Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR. OKTÓBER 1®68 - RÆÐA EYJÖLFS Framhald af bls. 17 gangi. Þannig var líka hug- myndin að þessi erlendi aðili seldi hlut sinn í íslenzku olíu- hreinsunarstöðinni að 7—8 árum liðnum, ef allt væri þá með felldu, að sjálfsögðu með þeim hagnaði, sem fyrirtækið gat fengið. ÓBEIN ÞATTTAKA Þegar þannig er starfað má því segja að um sé að ræða sambland af upphafsmönnum og fjárfestingaraðilum og stundum raunar líka þeirri starfsemi, sem á ensku máli er nefnd „Underwriting“, en hér mætti e.t.v. nefna óbeina þátttöku í stofnun hlutafélaga eða hluta- fjáraukningu. Sú starfsemi er einnig óþekkt hér á landi, en hlutverk óbeina þátttakandans er að ábyrgjast sölu ákveðins magns hlutabréfa, ef útgefand- inn getur ekki selt þau, og fjnr- ix þessa ábyrgð áskilur hann sér þóknun, ýmist í peningum eða hlutabréfum viðkomandi fé- lags. Þýðing hans er að sjálf- sögðu sú, að menn geta lagt í stofnun og starfrækslu félags, án þess að vera öruggir um að allt hlutafé seljist á ahmenn um markaði, er það verður boð- ið út. Óbeinu þátttakendurnir, einn eða fleiri, ábyrgjast sölu nægilega mikils magns hluta- fjár, til þess að unnt sé að leggja í þann kostnað, sem fé- lagsstofnun er samfara, og ekki þurfi að óttast að allt verkið sé unnið fyrir gýg, því að hluta bréfin muni ekki seljast. Samningurinm um óbeina þátt töku er því í rauninni gem- ingur, sem gerður er, áður en hlutaféð er boðið út til al- mennings, þess efnis að óbeini þátttakandinn mund sjá um sölu hlutabréfa, en kaupa eða ráð- stafa þeim hlutum, sem almenn- ingur ekki kaupir, eða þeim hluta þeirra, sem um er getið í samningnum. Að sjálfsögðu eru skilin á milli óbeinna þátttakenda og stofnenda hlutafélaga oft ó- glögg, en megin munurinn er sá að óbeini þátttakandinn tekur þóknun fyrir ábyrgð sína, en stofnendur skrifa sig fyrir hlu/t um, vegna þess að þeir æskja þess að verða hluthafar til fram búðar. fjarfestingastofnanir f þriðja lagi má svo segja að hér á landi skorti algjör- lega þá aðila, sem eru burðar- ásinn í fjármögnun fyrirtækja víðast í nágrannalöndum, þ.e.a. s. ýmiskonar fjárfestingarstofn anir, tryggingarfélög og hvers kyns sjóði, sem kaupa hluta- bréf til að ávaxta fjármagn sitt til langframa, gagnstætt því sem er með óbeinu þátttakendurna, sem f rauninni eru fyrst og fremst sölumenn, þótt þeir á- byrgist að selja þau hlutabréf, sem þeir taka til sín. En þar að auki veita hinar ýmsu fjár- festingarstofnanir erlendis að sjálfsögðu lán til langs tíma, og þá oft þeim fýrirtækjum, sem þær sjálfar eiga að meira eða minna leyti vegna hluta- bréfakaupa. ALÞJÓÐALÁNASTOFNUNIN Alþjóðalánastofnunin The International Finance Corp- tion, hefur það hlutverk að örva einkarekstur, og hún starfar einungis í löndum, þar sem einkaframtak á und- ir högg að sækja, og þess vegna hefur stofnunin óvíða komið til aðstoðar í vestrænum löndum, en hefur þó fjárfest talsvert í Finnlandi og telur málum þannig háttað á íslandi, að hér ætti stofnunin að láta til sín taka. Alþjóðalánastofnunin útveg- ar fjármagn í samvinnu við einkafjárfestingaraðila í þeim tilfellum, þar sem nægilegt einkafjármagn er ekki fáanlegt við sanngjörnum kjörum. Stofn unin reynir að sakapa skilyrði til fjárfestingar með því að laða saman innlenda og erlenda fjár festingaraðila og hæfa stjórn- endur fyrirtækja, og loks leit- ast stofnunin við að örva fjár- magnsflutning til arðvænlegrar fjárfestingar í meðlimalöndun- um. Alþjóðalánastofnunin býður fjármagn í samvinnu við einka fjárfestingaraðila, bæði með íán um og hlutabréfakaupum. Hún hjálpar líka við að efla fjár- magnsmarkaði í meðlimaríkjum með óbeinni þátttöku í hluta- fjárútboðum og eins með fyrir- heitum um kaup á hlutabréf- um, sem félaginu sjálfu tekst ekki að selja. IFC krefst tryggingar fyrir því, að einkaaðilar leggi fram ákveðinn hluta fjármagnsins, sem þörf er á í viðkomandi fyrirtæki, en einnig gengur stofn unin úr skugga um, að fjár- magn sé ekki fáantegt við hag- stæðum kjörum án þátttöku IFC. Alþjóðalánastofnunin starfar með einkaaðilum, en þó útilok-' ar það ekki þátttöku stofnun- arinnar, þótt eitthvert opinbert fjármagn sé hagnýtt í fyrir- tækjunum. Stofnunin tekur ekki þátt í fyrirtækjum, sem hafa það meginverkefni að stunda útflutnings- og innflutningsvexzl un eða fasteignaviðskipti. stjórnað og arðvænleg séu. Alþjóðalánastofniunin leggur kapp á, að meginhluti fjár- magns í þeim fyrirtækjum, sem hún tekur þátt í, komi frá öðr- um fjárfestingaraðilum. Stofn- unin notað yfirleitt ekki at- kvæðisrétt þann, sem fylgir hlutabréfum hennar, nema und- ir sérstökum kringumstðum, og krefst ekki ætíð þáttöku í stjórn félagsins, þótt fulltrúar hennar séu stundum í stjórn- um. Alþjóðalánastofniunin krefst ekki ríkisábyrgðar o gvenjulega ekki heldur bankaábyrgðar, en leggur allt kapp á að fjárfesta einungis í fyrirtækjum, sem gera má ráð fyrir að vel verði að og arðvænleg séu. Fram að þessu hafa fslend- ingar litlar sem engar tiíraun.- ir gert til þess að fá fjármagn frá Alþjóðalánastofnuninni. Þó hafa samtök niðursuðuverk- smiðja snúið sér til stofnunar- innar og nokkuð hefur verið rætt við forustumenn hennar um hugsanlega aðild að fjár- festingarstofnun hérlendis, sem byggð yrði upp ekki ósvipað því, sem Alþjóðalánastofnunin sjálf er upp byggð, þ.e.a.s.hún hefði eins og áður segir, því þríþætta hlutverki að gegna að lána fé til einkareksturs, vera frumkvöðull að félagastofnuin- um og óbeinn þátttakandi í hlutafélögum. Og skal nú vikið að þessum hugmyndum. Fyrír tæpum 3 árum setti ég saman greinargerð, sem ég sendi bankastjórum Verzlunarbank- ans og Iðnaðarbankans og nokkrum embættis- og stjórn- málamönnum til athugunar, en síðan hef ég lítillega breytt henni og leyfi ég mér hér að geta meginefnisins þessa skjals. Það Mjóðar svo: FRAMKVÆMDAFÉLAG. „Skortur sá, sem verið hefur á fjárfestingarlánum til einka- fyrirtækja hefur mjög háð því að heilbrigður atvinnurekstur, sem byggður væri á traustum grundvelli frá upphafi, þróað- ist hér á landi Iíkt og í ná- grannalöndunum, og flest fyrir tæki hafa verið byggð upp af vanefnum og stig af stigi,- sem oft hefur valdið því að afrakst ur þeirra hefur verið minni en ella, og reksturinn óhagkvæm- ari. Úr þessu m.a. var Fram- kvæmdabankanum ætlað að bæta að einhverju leyti, og þeg- ar hann hefur verið lagður nið- ur hlýtur að vera mjög aðkall- andi að menn geri sér grein fyrir því hvernig bæta megi úr brýnni þörf margra fyrir- tækja, einstaklinga og félaga fyrir fjárfestingarlán og hvaða aðgangur verði að slíkum lán- um fyrir þá, sem hrinda vilja í framkvæmd nýjungum á at- vinnusviðinu. Hér á landi eru heldur ekki til fyrirtæki eða einstaklingar, sem hafa það að markmiði og atvinnu að undirbúa og hrinda af stað fyrirtækjum, laða fjár- magnseigendur til samstarfs eða selja fyrirtæki, sem stofnsett eru, þegar þau væru komin á legg í þeim tilgangi að losa fjármagn til að ráðast enn í nýjungar. Slíkir upphafsmenn, frumkvöðlar, á erlendu máli „promoters", gegna þó mikil- vægu hlutverki erlendis og er einsýnt að slíkir aðilar gætu einnig hér haft verðug verk- efni að leysa. Loks er þess að gæta að hér lendis hefur engin banka- eða fjárfestingarstofnun örvað einka framtak með því að leggja fram áhættufjármagn, svo að neinu nemi að minnsta kosti, en er- lendis er slík þátttaka banka- stofnana, tryggingarfélaga og annarra fjárfestingaraðila mjög mikilvægur þáttur í atvinnu- lífinu. Leikur ekki á tveim tungum hve geysimikla þýðingu það hefði, ef unnt yrði að koma hér á fót fyrirtæki eða stofn- un, sem að einhverju leyti gæti leyst úr þeim þríþætta vanda, sem að framan er getið. Skal ég hér leitast við í stuttu máli að gera grein fyrir hugmynd- um mínum í því efni. Unnt ætti að vera að stofna hér félag eða banka, er hefði það meginhlutverk að kaupa og selja hlutabréf, ásamt lánveiting um til heilbrigðra einkafyrir- tækja. Slík stofnun mundi rann saka nákvæmlega tillögur og áætlanir um nýjar framkvæmd ir og mundi sjá til þess að fyrirtæki þau, sem hún teldi eðlilegt að festa fé sitt í, væru frá upphafi vel skipulögð og hefðu nægilegt fjármagn til þess að geta komið við fullkomnustu hagræðingu. Hún mundi hafa eft irlit með framkvæmdum við- komandi fyrirtækis, og nota at- kvðamagn það, sem fylgdi hluta fé því sem hún keypti, þegar hún teldi þess þörf vegna hæp inna ráðstafana fyrirtækisins, en þó fyrst og fremst miða ráð stafanir sínar við það að styrkja einungis þá, sem treysta mætti til að standa að heilbrigðum og hyggilegum rekstri. Jafnframt ætti félagið sjálft, a.m.k. þegar fram líða stundir að hafa í þjónustu sinni verkfræðinga og sérfræðinga á sviði bókhalds, áætlanagerða og fjármála al- mennt, sem gerðu hvort tveggja í senn að athuga tillögur þær, sem fram kæmu frá einstakl- ingum og fyrirtækjum, en einn- ig að hafa frumkvæði að at- hugun á verkefnum, sem hugs- anlegt væri að ráðast í hér á landi. Þegar slík verkefni hefðu verið rannsökuð til hlítar og sýnt þætti, að heppilegt væri að hefja einhvern rekstur, ætti félagið sem slíkt að hafa frum- kvæði að stofnun nýs félags um þann rekstur og taka þátt I félagsmynduninni, en selja síð an hlutafé sitt, þegar fyrirtæk- ið væri farið að ganga vel. Að sjálfsögðu yrði stofnun eða félag sem þetta að hafa yf- ir að ráða verulegu fjármagni og skal hér leitazt við að gera grein fyrir hugmyndum um það, hvernig þess mætti afla. Ekki væri óeðlilegt að Verzlunar- bankinn og Iðnaðarbankinn hefðu frumkvæðið að stofnun slíks félags, ásamt tryggingar félögum og öðrum fyrirtækjum og einstaklingum, sem hvað mest trausts njóta hér á landi. — Ætti að losa þessa banka og tryggingarfélögin að öllu eða einhverju leyti við skuldbindingar þær, sem nú hvíla á þessum aðilum um fjárframlög til framkvæmda á vegum hins opinbera, beint eða óbeint, gegn því að þeir verðu ekki minna fé á næstu árum til styrktar fjárfestingarstofn- uninni, ýmist með hlutafjárfram lagi eða löngum lánum. Ætti það að vera kappsmál og hags munamál þessara aðila allra að verja frekar fé sínu í þessum tilgangi en ráðstafa því beint í þágu ríkisins og fram- kvæmda þess. Þegar tekizt hefði að afla lof orða um hlutafjárframlög með þessum hætti, sem t.d. greidd- ust á 5 árum og nema mundu tugum milljóna króna, ætti að reyna að fá nokkur hundruð menn og sem flest fyrirtæki, sem þjóðin ber traust til, til þess að gerast stofnendur fé- lagsins og heita fjárframlögum sem greiðast mættu á nokkrum árum. Virðist ekki óhófleg bjart sýni að áætla loforð þessara aðila, t.d. 20 milljónir króna, ef vel væri að málinu staðið og beztu menn á hinum ýmsu sviðum í þjóðfélaginu fengnir til að beita sér. Ef aðilar, er hefðu yfir miklu reiðufé að ráða eins og t.d. Aðalverktakar og fyrirtæki eins og Lloftleiðir fengjust til alvarlegs samstarfs, ætti þessi upphæð að geta orðið mun hærri. f framhaldi af þessu ætti síð- an að hefja almennt hlutafjár- útboð. Þá er fyllsta ástæða til að ætla að IFC International Fin- ace Corporation, — Alþjóðalána stofnunin, mundi vilja styrkja og efla slíka stofnun bæði með hlutafjárframlagi og lánum til langs tíma. Sú stofnun hefur mikinn hug á að aðstoða ís- lendinga og ætti að mega ætla, að hún teldi ekki í of mikið ráðizt að kaiupa blutafé fyrir t.d. 20—30 milljónir og lána svipaða upphæð eða e.t.v. tals- vert hærri, ef að minnsta kosti 50—70 milljónir söfnuðust í hlut afjárloforðum hér innanlands, sbr. það sem áður segir. Loks virðist svo eðlilegt, að eitthvað af fé því sem Fram- kvæmdabankinn hafði undir höndum, yrði lánað þessari stofn un til langs tíma, en óæskilegt að ríkið þyrfti að vera hlut- hafi í stofnuninni, einkum þar sem IFC vill að stofnanir og fyrirtæki sem það styrkir sé sem mest í höndum einstaklinga og félaga. Mjög æskilegt er að geta þeg ar skýrt frá einhverjum verk- efnum sem fjárfestingarstofnun in mundi taka þátt í, og er þar t. d. um að ræða olíu- hreinsunarstöð og sjóefnaverk- smiðju. í annan stað mætti hefja undirbúning að vinnslu úr áli eins og rætt hefur verið um af hálfu fyrirtækis, sem fram- kvæmdastofnunin beitti sér fyr ir að risi upp. Hugsanlegt væri að fjárfest- ingarfélagið gæti gripið inn í þegar Eimskipafélagið verður að losa sig við eigin hlutabréf, sem það sjálft á nú, sem vafa- laust verðiur, ef ný hlutafélaga- löggjöf verður samþykkt. Einn- ig mætti vera að félagið gæti eitthvað hjálpað til að breyta þeirri erfiðu aðstöðu, sem Flug félagið er í og endurskipuleggja Bæjarútgerðina í Reykjavík og eða Hafnarfirði, auk aðstoðar við endurskipulagningu smærri félaga, sem kynnu að hafa hug á að auka fjármagn sitt og bæta rekstur. Loks væri svo hægt að skýra frá því, að til athugunar væri fjárfesting í nýj um miðlungs eða smáfyrirtækj- urh, sem ýmsar hugmyndir eru uppi um og fyrirtækjum, sem endurskipulögð væru eða sam- einuð. i Auk eðlilegra vaxta af láns- fé því, sem Fjárfestingarfélagið mundi veita einkafyrirtækjum og arðs af hlutafé yrði hagnað- ur þess fyrst og fremst byggð- ur á sölu hlutabréfa, sem félag- ið hafði áður keypt, en hækk- að hefðu í verði. Þegar um smáfyrirtæki er að ræða, mundu þau væntanlega seld meðeig- endum eða öllu helur aðaleig- endunum þar sem félagið mundi yfirleitt ekki vera meirihluta- eigandi að hlutafé. En þegar um stærri félög væri að ræða yrðu bréfin seld á þeim vísi að verðbréfamarkaði, er hér hlýtur að rísa, áður en langt um líður og með almennum auglýsingum. Reynslan er sú að hlutabréf, í vel reknum fyrirtaékjium hækka mjög f verði og ekki mun ó- algengt að verðmæti þeirra tvö faldist á 3—5 árum og jafnvel skemmri tíma, þótt talsverður hluti þeirrar hækkunar sé eðli lega af völdum verðþenslu. Ætti því að geta orðið um veruleg- an gróða félagsins að ræða inn an fárra ára, en að sjálfsögðu verður fjárfesting í hlutafé fé- lagsins að byggjast á gróðavon sem á að geta verið mikil. Auðvitað þarf mjög rækileg- an undirbúning að því er varð ar stofnsamning og samþykkt- ir slíks félags, og í því efni mundi IFC örugglega leggja fram alla þá aðstoð, sem óskað væri eftir. Þarf þar sérstak- lega að gæta reglna, sem tryggja eðlilegan arð og áhrif hluthaf- anna á stjórn félagsins, svo að menn hafi trú á því, að kaup hlutabréfa í fjárfestingarstofn- uninni sé, skynsamleg fjárfest- ing. Er í því efni um marg- vísleg ákvæði að ræða, sem ekki skal farið út í að sinni. Ef áform sem þetta tækist, og unnt yrði að tryggja Fjár- festingarstofnuninni t.d. 200 mill ónir króna fjármagn í heild, hlutafé og lánsfé, innan fárra ára, mundi það auðvitað hafa gífurlega þýðingu fyrir atvinnu lífið um land allt og mjög stuðla að því að auka trú manna á mátt og tækifæri einka- og fé- lagsrekstur, auk þess sem heil- brigð verðbréfaviðskipti munu þá hefjast. Þess vegna tel ég mjög mikilvægt að unnið verði að framgangi þessa stórmáls". VERKEFNI FRAMKVÆMDA- FÉLAGS Ekki er því að leyna, að sum- um þeim, sem ég hef sýnt þetta plagg, hefur fundist bjartsýn- in helzt til rrtikil, og vel má vera, að erfitt reyndist að koma svo öflugri stofnun á fót, þótt ég haldi hins vegar, að það gæti tekizt ef athaafna- menn snéru bökum saman. En að sjálfspgðu mætti hugsa sér að hefjast handa í miklu smærri stíl. Ef t.d. 500 einstaklingar og fyrirtæki ákvæðu að leggja að meðaltali 20 þús. krónur hver í slíkt félag á næstu tveimur árum, — 10 þús. hvort árið — væri um að ræða-10 millj. króna. Slíkt fyrirtæki gæti hafizt handa um að rannsaka mögu- leika á því að koma upp arðvæn legum ísl. atvinnufyrirtækjum. Það gæti t. d. fylgzt með rann- sóknum og undirbúningi að byggingu sjóefnaverksmiðju, það gæti tekið olíuhreinsunarmálið upp að nýju og athugað, hvort grundvöllur væri fyrir því að hefjast handa um meiri- háttar efnaiðnað, t.d. í sam- vinnu við útlendinga og fleira og fleira. Á hinn bóginn eru slík störf ekki á færi einstaklinga, enda mundi mönnum sjálfsagt ganga erfiðlega að skilja, að einstakl- ingur, sem beitti sér í slíkum málum, þyrfti að fá greiðslu fyrir erfiði sitt og fjárútlát, en hins vegar mundi slíkt félag frumkvöðla að sjálfsögðu selja vinnu sína og hugmyndir, ef því tækist að koma á laggim- ar heilbrigðum og arðvænleg- um fyrirtækjum. Athafnamenn hafa raunar á seinni árum auðveldlega leyst svipuð viðfangsefni, t.d. með stofnun Verzlunarbankans og Iðnaðarbankans, og líklega er vandfundið dæmi, hvar sem leit að væri, um afrek eins og stofn un Eimskipafélags fslands var, er 13000 landsmenn tóku þátt í því að koma á fyrirtæki til að reka siglingar. Við hugsanlega stofnun fram kvæmdafélags nú og annarra félaga, sem það beitti sér fyrir að upp risu, yrði hagkvæmis- sjónarmið að ráða, og gæta yrði þess frá upphafi, að málum yrði þannig hagað, að hluthafarnir bæru verulegan arð úr býtum, þannig að fjárfesting í hluta- félögum væri eftirsóknarverð, beinlínis af þeim einu eðlilegu ástæðum, að menn ætla sér að hagnast á þátttökunni. Ég hef þá gert grein fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.