Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPT. 1S68. 3 Fafatízkan frá miðöld- um fil vorra tíma sýnd — á skemmtun Fósfbrœðrakvenna Margir Reykvíkingar munu með ánægju minnast skemmtana og tízkusýninga Fóstbræðra kvenna í fyrrahaust, er þríveg- is fylltu Súlnasal Hótel Sögu, og urðu þó margilr frá að hverfa. Nú hafa Fóstbræðrakonur ákveðið að efna til skemmtunar með svipuðu sniði n.k. sunnu- dag, 29. september kl. 15.00, einn ig í Súlnasalnum. Verða þar kaffi veitingar á vegum kvennanna, en ýmsir af kunnustu bakara- meisturum borgarinnar munu af einstakri rausn leggja til kökur og sætabrauð til viðbótar þeim kræsingum, sem konurnar sjálf- ar hafa útbúið. f fyrra var lögð megináherzla á kynningu nýjasta tízkufatnað- ar. Nú verður aftur á móti sýnd fatatízka liðins tíma, bæði inn- lend og erlend, allt firá miðöld- um og fram til vorra daga. Flest ir búninganna eru í einkaeign og hafa ekki verið sýndir opin- berlega fyrr. Að sjálfsögðu munu svo söng ur og hljóðfærasláttur setja terkan svip á skemmtunina. Fjórt án Fóstbræður flytja þarna í fyrsta sinn lagasyrpu úr söng- leiknum „Fiðlarinn á þakinu“, sem Magnús Ingimarsson hefur útsett sérstaklega af þessu til- efni. Lítill blandaður kór syng ur létt lög, og þeir ÁgústBjarna son og Kristinn Hallson syngja Glúnta. Loks ber svo að nefna hina frábæru kammerhljómsveit: „Virtuosi della bella musica“, sem hér er stödd af tilviljun og fram á skemmtuninni. Munu þeir góðfús'lega hefur lofað að koma leika „con inspiratione scherzo variatione spirituose". Samkom- unni ilýkur með því, að Karla- kórinn Fóstbræður syngur fáein vinsæl lög undir stjórn söng- stjóra síns, Ragnars Björnsson- ar. Milli skemmtiatriða leika þeir Carl Billich og Gunnar Axels- son létt lög á píanó. Kynnir verður Jón Múli Árnason. Eins og í fyrra rennur állur ágóði af skemmtuninni óskertur í húsbyggingarsjóð Fóstbræðra. (Frá Fóstbræðrum). Faxi GK kom til Raufarhafn- ar í morgun og landaði 30 tonn- um af síld í bræðslu og rúm- lega 100 tonnum, sem fara í salt hjá Norðursíld h.f. Þá komu Þórður Jónasson EA með 100 tonn í salt til sömu Miðvikudaginn 25. sept var bú stöðvar. Saltaðar voru hjá Björgu h.f. 527 tunnur úr Héðni ÞH. ið að salrta alls. hér á Raufar- höfn 5371 tunnur, sem skiptast þannig á stöðvarnar: Óðinn h.f. 3911 tunnur, Norðursfld h.f. 923 tunnur og Björg h.f. 537 tunnur. Þá var búið að landa 14329 tunn Skurðgrafa sleit rafstreng — oí/f bruna í Krossanesi Akureyri 26. sept. AKUREYRI varð rafimagnslaus laust fyrir kl. 17 í dag, þegar skurðgrafa sleit rafmagnsstreng, sem liggur frá aðalspennistöð- inni til bæjarins. Við það stöðv- uðust m.a. vélar Krossanesverk- smiðjunnar, sem eru rafknúnar. Þurrkarinn var fullur af síldar- mjöli, sem ofhitnaði, þegar hann hætti að snúast, og kviknaði í mjölinu. Slökkviliðið var kvatt til’ og tókst því brátt að kæla þurkar- ann, en mjölið í honum skemmd ist verulega. Ekki er þó vitað enn hve mikið af því er ónýtt. Engar skemmdir urðu á verk- smiðjuihúsinu, en einhverjar taf- ir verða á vinnslu vegna óhapps þessa. Súlan EA kom hingað í dag með söltunarsíld og voru saltað- ar úr henni rúmlega 400 tunnur í Krossanesi. Sv. P. um af sjósaltaðri síld og af því var landað úr síldarflutninga- skipi Valtýs Þorsteinssonar 7674 tunnum. Síldarverksmiðja ríkisins hér hefur um 750 tonna afköst á sól arhring og þróarrými fyrir 9000 tonn og er í ágætu lagi en hefur aðeins fengið um 700 tonn til vinnslu, Síldarverksmiðjan var búin að taka á móti 34500 tonn- um á sama tíma í fyrra. Fyrstu göngur voru hér í gær og í dag er leiðindaveður storm- ur og rigning. Ólafur. Laxá hættir Soltað ó Húsavík Salfað af kappi á Raufarhöfn Raufarhöfn 26. sept. Laxá kom til Raufarhafnar í kvöld og losar hér tómar og salt- fullar tunnur, sem skipið var með á síldarmiðunum. Laxá hefur að undanförnu verið á síldarmiðunum á vegum Sildarútvegsnefndar, sem leigði skiðið ti'l þess að flytja tunnur og salt til skipanna á miðunum. Laxá er nú hætt, og fer að öllum líkindum héðan til Húsa- víkur til þess að lesta þar salt- fisk. Ólafur Húsavík 26. sept. í fyrradag voru saltaðar hér úr Örfirisey RE, 830 tunnur úr 280 tonnum og úr Dagfara 220 úr 50 tonnum. í dag kom svo Náttfari með 1000 sjósaltaðar tunnur og er það þriðji túrinn með svipað magn, sem Náttfari kemur úr. Guðrún GK kom með 330 sjó- saltaðar tunnur og 100 rtonn af síld, sem úr voru saltaðar 130 fcunnur. Seyðisfirði 26. sept. 115 tonn af síld ti'l söltunar, sem f kvöld kom Gullberg NK með verður söl’tuð í nótt. Þá er von á Margréti SI hingað á morgun með 90 tonn af ísaðri síld, sem fer í salt. Sveinn. Jeppi fauk Æ'm ' • /T ut 1 SJO Ólafsfirði, 25. sept. j LAUST fyrir hádegi í dag l fiauk mannlaus Landroverbif- ' reið út af veginum í Ólafs- I fjarðarmúla, niður bjargið og )í sjóinn. Nánari tildrög er þau, að J menn voru við vegagerð í ) Hámúlanum og verkstjóri I vegagerðarinnar, Guðmundur [Gíslason, hafði skilið bifreið sína eftir á vegarbrúninni. gekk á með hryðjum. í einni Suðaustan hvassviðri var, og hryðjunni, sem var mjög snörp sáu menn hvar bifreið )Guðmundar fauk út af veg- I inum og steyptist í sjóinn. l Þar sem bifreiðin fauk fram af eru um 250 metra snarbratt I fall til sjávar. — Jakob. Boston, Syracuse, 26. sept. AP—NTB. ENN kom til kynþáttaóeirða i Boston og Syracuse í gærkvöldi. Hópar ungra blökkumanna fóru með óspektum um götur Boston og var einn maður drepinn. Níu lögreglumenn og ellefu aðrir voru fluttir í sjúkrahús, en marg ir unglingar voru teknir hönd- um. í Syracuse réðust blökkumenn á vegfiarendur og bíla með grjóti og flöskum. Sjö menn voru tekn ir höndum. Saltað í Neskaupstað Neskaupstað 26. sept. í gær barst hingað nokkuð af síld. Drífa saltar úr vélbátnum Magnúsi NK 72, sem kom með 170 tonn af ísaðri síld. Sæsilfur saltar úr Helga Flóventssyni, sem kom með 120 tonin. Þá er saltað á söltunarstöð Síldar vinnslunnar úr vélbártnum Bjarti sem kom með 200 tonn. Guðbjörg ÍS kom hingað í gær með 170 tonn af síld, sem fór í bræðs'lu. Síldin í Guðbjörgu var óísuð, en allir hinir bátarnir voru með ís- aða sílid. Ásgeir. Ekkert slátrað Ólafsvík 26. sept. Sýnt þykir nú að sauðfjár- slátrun verði ekki hér í haust. Munu bændur í nágrenninu ým- ist slátra fé sínu í Stykkishólmi og í Borgarnesi. Slárturhús Kaup, félags Snæfe'llinga, sem undan- farin ár hefur slátrað hér í Ól- afsvík er lokað eins og aðrar verið sagt frá í fréttum. Er alls óvíst hvenær gjaldþrotaskipti verða tekin fyrir. Bátar hafa lítið getað stund- að sjó þessa viku vegna brælu, en hér hefur að undanförnu verið norðaustanátt. Reytings- afli var hjá bátunum fyrir helg- ina. Hinrik. Vetrarstarfið byrjar Tónlistarfélagið er nú að hefja vetrarstarfsemi sína. Fyrstu tón- leikarnir á þessu hausti verða n.k. mánudags og þriðjudags- kvöld í Austurbæjarbíói, þá leika þeir Árni Kristjánsson píanóleikari og Björn Ólafsson fiðluleikari. Á efnisskránni verða þessi verk: Fantasía í C- dúr op. 159 eftir Schubert, Són- ata í G-dúr op. 78 eftir Brahms og Sónata í A-dúr op. 47 (Kreutz Björn er-sónatan) eftir Beethoven. Það er orðið æði langt síðan að þeir Árni og Björn hafa hald- ið hér opinbera tónleika sarnan, til þessa hefir það ætíð þótt merkisviðburður og mun svo enn verða er þessir ágætu lista- menn láta til sín heyra. Tónlistarfélagið mun bráðlega birta lista yfir þá tónleika, sem fyrirhugaðir eru á næsta vetri. Árni STAKSTEIIVAR Að viðurkenna mistökin Kommúnistablaðið birti í gær hugvekju um það, að stjórn- málamenn ættu að viðurkenna mistök sín og læra af reynslunni. í þessari hugvekju sagði m. a.: „Stjórnmálamaður, sem viður- kennir, að honum hafi orðið á mistök veit, að hann verður bar- inn með gömlum ívitnunum og slíkt telur hann ekki samrýmast virðingu sinni. Hann vill birtast almenningi eins og standmynd, sem steypt er í eir, dauð og óum- breytanleg, en ekki eins og lif- andi manneskja með holdi og blóði, tilfinningum og takmörk- unum." Þetta er merkileg sjálfs- lýsing höfundar. Vissulega er það rétt að stjórnmálamenn eiga að viðurkenna mistök sín og sann- arlega geta þeir sem aðrir laert af reynslunni. Er stundum vili verða misbrestur á því. Það ætti sá maður að vita, sem mest hef- ur ritað um frelsisást og dyggðir Sovétmanna. Annað dæmið um þetta er afstaða nokkuira stjórn- málamanna í kommúnistaflokkn- um til álbræðslunnar og Búr- fellsvirkjunar. Fremstur í flokki þeirra kommúnista ,sem börðust gegn þeim framkvæmdum var höfundur ofangreindrar tilvitn- unar. Hann barðist gegn þeim með oddi og egg tíndi til all- ar hugsanlegar röksemdir gegn þeim og hikaði ekki við að færa þær í búning, ef nauðsynlegt var til að fá „rétta“ niðurstöðu. Lærir hann af reynslunni? Nú, rúmum tveimur árum eftir að orustan um álbræðsluna var háð á Alþingi og á landsmála- vettvangi er nær öllum orðið ljóst, að það hefðu verið hrapal- leg mistök, ef tekin hefðu verið ráð kommúnista og Framsóknar- manna varðandi álbræðsluna og Búrfellsvirkjun. Víst er að þá væri mikið og alvarlegt atvinnu- leysi í landinu og engin skref hefðu verið stigin til þess að fitja upp á nýjum atvinnugreinum. Nú vinnur hins vegar mikill f jöldi verkamanna og iðnaðarmanna við þessar framkvæmdir og nær fullvíst má telja að stækkun ál- bræðslunnar og Búrfellsvirkjun- ar verði hraðað frá því sem áð- ur var áætlað. I kjölfar þessara framkvæmda hefur verið hafizt handa um athuganir á nýjum orkufrekum iðngreinum og eng- um blandast hugur um að þar er nýtt landnám að hefjast í ís- lenzkum atvinnumálum. En hvað gera mennirnir, sem börðust gegn þessum framkvæmdum? Læra þeir af reynslunni? Viður- kenna þeir mistök sín frammi fyrir alþjóð? Eða telur rit- stjóri kommúnistablaðsins það ekki „samrýmist virðingu" þess manns, sem gengur með helgi- svip um sali Alþingis að viður- kenna mistök sín og læra af reynslunni? Er hann kannski eins og „standmynd, sem steypt er í eir, dauð og óumbreytan- leg?“ Viðbrögð þessa manns hing að til benda ekki til þess að hann ætli að viðurkenna mistök sín — nema túlka beri hugvekj- una í gær sem sjálfsgagnrýni að hættj Maoista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.