Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR OKTÓBER 1968 11 STÚRIDJAN STUÐLAR AD ATVINNUÖRYGGI — eykur mjög vinnuaflsþörf i atvinnugreinum — Ur ræðu Jóhanns Hafsteins, iðnaðarmálaráðherra á /ðnjb/ng/nu í RÆÐU, sem Jóhann Haf- stein, iðnaðarmálaráðherra, flutti við setningu Iðnþings fyrir nokkrum dögum, ræddi hann m.a. um vinnsluafls- þörf í iðnaði á næstu áratug- um og sagði, að áætlað væri að almennur iðnaður tæki við um 8000 manns á næstu tveimur atvinnugreinum. Ráðherrann sagði, að gera mætti ráð fyrir að þessi aukning í almennum iðnaði tekapaði atvinnu fyrir þrjá menn í öðrum atvinnugrein- um á móti hverjum einum í almennum iðnaði. (í frásögn Mbl. af þessari ræðu og í forustugrein um hana var misritun, þar sem sagt var, að um þreföldun yrði að ræða í öðrum iðngreinum, en átti að vera öðrum atvinnu- greinum). Iðnaðarmálaráðherra vék síðan að áhrifum stóriðjunn- ar á atvinnuástandið í land- inu og efnahagslífið yfirleitt og fer hér á eftir sá hluti af ræðu hans, en þessu efni hafa ekki verið gerð jafn ít- arleg skil áður: „Ég ætla m.a. að víkja nánar að stóriðju og vinnuaflsþörf í sambandi við hana, vegna þeas, að að vissu leyti tel ég, að van- metið hafi verið hjá ýmsum að- ilum, þáttur stóriðjunnar í því að skapa atvinnuöryggi. Þetta á nokkuð rætur sínar að rekja til þess, að þegar verið var að ræða um fyrstu álbræðsluna hér á ís- landi, eða fyrsta stóriðjufyrir- tækið, þá hagaði svo til, að það var vinnuaflsskortur í landinu og megináherzla var þá lögð á það að þegar slik stórfyrirtæki, eins og álbræðslan og önnur lík, tækju til stárfa, væru þau mjög sjálfvirk og tækju þessvegna ekki til sín mikið vinnuafl. Þetta var að vissu leyti rétt. Því hugsa menn sem svo í dag, þeg- ar þarf að, sjá miklu vinnuafli fyrir markaði á næstu árum, þá liggur ekki lausnin £ stóriðju. En athugum þetta nánar. I fyrsta lagi, á byggingartímanum taka stóriðjuframkvæmdirnar til sín mjg mikið vinnuafl, og höf- um við af því góða raun, einmitt nú, þegar okkur var mikil þörf við uppbyggingu álbræðslunnar í Straumsvík, við hafnargerðina í tengslum við hana á sama stað, og stórvirkj uinina í Þjórsá við Búrfell, sem einnig er í nánum tengslum við þessar framkvæmd ir, en álbræðslan og rafmagns- samningurinn við ISAL var for- senda þess, að hægt væri að ráð- ast í þá stóru virkjunarfram- kvæmd, sem þar er um að ræða. Það er því á byggingartímanum mjög bein og mikil vinnuafls- þörf og önnur tengd vinnuafls- þörf, eins og ég hefi vakið at- hygli á. Ef þessi ágizkun væri nokkuð réft, þá ætti að mega draga af henni þá niðurstöðu, að það mætti þrefalda vinnuafl, sem á hverjum tíma bættist í almenn- an iðnað til þess að gera sér nokkra grein fyrir, hvað leiði af beinni vinnuaflsaukningu í iðn- aðinum, 8000 manns í almennan iðnað, og þá samfara 24000 manns í aðrar greinar, í þjón- ustustarfsemi, byggingariðnað, framleiðslu rafmagns, samgöng- ur o.fl., eins og ég sagði, þrisv- ar átta eru 24. Ef álbræðslan tek ur til sín beint vinnuafl, nýtt, um 500 manns, eins og gert hef- ur verið ráð fyrir, þá er ekki alveg ólíklegt, að af því stafaði miklu meiri aukning vinnuafls á oðrum sviðum, í þjónustustarf semi, í sambandi við álbræðsl- una, ýmsa verkstæðisvirmu og í byggingarstarfsemi þeirra manna, sem reisa sér hús til dæmis, eftir að hafa fengið fasta og örugga vinnu við álbræðsl- una og er þá þarna verið að skapa nýjan vinnumarkað, ekki fyrir 500 manns, heldur fyrir 1500 manns. Að þetta geti verið nokkuð nálægt lagi, styðja einn- ig aðrar röksemdir, en 'þar á ég við, að talið er, að aukning hreinna gjaldeyristekna okkar íslendinga skapi svigrúm fyrir fjórum sinnum meiri aukningu þjóðartekna en gjaldeyrisöflun- inni nemur. Þetta byggist á reynslu síðustu tuttugu ára, að í hvert sinn sem aukizt hefur gjaldeyrisöflun þjóðarinnar, þá hafa þjóðartekjurnar aukizt um fjórum sinnum hæiri upphæð eða nálægt því. Nú er áætlað, að hreinar gjaldeyristekjur þjóðar- innar af álbræðslunni, þegar hún er komin i full afköst, séu með núverandi gengi um 450 millj. kr. á ári, og þá ætti að mega fjórfaida þá tölu og samkvæmt tuttugu ára reynslunni segja, að af þessari hreinu aukningu gjald Jóhann Hafstein eyristekna muni leiða um 1.800 millj. kr. aukningu á þjóðartekj- um. En slík aukning þjóðartekn- anna dreifist að sjálfsögðu um allt hagkerfið og skapar ný verkefni ,m.a. á sviði iðnaðarins, handa iðnaðarmönnum og iðn- verkafólki og við aðrar atvinnu- greinar. Til viðbótar þessu vil ég svo einnig minna á skatt- greiðsluna frá slíku fyrirtæki eins og álbræðslunni, sem gert er ráð fyrir að verði 70—80 millj. kr., eftir að hún er kom- in í full afköst fyrstu fimmtán árin, en eftir fimmtán árin hækki það gjald upp í 120 millj. á árL Þetta fé greiðist til Hafn- arfjarðar, þar sem hún er stað- sett að 20%, nokkuð í Iðnlána- sjóð, 4.1%, en langmestur hlut- inn, allt að 75.9% í Atvinnujöfn- unarsjóð, verkefni hans er að efla og skapa fjölbreyttara at- vinnulíf. Árlegt innlegg í At- vinnujöfnunarsjóð til atvinnu- aukningar, 75—90 millj. kr., er nokkuð fljótt að koma og gera álitlegan sjóð, enda hefur verið gert ráð fyrir því að Atvinnu- jöfnunarsjóðurinn, sem stofnað- ur var 1966 með lögum um leið og álbræðslusamningarnir vora gerðir, muni að 10 árum liðn- um frá stofnun sinni eiga milli 500—700 milljónir króna í eigin fé. Auk þess hefir sjóðurinn ýmsar lánsheimildir, sem hann gæti hagnýtt áður en hann fær þessa fjármuni frá álbræðslunni, vegna þess að hann gæti reikn- að með að nota þessar árlegu tekjur, þegar þær koma, til þess að greiða vexti og afborganir af lánum. Hér er þess vegna einnig um mjög mikinn beinan stuðn- ing til aukins atvinnuöryggis að ræða. Loks vil ég minna á keðju verkunina, sem einkennir stór- iðju. Þegar við erum búnir að semja um eina álbræðslu hér, þá fara fyrst að koma fyrirspurnir um aðra möguleika frá öðrum erlendum fyrirtækjum: Getum við fengið aðstöðu til þess að setja upp álbræðslu á íslandi, t.d. fyrir norðan? Af hverju höf- um við ekkert heyrt um þetta, getið þið spurt. Og það er m.a. vegna þess, að Englendingar og aðrir hafa verið að laða til sín á þessu sama tímabili slík stór- iðjufyrirtæki og það hefur orðið til þess að þessir aðilar sumir, sem töluðu við okkur lauslega, hafa dregið sig í hlé. Englend- ingar hafa verið að reyna að egna fyrir erlend álfyrirtæki að reisa álbræðslur, sem eru lítið þekktar eða ekki þekktar áður í Englandi. Þeir hafa gert það með svo róttækum ráðum, sem við eigum ekki nokkurn kost að beita, , þessi litla þjóð, að gefa þeim fyrirheit um ríkisstyrk, allt að 40%, 35—40% af kostnaðar- verði álbræðslunnar. Hvernig haldið þið nú að þeir samning- ar hefðu verið taldir af okkar hálfu, ef við hefðum sagt við Svisslendingana: Við skulum gefa ykkur 35—40% af kostnað- arverði álbræðslunnar, sem var reiknað að myndi kosta um 2400; millj. kr. Þá hefði mátt gagnrýna okkur fyrir lélega samninga. Og við höfum ekki slíkt fé úr ríkissjóði eða af öðr- um atvinnugreinum að taka. Við álsamningana var ekki af nein- um atvinnugreinum tekið og allar þær lántökur, sem fóru fram í sambandi við Búrfell, þær draga ekki neitt úr lána- möguleikum annarra atvinnu- greina á erlendum markaði, vegna þess að raforkusamning/r inn sem lagður var á borðið við álfyrirtækið borgar allar afborg anir og vexti af þeim erlendu lánum á 26 árum. Um þessar mundir er að hefjast framleiðsla hérlendis á rafgeymum undir hinu heimsfræga vörumerki CHLORIDE. Hér er um að ræða samvinnu, sem tekizt hefur með rafgeymaverk- smiðjunni Pólar H/F og brezka risafyrirtækinu Chloride Electrical Storage Co. Ltd. Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur haft milligöngu um þessa samvinnu, en það hefur um árabil haft á hendi aðalumboð Chloride hérlendis. Chlortbe RAFGEYMAR Þessi samvinna hefur m. a. það I för með sér, að nú geta Pólar nýtt að vild allar tækni- nýjungar Chloride, en á rannsóknarstofum þeirra vinna yfir 300 manns og auk þess opnast nú Chloride notendum alþjóðleg þjónusta Chloride fyrirtækjanna. Chloride rafgeymirinn framleiddur af Pólum H/F mun innifela allar þær tæknilegu nýjungar, sem hafa gert Chloride heimsfrægt á þessu sviði. Jafnvel enn mikilvægari er þó sú staðreynd, að ýmsir hlutar framleiðslunnar, sem of dýrt er að framleiða hérlendis vegna takmarkaðs fjölda munu fást frá Chloride á mun lægra verði vegna fjöldaframleiðslu þeirra fyrir heimsmarkaðinn. Bein afleiðing þessarar samvinnu er veruleg verðlækkun, sem er mismunandi eftir gerðum. Rétt stærð rafgeymis verður fáanleg fyrir allar tegundir bíla, báta og dráttarvéla. Einnig hafa verið gerðar ráðstafanir til framleiðslu á geymum til margvíslegra annarra nota. Pólar H./F munu framleiða 37 tegundir Chloride rafgeyma, sem panta má frá verksmiðjunni beint eða Véladeild S.i.S. SMÁSALA: UmboSsmenn um land allt. HEILDSALA: Pólar H/F, Einholti 6, Reykjavík Pósthólf 809 Símar 18401 og 15230. Véladeild S.Í.S., Armúla 3, Reykjavík — Pósthólf 180 — Síml 38900. Framleiðsla: POLAR H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.