Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR OKTÓBER 1966 25 - 170 milljónir Framhald af bls. 2 mek-íháttar framkvæmdum, sem á dagskrá eru. Búrfellsvirkjuu. iHér er byggt á áætlun Landsvirkjunar. Upp- hæðin lækkar úr 75 m.kr. 1968 í 50 m.kr. 1969. Landshafnir. Láasfjárþörf landshafnanna minnkar mjög á næsta ári vegna þess að gert er ráð fyrir, að framkvæmdum þeim, sem staðið hafa yfir í Þor- lákshöfn og í Njarðvík, ljúki á þessu ári. Brýnar framkvæmdir í landshöfnum á árinu 1969 eru ekki taldar aðrar en að hlaða grjóti á hafnargarð 1 Þorláks- höfn til varnar sjógangi (4 m. kr.) og byggja verbúð og ljúka ljós og vatnsleiðslum í Rifi (3 m.kr.). Lánsfjárþörfin yrði þá 7 m.kr. samanborið ýið 40 m.kr. á árinu 1968. Reykjanesbraut. Hér er um að aræða greiðslur vaxta og afborg- ana, sem eru mjög þungar á næstu árum og miklu þyngri en tolltekjur brautarinnar og fram- lag til hennar á vegaáætlun. Fjármál þessarar brautar þarfn- ast nánari athugunar við í sam- bandi við undirbúning vegaáætl unar fyrir næstu fjögur ár, en hér hefur verið reiknað með 20 m.kr. láni til brautarinnar á ár- inu 1969, er notast myndi til greiðslu vaxta, og afborgana af lánum, sem eru flest til tiltölu- léga skamms tíma. Er hér því í rauninni um lengingu lána að ræða. Hafnarfjarðarvegur. Sam- kvæmt þeim áætlunum, sem gerðar voru fyrr á þessu ári um verk, og þeim fyrirheitum, sem þá voru gefin, ætti lánsfjárþörf- in á árinu 1969 að vera 36 m.kr. (samanborið við 10.9 m.kr. 1968). Óleyst vandamál. Verði sá háttur hafður á afgreiðslu þess- ara mála, sem að ínaman er gerð grein fyrir, verða enn allmikil óleyst vandamál fyrir hendi ýmsum greinum opinberra framkvæmda. Sé gert ráð fyrir, að vandamál vegaframkvæmda séu leyst gegnum vegasjóð í sambandi við nýja vegaáætlun, að öðru leyti en snertir Reykjanssbraut, Hafn arfjarðarveg og Jlísilveg, sem VELJUM fSLENZKT tekinn hefur verið inn á fjárlög, virðast óleystu vandamálin vera í aðaiatriðum þesai: Rannsóknir og boranir vegna saltvinnslu Rannsóknarstofnun 12.0 millj. iðnaðarins (innrétt- ing byggingar á Keldnaholti) 15.0 — Flugmál 10.0 — Menntaskólar 6.0 — Landspítali 7.0 — Lögreglustöð í Reykjavík 7.0 — Alls 57.0 — — Cernik Framliald af l»ls. 1 inn verði sennilega undirritaður með viðhöfn, ef til vill í Prag og að fulltrúar annarra Var- sjárbandalagsríkja undirriti hann einnig. ÁGREININGUR Tékkóslóvakísk sendinefnd er kom samkvæmt . áreiðan- legum heimildum til Moskvu í síðustu viku til að ganga frá samningnum í einstökum atrið- um, en för nefndarinnar var aldrei staðfest opinberlega hvorki í Moskvu né Prag. En einn þeirra manna, sem sagt var að átt hefði sæti í nefndinni, Karel Rusov hershöfðingi, var í Moskvu þegar Cernik kom þangað í morg un og tók á móti honum. Fréttir hermdu, að risið hefði ágreiningur í undirbúningsvið- ræðunum og Cernik hafði farið til Moskvu til að leysa þennan ágreining, en þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar. Tékkó- slóvakar stefna að því, að meiri hluti sovézku hermannanna verði fluttir úr landi fyrir 28. okt. þegar 50 ár verða liðin síðan lýst var yfir sjálfstæði Tékkó- slóvakíu, og talið er að Rússar vilji flytja burtu hersveitir, sem þeir telja ekki beinlínis nauð synlegt að hafa í landinu, áður en vetur gengur í garð. í fylgd með Cernik eru að sögn Tass Frantisek Hamouz að- stoðarforsætisráðherra, Peter Col otka aðstoðarforsætisráðherra, Bohuslav Kucera dómsmálaráð- herra og Koloman Boda, formað ur rannsóknarstofnunar landbún aðar og matvælaiðnaðar Tékkó- slóvakíu. Talið er, að Hanouz hafi verið formaður sendinefnd- arinnar, sem fór til Moskvu í síðustu viku. Cernik var tekið með fullri viðhöfn á Moskvu- flugvelli í dag. VERKAMENN MÓTMÆLA Verkamenn í hinni geysistóru CKD-vélaverksmiðju í Prag mót mæltu í dag þrýstingi, sem Rúss ar hafa haldið uppi gegn tékkó- slóvakískum leiðtogum og héldu því fram, að hinar hörðu árásir blaða í Sovétríkjunum og fylgi- ríkjum þeirra væru liður í bar- áttu fyrir þvf að neyða frjáls- lynda leiðtoga Tékkóslóvakíu til að segja af sér. í ályktun, sem verkamennirnir samþykktu og birt var í verkalýðsblaðinu Prace segir að þeir geti ekki tekið með þegjandi þögninni árásum á pólitíska fulltrúa sína og um- boðsmenn sína í stofnunum rík- isins, sem hafi unnið sér traust þeirra síðan í janúar. Ef við gerðum það, mundum við ef til vill heyra einn góðan veðurdag, að Svoboda, Dubcek, Cernik, Smrkovsky og aðrir hefðu sagt ar sér, segir í ályktuninni.' Því er eindregið vísað á bug, að frjálsræðisþróunin í landinu hafi undirbúið jarðveginn fyrir gagnbyltingu og sagt, að í raun og veru sé þessu öfugt farið. Lýst er yfir algerum stuðningi við stefnu, sem fylgt hefur ver- ið síðan í janúar og baráttu- menn þessarar stefnu. Sagt er, að árásir sovézkra og annarra austur-evrópskra blaða séu brot á Moskvusamkomulaginu, sem gert var skömmu eftir innrásina Því er bætt við, að undarlegt sé að þessum blöðum sé heimilt að leiðbeina forsætisráðherra Tékkóslóvakíu og dómsmálaráð- herra hans og dæma um hvað sé ólöglegt og löglegt og hvað sé andsósíalistískt, á sama tíma og tékkóslóvakísku blaðamönn- um sé bannað að skrifa um mál efni Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra. f ályktuninni er dreifing sov- ézkra áróðursrita á verksmiðju svæðinu fordæmd. Ályktunin er einkar mikilvæg vegna þess að for stjóri CKD-verksmiðjunnar var um langt skeið Frantisek Kapek kommúnisti af gamla skólanum, sem nú tekur virkan þátt í starf semi andstæðinga Dubcek í flokk um. Sagt er, að Kapek og fjórir af foringjum sovézka hernáms- liðsins hafi verið meðal ræðu- manna á fnndi, sem nokkur hund uð kommúnistar andvígir Dub- cek héldu í Prag í síðustu viku. SPÁIR FALLI DUBCEKS í Vín spáði hinn kunni tékkó- slóvakíski rithöfundur, Ladislav Mnacko, því í dag að þess yrði ekki langt að bíða að Dubcek og aðrir frjálslyndir leiðtogar yrðu sviptir embættum. Mnacko fór til ísraels í fyrra í mót- mælaskyni við stuðning Novotny stjórnarinnar við Arana, sneri aftur til Tékkóslóvakíu í maí en fór úr landi á ný í síðasta mánuði. Hann hefur nýlega sent frá sér bókina, „Sjöunda nótt- in“, sem fjallar um innrás Var- s j árbandalagslandanna. TIL SÖLU Fasteignirnar Vesturgata 4 og Grófin 1, ásamt tilheyrandi eignarlóðum að stærð um 650 fermetra hefi ég til sölu . SIGURÐUR REYNIR PÉTURSSON hæstaréttarlögmaður Óðinsgötu 4 — Sími 21255. Lífeyrissjóður verzlunarmanna. LANVEITINGAR Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna mun í næsta mánuði taka til meðferðar umsóknir sjóðsfélaga um íbúðalán. Eyðublöð fyrir um- sóknir verða afhent á skrifstofu sjóðsins og skal skila þeim til skrifstofunnar, Bankastræti 5, Reykjavík, fyrir 1. nóvember n.k. Umsóknir, er síðar berast, koma ekki til greina. Umsókn skal fylgja. 1. Nýtt veðbókarvottorð, þar sem tilgreindur er eignarhluti (hundraðshluti) í fasteign. 2. Brunabótavottorð eða 3. Teikning, ef hús er í smíðum. 4. Veðleyfi, sé þeirra þörf. 5. Yfirlýsing um byggingarstig, ef hús er í smíðum (Sjóðurinn lánar ekki út á hús fyrr en þau eru fokheld). 6. Vottorð um samþykki maka. Eldri umsóknir eru úr gildi fallnar. Nauðsynlegt er, að umsóknir séu skilmerkilega útfylltar og að tilskilin gögn fylgi, ella má búast við, að þær fái ekki afgreiðslu. Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.