Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR OKTÓBER J 968 wmmm -—< }v H **1 f • | í fi. |' fcvS'íZ, '/}■'< vnfý'/s/ty- ''■ WAW^mwmí þeirra leit við þegar stúlkurnar nálguðust hann, ranghvolfdi augunum og lét skina í gular tennurnar. — Þetta er hann Saíómon - uppáhaldið prófessorsins, sagði Graham. — Þeir virðast skilja hvor annan til fullnustu. — Ég yrði nú seint hænd að skepnu, sem lítur svona út, sagði Sandra. — Er það virkilega al- vara, að ég eigi að ríða svona tannduftið sem gerir gular tennur HVÍTAR — Já, þegar þú ferð að vinna uppi í fjallinu. Það er einasta leiðin til að komast gegn um fok sandinn. En þetta er enginn vandi. Maður hallar sér bara veí aftur og lætur líkamann rugga eftir hreifingum skepnunnar. Jill hlustaði ekki á þetta. Hún hafði komið auga á ungan úlf- alda sem var Ijósbrúnn og með afskaplega stór, sorgbitin augu. — Sjáðu! sagði hún við Olvier. — Þetta er hann Móses, sagði hann. Þú getur sennilega fengið hann fyrir reiðskjótta, ef þú vilt. Spurðu bara hann Graham. — En er hann nógu sterkur, til að bera mig? — Hann virðist vera mjög ung ur. Hún rétti út höndina og klappaði skepnunni á bakið, en Móses virtist ekkert kunna því illa. — Hann er svo -ætur. Oliver hló. — Moses er fimm vetra, og það er nú barnsaidur- inn hjá úlföldum, en hann er orðinn vel taminn. Hann getur borið þig margar mílur, án þess að láta sig muna um það. Kannski alla leið inn í fyrir- heitna landið, Jill. — Það gæti nú orðið 'erfitt, svaraði hún. — En ég skil ekki, hvernig þú getur munað öil nöfn in á þeim. Þeir fullorðnu eru all- ir alveg eins. — Ég hef k.ynnzt þeim áður, eða að minnsta kosti flestum þeirra. Ég fór á úlfaldamarkað með honum Graham í fyrra, þegar hann keypti þá. — Þú ert þá alltaf hérna í fríinu þínu? Langar þig aldrei að fara heídur eitthvað annað í staðinn? — Ég hef gaman gf tilbreyting- unni. Og ekkert getur verið meiri tilbreyting en þetta. Grah- am! Heldurðu, að hún Jill megi fá hann Móses hérna? Eða ertu búinn að ráðstafa honum ein- hvernveginn öðruvísi. — Nei. Þú getur fengið hann, Jill. Graham brosti til hennar og Oliver gekk, eins og ósjálf- rátt til Söndru og skildi þau eftir. — Ég skal útvega þér ein- hverja kennslu í fyrramálið áður en þú ferð að búa til hádegis- matinn. — Þakka þér fyrir. Mér veitir ekki af að læra að sitja á honum. — En þú verður að lofa mér því að fara varlega. Ég kann ekki við, ac þú þjótir burt og villist. Hann brosti til hennar. — Til þess ertu alltof dýrmæt, telpa mín. — Já, þú átt við, að þá mund- irðu sakna eplakökunnar? sagði hún. Og áður en hann fengi nokkru svarað, var hún gengin til þeirra Otivers og Söndru. 7. kafli. Viku seinna hafði Jil] létzt um fjögur pund, lært meira i arab- isku og lært fleiri aðferðir til að leyna þurrkuðu grænmeti og niðursoðnu keti í réttunum. Og hún hafði líka fengið sæmilega æfingu í að sitja á -úlfalda. Fyrsti kennsíutíminn hafði veirð skemmtilegur og fjörugur, því að hlægjandi hópur burðar- karla hafði horft á hana, þar sem Hún sat í skúfasöðlinum á Mó;es, þegar hann lagðist á hnén til að hleypa henni á bak. En svo tók hann stóran slag og stóð upp og Jill féll fram á UMBOÐ UM ALLT LAND ALAFOSS ÞiNGHOLTSSTRÆTI 2 REYKJAViK SIM113404 I: Elskar þú mig ennþá II: Já. hálsinn á honum og hélt sér þannig dauðahaldi. Eftir nokkur upphvatningarorð frá hinum trygga Ahmed, tókst henni samt að reisa sig við og togaði nú í einfalda tauminn í beizlinu. ,,Húiissj“ æpti Ahmed og Móses hlýddi og stóð kyrr. En svo fris- aði hann og ætlaði að brokka af stað aftur, en Ahmed hljóp á eftir honum og æpti í sífellu, en skepnan lét það eins og vind um eyrun þjóta. Jill, sem sat með krosslagða fætur hristist og skókst upp og niður, er Móses tók að leggja land undir fót með furðulegum hraða. Hann þaut aílt kring um klettsnefið. en hægði svo á sér aftur þegar kom ið var að tjaldstaðnum. Brátt kom Ahmed til hans, hláupandi og lafmóður og fléttaði saman blótsyrðunum. Jill fór að skilja, hversvegna pilturimn varð að hafa þessa æfingu svona eld- snemma morguns. Það hefði ekki getað komið til nokkurra mála í miðdegishitanum. Næsta morgun datt JiII gott í hug. Hún hafði skorið stóra sneið af eplaköku og fór nú með hana út til Mósesar og rétti honum bitann á pappadiski. Hann jóðlaði bitann, af mikilli hrifningu og beygði svo hálsinn niður til þess að taka diskinn, sem hafði dottið é jörðina, og át hann upp til agna. Eftir þetta yflgdi hann Jill eins og tryggur hundur. Þetta kvöld voru margir auð- \ ir stólar við kvöldborðið. Þetta var þó engin furða, þar eð marg ir úr leiðangrinum höfðu það til að gleyma sér við vinnuna og þar með alveg tímanum. Yfirleitt virtist tímaskynið vera heldur lélegt í þessu hægfara landi. Graham var í Damaskus, Oliv- er og Hammond Barker og Davíð Game voru líka fjarverandi.Jill vissi vel, hvar þeir voru — það var svo sem milu vegar ftá tjald staðnum. Hún ákað að ríða Mósesi til þeirra og fá sér dá- 'itla hreyfingu í kvöldkælunni. Hún settist varlega í rauða söðulinn og krosslagði fæturna, en Ahmed náði sér í einhverja gamla truntu og fór með henni. Jill tók að velta því fvrir sér, hver mundi hafa skipað Ahmed að missa aldrei sjónar á henni, þegar hún færi út að ríða, en spurningum hennar þar að lút- andi hafði hann aidrei svarað öðru en sviplausu brosi og axla- yppingu. Móses bar hana þangað sem mennirnir tveir voru við jarð- skjálftamælingar sínar. Flutn- ingabílar stóðu þar með hundr- að skrefa millibili og tenedir saman með digrum streng. Með þvi að koma af stað titringi á öðrum bílnum og mæla. hversu langan tíma hann tæki að ná til hins bílsins gegn um jörðina. gátu þeir fengið nokkra hugmynd um. hvað þarna væri undir. Mós es var alltaf til í að hvíla sig, svo að Jill horfði stundarkorn á 15. OKTÓBER Hrúturinn 21. marz, — 19 apríl Eitthvað er að togast á um þig. en þar til þér er ljóst, hvað það er, skaltu ekk’ binda þig Þú mátt búast við mislyndi samverka- manna þinna. Nautið 20. apríl — 20. mai Þér er ögrað, en ekki minndar hugrekkið við það. Flestir virð- ast vera á mótJ þér, en pað kann að vera þér sjálfum að kenna. Tvíburarnir 21 mai — 20. júní Vertu kátur hvað sern á dynur. Óveðrið gengur yfir. Rólegt yfirbragð er galls lgildi. Krabbinn 21. (úni — 22. júlí Það kemur sér vel, hvað þú ert varfærinn. Leggðu snemma niður vinnu og eyddu kviildinu við bóklestur. I-jónið 23. jílí — 22. ágúst Farðu vel að ættmennum þínum. Gamlar deilur geta risið upp á ný. Farðu nákvæmlega að öllum reglum settum um meðferð vinnuvéla. og sömideiðis í umferð. Meyjan 23. ágúst — 22. rept. Það er ýmtslegt í þínu valdi, sem getur komið á jafnvægi í kröfur og framboð. Vogin 23,sept.—22 okt. Búztu við mikilli andstöðu. Þú þarft ekki að vera með óánægju. Frestaðu i'erðalögum. Sporðdrekirm 23. okt. — 21. nóv. Gættu fyllsta öryggis. Áttvísi þin er örugg. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Það er hvort sen: er enginn sammála þér, svo að þú skalt bara fara þínar eigm leiðir. Þú verður feginn. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Farðu meðaiveginn í dag. Togstreita milli einka og viöskipta- Aís virðist óhjákvæmileg. Reyndu að hugsa málin, það skýrir þau. Vatnsberiim 20 jan. — 18. febr. Réttsýni þín rekst í dag á í umgengni við óbilgjarnar mann- eskjur. Reyndu að gera ráð fyrir smá skekkju. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Langferðir og ökutæki eru þér til óþæginda í dag. Haltu kyrru fyrir, ef hægt er, og sinntvi daglegum störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.