræðingu og stjórn unarmál og kostnaður við s'líkt nám verði undanitekningarlaust frádráttarhæfur til skatts. Lögð skal áherzla á að miðla upplýsingum til iðnfyrirtækja um tækninýjungar í iðnaði og niðurstöður erlendra rannsókna jafnframt því sem unnið verði að sjálfstæðum rannsóknum í samráði við íslenzk iðnfyrir- tæki. Treyst verði tengsl milli rannsóknastofnana iðnaðarins og iðnfyrirtækja. STÓRIÐNAÐUR Haldið sé áfram á þeirri braut að rannsaka og nýta ö'U tæki- færi til stóriðnaðar, sem tök eru á og hafa þjóðfélagslegt gildi. Stefnt sé að því, að vinnsla útflutningsafurða stóriðnaðarins fari sém mest fram í landinu sjálfu, þannig að verðmæta- og atvinnusköpun hennar komi að sem mestum notum fyrir lands- menn. EFTA-AÐILD Viðskiptahagsmunir íslend- inga og þegar til lengdar læt- ur iðnaðaruppbygging í land- inu verða að samhæfast að- stæðum og samstarfi grannþjóð anna, e'lla hlýzt einangrun af. Telja má, að sú prófraun, sem fólgin yrði í aðilid að EFTA fyrir íslenzkan iðnað verði ekki umflúin, þótt síðar, eða með öðrum hætti verði. Ætla má, að EFTA-aðild yrði til að beina þróun atvinnuupp- byggingar að arðsamari og raun hæfari verkefnum en ella. ís- lendingar semdu sig væntanlega í ríkari mæli en áður að sið- um frændþjóðanna, t.d. I tolla- skatta- og verðlagsmálum og leituðu jafnframt í auknum mæli samstarfs við þær. Þess má loks vænta, að EFTA-aðild verði til að ryðja úr vegi hefðbundinni mismunun atvinnugreina af hálf löggjafar- og ríkisvalds. Forsenda fyrir hugsanlegri að ild fslands að slíku bandalagi er, að nú þegar verði hafizt handa um að framkvæma þær tillögur, sem fe'last í þessari álitsgerð og að samningar náist um viðunandi aðlöguna<rtímabil. ÚTFLUTNINGSMAL. Aukin fjölbreytni í útflutn- ingi og vaxandi útflutningsverð mæti er eitt meginskilyrði auk- ins hagvaxtar og lífskjara á næstu árum. Koma þarf á fót útflutnings- miðstöð fyrir iðnaðinn með sam vinnu iðnaðar og ríkisvalds. Hlutverk hennar verði að afla markaða erlendis fyrir hvers- konar iðnaðarvörur og vera ís- lenzkum iðnfyrirtækjum til ráðu neytis um gerð, gæði ,sölumögu leika og annað, sem skiptir msdi varðandi framleiðslu þeirra og samstarf. Lögð verði áherzla á mennt- un og þjálfun útflutnings- og markaðsráðunauta og t.d. leit- að aðstoðar frændaþjóðanna í því efni. Komið verði á fót útflutnings lánasjóði vegna iðnaðarvara, er starfi á svipaðan hátt og út- flutningslánakerfi sjávarútvegs og landbúnaðar. Athugað sé, hvernig örva megi nýjungar í vörusköpun hér á landi, bæði 'listræns og þjóð- legs eðlis, og í því sambandi hvort grundvöllur sé fyrir hönn unarmiðstöð (designcenter). Frjálst þjóðfélag er takmarkið Rœtt við Baldvin Jónsson AÐ undanförnu hefur Mbl. birt viðtöl við nokkra unga menn í tilefni af sambands- þingi ungra Sjálfstæðis- manna, sem sett verður í kvöld. Hér fer á eftir viðtal við Baldvin Jónsson, þar sem hann segir skoðun sína á þeim málefnum sem nú eru helzt til umræðu meðal unga fólksins. Baldvin þarf ekki að kynna fyrir ungu fólki í Reykjavík. Hann hefur þeg- ar unnið mikið starf að æsku- lýðsmálum borgarinnar. —• Er aldur stjórnmála- mannanna unga fólkinu þyrn- ir í augum? Unga fólkið setur aldurinn hreint ekki fyrir sig. Hins vegar blasir sú staðreynd við, að starfsaldur stjórnmála- manna er yfirleitt orðinn langur. Unga fólkinu finnst þeir vera orðnir samdauna og deilur þeirra séu ekki nema rétt í nösunum á þeim, til að sýna opinberlega fram á að þeir séu ekki sammála. Þetta er þeim au'ðvitað nauðsyn- legt til að sanna flokks- mönnum sínum að einhver ágreinifgur sé nú fyrV hendi eftir allt saman. — Telur þú þá kannski að enginn ágreiningur ríki milli flokkanna? — Ekki er að sjá að hann sé býsna mikill. Líttu á Al- þingi. Eftir 10 ára japl, jaml og fuður virðast menn hafa komizt að raun um að ágrein ingurinn var nú ekki meiri en svo, að tími sé kominn til að demba sér í eina þjóðar- flatsæng. Þangað til hún verð ur að veruleika, ver'ða það aðeins nokkrir útvaldir, sem hafa vitneskju um hvað eig- inlega er verið að ræða í bak- herbergjum hins háa Alþing- is. Það er þetta sambands- leysi við almenning og hræðsla hans við, að krefja stjórnmálamennina svara um sín mál, sem unga fólkið verður að láta til skara skrfða gegn. Við verðum auð vitað að vera jákvæð, vanda- málin leysast alls ekki með eintómu nöldri út í gömlu mennina, hvað þá að sitja að- gerðalaus. — Hverra endurbóta telur þú helzt þörf í starfi stjórn- málafélaga unga fólksins? — Fyrst og fremst mega yngri manna samtök flokk- anna ekki vera vettvangur manna, er aðeins líta á þau sem stökkpall fyrir pólitíska framagirnd sína. Samtökin verður að opna. Mál má ekki útkljá með því einu, að ein- hver alvitringur afgreiði þau svo rækilega á fundum, a'ð venjulegt ungt fólk skilur hvorki upp né niður í mál- flutningnum. Oft eru mál borin svo þunglamalega og óskiljanlega á borð fyrir ungt fólk, að það hreinlega gefst upp við að setja sig inn í þau. Taka þátt í umræðum eða bera fram hugmyndir sínar. — En ekki er nú nóg að heimta opnun. Er það ekki unga fólksins að opna eigin samtök? — Jú, að sjálfsögðu. Ég er þeirrar skoðunar áð unga fólkið eigi að hópast inn í félög ungra Sjálfstæðismanna og marka þar nýja stefnu og berjast fyrir framgangi hug- sjóna sinna. Það er áreiðan- lega ekki jafn erfitt og marg- ur heldur að framkvæma endurbæturnar. Aðeins ef unga fólkið sannar áhuga sinn með virku starfi og fylg- ir sínum málum fast eftir. — Hverja telur þú stærstu galla íslenzks þjóðfélags? Gallana sem ungu kynslóð- arinnar er að lagfæra í fram- tíðinni. — Ég tel að höfuðgallinn sé sá, áð mest allt vald í landinu hefur safnazt saman á herðar stjórnmála- og em- bættismannanna. í atvinnulíf- inu sjáum við afleiðingarnar nú þegar harðnar í ári. Þá er brýnast, að hafa stoðir at- Baldvin Jónsson vinnufyrirtækjanna sem traustastar. En hvernig er komið fyrir þeim í dag? Ég held að það sé augljóst, að ekki hefur verið nægjanlega hlúð að uppbyggingu einka- framtaksins. Okkar eina haldreipis þegar í harðbakka slær. Eða hvers er að vænta frá óar’ðbærum ríkisrekstri? Við þurfum að snúa frá villu vegar og hefja framtak ein- staklingsins til vegs og virð- ingar, bæði á atvinnu- og stjórnmálasviðinu. Við verðum að tryggja framtíð okkar með nýrri sókn í atvinnumálum byggðri á nýjum og traustari grunni. Fjármagnið verðum við að færa úr höndum ríkisvalds- ins til einstaklinganna. Það- an ver'ður að veita því í far- veg nýrra atvinnugreina og stóriðju byggðri á þátttöku almennings. — En hvað um þá stóriðju, sem þegar er í uppbyggingu? — Hún er vissulega allra góðra gjalda verð, en á henni sé ég þó annmarka. Eina rekstrarformið, sem til greina virðist hafa komið hingað til er ríkisrekstur. Rökstuðningurinn fyrir þessu er oftast sá, að ríkið hafi beitt sér fyrir og kostað rannsóknimar. Þegar við lít- um fram á við hlýtur þáð að vera mjög vafasamt í augum Sjálfstæðismanna, að þessum þýðingarmiklu þáttum fram- tíðar atvinnugreina sé bætt ofan á ríkisreksturinn. Hvers vegna skyldi ríkið ekki styðja þegnana til stofnunar þjóð- þrifafyrirtækja með því að kosta slíkar undirbúnings- rannsóknir? Nú, ef það þykir gcíBgá, hví þá ekki að selja þær? Fyrst ríkið telur sér fært að selja bökunardropa, hvers vegna þá ekki að selja rannsóknir? — En hvaða rekstrarform koma þá til greina? — Þau yrðu fjárhagslega séð, helzt tvö: Tiltölulega lít- il hlutafélög eða almenn- ingshlutafélög. Þau fyrri koma þó varla til greina. Fjármagnið, sem til þarf er ekki á færi neinna einstakl- inga að leggja fram. Þá er hinn möguleikinn eftir, al- menningshlutafélögin. Marg- ir halda því að vísu fram, að sama gildi um þau eins og hlutafélögin sem hér eru starfrækt. Fjármagn sé ekki fyrir hendi hjá almenningi. 1 þessu sambandi vil ég benfla á tvö atriði. Á undanförnum árum hefur ríkið boðið út og selt skuldabréf fyrir hundruð milljóna króna. Eftirspumin eftir bréfunum hefur verið engu líkari en að um útsölu sé að ræða í kjólabúð. Þau hafa öll selzt. En hverjir hafa keypt. bréfin. Varla eru þa’ð menn, sem þegar hafa fest fjármagn sitt í rekstri, en allir þekkja rekstrarfjárskort- inn. Nei, það er áreiðanlega almenningur, sem lagt hefur fram milljónirnar. Annað atriði er vert að á það sé minnzt. Þegar gengis- fellingar eða verðhækkanir eru yfirvofandi á sama fyrir- bærið sér stað. Algjört kaup- æði grípur um sig meðal fólks og þar er ekki neinar smásummur að ræða. Keypt er allt frá dýrum og oft ó- nauðsynlegum heimilistækj- um til heilla húsa. Enginn veit hversu mikið fjármagn er þama um að ræða. Ég fullyrði að það skipti hundr- uðum milljóna. Allt er þetta mjög skiljan- legt, fólkið er að verja pen- inga sína, hvort sem um er að ræða skuldabréf eða ann- að. En hér erum við líka komnir að mjög alvarlegum hlut. Hvernig á almenningur að verja sparifé sitt og ávaxta á tryggan hátt þannig, a'ð það komi þjóðfélaginu og ein- stáklingnum til góða? Hér á íslandi hefur almenn ingur í raiminni aðeins um tvo möguleika að velja: Kaupa sér íbúð. Það gera menn varla undir einni millj- ón nú til dags, síðan bæta menn við milljónina nokkr- um tugum þúsunda í innan- stokksmuni. Hinn möguleik- inn er að eiga væna banka- bók, en það gerist nú vafa- samara með hverjum degin- um. Ég held að allir hljóti að sjá, að hér er vandamál á ferðinni. Eru það ebki eimmitt arðberandi og trygg hluta- bréf í stóriðjufyrirtækjum í almenningseign, sem eru lausnin. Auðvitað verður að undirbúa slíka stofnun vendi- lega og eyða tortryggni fólks. En að dæma það frá- gangssök um þátttöku al- mennings, að fólk í hreppum norðanlands vildi ekki kaupa hlutabréf í Kísiliðjunni, það tel ég óforsvaranlegt. Þjóðfélag byggt á frjálsum einstaklingum, efnalega og stjórnmálalega á áð vera markmið unga fólksins. Þetta vill það og nú er að hrinda því í framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.