Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPT. 1968. HMCS Bonaventure. Einar mestu flotaæfingar sem farið hafa fram á vegum NATO, standa nú yfir á Atlantshafi. Níu þjóðir taka þátt í þeim, Belgía, Kanada, Vestur-Þýzkaland, Danmörk, Holland, Noregur, Portúgal, Bretland og Bandaríkin. Margir blaðamenn fylgjast með æfingunum, þar á meðal einn frá Morgunblaðinu, og mun hann senda fréttir og greinar um æfingamar. Hér á eftir fer fyrsta greinin, skrifuð um borð í kanadíska flugmóðurskipinu HMCS Bonaventure. Flugmóðurskipinu Bonaveniture, 21. september. TVÖ hundruð skipa floti frá NATO er nú staddur undan strönd Noregs og gerir harðar árásir á ínnrásarher frá „Orange“, sem hef- ur ruðzt inn í landið. Flugvélar frá flugmóðuskipum flotans fljúga árásarferðir dag og nótt meðan tundurspillar og korvettur vernda hann fyrir hraðskreiðum tundurskeytabáitum og kafbátum. Or- rustuþotur frá brezka flugmóðurskipinu HMS Eagle, eiga einnig í höggi við vélar frá Orange sem ráðast að þeim úr þrem áttum. Nokkrum NATO skipum hefur verið sökkt og kafbátaeyðiniga- deild flotans hefur eyðilagt nokkra af kafbáltum Orange. Land- hersveitir eiga í hörðum bardögum í Noregi og flugvélamar að- stoða þá eftir m'Sgni, gert er ráð fyrir að kjarnorkuvopnum verði beitt áður en langt um líður. Stríðið hófst með því að Orange var farin að sýna Noregi mikla ágengni. Stjórnmálasamband ríkjanna var erfitt og Orange dró saman mikinn her. Jafnframit varð vart við óvenjumikið af kaf- bátum þaðan á siglingaleiðum á Atlantshafi og herskip söfnuðust saman norður af Evrópu. Orange flotinn lét dólgslega og nokkrum flutningaskipum NATO var sökkt. Herskipaflota NATO var því hinn 16. þassa mánaðar skipað að ná yfirráðum á Aitlantshafi. Bandaríska flugmóðurskipið USS. Wasp og fylgdarskip þess héldu strax frá Glasgow þar sem flotadeildin hafði legið. Kanadíska flugmóðurskipið Bonaventure og þess fylgdarskip komu frá Bel- fast og brezka flugmóðurskipið Eagle kom með sínum fylgdarskip- um frá aefingasvæði út af suðurströnd íslands. Flotadeildirnar mættust í norð-austurhluta Atlantshafsins og héldu gegnum sundið milli Færeyja og íslands, til Noregs. Kaf- bátasveitir sátu fyrir þaim og gerðu harðar árásir en kafbáta- eyðingasveitir NATO-flotans gerðu gagnárásir og var sökkt nokkr- um skipum frá báðum aðilum. Allar skipaferðir um Atlantshafið verða nú að fara fram undir skipavernd og skipin verða að sigla í lestum. Þannig er flotaæfíngin „Silfurturn“ hugsuð í stuttu máli. Hún er gerð eins raunverulag og mögulegt er. Kafbátaleitarvélar frá flotanum eru á lofti dag og nótt og öllum aðgerðum er hagað eins og í raunverulegu stríði. Skipin eru t.d. svo til myrkvuð (eftir því sem siglingalög leyfa) og jafnvel flugvélunum er skotið upp án nokkura ljósa. Fast í kjölfar NATO-skipanna siglir rússneskur floti, heldur minni þó. Yfirleit er samkomulagið ágætt en Rússamir hafa samt reynt að gera Kanadamönnum gramt í geði, og tekizt það nokkrum sinn- um. í eitt skipi sem Bonaventure var að senda flugvélar sínar á 'loft, þverbeygði rússneskur tundurspillir fyrir stafn þess. Til að forða árekstri varð að setja vélar flugmóðurskipsins á fulla ferð afturábak. Þetta hefði getað haft alvarlegar afleiðingar því að til að koma vélunum í loftið þarf skipið að sigla á fullri ferð upp í vindinn. Kanadamennirnir fylgjast vel með ferðum rússnesku skipanna og skipherrann sá í tíma hvað verða vildi og lét hætta að skjóta upp flugvélum þar til Rússinn var farinn. herskip NATO á æfingu Gerir árásir á innrásarsveitir í Noregi Rússneskar flugvélar fylgjast einnig vel með æfingunum og í gær voru tvær könnunarvélar á sveimi yfir flotanum. Þær eru látnar í friði, en allar byssur mannaðar meðan þær eru á ferð- inni og radarstjórnuðum eldflaugum beint að þeim. Flugmóðurskipin í NATO-flotanum hafa rúm- lega helming flugvéla sinna á lofti allan sólar- hringinn. Meginhlutverk þeirra er að fylgjast með kafbátum. Enn sem komið er hafa þeir ekki rekizt á neina rússneska, en búast við þeim inn- an skamms. Umhverfis flugmóðurskipið sigla verndarskip þess, tundurspillar og korvettur. Ef rússnesku skipin koma of nálægt koma þau á fullri ferð og leggjaet upp að hlið Rússanna sem í daglegu máli eru kallaðir fvan, hvort sem um skip eða flugvélar er að ræða. Daginn áður en við komum um borð var Bonaventure að taka olíu frá tankskipi sem fylgist með flotan- um. Rússneskur tundurspillir kom brunandi og •lagðist upp að hlið tankskipsins. Nokkrum mín- útum síðar kom bandarískur tundurspillir og lagðist upp að ívan, og þannig var siglt meðan olían var tekin. Einn rússnssku kapteinanna er þó hinn mesti sjentilmaður. Bonaventure dreg- ur alltaf upp merkjaflögg þegar flugvélar eru sendar á loft, og rússneski kapteinninn lætur a'lltaf draga upp svar fána til merkis um að hann hafi skilið, og dregur sig svo hæversklega í hlé. Og Kanadamennirnir svara að sjálfsögðu af hinni mostu kurteisi. Þegar svona mörg skip og flugvélar eru í hóp er óhjákvæmilegt að einhver óhöpp vilji til. NATO-flotinn hefur þó hingað til verið heppinn í því tilliti. í byrjun flotaæfingarinnar misstu Bretar að vísu eina þyrlu í sjóinn, en mönnun- urn var öllum bjargað og þeir náðu þyrlunni aft- ur, nokkuð skemmdri. Birgðaflutningar hafa líka gengið vel. Þar sem skipin eru svona langt frá heimahöfnum sínum og geta hvergi farið inn til að fá vistir og eldsneyti er floti birgðaflutningaskipa með þeim. Og allar nauðsynjar eru fluttar á milli meðan flotinn siglir áfram á fullri ferð. Síðastliðna nótt var bætt olíu á Bonaventure. Engin ljós voru kveikt nema örlitlar rauðar perur sem voru á olíuleiðslunni, og ssm voru svo lágt að þær hafa ekki sézt hálfa mílu í burtu. Það var nokkuð þungur sjór og hreyfing á skipunum, en þau eru bæði um 20.000 tonn svo að þau láta nú ekki mjög illa. Það mátti þó sjá að óhöpp geta hæglega átt sér stað meðan verið er að dæla olíunni, því að mjög margir af áhöfninni voru uppi á þiljum til að fylgjast með, þrátt fyrir rok og kulda. Yfir- 'leiftt halda þeir sig á þægilegri stöðum ef þeir eiga frívakt. í þessari viku verður blaðamannafundur í Lon- don, þar sem skýrt verður nákvæmar frá gangi æfinganna og jafnframt þeim fréttum verður nán- ar sagt frá lífinu um borð í herskipum og hvernig dagleg störf ganga þar fyrir sig. — Óli Tynes. Sprengjuflugvél af „Bjarnargerð“ flýgur lágflug yfir Bonavent- tare. Flugvélar af þessari tegund koma oft upp að íslandi. Rússneski tundurspillirinn sem sigldi fyrir Bonaventure.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.