Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR OKTÓBER 106« 15 Athugasemd við skrif Tímans um landkynningarmynd „Keith filrns" Til dagblaðanna í Reykjavík, vegna greinar sem birtist í Tím- anum 9. október sL ÞAR sem ég veit, að ýmsir aðilar hafa gagnrýnt veru mína og vinnu hér á íslandi, þykir mér vænt um, að hafa nú gilda ástæðu til að svara þeirri gagn- rýni, og vil ég sérstaklega þakka E.K.H. - fréttamanni „Tím ans“ fyrir að gefa mér þýðingar- mestu ástæðuna til andsvara, með baksíðufrétt sinni í „Tíman- um“ þann 9. október sl. undir fjögurra dálka fyrirsögninni: Ferðaskrifstofa ríkisins styrk- ir erlendan kvikmyndaiðnað hér. Sú frétt, sem hér um ræðir, birtist eftir sýning'u myndar minnar: „ísland land í sköpun", en hún er framleidd fyrir Ferða skrifstofu ríkisins af fyrirtæki mínu „Keith Films“ og var hún sýnd og kynnt fréttamönnum þann 8. október sl. Ég mun ekki ræða gagnrýni fréttamannsins um myndina sjálfa enda dæmir hver frá sínu sjónarmiði um kosti hennar eða lesti. Þó væri fróðlegt að vita um hæfileika hans og þekkingu, til að dæma um kostnað kvikmynda og til- gang. Ég vil mótmæla eftirfar- andi klausu, sem tekin er úr fréttinni: „Hins vegar kemur myndin fyrir augu íslendinga er á. hana horfa, eins og raðað sé upp öllum þeim póstkortum sem út hafa verið gefin hérlendis og þau rakin með myndavélinni." Fróðlegt^ væri að vita, á hvaða forsendum fréttamaðurinn telur sig þess umkominn að tala þann ig fyrir munn landa sinna. Ég vil hér á eftir, leitast við að út- skýra tilgang myndiarinnar segja sannleikann um kostnað hennar og ræða hugmyndina að gerð hennar. Full ástæða þykir mér einnig til að svara fyrir mitt leyti hinum ærumeiðandi og á- byrgðarlausu fullyrðingum frétta mannsins. Ég er þess fullviss, að Ferðaskrifstofa ríkisins mun svara ásökunum í sinn garð, sem finna má í fyrrnefndri frétt, enda er það ekki mitt verk að svara fyrir hana. Fréttamaður „Tímans“ skrifar: „Hingað koma upp misjafnlega færir kvikmyndatökumenn, frá misjafnlega áreiðanlegum kvik- myndafyrirtækjum, taka myndir af ... “ o.s.frv., en þetta tel ég ærumeiðandi ásakanir gagnvart fyrirtæki mínu. Sem svar við þessu, vil ég taka það fram, að fyrirtæki mitt framleiðir aðeins kvikmyndir samkvæmt samningi, þar sem hvert smáatriði er greinilega fram sett og mundi ég með ánægju afhenda fréttamann inum eintak, eða sýnishorn, af slíkum samningi, ef hann vildi gerast svo lítillátur að kynna sér hann, til samanburðar við aðra samninga, sem gerðir hafa verið um þessi efni hérlendis. Á undanförnum árum hef ég gert þrjár kvikmyndir fyrir Loft leiðir í New York, en þær eiru til kynningar íslandi og Luxem- burg. Þess mé geta í þessu sam- bandi, að Loftleiðir stuðluðu að framleiðslu kvikmyndarinnar sem ég gerði fyrir Ferðaskrif- stofu ríkisins, enda var „flug- félaga" getið í frétt „Tímans" og mætti því skilja orð blaðsins þannig, að Loftleiðir væru með- al fyrirtækja sem leituðu til „misjafnlega áreiðanlegra fyrir- tækja“. Ég mæli með því, að „Tíminn" leiti þess rétta hjá mál svörum Loftleiða, hvort myndir mínar hafi haft þá þýðingu fyrir félagið sem til var ætlazt. í sjálfu sér sannar útbreiðsla þeirra það gildi sem þær hafa, og má geta þess, að kvikmynda- söfn í Bandaríkjunum hafa léð þær til skóla, fræðslusafna, fyr- irtækja, sjónvarpsstöðva og ann arra stofnana. Því verður vart neitað, að þessi kynning á landinu hlýtur að verða því hagstæð í heild, hvort heldur sem litið er til ferðamálastofnana eða landkynn ingar almennt. Sú kvikmynd sem ég gerði fyrir Ferðaskrifstofu ríkisins, var hvorki gerð fyrir fréttamann „Tímans" eða mig, né nokkrun íslending yfirleitt. En fréttamanninum virðist örðugt að setja sig í annara spor, en til þess var þó ætlazt, að þeir fréttamenn sem sáu myndina á dögunum, gerðu sér ljóst, að myndin var gerð fyrir það fólk sem var allsendis ókunnugt fs- landi og íslenzkum aðstæðum, en kvikmyndin á einmitt að hjálpa þessu fólki til að kynnast landi og þjóð. Ég vil taka það fram, að myndin er gerð fyrir börn og fullorðna, misjafnlega þroskað fólk, af öllum stéttum. Af þess- um sökum varð myndin að vera auðskilin hverju mannsbarni, um leið og hún kynnti ísland og lendinga og möguleika landsins sem ferðamannalands, án þess þó að fylgja hinum hefð- bundinu reglum sem gilda um gerð slíkra mynda. Ég hef með öðrum orðum reynt að gera kvik myndina óvenjulega að þessu leyti, þó innan þeirra takmarka sem viðfangsefnið setti hverju sinni. Því hefur mikiU tími farið í að klippa myndina, skrifa handrit að henini, tónsetja hana og setja í hana hljóðeffekta, svo og hefur mikill tími farið í sam- ræmingu einstakra atriða, þann- ig að skipting milli þeirra mætti vera sem eðtilégust. Annað hvort hefur mér mis- tekizt þessi vinna, eða þá að fréttamaður „Tíxnans" hefur ver ið með annarleg gleraugu á nös- um, er hann horfði á myndina, að ekki sé meira sagt. Hitt er svo annað mál að betra er að láta myndina tala sínu máli sjálfa, heldur en hlusrta á álit fréttamanns sem virðist hafa fjnr irfram takmarkaðan vilja til að sjá og heyra. í fréttinni segir: „Það virðist vera orðinn töluverður gróðaveg ur fyrir útlendinga, að gera kvikmyndir fyrir íslenzka aðila, er leggja stund á landkynningu, eins og t.d. flugfélögin, ferða skrifstofur og opiinbera aðila“, og seinna segir að ég „selji þær fyrir offjár. AUt uppihald, ferða kostnaður og risna er borguð fyrir þessa menn, auk þess sem þeir geta smyglað inn í landið dýrum filmum og öðrum tækjum til kvikmyndagerðar". Ég vil. feitast við að svara þessum þvættingi í tvennu lagi og byrja á þeirri hlið sem að kostnaðin- um snýr. Þá ber fyrst að geta þess, að Ferðaskrifstofa ríkisins til- kynnti á fyrrgreindum frétta- mannafundi, að heildarverð myndarinnar væri rúmar 300.000 krónur að öllum kostnaði með- töildum, en sú upphæð breyttisit talsvert í meðförum „Tímans" og varð að tæpumf 400.000 krónum. f öðru lagi vil ég geta þess, að samkvæmt samningi og vegna framlengingar á umsömdum tíma fékk ég greiddar kr. 165.000 en mismuninn greiddi Ferðaskrif stofa ríkisins Lslenzkum aðilum og fyrirtækjum sem á eiinhvern hátt lögðu fram þjónustu varð- andi kvikmyndagerðina. Vegna þess orðatags sem á „Tímafréttinni" er, gætu lesend ur hans álitið, að úthaldskostnað urinn hefði verið greiddur auka- lega, en sé ekki meðtalimn í fyrr- nefndri upphæð. En sannleikur j inn er sá, að ég hef persónu- lega greitt í dollurum sem svar ar kr. 215.000 tfl fyrirtækja f Bandaríkjunum vegna kvikmynd arinnar, og þannig getur hver maður séð, að ég hefi ekki þénað, heldur tapað sem svarar tæp- um kr. 50.000, en munurinn er gletitilega mikilt á þeirri upphæð í tap, eða þeim tæpum 400.000 krónum sem ég er sakaður um að hafa „labbað“ með út úr land inu. Eina leiðin sem mér er fær til að vinna upp fyrrgreint tap er sú, að reyna að selja eintök (copiur) af myndinnL Erunfrem- ur vil ég geta þess, að kvik- mynd af þessari gerð kostar und ir öllum venjuelgum kring- umstæðum frá 500.000 ti'l 600.000 Fr&mhald á bls. 21 Allt á sama stað: BIFREIÐASALA EGILS. Notaðar bifreiðir til sölu. Singer Vouge 1967. Skipti á Volkswagen koma til greina. Commer Cob 1963. Hiliman Imp. 1964. Ný vel og gírkassi. Hillmann Imp. 1967. Ekinn 15 þús. km. Opel Record 1962. Benz 220 1955. t Skoda 1000 1965. Willys jeep 1966 með Meyer stálhúsi. Willys jeep 1963 lengri gerð. Ford Bronco 1966 með spili. Fiat 600 T 1966 sendibifreiö. Commer 2500 1967 sendibifreið. Stöðvarpláss fylgir. Hillmann Super Minx 1966 station. Jeep Wagoner 1965, sjálfsikiptur, vökvastýri og afturhemlar. Fiat 1800 station 1960. Volkswagen Variant 1964 . Tökum vel með farnar bifreiðar í umboðssölu. Úti- og innisýningarsvæði. Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118 — Sími 22240. DANISH GOLF Nýr stór! gócíur smávindill Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram- leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór! Smávindilljsem ánægja er adkynnast.DANISHGOLF er framleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina- viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski smávindill. Kaupid í dag DANISH GOLF í þægilega 3stk.pakkanum. SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY DENMARK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.