Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 32
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI AUGLYSIN6AR SÍMI SS*4*SO ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1968 Þinqforsetar kjörnir í gœr 1 GÆR fóru fram á Alþingi kosn ingar forseta Sameinaðs Alþingis og efri- og neðri deildar. For- seti Sameinaðs Alþingis var kjör inn: Birgir Finnsson, Ólafur Björnsson, fyrsti varaforseti og Sigurður Ingimundarson 2. vara forseti. Skrifarar Sameinaðs þings voru kjörnir: Páli Þor- steinsson og Bjartmar Guðmunds son. Forseti neðri deildar var kjör- inn Sigurður Bjarnason, 1. vara forseti Benedikt Gröndal og 2. varaforseti Matthías A. Mathie- sen. Skrifar þingdeildarinnar voru kjörnir: Friðjón Þórðarson og Ingvar Gíslason. Jónas G. Rafnar var kjörinn forseti efri-deildar, 1. varafor- seti var kjörinn Jón Þorsteins- son og 2. varaforseti Jón Arna- son. Skrifarar þingdeildarinnar voru kjörnir þeir: Steinþór Gests son og Bjarni Guðbjörnsson. Birgir Finnsson. Síldin komin við Suðvesturland Stjórnarfrumvarp lagt fyrir á Alþingi: Stofnuð verði fjögur ný ráðuneyti — eitt fyrir hvern höfuðatvinnuveg; sjávarútveg, landbúnað og iðnað og Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyti. Atvinnu- málaráðuneytið verði 9TJORNARFRUMVARP um Stjórnarráð Islands var lagt fram á Alþingi í gær. Gerir frum varpið ráð fyrir töluverðum breytingum frá núverandi skip- an. Samkvæmt ákvæðum frum- varpsins skal Stjórnarráð ís- lands greinast í 13 ráðuneyti, en þau eru nú 10. Hin 3 nýju ráðu- neyti sem stofna skal til eru Landbúnaðarráðuneyti, Sjávarút vegsmálaráðuneyti og Iðnaðar- málaráðuneyti, þ.e. sérstakt ráðuneyti fyrir hvern höfuðat- vinnuveg þjóðarinnar um sig. Þá er ráðgert að Atvinnumálaráðu- neytið verði lagt niður, heil- brigðismál, sem nú lúta Dóms- og kirkjumálaráðuneyti og trygg- ingarmál, sem nú ber undir Fé- lagsmálaráðuneytið, verður lögð til nýs ráðuneytis er nefnist Heilbrigðis- og tryggingamála- lagt niður ráðuneyti. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. jan- úar 1970. f athugasemdum með frum- varpinu segir, að 1958 hafi á Al- þingi verið samþykkt þingsálykt unartillaga, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að láta fram fara endurskoðun á löggjöf um Stjórnarráð íslands, og leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um þetta efni svo fljótt sem verða mætti. Var þá fljótlega skipuð nefnd, sem samdi frumvarp er ekki var lagt fyrir Alþingi. Nú verandi ríkisstjórn tók hins veg ar málið upp og lét semja það frumvarp er lagt var fram í gær. Frumvarpið gerir ráð fyrir mörgum nýmælum í skipan Stjórnarráðsins, Auk fram- angreindra breytinga má nefna: Kosningar til Stúdentafélags Háskólans: Öll málefni, sem bera á upp fyrir forseta fslands til staðfest- ingar, skulu áður tekin til með- ferðar á ráðherrafundi. Forsætisráðherra skipar starfs mann Forsætisráðuneytis rit- ara ráðherrafundar. Ritari skrá- ir fundargerð ráðherrafundar í gerðarbók, er ráðherrar hafa staðfest fundargerðina. Þegar skipt er störfum með ráðherrum, skal hvert ráðuneyti óskipt lagt til eins og sama ráð- herra. Lagt er til að forsætis- ráðherra megi ákveða, að ráðu- neytisstjóri veiti fleirum en einu ráðuneyti forstöðu, ef því verður við komið, og að fleiri en eitt ráðuneyti hafi sameiginlegt starfslið og húsn'æði. Ráðherra er heimilt að ráða mann utan ráðuneytis sér til að- stoðar meðan hann gegnir em- bætti, svo sem tíðkast hjá öðr- um þjóðum. LISTI VÖKU SIGRAÐI — Hlaut 420 atkv. og 4 menn kjörna SL. LAUGARDAG fóru fram kosningar til stjórnar Stúd- entafélags Háskóla fslands. Úrslit urðu þau, að A-listi, Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta sigraði, hlaut 420 atkvæði og 4 menn kjörna, en B-listi, borinn fram af 15 háskólastúdentum og studdur af félögum frjáls- Fimm gegn einum — en komust að því fullkeyptu samt lyndra stúdenta, jafnaðar- manna og róttækra hlaut 410 atkvæði og 3 menn kjörna. Þetta er í þriðja sinn, sem kosningar fara fram til stjóm ar Stúdentafélags Háskólans með þessum hætti, en í fyrri skiptin tvö fékk B-listinn meirihluta, sem hann tapaði nú. Á kjörskrá voru um 1450 stúd entar en 850 greiddu atkvæði og Norðurstjarnan í fyrsta sinn i full afköst Síldin er komin við Suðvest- nrland og komu margir bátar með afla til hafna á Reykja- nesi, til Vestmannaeyja og Akra- ness í gær, þar sem síldin var ýmist fryst, söltuð eða flökuð. Niðursuðuverksmiðjan Norður stjaman í Hafnarfirði fékk nú f fyrsta sinn nægilegt síldar- magn, til að hægt væri að hef ja full afköst. Er unnið þar nótt og dag, við frystingu og flök- un, en eftir þessa skorpu munu verða til byrgðir fyrir verksmiðj una i 5 mánuði. Nú er líka I fyrsta sinn hægt að sjóða nið- ur ferska síld í verksmiðjunni. Sjá nánar frétt á bls. 10. Aftur á móti er engin síld- veiði fyrir Norðausturlandi. Bát ar fóru út um helgina eftir nær viku landlegu og í gærkvöldi hafði ekki frézt um neina veiði. Síldin við Suðvesturland veidd ist á Eldeyjarbanka og fóru bát arnir út aftur strax og þeir höfðu landað í gær. Til Reykja víkur komu Þorsteinn með rúm 81 tonn, sem fór í ísbjörninn og Iðjuverið, Fylkir með 43 tonn Framhald á bls. 31 TIL harðra átaka kom milli dansks manns og fimm fslend- inga á planinu við Bifreiðastöð Reykjavíkur áðfaranótt sunnu- dags. Beitti Daninn jafnt höndum og fótum og þegar lögreglan kom á vettvang, lágiu tveir íslending- ar í valnum og hinir þrír stóðu heldur höllum fæti í átökunum. Þrír íslendingar voru fluttir í Slysavarðstofuna, tveir fengu strax að fara þaðan, en sá þriðji var fluttur í sjúkrahús, þar sem Daninn hafði sparkað illa í nára hans. í gær var svo annar ís- lendingur fluttur í sjúkrahús og kom í ljós, að hann hafði höfuð- kúpubrotnað í átökunium. Þióðarhogsmunir verði tryggðir með öruggum rekstri utvinnuvegannu og olmennri ntvinnu — Ályktun flokksráðsfundar Sjálfstæðismanna FLOKKSRAÐSFUNDI Sjálf- stæðismanna lauk síðdegis á laugardag. í fundarlok var samþykkt með samhljóða at- kvæðum eftirfarandi tillaga: „Flokksráð Sjálfstæðis- flokksins lýsir samþykki sínu á, að efnt hefur verið til viðræðna á milli stjórnmála- flokkanna um hinn mikla efnahagsvanda þjóðarinnar, sem skapazt hefur vegna ó- hagstæðs árferðis, aflabrests, verðhruns og markaðsörðug- leika. Flokksráðið treystir fulltrúum flokksins í viðræðu nefnd og öðrum forustumönn um til að halda svo á málum, að sem bezt verði tryggðir hagsmunir þjóðarheildarinn- ar með öruggum vexti höfuð- atvinnuvega hennar og þar af Ieiðandi almennri at- vinnu“. Mikla umræður urðu á flokks- ráðsfundinum og tóku þessir til máls síðari hluta lauigardagsins: Dr. Bjarni Benediktsson, Sverr ir Hermannsson, Ámi Grétar Finnsson, Ólafur Björnsson, Páll Daníelsson, Sigurður Bjarnason, Guðmundur Garðarsson, Emil Magnússon, Kristján G. Gíslason, Sigurður Helgason, Haukur Egg ertsson, Jóhann Hafstein, Magn- ús Jónsson, og að lokum Bjarni Benediktsson, sem þakkaði fund armönnum ánægjulega fundar- setu og sleit fundinum. Við yfirheyrslur kom í ljós, að veitzt hafði verið að kunningja Danans og gleraugu hans slegin af honum og brotin. Réðist Dan- inn þá á þann, sem það gerði, en síðan blönduðu hinir fjórir sér í átök þeirra með fyrr.greindum afleiðingum. er það nokkru minni kjorsókn en í fyrra. Auðir seðlar voru 18 og ógildir 2. Af A-lista voru kjörnir Ólafur G. Guðmundsson stud med., Ellert Kristinsson stud. oceon., Skúli Sigurðsson stud. jur, og Bjarni P. Magnús- son, stud. med. Af B-lista voru kjömir Svednn R. Hauksson Framhald á bls. 31 Hœstaréttardómur staðfestir 16 ára fangelsisdóm yfir Þorvaldi Ara í GÆR var kveðinn npp f Hæstarétti dómur í máli Þor- valdar Ara Arasonar og var staðfestur dómur undirréttar um 16 ára fangelsisdóm. í dómi hæstaréttar þykir sannað að ákærði réði fyrr- verandi eiginkonu sinni bana af ráðnum hug að Kvisthaga 25 að morgni 7. janúar 1967, eins og nánar er skilmerki- lega rakið í héraðsdómi. En eigi þykir verða staðhæft að ásetningur hans til að fremja brotið hafi orðið til fyrr en við síðustu orðasennu þeirra. Varðar verknaður ákærðavið 211 grein almennra hegning- ariaga og þykir hæstarétti refsing hans hæfilega ákveð- in fangelsi í 16 ár. Síðan er f dóminum kveðið svo á að gæzluvarðhald ákærða skuli koma með fullri dagatölu frá 7. janúar 1967 refsingu hana til frádráttar, skv. 76 grein hegningarlaganna. Þá eru í dóminum staðfest ákvæði héraðsdóms um svipt- ingu réttinda ákærða, þ.e. svipting leyfa ákærða til mál flutnings fyrir héraðsdómi og hæstarétti og löggildingu til sóknar opinberra mála í hér- aði, svo og svipting verzlun- arleifa til heildsölu og smá- sölu. Þá er ákærði dæmdur til að greiða allan sakarkostn að fyrir héraði og hæstarétti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.