Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 1
32 SIÐIJR Enriqueta Basilio hleypur með Olympíueldinn upp 90 þrep ta rnsins þar sem eldurinn mun loga dag og nótt meðan á leik unum stendur. Að baki er full skipaður leikvangur, með þátt- tökuliðunum á grasflöt vallarins. — Sjá Oiympíufréttir á bis. 12, 13 og 26. Cernik á fundum í Kreml um hernámið Ágreiningur virðist vera risinn. Verka- menn í Prag mótmœla árásum Moskvu og Prag, 14. okt. AP NTB. Oldrich Cemik, forsætisráð- herra Tékkóslóvakíu, kom í morg un til Moskvu og hóf skömmu eftir komuna nýjar viðræður við sovézka leiðtoga um brottflutn- ing sovézkra hersveita frá Tékk óslóvakíu. Talið er, að aðalum- ræðuefnið sé samningur, sem mun heimila dvöl sovézkra hersveita í Tékkóslóvakíu um ófyrirsjáan lega framtíð, en á þetta er ekki minnzt í opinberri tilkynningu um heimsókn Cerniks. Tékkóslóvakar hafa fallist á slíkan samning, og talið er að Cernik sé sá leiðtogi Tékkóslóva kíu, sem undirrita verði samn- inginn. í Prag er bollalagt, hvort ^ Cernik hafi farið til Moskvu til að undirrita samninginn, en heim ildir í Moskvu telja líklegra, að hann hafi farið til að ræða ein- stök atriði hans. — Þessar heimildir herma, að samningur- Framhald á bls. 25 Rhodesíu-viðræður báru ekki árangur Geimfararnir léttlyndir — Smá bilun á rafkerfi veldur ferðinni. Segja þeir að geimfar- arnir hafi lokið um 40-50 prs. verkefna sinna á fyrsta fjórð ungi fararinnar, sem alls á að standa í ellefu daga. Framhald á bls. 31 Crundvallarágreiningur eftir fund Wilsons og Smifhs Gíbraltar, 14. okt. AP—NTB. RHODESÍUDEILAN virðist jafn óleysanleg og áður eftir árang- urslausar viðræður forsætisráð- herranna Harolds Wilsons og Ian Smiths um borð í brezka her- skipinu „Fearless". Forsætisráð- Framhald á hls. 3 engum áhyggjum — Sjónvarpað var frá Apollo 7. í gœr Houston, Texas, og Kennedy- höfða, 14. okt. (AP-NTB)). • MILLJÓNIR sjónvarpsá- horfenda víða um heim gátu í dag fylgzt með störfum geim- faranna þriggja um borð í „Ap- ollo-7“, þegar sjónvarpað var beint frá geimfarinu í átta min- útur meðan það fór yfir Suður-" riki Bandarikjanna. Geimfararnir hafa nú verið á flugi á fjórða sólarhring, en líður ágætlega. Tveir þeirra, leið angursstjórinn Walter M. Schirra og Walter Cunningham, kvefuð- ust fyrsta daginn, en læknuðust eftir að hafa tekið aspirín. Kvarta þeir nú helzt yfir því að þeir borði of mikið og sofi of mikið., Talsmenn bandarisku geim- rannsóknarstöðvarinnar í Hous- ton i Texas láta vel yfir geim- Fjórir sexburannaj á lifi Birmingham, 13. okt. NTB ( IAN Thornes, einn sexbur- anna brezku, andaðist í sjúkra ' húsinu í Birmingham á sunnu I dagskvöld. Eru þá fjórir sex( buranna á lífi, því eitt barn, anna, stúlka , lézt við fæð-' ingu fyrir ellefu dögum. Ian litli og Lynne systir ( hans þjáðust bæði af melting, arerfiðleikum og voru skorin J upp fyrir helgi. Tókst ekki að' bjarga lífi Ians, og enn er ótt- ( azt um líf Lynne. Fjárlagafrv. fyrir árið 1969 lagt fram: Dregiö úr útgjöldum ríkissjóðs Ög synjað um fjárveitingar til nýrrar starfsemi í ríkiskerfinu — vegna samdráttar í tekjum þjóðarbús ins og borgaranna FRUMVARP að fjárlögum fyrir árið 1969 var lagt fram á Alþingi í gær. Heildarútgjöld á rekstrarreikningi eru áætl- uð 4.8% hærri en á fjárlögum yfirstandandi árs og að frá- töldum fyrirfram ráðstöíuðum tekjustofnum og nema tæp- um 6,5 milljörðum króna en voru rúmir 6 milljarðar króna á yfirstandandi ári, eftir að ríkisútgjöld höfðu verið lækk- uð með sérstökum lögum um rúmar 137 milljónir króna fyrr á þessu ári. Heildartekjur á rekstrarreikningi hækka frá fjárlögum yfirstandandi árs um 2,2% að frátöldum fyrirfram ráðstöf- uðum tekjustofnum og eru áætlaðar nær 6,6 milljarð- ar. í greinargerð fjárlagafrumvarpsins segir um tekjuáætl- unina að hún sé miðuð við tekjuhorfur í ár en erfitt sé að gera raunhæfa áætlun um tekjur ríkissjóðs á næsta ári, fyrr en ákveðin hafa verið úrræði í efnahagsmálum og hljóti því tekjuáætlun frv. að koma til heildarendurskoðun- ar er sú mynd skýrist. Greiðsluafgangur er áætlaður um 51,5 milljón krónur. Megineinkenni fjárlagafrv. er glögglega það, að leitast er við að sporna gegn hvers kyns útgjaldahækkunum og finna leiðir til útgjaldalækk- unar. í greinargerð fyrir fjár lagafrv. segir m.a.: „Vegna mikils samdráttar í tekjum þjóðarbúsins og borgaranna, bæði atvinnufyrirtækja og al- mennings, verður ekki hjá því komizt að draga með öllu móti úr útgjöldum ríkissjóðs meðan svo standa sakir. Af þessum sökum hefur verið synjað um fjárveitingar til allrar nýrrar starfsemi í rik- iskerfinu og aukningar í út- gjöldum núverandi þjónustu- starfsemi, nema þar sem óum- flýjanlegt hefur verið, vegna löggjafarfyrirmæla. Hefur þannig í sárafáum tilfellum verið fallizt á fjölgun starfs- manna í ríkiskerfinu, nema þar sem um algera sérstöðu hefur verið að ræða eða leitt hefur af gildandi löggjöf, fyrst og fremst á sviði mennta mála“. Helztu útgjaldahækkanir skv. fjárlagafrv. eru þessar og hefur þá verið tekið tillit til útgjalda lækkana, sem ákveðnar voru með sérstökum lögum fyrr á þessu ári. Framlög til almannatrygginga hækka um 202,6 millj. kr. Framlög til fræðslumála hækka um 101,7 millj. kr. Framlög til vegamála hækka um 159,2 millj. kr. Framlög til heilbrigðismála hækka um 49 mill j. kr. Framlög til búnaðarmála hækka um 24,9 millj. kr. Helztu hækkanir á tekjulið f járlagafrv. eru sem hér segir: Áætluð hækkun gjalda af inn flutningi er 139 millj. kr. Tekjuskattur hækkar um 47,3 millj. kr. Persónuskattar hækka um 46 millj. kr. Gjöld af seldri vöru og þjón- ustu hækka um 21.9 millj. Hér fer á eftir inngangur að athugasemdum við frv. og grein argerð um einstaka útgjalda- og tekjuliði: Fjárlagafrumvarp fyrir árið 1969 mótast bæði af þeim stór- felldu efnahagsörðugleikum, sem þjóðin á nú við að glíma, og ó- venju mikilli óvissu um þróun efnahagsmála og ríkisfjármála á næsta ári, er fjárlagafrum- varp var samið. í meginefnum ei ráðgert, að sú lækkun ríkisútgjalda, sem á- kveðin var með lögum nr. 5- 1968, gildi einnig á næsta ári. Laun hækka í samræmi við á- kvörðun Kjaradóms á sl, ári og samninga stéttarfélaga, þar sem þeir eiga við. Hækkun verðlags uppbótar er áætluð í frv. 10% með þeim skerðingarákvæð- um er nú gilda. Aðstoð við sjávarútveginn er ákveðin með sérlögum í ár, svo sem verið hefur síðustu árin. Þeg ar gengið var frá fjárlagafrv. vantaði enn mikið á að lokið væri nauðsynlegum athugun- um á hag atvinnuveganna, og ^ því að sjálfsögðu ekki auðið að meta stöðu þeirra eða velja úr- ræði til að bæta hag þeirra. Er þar um að ræða þann megin- vanda, sem stjórnmálaflokkarn- ir, að frumkvæði ríkisstjórnar- innar, hafa haft til meðferðar undanfarnar vikur. í fjárlagafrumvarpi er þvl ekki gert ráð fyrir öðrum fjár- veitingum til atvinnuveganna en Framhald & tols. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.