Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR OKTÓBER 1»6« * BSLALEflGAN - VAKUR - SundlauRavcji 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 o; 36217. S'imi 22-0-22 Rauðarársfíg 31 siM'1-44-44 mniFm Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGIMÚSAR 4KiPnotn21 s«ma*21190 etflrloVun 40381' LITLA BÍLALEIGAN Berestaffastræti 11—13. Haestætt leimjild. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. Vélskóflur á faeltum Til leigu í smærri og stærri verk s. s. uppmokstur úr grunnum og innmokst-ur í sökkla, byrgja skot o. fl., flytj- um einnig mold í lóðir og fjar lægjum hauga. MOLDVARP SF. Símar 38268 og 23117. konar „quintessence" Islenzku þjóðarinnar eins og hún er í dag í áfengismálunum. Þjóðin er blátt áfram „hysterisk" í þessu efni og sér áfengisdrauginn upp málaðan á hverjum vegg og í hverju skoti. Annars gætu ekki önnur eins ólög og áfengisvarnar lögin hafa séð dagsins Ijós. Finnbogi Guðmundsson hefir ritað um þetta efni í dálkum sín- um í blaðinu í dag (18.10) og óskar þar að heyra álit lög- fróðra manna, hvort máli sem þessu gæti orðið skotið til hins svonefnda „Mannréttindadóm- stóls“. Ég er honum sammála, að það væri fróðlegt að heyra álit lögspekinga um þetta. En mig eins og hálfrámar í — það kann að vera hugarburður — að til þess að fá mál tekið fyrir þann dómstól þurfi ríkisstjóm þess þegns, er mál hefir upp, að gjalda við jáyrði sínu. Ef þetta er rétt þykir mér ekki miklar líkur á, að stjórn og þing, sem búið hefir til óhæfa löggjöf, æski þess sér- staklega, að slík plögg séu lýst og rædd fyrir alheimi. Mig minn- ir ekki betur en mál hafi verið kært héðan til þessa dómstóls vegna hinna frægu laga um stór eignaskatt og sá, sem kærði hafi farið bónleiður til búðar. En hvað sem því líður, þá er eitt víst. Sjái háttvirt Alþingi ekki sóma sinn í því að taka áfengisvarnamálin til athugunar og gera þessi lög svo úr garði að samboðin verði siðmenntuðu þjóð félagi, eiga þeir báðir, herra for- setinn og dómsmálaráðherrann, eftir að ómerkja fleiri Hæztarétt ardóma í þessu efni í framtíðinni Magnús Jochumsson Víðimel79“ 0 Sjósöltuð síld eða sölt- uð í sjó. Bréfritari, sem kallar sig „Salt ara“, skrifar um tvö nýyrði, sem skotið hafa upp kollinum 1 frétt um blaða og útvarps. ,Saltari“ skrifar: „Kæri Velvakandi Að undanfömu hafa stungið mig í augu og eyru tvö orð, sem nú vaða uppi 1 flestum blöðum og útvarpi. Þessi orð eru sjósölt- uð (síld) og landsöltuð (síld). Þegar ég hér áður vann á plön- um bæði á Siglufirði og á Seyð- isfirði, lærði ég að tala um sykur saltaða síld og kryddsaltaða síld, þegar sykur- eða kryddskammti hafði verið blandað í saltskammt inn, sem notaður var. Hef ég ekki orðið annars var, en þessi mál- venja sé enn í heiðri höfð. Skuldabréf ríkistryggð og fasteigna- tryggð. Kaupendur og seljendur, hafið samband við okkur. Miðstöð verðbréfaviðskipta. Fyrirgreiðsluskrifstofan, Fasteigna. og verðbréfasaia, Austurstradíi 14, sími 16223. Þorleifur Guðmundsson, heima 12469. Því finnst mér skjóta nokkuð skökku við, þegar nú er allt í einu talað um sjósaltaða eða landsaltaða sild, jafnvel þó lesa megi og heyra út úr frettinni, að átt sé við síld, sem söltuð sé um borð 1 skipum á sjó úti, eða á plönum i landi. Samkvæmt fyrr nefndri málvenju mætti þó ætla, að sjó væri blandað 1 saltskammt ana eða þá fósturjörðinni sjálfri og veit ég ekki, hvaða viðtökur síldin okkar fengi erlendis, ef sú væri raunin. Reyndar hefur gam- ansamur kunningi minn bent mér á, að í seinna tilfellinu hafi aug- ljóslega fallið niður einn stafur, því þama sé átt við síld, sem lát in er verkast 1 vökva þeim, sem einu sinni þótti sjálfsagður heim ilisiðnaður hér á landi að fram- leiða. Ég bið þá, sem dálæti hafa fengið á þessum tveimur orðum, að virða gamla og viðurkennda málvenju og hætta að skrifa og tala um sjósaltaða eða landsalt- aða síld. Síld söltuð á sjó og síld söltuð í landi eru td. ekki ólipr- ari samsetningar en svo, að vel má nota þær og vissulega valda þær hvorki misskilningi né særa þá sem sykursaltaðri og krydd saltaðri síld hafa vanizt. „Saltari“ Velvakandi er „Saltara" sam mála í því, að þessi tvö orð hljóma mjög annkannanlega, þeg ár höfð er í huga sú máLvenja sem skapazt hefur um sykursalt aða og kryddsaltaða síld. 0 Smyglbáturínn og þjóðin. Magnús Jochumsson ritar bréf og fjallar um Ásmundarmálið svo nefnda og um það ákvæði áfeng- isvamarlaganna, að ríkisvaldinu sé heimil upptaka smylgbáts án tillits til þess, hver eigandi hans sé. Bréf Magnúsar hljóðar svo: „Mætti ég, Velvanandi góður, leggja hér orð í belg. Nú má lesa í blöðum lof og hrós forseta vorum og dómsmála- ráðherra til handa fyrir þá ákvörð un að hafa að engu skýlausan dóm Hæztaréttar um upptöku hins margumtalaða smyglbáts. Ég er, eins og fleiri góðir menn, ánægður yfir því, að saklaus mað ur nær rétti en mér finnst samt eitthvað bogið við þetta. Það er eitt það, að í eingum þeim skrif- um sem ég hef séð er með einu orði mirrnst á þrælalögin sjálf, sem dæmt er eftir og verð ur að dæma eftir meðan þjóðin unir þeirri minnkun að hafa þessi lög eins og þau eru úr garði gerð. Ég þykist einhversstaðar hafa rekizt á á spjöldum íslenzkrar þjóðsögu, að þegar galdrafárið stóð sem hæzt hér í landi, hafi heill söfnuður kvenna í Trékyllis vík á Ströndum orðið yfirfall- inn af ásókn andskotans undir sjálfri guðsþjónustunni. Nú á dög um mun slíkt kallað „hysteri" samkvæmt nútímafræðum, en „1 den tid“ var það vissulega al- varlegt þjóðlífsfyrirbæri enda léku logar þá víða glatt um al- saklausa menn. Mér finnst þessar góðu konur í Trékyllisvík á Ströndum eins I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.