Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1968 Skýrsla EFTA - nefndarinnar lögð tyrir þingmenn í gœr: Tímabært að taka ákvörðun um umsókn — um aðild að EFTA — Vonast til samstöðu, segir forsætisráðherra BJARNI Benediktsson, for- sætisráðherra, skýrði frá því á blaðamannafundi í gær, að einmitt í gær hefði verið út- hýtt til þingmanna skýrslu hinnar svokölluðu EFTA- nefndar og þar væri því lýst yfir, að ekkert væri nú að vanbúnaði að taka ákvörðun um það, hvort ísland ætti að sækja um aðild að Fríverzl- unarbandalagi Evrópu. Sagði forsaetisráðherra, að ákvörðun um þetta þyrfti að taka fyrir 10. nóv. n.k. þar sem hinn 20. nóv. n.k. yrði haldinn fundur í Vín þar sem umsókn okkar yrði tekin fyrir, ef ákveð- ið yrði að sækja um aðild. Forsætisráðherra lagði áherzlu á, að hér væri einungis um að ræða ákvörðun um það, hvort við ættum að leggja inn umsókn. Það væri allt annað mál og byggðist á samningaviðræðum við Friverzlunarbandalagið, hvort við teldum rétt a'ð þeim loknum að gerast aðilar að EFTA. Kvaðst ráðherrann vona að á þessum grundvelli næðist sam- staða um að sækja um aðild. C jörgœzl udeil d í Borgarspítala A FUNDI Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra með blaðamönnum f gær kom m.a. fram, að sknld ríkisins við Reykjavíkurborg hafi losað 80 milljónir króna (71.4 milljónir króna áramótin áður). Skuld ríkissjóðs er að meginhluta vegna Borgarspítal- ans. Á þessu ári verður lagt mikið íé til byggingar Borgarspítalans, allt að 60 milljónir króna. Ríki'ð mun leggja fram 19 milljónir á þessu ári, en ríkinu ber að greiða 60% af byggingakostnaði, þ. e. af múr- og naglföstu. Þess ber að geta, að ríkið hefur út- vegað lán tii byggingarfram- kvæmdanna. Um síðustu áramót nam stofn- Hélt skónum eftir kostnaður Borgarsptíalans 257 milljónum króna og verður hann sennilega um 320 milljónir í árs- lok. Verða öll kurl þá ekki kom- in til grafar. Gert er ráð fyrir, að þessi hluti Borgarspítalans verði fullbyggður á næsta ári. Er nú aðeins eftir að útbúa svo- nefnda gjörgæzludeild (intensive care), en slík deild er algjört ný- mæli hér á landi. Þá á einnig eftir að ganga frá starfsmanna- aðstöðu í turni spítalans. Ráðgert er að bæta álmu við Borgarspítalann síðar. Ákvörð- un verður ekki tekin um það strax, því að xmnið er að skipu- lagningu verkaskipta sjúkrahús-- anna í Reykjavík. Athugun á henni fer nú fram á vegum land- læknis, borgarlæknis, sjúkrahús- anna og Læknadeildar Háskól- ans. Geimfararnir þrír Schirra, Eisele og Cunningham voru brosleitir, er þeir höfðu lokið ellefu daga ferð sinni úti í geimnum, og voru komnir um borð í flugvélaskipið Essex. — Geimfarar Framhald af bls. 1 ar til Essex og lenti þar 55 mín útum eftir að Apollo haifð lent. Geimfaramir þrír virtust þreyttir og eilítið óstyrkir á fót unum er þeir stigu út úr þyrl- unni. Þeir struku skegg sín og brostu til mörg hundruð sjó- liða á þilfari Essex, sem fögnuðu þeim allt hvað af tók. Eftir að hafa heilsað yfirmönn um skipsins var farið með þá félaga í sjúkraskýli þess, þar sem umfangsmiklar læknisfræði legar athuganir hófust. Ljóst er, að geimfararnir hafa ekki hlotið neitt slæmt af loft- þrýstingsbreytingum þeim, sem þeir urðu fyrir í lendingunni, en þeir notuðu ekki hjálma sína vegna kvefs. Þeir munu hafa haldið fyrir nef sér og blásið út í eyrun til þess að mæta þessu. Bæði sjóliðarnir um borð í Essex svo og öll bandaríska þjóð in var mjög vonsvikin að sjá ekkr lendinguna sjálfa vegna veð urfarsins. Um borð í Essex er allur útbúnaður til þess að fram kvæma beinar sjónvarpssending ar í litum, en Apollo 7 lenti ut- an sjónmáls vegna hins lélega skyggnis. Hinsvegar var komu þremenninganna um borð í Eas- ex sjónvarpað um gerfitungl til Bandarikjanna. Nokkru eftir að geimfararnir voru komnir um borð í Essex hringdi Johnson forseti til þeirra frá Hvíta húsinu. „Ég hylli ykk ur þrjá og þær þúsundir manna, sem vinna að geimferðamálum okkar“, sagði forsetinn. „Við hér þessari jörð erum mjög hreykin af ykkur í dag“. Eisele varð fyrir svörum: „Þakka yður fyrir herra forseti. Þetta var okkur sönn ánægja og heiður". Yfirmenn Apolloáætlunar Bandaríkjanna eru nánast sagt í sjöunda himni yfir för Apoilo. Einn talsmaður Apollomanna sagði: „Okkur tókst þetta 101%. Við gerðum allt, sem við höfð- um ætlað okkur, og meira til“. Sami talsmaður sagði, að för Apollo 7 hefði aukið Hkur á því, að senda þrjá menn umhverfis tunglið í Apollo 8 á þessu ári. Ákvörðun um þetta verður end anlega tekin um miðjan nóvem- ber er allar niðurstöður varð- andi för Apollo 7 hafa verið vegnar og metnar. Fjölskyldur geimfaranna þriggja voru að sjálifsögðu létt- ar í skapi eftir að nagandi kvíða hafði sett að þeim þær 20 mín- útur, sem ekki náðist samband við geimfarið. 2,774 en til samanburðar má geta þess að allir níu geimfarar Sovét rikjanna lögðu samtals 534 klst. að baki. Það vakti talsverða athygli, að sovézkt skip, búið ratsjám og ýmsum rafeindabúnaði, hefur undanfarna daga lónað skammt frá flugþiljuskipinu Essex, og gerði svo enn í dag. Bandaríski flotinn segir, að hér sé um að ræða togarann Ekholog, sem breytt hafi verið í njósnaskip, og hafi erindi Rússa verið að safna upplýsingum um eitt og annað varðandi lendingu geim- farsins. Flotinn segir, að þetta sama skip hafi verið úti fyrir Kennedyhöfða 11. október sl. er Apollo 7 var skotið á loft. Svo sem kunnugt er hafa Sov étmenn ekki sent geimfara á loft frá því að Vladimir Koma- rov, ofursti, beið bana í lendingu 24. apríl 1967. Eins og fyrr segir eru þegar hafnar læknisfræðilegar athug- sagði frú Jo Schirra. „Einu von brigðin voru að sjá ekki fallhlíf- arnar opnast“. „Þessi skegg líta alls ekki svo illa út“, sagði frú Louella Cunn ingham. Á 11 sólarhringa för sinni um- hverfis jörðu fóru geimfararnir 163 hringi, og samanlagt 4,5 millj ón mílna vegalengd. Var þetta annað lengsta mannað geimflug- ið í sögunni, en geimfarið Gem- ini 7 var samtals 14 sólarhringa á lofti. Hér var um að ræða met varðandi svokallaða „manna- klukkustundir í geimnum", 780 talsins hjá þremur mönnum. Eru þá „mannaklukkustundir“ banda í höfuðborginni, í þessu landi, á rískra geimfara orðnar samtals Þetta fór allt dásamlega“, anir á geimförunum um borð í LYFSALINN í Holtsapóteki, Baldvin K. Sveinbjörnsson varð var við það um þrjú- leytið í fyrrinótt, að óboð- inn gestur var á leið inn í apótekið gegnum einn glugg ann. Brá hann þegar við og tókst honum að ná taki á öðr- um fæti „gestsins" og hélt fast. „Gestinum" brá heldur í brún, því hann hafði ekki reiknað með, að nokkur sála væri í apótekinu á þessum tíma. Urðu nokkrar stymping- ar, því „gesturinn" vildi draga fót sinn til baka út um glugg- ann. Baldvin hélt í og lauk svo ,að hann hélt skónum eftir, en „gesturinn" hljóp burt. Hann kamst þó ekki langt á öðrum skónum, því lögreglan hafði hendur í hári hluta hans skömmu síðar. Gaf hann Sagði Alvarlegt ástand á Aust- f jörðum vegna læknaskorts — sagði Jóhann Hatstein á Alþingi í gœr Vonir standa til að Landspítalinn aðstoði I RÆÐU þeirri, sem Jóhann Hafstein, heilbrigðismálaráð- herra, flutti á Alþingi í gær um læknaþjónustu í strjál- býlinu, og skýrt er frá annars staðar í blaðinu í dag, skýrði hann frá því, að fyrir skömmu hefði verið hald- inn fundur með þingmönn- um Austurlandskjördæmis vegna alvarlegs ástands, sem skapast hefði í þeim lands- sökum læknaskorts. ráðherrann, að þar um. Annar innbrotsmaður var staðinn að verki og handtek- inn í hannyrðaverzlun að Að alstræti 12 í fyrrinótt. æUaÍTð^^verða0 s^'úti^um} »>lasti hörmulegt ástand við. eitthvað af taugaróandi lyfj- Mörg læknishéruð eru þegar læknislaus og önnur að verða það. Ráðherrann sagði, að land- læknir hefði rætt við yfirlækna Landsspítalans um það, hvort þeir gætu hlaupið undir bagga með því að sinna læknisþjón- ustu í neyðartilfellum einhvern tíma og þá sérstaktega rætí um Norðfjörð í því sambandi en þar er sjúkrahús. Jóhann Hafstein sagði, að læknar Landspítalans hefðu tekið þessari málaleitan mjög vel og hefðu þeir á fundi á laugardag ákveðið, að ef á þyrfti að halda, mundu þeir skiptast á um að sinna læknis- þjónustu í neyðartilfellum úti á landsbyggðinni. Heilbrigðismálaráðlherra sagði, að það gæti i sjálfu sér verið þiss virði ,að þannig væri búið að deildum eins og handlæknis- deild Landspítalans, að læknar hennar ættu greiðara með að vikja frá tiltekinn tíma og skipt ast á um að sinna störfum með- an neyðin væri mest og meðan ekkí hefði tekizt að ráða betur fram úr vandanum. Ennfremur hefði verið um það talað, að kæmust læknamiðstöðvar upþ, Essex, en á morgun, miðviku- dag, er ráðgert að þeir verði flutt ir með þyrlu til Patrick-flugvall ar skammt frá Kennedyhöfða þar sem athugunum á heilsu þeirra verður haldið áfram. Síð usftu fregnir herma, að læknar segi geimfarana við beztu heilsu, og að tilkynning um líkams- ástand þeirra verði gefin út síð ar. Ýmsir hafa orðið til þess að láta orð falla um Apollo 7 og hina vel heppnuðu ferð þess. Sir Bernhard Lovell, yfirmaður Jod rell Bank stjörnuathugunar- stöðvarinnar brezku, sagði í dag að það virtist æ ljósara að Sovét- ríkin væru ekki að keppa við Bandaríkjamenn um tunglið. Lovell sagði, að hin velheppn- aða ferð Apollo 7 mundi auka verulega á líkumar fyrir því, að Bandaríkjamönnum myndi tak- ast að senda menn til tunglsins á næsta ári. j „Ég tel, að þar sem svo langt , er orðið síðan Sovétmenn sendu | mannað geimfar á loft, séu j minni líkur á því, að kapphlaup eigi sér stað um að koma manni til tunglsins", sagði Lovell við fréttamenn. Hann bætti því við, að líklegra væri að Sovétmenn mundu þær ef til vrll vera bet- ur aflögufærar í einstaka tilfell- um en það kerfi sem nú er. Þá skýrði ráðherrann frá því, að hlutast hefði verið til um einbeittu sér að allskyns mæling það vegna hins alvarlega ástands á Austfjörðum, að þyrla Land- 'helgisgæzlunnar færi til Aust- fjarða og kannaði möguleika á að staðsetja hana fyrir austan til þess að læknisþjónustan þar gæti verið hreyfanlegri. Enn- fr.mur hefði komið til greina að varðskiptið Ægir yrði stað- sett fyrir austan, en það hefur skýli fyrir þyrluna. Borgarfjörður SAMEIGINLEG árshátíð Sjálf- stæðisfélaganna í Mýra- og Borg arf jarðarsýslum verður haldin Iaugardaginn 2. nóv. n.k. í Borg amesi. Dagskrá verður nánar auglýst síðar. um og athugunum á tunglinu sjálfu með mannlausum tækj- um. U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að Apollo-afrekið „hefði án efa fært nær þann dag, sem mann- að geimfar færi til tunglsins og jafnvel lengra“. U Thant bætti því við, að „heimurinn væri þakk látur fyrir hið mikla framlag Apollo 7 til geimvísindanna". Hann óskaði síðan Bandaríkja- forseta, ríkisstjóm og þjóðinni , allri til hamingju með afrekið. Sendinefndir Sovétríkjanna, Frakklands og Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum óskuðu bandarísku sendinefndinni til hamingju. A. Piradov, meðlim- ur sovézku nefndarinnar sagði: „Ég vil leyfa mér fyrir hönd sov ézku sendinefndarinnar að óska sendinefnd Bandaríkjanna til hamingju vegna þessa einstæða afreks".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.