Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR OKTÓBER 1«€8 19 50 ára: Sigurjónsson Rögnvaldur FYRIR rúmum 30 árum, eða nán ar tiltekið 6. október 1937, steig kornungur maður fram á sviðið í Gamla Bíói, er var þéttsetið af eftirvæntingarfullum tónlistar- unnendium. Fregnir höfðu borizt um, að einn af gáfuðustu og efni legustu nemendum Tónlistarskól ans ætlaði að halda sína fyrstu opinberu píanótónlei'ka, þá aðeins 18 ára, að loknu glæsilegu námi undir handleiðslu Arna Kristjáns sonar og buirtfararprófi frá Tón- listarskólanum. Rögnvaldur Sig- urjónsson píanóleikari var að hefja sinn glæsilega feril í heimi píanótónlistarinnar. Rögnvaldur stnndaði síðan framhaldsnám i París í píanóleik og öðrum tónilistargreinum hjá Marcel Ciampi á árunum 1937— 1939. Á árunum 1942—1945 var Rögnvaldur einnig við nám í Bandaríkjunum við Juillard School of Music og lauk prófi þaðan. Jafnframt var hann í einkatímum í píanóleik hjá Sascha Gorodnitzki í New York. Þegar Rögnvaldur kom heima að námi loknu, gerðist hann kennari við Tónlistarskólann árið 1945 og er nú yfirkennari framhaldsdeUd ar í pianóleik. Rögnvaldur hefur, jafnframt kennslunni, verið virkur og starf- andi píanóleikari alla tíð og hélt á síðastliðnu ári 30 ára afmælis- tónleika sína á vegum Tónlistar- félagsins. Fáir íslenzkir píanóleik arar hafa hlotið alþjóðaviður- kenningu á borð við Rögnvald, Verkefnasvið hans hefur náð yfir Chopin, Liszt, Schumann, Deb- ussy, Beethoven, Brahms, Scria- bin, Prokofieff, Mozart, Bach, Schubert, Dvorak, Niels Viggo Bentzon o. fl. En af íslenzkum tónskáldum má nefna Pál ísólfsson, Jón Nordal og Leif Þórarinsson. Rögnvaldur hefur haldið bæði sjálfstæða píanótónleika og einn- ig leikið með Sinfónuíuhljóm- sveitum m. a. á öllum Norður- löndum, Þýzkalandi, Austurríki, Bandaríkjunum, Kanada, Austur- Evrópuríkjunum og Rússlandi. Hann hefur m. a. leikið með Sin- fóníuhljómsveit fslands, Fílhar- móinuhljómsveitinni í Osló og Leningrad. Rögnvaldur hefur spilað píanó- tónlist eftir Chopin, Paganini- Liszt, Cchumann og Niels Viggo Bentzon inn á þrjár hæggengar plötur hjá „His Master’s Voice“ hljómplötufyrirtækinu, og Fálk- inn h.f. gaf út (BLPC 2, 7ERC 5, 7ERC 6). Rögnvaldur er fæddur á Eski- firði 15. október 1918 og voru foreldrar hans Sigurjón Markús- son sýslumaður og síðar stjórn- SPEGLAR FERMINGARGJAFIR LUDVIG STORR Mikið úrval af fallegum og nytsömum fermingar- gjöfum — Skoðið sýningargluggann — SPEGLABÚÐIN Laugavegi 15, sími 1-9635. íbúðir til sölu 4ra herb. íbúð við Hamrahlíð. Sérinngangur og sérhiti. 4ra herb. íbúð við Álfheima, fimmta herb. í kjallara. Bílskúrsréttindi. 3ja herb. íbúð við Framnesveg, nýstandsett. 3ja herb. íbúð við Reynimel. íbúðin er öll nýmáluð og teppalögð. Tvær 2ja herbergja íbúðir við Klapparstíg. Málftutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar og Axeis Einarssonar, Aðalstræti 6, símar 1-2002, 1-3202 og 1-3602. arráðsfulltrúi í Reýkjavík og kona hans Sigríður Björnsdóttir. Kona Rögnvaldar er Helga dóttir Gunnars Egilsonar stjórnarer- indreka fslands á Spáni og konu hans Guðrúnar Pétursdótt- ur Thorsteinsson frá Bíldudal, og eiga þau hjónin tvo syni, Þór stud. philol. og Geir, menntaskóla nema. Vinir Rögnvaldar senda honum og fjölskyldu hans beztu ham- ingju- og árnaðaróskir með þakk læti fyrir ótal ánægj ustundir með von um, að þeir megi njóta listar hans og skemmtilegra sam- vista um mörg ókomin ár. Gunnar H. Blöndal. N auðungaruppboð Eftir kröfu Útvegsbanka fslands verður landspilda í Skógarbringum í landi Laxness í Mosfellshreppi, nefnd Grenilundur 7, þinglesin eign Birgis Jóhanns- sonar, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. okt. 1968, kL 4.30 e.h. Uppboð þetta var auglýst i 13., 15. og 17. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1968. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Allar gertfir Myndamöta •Fyrir auglýsingar •Bcekur ogtimarit •Litprentun Minnkum og Stœkkum OPHD frá kl. 8-22 MI A DAMÓT hf. simi 17152 MOHGUNBlAÐSHlíSINU Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Kirkjutónleikar Aðalheiður Guð- mundsdóttir mezzo- sópran og Páll Kr. Pálsson, organleikari halda tónleika í Há- teigskirkju sunnu- daginn 20. október kl. 19.00. Aðgöngumiðar við innganginn. Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.