Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR OKTÓBER 1{>68 13 Hvöttu Tékka en púuðu á Rússa í FYRSTA skipti eftir innrásina í Tékkóslóvakíu mættust Rúss- ar og Tékkar í íþróttakeppni á Olympíuleikunum í fyrradag. Kvennaflokkar þjóðanna kepptu í blaki og lauk leiknum með sigri Tékka, sem sigrðuðu í þremur lotum af fjórum. Greini- legt var að báðar þjóðirnar lögðu mikið upp úr sigri í leiknum og oft sjá boltann sleginn kröfug- lega. "* Áhorfendur sem voru allmarg- ir á leiknum, stóðu allir með Tékkum og hvöttu þá óspart. — Hins vegar fengu Rússnesku stúlkurnar heldur kuldalegar móttökur og var púað á þær í sífellu. Þegar leiknum laus svo með sigri Tékka var fögnuður áhorfenda gífurlegur. Tékkar hafa ekiki sigrað Rússa í flokkaiþróttum sl. 6 ár, fyrr en nú. Berit í úrslifum Einn Norðurlandabúi er kom- inn í úrslit í ,,tæknigreinum“ á OL í Mexikó, Það er norska stúlkan Berit Bertheísen sem margir muna síðan hún keppti og vann í fimmtarþrauit kvemna á Norðurlandamótinu hér ' Hún náði 2-3. lengsta stökki í undankeppni í langstökki á sunnudag, stökk 6.48 — en á bezt fyrir 6.56 m. Lengra stökk aðeins Rosendhal frá A-Þýzka- landi 6.54 m. - , jtjt W&’ i i* i ' ? .....U Fyrsti sigurinn unninn — fyrsta gullið. Og það var ekki ár eynslulaust í 10 Mexikó. Neftali Temu slítur snúruna eftir örvæntingarfulla keppni við Mamo ópíu. km hlaupinu í Wolde frá Eþí- Sumir hlupu hálfmeivitund- arlausir aðrir gáfust upp Æsileg keppni um gullið i sögufrægu W km. hlaupi NAFTALI Temu frá Kenía varð fyrsti Olympíusigurvegarinn í Mexico. Bar hann sigur úr býtum í 10 km hlaupi eftir æðisgengna og dramatíska baráttu. Hann og Wolde frá Eþiópíu — báðir þraut- þjálfaðir í háfjallabrautum — hlupu er á leið þessa æsispennandi keppni í sérflokki. Aðrir frægir garpar, eins og heimsmethafinn Ron Clarke frá Astralíu og Keino frá Kenía heltust úr lestinni undir lokin, Keino hafði forustu er síðasti hringurinn hófst, féll, staulaðist á fætur og lauk hlaupinu með þeim síðustu en var síð- an dæmdur úr leik, fyrir að hafa farið út af brautinni (í fallinu). Og Clarke hljóp siðustu 4 hringina nær meðvitundarlaus af súr- efnisskorti, náði þó sjötta sæti, en féll á marklínu og var með- vitundarlaus í 10 mínútur, rankaði þá við sér eftir súrefnisgjöf en hafði óreglulegan hjartslátt, sá tvöfalt og gat varla talað, og var fluttur á sjúkrahús. Háfjallaloftið í Mexico setti því sann- arlega svip sinn á þessa fyrstu grein frjálsíþróttakeppninnar. M Clarke í keppni í Mexikó. 17 heimsmet á hann að baki. en hann þoldi illa þunna loftið í Mexikó. Sigur Temus og silfur Wold- es kom engum á óvart vegna æf inga þeirra um langan tíma á há fjallabrautum. En menn töldu að heimsmethafinn Clarke kjmni Síðustu 100 m voru eins og 2 mílur — en ég œtla í 5 km hlaupið Heimsmethafínn í fyrstu greininmi sem í var keppt á OL varð fyrsta fórnardýr loftþynnunar í Mexikó. ösku- grár í framan hljóp hann síð ustu hringi 10 km hlaupsins, hálfmeðvitundarlaus og féll á grúfu er hann hafði stigið yf ir marklínuna sem 6. maður. Ástralskur læknir hljóp til hans og Clarke var borinn á sjúkrastofu vallarins. Hann var meðvitundarlaus í 10 mín en þá kom súrefnisgjöf er hann fékk honum til meðvit- undar. Hjartað sló þá mjög óreglulega, Clarke sá tvöfalt og kom aðeins út úr sér rugl- ingslegum setningum — eða 1 alls ekki orði Bannaðar voru heimsóknir tií hans í gær en læknirinn segir að hann búist við að þetta hafi ekki eftirköst og Olarke geti tekið þátt í 5 km laupinu eftir tvo daga. Clarke þykir hafa sýnt óvenjulega hörku- og keppnis- skap að Ijúka hlaupniu. Ég tel að flestir hefðu gefizt upp sagði læknirinn. £g ætla í 5 km hlaupið og held að ég eigi sigurmögu- leika þar, sagði Clarke er hann slap út af sjúkrahúsinu í gær. — 10 km hlaupið var ein martröð er á leið, sagði hann. Ég hafði ekki hugmynd um hve langt sigurvegarinn var á undan mér á síðasta hringn um og mér fannst sem síð- ustu 100 metrarnir væru eins og 2 mílna hlaup. En á hálfri þessari vegalengd tel ég mig hafa möguleika. 5 km hlaupið (undanrásir) er á þriðjudag — og þeir verða þá lokatilraun þessa fræga hlaupagarps, sem sett hefur 17 heimsmet í langhlaup um, til að hreppa Olympiu- gull. loksins að geta hloti’ð Olympíu- gull, þar sem þjálfun hans er nú mjög góð og heimsmetið er hans. „Heimamaðurinn" Juan Mart- inez vann aðalerfiði hlaupsins framan af. Hin dramatisku augna blik létu ekki á sér standa því fljótt eftir upphaf hlaupsins féll V-Þjóðverjinn Letserieh og þeg- ar „hinir sterku" tóku að sýna jtaktik sína méð hröðum rykkj- um og rólegheitum á milli,. féll einn hlaupari af öðrum aftur úr aðalhópnum. Clarke hélt sig aftarlega í byrj un og reyndi aldrei að taka frum kvæði, enda hafði hann fundið fyrir erfíðleikunum áður vegna loftþynnunnar. En aðalstríðið hófst er hring- ur var eftir. Þá var Keino í far arbroddi, en útslitinn. Þá hófst einvígi Temu og Wolde um gull- ið og þeir geystust fram úr aðal- hópnum. Temu virtist stífna upp er koma á beinu brautina fram an við markið, en honum tókst á undraverðan hátt að svara ,,á- rás“ Wolde er hann gerði síðustu tilraun til að sigra Temu og komst þá að hlið Temu. Aðeins 5/10 úr sekúndu skildu þá að í markinu. Gammundi hlaut bronsfð og kom að marki 7 sek. á eftir „há fjallamönnunum“ tveimur en Martinez, Mexikaninn ungi, hlaut 4. hæti. Natafli Temu er 23 ára gam- all hermaður. Hann er 1.71 m að hæð en vegur aðeins 60 kg. Hann tók einnig þátt í Tókíó- leikunum án þess að „komast á blað“ en varð brezkur samveld- ismeistari fyrir 2 árum i 6 mílna hlaupi — tæplega 10. km. ÚRSLIT: Ol.m. N. Temu Kenía 29:27.0 2. Mamo Wolde Eþíópíu 29:27:5 3. M. Gammundi Túnis 29:34.2 4. J. Martinez Mexiko 29:35.0 5. Sviridov Sovét 6. Ron Clarke Ástralíu. 33 menn luku hlaupinu en 41 var skráður. Q5£P Iranbúi fékk gull Iranbúinn Mohamed Nassiri vann annan gullpeningmn sem keppni var lokið um á OL á sunnudaginn. Það var í bantam vigt í lyftingum. Keppnin þar var afar hörð milli Nassiri og Ungverjans Imre Fö'ldi. Báðir lyftu þeir 367.5 kg. samalagt í tilraununum þremur en það er nýtt Ol-met og jafnt heimsmetinu. Það sem úrsíitum réði var að Mohamed Nassiri reyndist 0.3 kg léttari er keppendur voru vegnir að keppni lokinni. Slikt ræður úrslitum, þá er tveir eru jafnir. Nassiri er 23 ára gamall og hefur 8 sinnum bætt heimsmet á ferli sínum. Hann er einnig í úrvalsliði í fimleikum. Knattspyrna á OL Knattspymukeppni Ólympíu- leikarma hófst á sunnudaginn, fyrsta keppnisdag leikanna. Þá fóru fram fjórir íeikir, Mexíkó — Columbía 1-0 ísrael — Ghana 5-3 Frakkland— Guinea 3-1 Ungverjaland — Stf vador 4-0 Keppnin fer fram í fjórum riðlum og er leikið i fjórum borg um, þannig að hver riðill á sína „heimaborg" og búa liðsmerm þar. 50 þús manns sáu Mexico sigra Columbíu á Azteca leik- vanginum en riðill Mexikó er í Mexióborg. Höfðu Mexikanar al Framhald á bls. 26 |68. sigurinn - án taps ÓSLITINNI sigurgöngu Banda rikjamanna í körfuknattleiks keppni á Olympíuleikunum var fram haldið í upphafi keppninnar nú á sunnudag. Leiknir voru þá nokkrir leik ir og úrslit urðu: Bandaríkin — Spánn Rússland — Pólland Júgóslavía — Panama Búlgaría — Kúba Og á mánudag var keppni fram haldið og úrslit þá: Bandaríkin — Senegal 93-36. Var þetta 68. sigur Bandaríkj aanna í rö'ð á Olympíuleik- um síðan keppni í leörfuknatt leik var tekin upp 1932. Brasilia — Marocco 98-52 91-50 Júgóslavía — Panama 96-85 96-58 Rússland — Marocco 123-51 70-61 81-46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.