Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPT. 1968. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstiórar RitstJ órnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingast j ón Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 I lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Svemsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. UNGA FÖLKIÐ OG STJÓRNMÁLIN I Tndanfarnar vikur hafa hér ^ í blaðinu birzt fjölmarg- ar greinar og viðtöl við unga menn um stjórnmálin, og þátttöku æskumanna í stjórn málabaráttunni. Eins og við er að búast hafa þar komið fram sjónarmið, sem ekki eru öll jafn vel grunduð, en meg- inatriði málsins er, að hinir ungu menn tala af eldmóði æskunnar og öllum er nú ljóst, að upp er risin öflug hreyfing æskufólks í Sjálf- stæðisflokknum, og’ er hið fjölmenna aukaþing Sam- bands ungra Sjálfstæðis- manna, sem hefst í dag, gleggstur vottur um þann mikla áhuga, sem ríkir meðal ungra Sjálfstæðismanna. Á sambandsþinginu munu hinir ungu áhugamenn um þjóðmál bera saman bækur sínar, rökræða og deila, ef því er að skipta. Þar munu ýmsar nýjar hugmyndir mót- ast, og án efa verða samþykkt ir þingsins athyglisverðar. — Og vafalaust mun í þeim fel- ast ýmis gagnrýni, enda er það háttur ungra manna að vilja umbæta þjóðfélagið og vera ófeimnir við að gagn- rýna það, sem þeim finnst af- laga fara. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn er það ómetanlegt, að þessi mikla alda áhuga og þátttöku í stjórnmálabaráttunni skuli risin víða um land. Með henni færist nýr þróttur inn í stjórn málabaráttuna og hinir ungu menn munu glæða nýjar hug sjónir og veita nýjum þrótti inn í alla starfsemi Sjálfstæð isflokksins, því að áhrifa þeirra gætir í flokksstarfsem inni allri og mun þar gæta í stöðugt ríkara mæli á næstu mánuðum og árum. Morgunblaðið óskar þess, að þetta þing ungra Sjálf- stæðismanna megi bera þann ávöxt, sem að er stefnt, að færa nýtt og ferskt líf inn í íslenzka stjórnmálabaráttu og efla Sjálfstæðisflokkinn svo, að hann verði þess megnugur að framfylgja betur en nokkru sinni áður hugsjón- um sínum, Sjálfstæðisstefn- unni. EFLING EINKAFRAMT AKS rntt af því, sem ungir Sjálf- stæðismenn hafa bent á í skrifum sínum að undan- förnu, er sú brýna nauðsyn, sem ber til þess að efla einka framtak í landinu og stemma stigu við því, að fjármálavald safnist í stöðugt ríkari mæli á hendur ríkisins og stjórn- málamanna. Hér er um að ræða þann grundvöll Sjálf- stæðisstefnunnar, sem mestu varðar, að frelsi einstaklings ins sé sem bezt tryggt, en í þjóðfélagi, þar sem fjármála- vald er í höndum sömu manna og hafa hin pólitísku ráð, getur heilbrigt lýðræði ekki þróazt. Þess vegna er sú aðvörun enn sem fyrr tíma- bær að stemma þurfi stigu við ofurvaldi ríkisins á sviði fjármála. Almenningi er nú einnig ljósara en áður, hver megin- nauðsyn það er, að atvinnu- fyrirtækin séu reist á traust- um grunni. Á meðan allt lék í lyndi, næg atvinna var og allur atvinnurekstur í fullum gangi, gerðu menn sér ekki eins glögga grein fyrir því og nú, hver þörf er á því, að at- vinnufyrirtækin safni í sjóði til að mæta erfiðleikum og ekki síður til að þau hafi ætíð nægilegt fé undir höndum til að koma við fyllstu hag- kvæmni í rekstri, í stað þess að stjórnendur fyrirtækjanna eyði mestum tíma sínum í stöðugar fjárhagsáhyggjur og eltingaleik við bankastofnan- ir. Efling einkarekstrarins er áreiðanlega mikilvægasta skrefið til að komast út úr þeim erfiðleikum, sem við eig um nú við að stríða og jafn- framt til að byggja þann grundvöll áframhaldandi vel- megunar, sem allir ættu að geta sameinazt um að stefna að. Úrræði sósíalismans hafa hér og annars staðar reynzt haldlaus, og þess vegna er eðlilegt að fleiri og fleiri geri sér grein fyrir nauðsyn þess að efla sjáffstæðan atvinnu- rekstur einstaklinga og félaga þeirra. Það er sú stefna, sem unga fólkið á íslandi berst fyrir, og æskan hlýtur ætíð að sigra. Einmitt þess vegna geta Sjálfstæðismenn nú litið bjartsýnir til framtíðarinnar. J0S/1 Jfáu ’A 1 A 1 ii i | VHJ ul Al 'l u R H IEIK 11 Batista vonast til að komast aftur til Kúbu Hann býr nú í þœgindum í Portúgal áratug eftir að hann hraktist í útlegð Estoril, Portúgal — Associated Press. Eftir 10 ára útlegð í alls- nægtum hefur Fulgencio Batista ekki glatað þeirri von sinni, að hann muni aftur geta snúið til Kúbu. Ef eitthvað er, þá er vonarneistinn í brjósti hans bjartari þessa dag ana vegna ástandsins í Tékkó slóvakíu. Hinn fyrrverandi ein valdur Kúbu vonast sem sé til þess, að nýafstaðnir atburð ir í Austur-Evrópu muni verða til þess, að Bandaríkin muni láta af þeirri stefnu, sem gerir innrás í Kúbu ómögu- lega, en það viðheldur komm únistastjórn Castro fremur en nokkuð annað að dómi Bat- ista. „Nú er meiri þörf á því en nokkru sinni áður“, sagði Batista í viðtali við AP, „að Bandaríkin endurskoði Kenne dy-Krúsjeff samkomulagið." Samkomulag það, sem Bat- ista vitnar til, var gert með Bandaríkjaforseta og forsætis ráðherra Sovétríkjanna til þess að binda endi á Kúbu- deiluna 1962. Sovétríkin fluttu eldflaugar sínar frá eynni, og Bandaríkin lofuðu fyrir sitt leyti að koma í veg fyrir inn- rás á Kúbu. „Það var engin ástæða til þess að veita þessa tryggingu", segir Batista við fréttamann AP, og bandar frá sér hönd- unum. „Nú er svo komið, að Kúbumenn (útlagar) geta hvergi atbafnað sig á Karíba- hafi.“ Eldur brennur í dökkum augum hans er hann heldur áfram: „Það eina, sem Kúbumenn \ vilja, er að berjast fyrir frelsi sínu. Bandaríkin héldu, að Rússar myndu sýna tilhlýði- lega virðingu, en Rússar munu aldrei geta orðið raunveru- legir vinir nokkurrar þjóðar. Það sýnir innrásin í Tékkó- slóvakíu bezt.“ „Mesta vandamál kúbönsku útlagamna er Kennedy-Krúsj- eff samkomulagið. Ef þa’ð væri ekki fyrir hendi, er ég viss um að baráttan myndi hefjast þegar í stað og henni Smyndi ekki ljúka. Þann dag, sem samkomulag þetta var undirritað, var Castró viður- kenndur." „Kúbumenn telja, að ef Bandaríkjamenn geti hjólpað í þessari baráttu, þá sé það gott. Ef þeir geti það ekki, verði að hafa það. Ég er sann- færður um að Rússar myndu ekki blanda sér í málin, ef þeir vissu, að það mundi kosta strfð. Þeir myndu segja eitt- hvað, þeir myndu tala, en Kúba er mjög nærri Banda- ríkjunum og mjög langt frá Rússlandi." Batista, sem nú er 67 ára gamall, er enn grannur, starfs samur maður. Hann er alla- jafna önnum kafinn við bréfa skriftir til annarra kúbanskra útlaga. Einnig er sagt, að hann stjórni mjög stórum fjárfestingasjóði. Hann gerir mikið af því að leika golf, skrifa og sjá um málefni stórrar fjölskyldu. En nú, áratug eftir að hann flúði frá Kúbu undan skæru- liðum Castro, á gamlárskvöld 1958, segizt hann hafa gefið frá sér þá hugmynd að gerast úr ýmsum hópum“, segir hann. „Sumir þeirra eru mér andsnúnir. Ráð það, sem ég gef þeim öllum, er að berjast ekki innbyrðis.“ Batista segir, að hann sitji við skriftir til kl. 4 eða 5 á hverri einustu nóttu. „En þeg ar ég slekk ljósið, sofna ég eins og steinn. Það sýnir bezit, áð ég hefi hreina samvizku", bætir hann hlæjandi við. Mikið af því, sem Batista skrifar, eru skýringar á því, sem hann telur hfa verið hlut verk sitt á Kúbu. Hann verður öskuvondur, ef svo mikið sem tæpt er á því, að hann hafi haldið land- inu í viðjum fáfræði, fátækt- ar og áþjánar. „Sl. 10 ár hefur Fulgencio Batista, fyrrum Kúbuforseti, ásamt Mörtu konu sinni. Myndin var tekin nýlega á golfvelli í Estoril, Portúgal. þjóðhöfðingi á nýjan leik. „Ég vil ekki halda þangað aftur sem forseti. Ég hefi neitað að taka nokkurt leiðtogahlutverk að mér“, segir hann. „En ég mun aldrei gleyma föðurlandi mínu og ég myndi verða þjóð minni ráðgefandi." Batista býr nú í miklum þægindum ásamt Mörtu, síðari konu sinni, 15 km frá Lissa- bon. Þau hafa tvo bílstjóra og þjóna á sínum snærum, en nágrannar þeirra þekkja þau ekki að eyðslusemi, og sam- kvæmi sækja þau sjaldan. Gamall kunningi Batista segir: „Beztu vinir hans eru börn hans.“ Batista á fimm börn af síð- ara hjónabandi. Þau eru öll í skóla, eða vinna á Spáni og í Sviss. Batista fer oft til Mad- rid, þar sem hann á annað hús, til þess að sinna við- skiptamálum og hitta þrjá syni sína. Hann hefur til þessa skrif- að þrjár bækur um Kúbu og vinnur nú að ritun sagnfræ'ði bókar um landið, sem gefin verður út í byrjun næsta árs. Hann vinnur einnig að endur minningum sníum, „smáfct og smátt“, að því er hann segir. Hann fær um 100 bréf á mánuði frá öðrum kúbönsk- um útlögum. „Þetta eru menn Kúba verið leiksoppur harð- stjórnar og launmorða“, segir hann. „Þegar ég var forseti vegnaði verkamönnum vel. Þeir bjuggu við félagslegt réfct læti, beztu laun, bezta skipu- lag og höfðu öll réttindi. Nú hafa þeir engin réttindi, hvorki til þess að hugsa frjáls lega né gera verkföll, og þeim er ekki skeytt sem mannleg- um verum“. Batista hefur aldrei hætt áð gagnrýna bandaríska utanrík isráðuneytið, sérstaklega „fjf/rðu hæð“ þess, þar sem defid sú, er með málefni Róm önsku Ameríku fer, er til húsa, fyrir að hafa stuðlað að falli sínu og sigri Castro. Hann segir, að bandarískir em bættismenn hafi verið stað- ráðnir í a'ð koma sér á kné, og þeir hafi jafnvel stöðvað afgreiðslu á rifflum og flug- vélum, sem hann hefði verið búinn að kaupa í Bandaríkj- unum til þess að nota í bar- áttunni gegn skæruliðum. „Það var engin ástæða til þessa“, segir hann. „Kannski var þarna um að ræða ranga ákvörðun, misskilning eða samsæri.“ Batista heldur því fram, að Washington geti ekki látfð það henda, að „mistökin" Framhald á bls. 13 ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.