Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLA.ÐIÐ, FÖSTUDAGU'R 27. SEPT. 1968. 19 Plastbátur smíðaður úr ABS-efni 1963. PLASTTUNNUR í SKÝRSLU Síldarútvegsnefnd- ar um tilraunir á söltun síldar í plasttunnur sá ég undirritaður nokkrar meinlegar villur, er ég vil leitast við að leiðrétta og gefa jafnframt nánari iupplýsing- ar um val plastefna til tunnu- smíða og tunnumótun úr plasti, ef ske kynni að Síldarútvegs- nefnd eða aðrir áhugamenn hefðu not af. I skýrslu A-Þjóðverja til Síldarútvegsniefndar eru mokkr- ar áherandi villur, sem e.t.v. stafa af ókunnugleik á plastefnum þótt því sé erfitt að trúa." í skýrsl- unni segir: „Með tilliti til þess að tunnur haldi lögun undir langvarandi fargi vseri einungis polymer blandan polyacrylonitr- ile-Butadiene-Stynene iheppilegri, en hvergi í heiminum hefur ver- ið unnt að framleiða svo stór Ársframleiðsla 190.000 Verð pr. stk. Innsp.móbun $2,00 Þanmótun $2,24 Snúningsmót $2,39 Ilát úr þessu efni. Auk þess er það ófáanlegt." Þær fullyrðingar að ekki sé hægt að framleiða hluti á stærð við síldartunnur úr A.B.S. og að efnið sé ófáanlegt eru háðar ósannar. A.B.S. er notað í sí- auknum mæli um allan heim (130 þús. tonn í U.S.A. 1967), sér- Staklega í stærri hluti, sem þurfa á höggþoli og stífni efnisins að halda. Bátar, bílayfirbyggingar og hurðir á járnbrautarlestum eru dæmi um stærri hluti, sem framleiddir eru úr efninu. Hvað því viðvíkur að efnið sé ófáan- legt, þá get ég látið A-Þjóðverj- um í té nöfn 40 framleiðenda í sex löndum, sem allir eru fúsir að láta efnið af hendi fyrir kr. 46.00 kg. í skýrslu A-Þjóðverja er sagt að lágþrýsti polyethylene full- nægi öllum kröfum öðrum en til- hneigingu efnisins til afmynd- unar. Hér hlýtur að vera átt við efnið Lov/density polyethylene. Það er furðulegt að eftir reynslu A-Þjóðverja af efni þessu skuli hvergi á það minnzt að tilraun- ir hafa verið gerðar með stífari efni, t.d. High density P.E., poly- propylene, propylene Copolymers eða PVDC. öll þessi efni eru ódýrari en ABS, eru stífari og Sterkari en LDPE og þola vel sýrur, lút og hnjask. Við nánari athugun efna, sem til mála koma i síldartunnur, kemur strax í ljós að PVDC hefur alla kosti ABS, sem máli skipta í þessu tilfelli, en er helmingi ódýrara en ABS éfnið. Undirritaður veit þó ekki hvort bandaríska matvælaeftir- Itið FDA hafi samþykkt efni þetta til notkunar í matarílát. Efni sem hefur samþykkt FDA, sem efni í matarílát er Propyl- ene CopOlymer. Það efni heíur meira höggþol en ABS, sömu Stífni (ef þannig blandað) en helmingi minna þanþol en ABS Og PVDC, þó er þanþol PC helm Ingi meira en LDPE, sem A-Þjóð verjar virðast eingöngu nota í plasttunnur. Vandamálið í sam- þandi við geiflun á lokum, loft- myndun undir loki og leka á lokunum má leysa á tvennan Veg, annars vegar með því að móta lokið úr efni, sem er svo stíft og sterkt að það veiti LD- PE efninu í tunnunum aðhald þannig að afmyndun tunnunar gæti ekki við op tunnunnar. (Nothæft efni væri PDMC).Eða með því að nota sömu lok og sama efni og notað hefur verið en nota lokunarbönd úr plasti, sem nú fást í Bandaríkjunum. Bönd þessi eru notuð í sívaxandi mæli í stað flatra vírbanda, sem notuð hafa verið til að styrkja og innsigla kassa. Plastbönd þessi hafa þann kost fram yfir vír- bönd, að ef los kemur á um- búðirnar, sem þau hafa verið sett á, strekkja þau sig sjálf. Bönd þessi eru ódýrari en málmbönd- in, sem A-Þjóðverjar nota og þar að auki ryðga þau ekki og auð- velt er að losna við þau að lok- inni notkun. 1.000.000 100.000 1.000.000 Stofnkostnaður $1,60 $235.000 $651.000 $1,72 $223.000 $590.000 $1,70 $133.000 $395.000 Af greinargerð Haraldar Gunn laugssonar og Björns Jóhanns- sonar, sem kemur á eftir skýrslu A-Þjóðverja, má skilja að síld- in virðist ekki fullverkuð úr plasttunnum, þótt hún sé fylli- lega saltrunnin. Því er kennt um að útgufun sé engin úr plast tunnum. Gera má flest plast- efni gljúp (permeable) og eru ýmsar aðferðir til þess eftir teg- und plastefnis. Yfirleitt er að- ferðin sú að söltum er blandað sarnan við plastefnið, síðan eru söltin hreinsuð úr efninu eftir að hluturinn hefur verið full- mótaður. Hægt er að framleiða síldartunnur á þrjá vegu, með innspýtingsmótum, (injection mol ding), þanmótum (blow molding) og snúningsmótum (rotation mold ing). Stofnkostnaður verksmiðju til framleiðslu á 80 lítra tunnu með loki er sem hér segir, ásamt verði pr. tunnu miðað við 100.000 —1.000.000 ársframleiðslu. Tölur eru í dollurum: Tafla þessi er gerð fyrir fjór- um árum og hefur hráefnisverð lækkað síðan. f verðtilboði A- Þjóðverja er verð á 60 lítra tunnu fob. Hamborg $9,40. Svo vel vill til að til er hér á landi ein snúningsmótunarvél, sem framleitt getur eina 100 lítra tunnu með 7—10 mín. millibili. Vél þessi er á ísafirði og hefur ekki verið notuð í 2 ár. Hér ber því vel á veiði fyrir Síldarútvegsnefnd. Auðvelt ætti að vera að fá aðgang að vél þessari, láta smíða mót fyrir hent uga gerð síldartunnu (mót fyrir vélar þessar eru þau ódýrustu, sem þekk-jast í plastiðnaðinum.) Og með nokkrum kílóum hráefn is af hverri gerð ætti að vera hægt að fá úr því skorið, hvort hægt sé að framleiða síldartunn- ur úr plasti svo nothæfar séu. Það skal tekið fram að sé snún- ingsmótunarvél notuð til smíða á plasttunnum er eingöngu hægt að nota ABS-polyethylene og PVD C efnin af þeim efnum, sem áð- ur eru nefnd. Sig. Árnason. BILAHLUTIR @ Rafmagnshlutlr í flestar gerðir bíla. KRISTINN GUÐNASON h.f. Klapparstíg 27. Laugav. 166 Sími 12314 og 21965 Skólapennar frá Sheaffer’s SHEAFFER’s pennar hafa hlotið lof fagm-anna um heim allan fyrir beztu rit- gæði. SHEAFFER’s pennar eru framleiddir í mörgum gerðum og verðflokkum. Cartridge nr. 100 kr. 85.00 — — 202 Imperial I — II — IV Hjá næsta ritfangasala er fáanlegt úrval af SHEAFF- ER’s pennum. Takið SHEAFFER's með í skólan.n og námið gengur betur. 155.00 282.00 356.00 738.00 SHEAFFER SHEAFFER’s umboðið Egill Guttormsson Vonarstræti 4 Sími 14189 Óskum að ráða skrifsfofustúlku til Starfa á skrifstofu í Miðbænum. Ensku- og vél- ritunarkunnátta nauðsynleg, hraðritunarkunnátta æskileg. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. mið- vikudag merkt: „2036“. Óska eitir að taku ó leigu litla, vel hýsta jörð í nágrenni Reykjavíkur eða Hafn- arfjarðar. Jarðnæði þarf ekki að vera mikið. Leigu- mál geta byrjað strax, eða næsta vor. Þeir sem vilja sinna þessu eru beðnir að hringja í síma 23184 í kvöld eða næstu ltvöld kl. 20.00 — 22.00. Atvinna Ungur maður utan af landi sem vinnur við afgreiðslu og sölustörf óskar eftir góðri framtíðaratvinnu. Má vera út.i á landi. Getur byrjað fljótlega.. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Reglusemi — 8160“ fyrir 5. október. Nýtt einbýlishús til sölu á eftirsóttum stað við bæinn ásamt hektara af ræktuðu eignarlandi og 80 ferm. peningshúsi. Skipti á 5—6 herb. íbúð koma til greina. Mjög góð lán áhvílandi. Tilvalið fyrir þá sem vilja hafa búfé eða garðrækt. Tilboð merkt: „Land — 2372“ sendist Mbl. Hjúkrunarkon ur Stöður hjúkrunarkvenna við skurðlæknisdeild Borg- arspítalans, eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarinnar. Upplýsingar veitir forstöðukona spítalans í síma 81200. Reykjavík, 26. 9. 1968. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Atvinna Stúlka óskast í frágang og pressun. Einnig óskast hreingemingakona. Kvöldvinna. Upplýsingar frá kl. 4—6.Ekki í síma. ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR H.F., Ármúla 5. Peysubúðin Hlín auglýsir Höfum nú loksins fengið hina margeftirspurðu út- prjónuðu dömujakka. Einnig nýjar gerðir af dömu- peysum. Barnapeysur í glæsilegu úrvali, svo og sérlega smekklegar telpnahúfur. Sendum í póstkrufu. PEYSUBÚÐIN HLÍN, Skólavörðustíg 18. Heimilisprjónavél Nýjar svissneskar prjónavélar til sölu. Kosta í verzlun kr. 9 þús. Seljast aðeins á kr. 6 þús. Prjónastofa Önnu Þórðardóttir h.f., sími 38172.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.