Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 17
MORGUNÐLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR OKTÓBER 1»68 17 1 Eyjóltur Konráð Jónsson í rœðu á aðalfundi Verzlunarráðsins: Einkareksturinn verður að brjótast úr sjáifheldunni Framkvæmdafélag til að hafa forgöngu um upp- byggingu nýrra fyrirtækja — Starfsemi Alþjóðalána- stofnunarinnar — Kaupþing á Íslandi I RÆÐIJ, sem Eyjólfur Kon- ráðs Jónsson, ritstjóri, flutti á aðalfundi Verzlunarráðs íslands s.I. föstudag, ræddi hann nýjar leiðir til efling- ar einkaframtaki á íslandi. Eyjólfur Konráð fjallaði sérstaklega um nýjar leiðir til að vinna að uppbyggingu nýrra fyrirtækja og drap í því sambandi á starfsemi svonefndra „frumkvöðla“ erlendis. Ennfremur gerði hann grein fyrir starfi Al- þjóðalánastofnunarinnar í Washington og ræddi mögu- leika á uppbyggingu fjár- festingarstofnunar eða fram kvæmdafélags er hefði frum kvæði um stofnun nýrra at- vinnufyrirtækja. Loks fjall- aði Eyjólfur Konráð um kaupþing og starfrækslu þess svo og skattareglur í sambandi við hlutabréf og arðgreiðslur. í lok ræðu sinnar á aðal- fándi Verzlunarráðsins sagði Eyjólfur Konráðs Jóns son: „Þið hafið af frjálsum vilja valið ykkur það hlut- skipti að sjá um, að hér sé við lýði öflugur einkaat- vinnurekstur. Það er þess vesna ekki aðeins og ekki fyrst og fremst réttur ykk- ar að mairka stefnuna í at- vinnumálum og taka for- ustuna — það er skylda ykk- ar“. Ræða Eyjólfs Konráðs Jónssonar fer hér á eftir í heild: Góðir áheyrendur. Ef þeirri spurningu væri varp að fram, hvert væri meginein- kenni nútímaþjóðfélags, mundi svarið sjá'lfsagt verða eitthvað á þá leið, að það einkenndist af verkaskiptingu og marg- slungnum stjórnarþáttum og flóknu kerfi embsettismennsku. f þjóðfélaginu togast á mismun- andi ðfl, einstaklingar og sam- tðk þeirra, sjálfstæðar stofnan- ir og ríkisstofnanir, fyrirtæki og stjórnmálaflokkar, svo að nokkuð sé nefnt. Þebta er lýð- ræði nútímans, og við sem á það trúum, getum viðurkennt galla þess, þótt það sé fuMkomnasta stjórnkerfi, sem mannkynið enn hefúr þekkt. Við getum jafnvel ímvndað okkur að Marzbúi, sem kæmi hingað úr friðsælum heimahðgum í eftirlitsferð teldi að hér rrkti algjör ringulreið, þar sem enginn viss; fyrir sinn náttstað, en hver og einn otaði sínum toita. Við vitum aftur á móti, að hin stríðandi öfl leita síns jafn vægis og reynslan hefur sýnt, að bjóðfélagsátðkin ganga stór sWsal-aus't, þótt stundum sker- ist að vísu svo í odda, að at- vinmulíf lamist. Og við trúum því, að þróunin muni stefna í átt tit betra og réttlátara þjóðfélags, er hinar mismun- andi valdastofnanir ná auknum þroska, og umfram allt skemmti legra þjóðfélags, þar sem frelsi einstaklingana eykst og fleiri og fleiri verði sjálfstæðir. En ef þessi lýsing er eitt- hvað í átt við hið rétta, þá liggur líka í augum uppi, að bresti eitthvert hinna virku þjóðfétagsafla myndast tómarúm sem aðrir fylla. Sé ein stefna á undanhaldi, er önnur í sókn. Og svo mikil röskun getur orð- ið á valdajafnvæginu í þjóð- félaginu, að lýðræðinu sé ógnað, einkum ef ríkisvald fyllir tóma rúm, sem skapast vegna þess að þorgararnir vanrækja ein- hvern þátt þjóðlífsins. Og nú erum við á fundi æðstu stofnunar þeirra aðila í þjóð- félaginu, sem valið hafa sér það htutskipti að tryggja, að einn mikilvægasta þáttinn í lýð ræðisþjóðfélagi skorti ekki, hann sé á hverjum tíma nægilega öflugur, þ.e.a.s. atvirmurekstur einstaklinga og félaga þeirra, hið sjálfstæða athafnalíf. Þess vegna er eðlilegt að hver og einn líti í eigin barm og spyrji: Er einkarekstur á íslandi með þeim hætti, að viðuniandi sé, og er hann líkíegur til að tryggja, að frelsi fólksins aukist og ríkis valdi sé haldið í skefjum? Hef- ur einkarekstur á fslandi stað- ið vel í ístaðinu, og er hann við því búinn að færa út kví- arnar, eftir því sem umsvifin aukast í þjóðfélaginu? Því miður býst ég við, að flestir hér inni telji sig verða að svara þessum spurnirigum neitandi. En flestir munu hins vegar hafa skýringarnar á hrað bergi, þetta sé skilningsleysi stjórnarvalda að kenna. Ekki er mér ókunnugt um það, að ýmsar aðgerðir stjórnvatda hafa fyrr og síðar hamlað eðlilegri þróun íslenzks atvinnulífs, og t.d. býr íslenzk verzlun nú við fráleit verðlagshöft. En er það samt sem áður ekki hættulegt, þegar menn taka að sannfæra hver annan — og sjálfa sig — um það að ekkert sé hægt að gera. Með vörninni er raunar hugs anlegt að tryggja jafntefli, en aldrei sigur. Val heppnaðist þetta hér á Laugardalsvellinum á móti Benefica og e.t.v. má segja að íslenzkum athafna- mönnum hafi nokkurn veginn tekizt. að halda jafntefli síðustu áratugina hér á heimavelli, enda hafa þeir varizt mörgum.brumu skotunum og skallað hraustlega frá marki, þótt oft hafi raunar orðið horn. En hið gamálkunna, að bezta vörnin er hókn, er enn í fultu gildi og áreiðanlega er happa- drýgra að hefia sóknaræfingar, ef leikurinn ætti nú eftir að færast á alþjóðlegan leikvöll. En hvað er þá unnt að gera? spyrja menn, og skal ég nú reyna að drepa á sumt af því. FRUMKVÆ9I Að STOFNUN NÝRRA FYRIRTÆKJA Erlendis er algengt, að ein- staklingar eða félög hafi það að atvinnu sinni að setja á stofn fyrirtæki í þeim titgangi að selja þau síðan, að mestu eða öllu leyti, og ráðast í ný viðfangsefni. Þessir aðilar nefn ast á erlendu máli ,,promoters“ Hér mætti e.t:v. nefna þá upp- hafsmenn að fyrirtækjum eða frumkvöðla. Hlutverk þesasra aðila er mjög mikilvægt, því að þeir eru sífellt í leit að nýjum viðfangs- efnum, kanna eigin hugmyndir og annarra, og láta reikna út hugsanlega arðsemi fyrirtækja. Þeir eru í senn menn hugmynd- anna og raunsæisins, og loks eru þeir athafnamenn, sem hrinda í framkvæmd þeim verk efnum, sem álitlegust eru. Frumkvöðlar eru með öðrum orðum menn, sem taka sér fyr- ir hendur að mynda félagsskap, vinna að fjármagnsútvegun og heppilegasta skipulagi til að fé- lagið nái tilætluðum árangri, og koma því að fullu á fót. Ekki er hægt að segja, að neinir aðitar hér á landi hafi haft þetta hlutverk með hönd- um, en þó gera hlutafélagalög- in nr. 77 1921 ráð fyrir slíkri starfsrækslu, því að í 4. tölu- lið, 3.gr., þar sem fjállað er um hvað greina skuli í stofn- samningi segir: „Kostnað af stofnun félags- ins, ef ætlazt Ner til þess að féíagið greiði hann, þar á meðal þóknun handa stofnendum sjálf um“. Þannig er þegar árið 1921 gert ráð fyrir því í íslenzkri löggjöf, að menn geri það að atvinnu sinni að stofna hluta- félög og fái greiðslu fyrir þá vinnu, sem þeir leggja af mörk- um ti'l að koma slíku félagi á stofn. Ekki er þó kunnugt um dæmi þess, að þetta ákvæði hafi verið notað, þótt mörg hluta félög hafi verið stofnuð. Venju- lega hafa þá nokkrir menn tek- ið sig saman um stofnunina og ekki ætlazt til endurgjalds fyr- ir undirbúningsvinnu, enda hef ur hún venjulega verið takmörk uð og hvergi nærri jafnvíðtæk og hlutverk frumkvöðulsins er, eins og nú verður að vikið. Upphafsmaður eða frumköð ull, þarf ekki einungis að taka sér fyrir hendur að stofna félag og vinna að stofnun þess, hon- um verður að takast, hún, og hann verður að koma fyrir- tækinu í rekstur til að hafa fullkomnað verk sitt. Þar með er ekki sagt, að hann þurfi einn að eiga fyrirtækið, þegar það hefur rekstur. Hann getur hafa laðað saman fjármagnseig endur og fengið þá til að ger- ast þátttakendur í hinu nýja félagi. En hins yegar hefur upp hafsmaður ekki lokið híutverki sínu, þótt hafið sé hlutafjárút- boð, ef það ber ekki árangur og ekki verður af stofnun fé- lagsins. ÞRÍÞÆTT HLUTVERK E.t.v. má segja að hlutverk upphafsmanns sé þríþætt, upp- götvun, rannsókn og fram- kvæmd. Ljóst er að frumkvöð- ullinn verðoir að uppgötva verk svið fyrirtækisins. Hann verð- ur að ákveða hvers könar fyrir- tæki eigi að stofna, þar kemur hugmyndaflugið og margvísleg önnur almenn þekking á við- skiptasviðinu til greina. Næst verður upphafsmaður- inn að rannsaka nákvæmlega rekstrarskilyrði fyrirtækisins, markað, vinnuafl og alta að- stöðu og sannfæra sig um, að hér sé um arðvænlegt fyrir- tæki að ræðcu'sem sé þess virði að hleypa því af stokkunum. Síðasta skrefið er svo að safna saman mannafla og fjármagni til að stofnsetja fyrirtækið, svo að unnt sé að hef ja rekstur. Þegar þessu takmarki væci náð, mundi hinn eiginlegi frum kvöðull vilja losa sig að veru- 'legu eða öllu leyti frá félaginu og snúa sér að nýjum viðfangs- efnum. Hann mundi þá taka sinn hagnað af stofnum félags- ins og verja honum ásamt öðru fjármagni sínu í nýjum tilgangi. Og oft mundi greiðsla hans þó vera fólgin í hlutabréfum fé- lags þess, er stofnað hefur ver- ið, og hefur verið talið, að 10 prs. heildarhlutafjársins væru ekki óhófleg greiðsla til frum- kvöðuls, sem vel hefði tekizt, og oft er það ta'lin trygging fyrir því, að allt sé með felldu, ef upphafsmaður fellst á eða óskar að taka hlutabréf í hinu nýja fyrirtæki, sem greiðslu fyrir störf sín. Þá þekkist það einnig, að frumkvöðult áskilur sér rétt til þess að kaupa síðar ákveðið hlutafjármagn. Það leiðir af eðli starfs upp- hafsmanns, að hann er í trún- aðarsambandi við félag það, er stofnað er og verður að gefa stjórnendum þess réttar og full ar upplýsingar um allt, sem að stofnun fyrirtækisins lýtur, og hag þess, og má á engan hátt hafa hag af stofnsetningu félags ins annan en þann að taka sína ákveðnu og yfirlýstu þóknun fyrir að koma féíaginu á stofn. Sviksemi eða launung af hans hálfu, mundi varða hann bóta- skyldu, auk þess, sem slíkt yrði vafalaust hvarvetna talið refsi vert. Reglan er sú, að frumkvöðl- ar fá enga greiðslu fyrir starfa sinn, hversu mikill sem hann er, ef þeim tekzt ekki að koma félagi á fót, og er það óháð því hversu langt þeir hafa ver- ið komnir í þessu efni. Þeir verða að bera tjón sitt sjálfir, ef ekkert verður af framkvæmd um. Glöggt dæmi um þetta er nær tækt. Fyrir allmörgum árum kom hingað til lands upphafs- maður að nafni Stienbock.. Ræddi hann hér við nokkra ráða menn um þær hugmyndir sínar að koma hér á stofn olíuhreins unarstöð, en hann hefur unnið mikið og víða um lönd á því sviði. Síðan var ákveðið að taka upp viðræður við hann um þetta mál, og leiddu þær til þess að hann vakti áhuga bandarísks fyrirtækis, J.H. Whitney á þessu máli og komst undirbúningur málsins svo langt, að J.H. Whitn ey lýsti því yfir að það væri reiðubúið að hefjast handa um byggingu olíuhreinsunarstöðv- ar á fslandi í samvinnu við íslenzka aðila, sem yrðu meiri- h'lutaeigendur að fyrirtækinu. Þetta mál strandaði hins vegar á okkur fslendingum af póli- tískum ástæðum eins og kunn- ugt er. Allir aðilar urðu að bera sitt tjón. Upphafsmaðurinn, sem fékk enga greiðslu, þótt hann hefði eytt miklu fé og lagt á sig talsvert erfiði, J.H. Whitney, sem mikið hafði unnið að mál- inu og íslenzku aðilarnir, aðal- lega olíufélögin. En auk þess hafði ríkíð greitt erlendu ráð- gjafafirma fyrir endurskoðun og gagnrýni á tillöguna hinma erlendu aðila. Auðvitað er ekki ætíð um að ræða hreina upphafsmenn. Þann ig má að ýmsu leyti segia að í dæminu, sem áðan var nefnt, hafi J.H. Whitney komið inn við hlið upphafsmannsins, og raunar íslenzku aðilarnir líka. Því að snemma hófust beinar viðræður við þessa aðila. sem upphafsmaðurinn að sjálfsögðu fylgdist með. Fyrirtækið J.H. Whitney starf ar raunar þannig. eins og svo mörg erlend fyrirtæki, að það tekur þátt í stofnun nýrra fé- laga. og hefur jafnvel forgöngu um hana, starfrækir félögin síð an lengur eða skemur, ýmist eitt eða í samvinnu við aðra, selur hluti sína, þegar fyrir- tækin eru farin að ganga vel og notar f jármagnið í öðrum til- Fratmhald á bls. 1S Eyjólfur Konráð Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.