Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 19«8 JIIttgtiitMftfrffc Útgeíandj Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstj ómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingas t jóri Ritstjórn og afgrei'ðsla Auglýsingar Áskriftargjald kr. 130.00 í lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjiamasoon frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmimdsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. NORRÆNT TOLLABANDALA G k fundi forsætisráðherra Norðurlandanna og for- seta Norðurlandaráðs sem haldinn var í Osló um helg- ina var rætt um horfur í markaðsmálum Evrópu. Þar kom fram, að nánari sam- vinna Norðurlandanna í efna hags- og markaðsmálum mundi verða rædd á grund- velli álits, sem sérstök em- bættismannanefnd vinnur að um hugsanlegt tollabandalag Norðurlandanna. Er gert ráð fyrir, að þetta álit liggi fyrir á þessu ári. Tage Erlander, forsætisráðherra Svíþjóðar Tét í Ijós þá skoðun, á blaða- mannafundi í Osló á mánud., að norrænt tollabandalag mundi styrkja samningsað- stöðu Norðurlandanna gagn- vart frekari samvinnu í efna- hags- og markaðsmálum í Evrópu og bæði fyrrverandi og núverandi forsætisráð- herra Danmerkur, þeir Jens Ottó Krag og Hilmar Bauns^ gárd tóku í sama streng. Hugmyndir um norrænt tollabandalag hafa verið til umræðu um nær 12 ára sk'eið en þær fengu nýjan byr fyrir tæpu ári, er Frakkar beittu enn neitunarvaldi gegn inn- göngu Breta og annarra þjóða í Efnahagsbandalagið. í Kennedy-viðræðunum í Gatt höfðu fjögur Norðurlandanna samstöðu og komust þá að raun um, að samningsaðstaða þeirra var mun sterkari en ella. Sú reynsla hefur einnig orðið til þess að gefa hug- mynd um norrænt tollabanda lag byr undir báða vængi. Og ljóst er af ummælum nokk- urra fremstu stjórnmála- manna Norðurlandanna í Osló, að norrænt tollabanda- lag er nú að komast í brenni- depil í umræðum um markaðs mál Norðurlandanna. f raun mundi norrænt tolla bandalag þýða, að aðildarríki þess tækju upp sameiginleg- an toll gagnvart löndum utan bandalagsins öðrum en EFTA ríkjunum. Á ráðherrafundi, sem haldinn var í Kaup-' mannahöfn í apríl sl. var því lýst yfir af hálfu hinna Norð urlandanna, að samvinna í þessum efnum stæði íslapdi opin og af hálfu ríkisstjórnar- innar hefur verið fylgzt með framvindu málsins, m.a. á ráðuneytisstjórinn í við- skiptamálaráðuneytinu sæti í sérstakri embættísmanna- nefnd, sem um það fjallar. Flest bendir til þess, að ís- land gæti haft gagn af því að tengjast fyrirhuguðu sam- starfi Norðurlandanna á þessu sviði. Það gæti þó ekki komið í stað þátttöku í Frí- verzlunarbandalaginu, en Norðurlöndin eru þýðingar- mikill markaður fyrir ákveðn ar útflutningsafurðir okkar. Ennfremur gæti samvinna Norðurlandanna í sjávarút- vegsmálum gagnvart öðrum löndum orðið okkur til hags, svo og samstarf á sviði iðnað- ar- og fjárfestingarmála. Af þessum sökum ber brýna nauðsyn til að við fylgjumst vel með framþróun þessara mála og að fulltrúar íslands í Norðurlandaráði gefi þeim sérstakan gaum. Þá er og ekki síður mikilsvert, að almenn- ingi á íslandi gefist kostur á að fylgjast með þeim umræð- um, sem fram fara um nor- rænt tollabandalag á hinum Norðurlöndunum og eiga blöð, útvarp og sjónvarp þar skyldum að gegna. STÓRAUKINN FERÐAMANNA- STRAUMUR Tngólfur Jónsson, samgöngu- *- málaráðherra, skýrði frá því í ræðu á Alþingi í fyrra- dag, að ferðamannastraumur- inn til íslands hefði fjórfald- azt á einum áratug, aukizt úr rúmlega 10 þúsund í 43 þúsund á 10 árum. Benti ráð- herrann á að áætla mætti heildartekjur af erlendum ferðamönnum á þessu ári nær 270 milljónir króna og eru innifalin í þeirri upphæð far gjöld með íslenzkum flugfé- lögum. Þessar upplýsingar sam- göngumálaráðherra sýna glögglega, að tekjur af erlend um ferðamönnum eru orðnar umtalsverður þáttur í þjóðar búskap okkar og nokkuð til vinnandi að auka þær. Ferða- málasjóður hefur nú starfað um nokkurra ára skéið og átt verulegan þátt í að bæta að- stöðu til móttöku erlendra ferðamanna. Þá hefur það einnig haft sitt að segja, að á sex árum hafa þrjú glæsi- leg hótel risið í Reykjavík. Reynsla okkar af ferðamálum hingað til bendir ótvírætt til þess að leggja beri vaxandi áherzlu á þessa atvinnugrein í framtíðinni og nauðsynlegt að sem bezt samstarf takizt milli opinberra aðila, flug- félaga, skipafélaga og ferða- skrifstofa til þess að stuðla að enn auknum ferðamanna- straumi hingað til lands. Öskabörn Páfaboðskapurinn viðvíkjandi barneignum hefur vakið upp- nám í kaþólskum töndum sætt hvassari andmælum en búast mátti við. í ókaþólskum lönd- um er páfinn enginn páfi og skoðanir hans og orð um fjöl- skyldulíf og æklun mannkyns- ins alls ekki talið óskeikull sannleikur. Að tötunni til eru kaþólskir aðeins minnihluti mannkynsins — 600-700 milljón ir eða fimmtungur. En hið í- skyggilega viðfangsefni: ofvöxt ur mannkynsins, kemur þeim við ekki síður en öðrum. í Suð- ur-Ameríku er kaþólskan ráð- andi og þar sprettur fólkið ört eins og gorkúlur. fbúum jarðar fjölgar núna um 190.000 á dag — eða sem svarar íslenzku þjóðinni — en það samsvarar 70 milljónum á ári. En fram- leiðsta matvæla er hætt að auk- ast, svo að framtíðin hótar mann kyninu hungurmorði. Þetta er eins og ameríkanksi félagsfræð- ingurinn Robert Cock hefur arð að það: — Fólksfjölgunin er jafn geigvænleg ógnun og atóm sprengjan, en kveikiþráðurinn í henni er bara lengri. Trúandi kaþólskir menn finna engin ráð gegn offjölgun og sult í boðskap Páls páfa VI. En þar er hinsvegar blátt bann gegn öllum ráðum til að fækka barn- eignum. Þessi beinharða and- staða hefur vakið hrotl í ýmsum hinum æðri prelátum kirkjunn- ar, þeim sem unnið hafa að auknu frjálslyndi innan ka- þolskunnar í anda Jóhannesar páfa XXIII. Meirihluti nefndar, sem páfinn sjálfur skipaði, tjáði sig fylgjandi auknu umburðar- AÐALFUNDUR Dýraverndunar félags Hafnarfjarðar var haldinn 8. ágúst sl. Formaður félagsins Þórður Þórðarson framfærslu- fulltrúi setti fundinn og stjórn- aði honum. Ritari las fundar- gerðir stjórnarinnar og gjaldkeri las og skýrði endurskoðaða reikn inga félagsins og voru þeir sam- þykktir óbreyttir,- Formaður flutti skýrslu stjórnarinnar og gaf yfirlit yfir störf er stjórnin hafði innt af höndum á starfs- árinu með eftirliti og ýmsum að- gerðum í þágu dýranna í bænum og grennd. Var ýmsu er ábóta- vant var í þeim efnum lagfært og fært til betri vegar, í sumum tilfellum í sæmilegu samstarfi HAGUR LANDS- BÓKASAFNS VÆNKAR llonir standa nú til, að starfs ' aðstaða Landsbókasafns ins batni verulega, þótt enn hafi ekki verið hafizt handa um byggingu nýs bókasafns- húss. Mun ætlunin vera að flytja nokkurn hluta af bók- um safnsins, sem lítið eru not aðar í annað húsnæði utan safnhússins og fæst við það aukið húsrými. Jafnframt mun Handritastofnunin flytj- ast búferlum næsta haust, er Árnagarður verður tekinn í lyndi að því er snerti notkun barngetnaðarvarna. Það er líka kunnugt að margir kaþólskir prestar — sérstaklega í Eng- landi — hafa ekki viljað íþyngja konunum, en segja að það sé einkamál þeirra hvort þær vitji notfæra sér getnaðarvarnir eða ekki. Páfabannið hefur orðið um- talsefni í útvarpi ýmissa landa, t.d. í Vestur-Þýzkalandi. Þar leiddu kaþólskir læknar, prest- ar, félagsmálafulltrúar og leik- menn saman hesta sína um páfa- boðskapinn. Flestir þeirra gagn rýndu hann og mótmæltu hon- um. „Leyfið“ sem páfinn gaf fól’ki til að nota sér þá daga mánaðarins sem konan er ófrjó, sætti ómjúku umtali. Páfinn heldur því fram að samræði hjóna sé ósiðlegt og brjóti í bág við guðlega ákvörðun ef hjónin ætlist ekki ti'l að barn komi undir. En ekki getur það verið ætlun þeirra þá dagana sem kon an er ófrjó. Þvert á móti. En þá er „pillan" ekki syndsamlegri en ,,leyfi“ páfans! Páll postuli íeit miklu frjálslegar á þessi mál en nafni háns á 20. ö‘ld. f áðurnefndu sjónvarpssamtali benti einn þátttakandinn á, að foreldrar með þýzkar meðaltekj ur yrðu að skoðast sem hetjur ef þau megnuðu að sjá fleiri börnum en fjórum fyrir góðu uppeldi. Einu sinni var Napoleon keis- ari víttur fyrir það að hann hefði fórnað mörg þúsund manna lífum í aðeins einni orustu. „O svei“ sagði Korsíkumaðurinn, „þetta eru ekki fleiri en börn- in sem koma uindir á einni ásta- við hlutaðeigendur, og virðist meðferð og aðbúnaður dýra hafa farið fremur batnandi nú upp á síðkastið innan félagssvæðisins og er það áreiðanlega að mestu eða að öllu að þakka tilkomu og störfum Dýraverndunarfélags- ins undanfarin ár. Félagið hefur fullan hug á að starfa betur og víðtækara ef fjárskortur hamlaði ekkj svo mjög sem raun ber vitni. Annars sýnir nokkur já- kvæður árangur Dýravérndunar- félags Hafnarfjarðar hversu slík- ur félagsskapur er nauðsynlegur og sjálfsagður. Værf mjög á- nægjulegt ef vel hugsandi fólk konur sem karlar ynnu með áhuga og samvizkusemi að þess- notkun, og fær LanÖsbóka- safnið þá mjög aukið hús- rými, bæði til geymslu bóka og annarra gagna sem og vinnuaðstöðu. Munu þessar ráðstafanir væntanlega verða til þess að bæta mjög aðstöðu safnsins. Mjög er nú um það rætt að byggja myndarlega Þjóðbók- hlöðu í tilefni af 1100 ára af- mæli íslandsbyggðar og yrði þá framfylgt ákvörðunum Al- þingis um sameiningu Lands- bókasafns og Háskólabóka- safns í eitt Þjóðbókasafn. Kom fram í ræðu landsbóka- varðar á 150 ára afmæli safnsins að nefndin sem ann- ast undirbúning hátíðahald- nótt í París!“ Plágur fyrri alda, barnia- dauði, atyrjaldir og vanræksla í Heitbrigðismá'lum geta valdið örlagaríkri fækkun fólksfjölda. Örlagaríkri vegna þess, að mannfækkun þýðir máttarrýrn un viðkomandi þjóðar gagnvart nágrannaþjóð sem er að eflasit. í Nazi-Þýzkalandi og Mussolini Ítalíu voru barnmörg hjón verð launuð. Þau voru heiðruð fyrir lafrek sín í þágu þjóðarinnar, því að barneignirnar juku hern aðarmátt ríkisins! Kirkjan hafði ekkert að athuga við þennan áróður. En með boðskap páfans hefur kaþólska kirkjan lagt dráps- klyfjar á trúaðar konur. Ef þær vilja sjálfar ráða hve mörg börn þær eignist í hjónabandinu, drýgja þær dauðasynd. En þær eru að gera þetta til þess að tryggja börnunum að þau fái sómasamlegt uppeldi. Sam- kvæmt páfaboðinu eiga þær að hlaða niður ómegð, sem elzt upp við sult og seyru! Mótmælin frá kaþólsku fólki um allan heim sýma hinsvegar, að nú er öldin önnur en á mið- öldum, þegar kirkjan hótaði ö'll um trúvillingum og efunar- mönnum kvölum helvítis. Kaþólsk frú skrifar í „The Sunday Times“ nýlega: „Hvern- ig ég haga mér viðvíkjandi tak mörkun barneigna kemur aðeins mér og Guði við. En hvað á ég að segja um börnin okkar? Get- um við alið þau upp þannig, að þau beri virðingu fyrir kirkjufé lagi sem hefur brugðizt í jafn mikilsverðu máli og samlíf hjóna er? um málum, því ávallt er þörf meiri eða minni aðgerða í þessu efn; um allt land. Stjórn og trúnaðarstöður Dýra- verndunarfélags Hafnarfjarðar skípa eftirtaldir: Forsetí Þórður Þórðarson, ritari Jón Gestur Vig- fússon, gjaldkeri Erna Fríða Berg, meðstjórnendur Jón Sig- urgeirsson og Sigurður Þórðar- son, varaforseti Stefán Gunn- laugsson, varam. í stjörn Kristján Steingrímsson, endurskoðendur Eiríkur Jóhannss. og Georg Guð- laugss., gæzlumenn: Frímann Þórðarson og Sigurður Bjarna- son. Þá voru einnig kosnir neðan- taldir fulltrúar á næsta þing Dýraverndunarsambands fslands: Þórður Þórðarson, Jón Gestur Vigfússon, Erna Fríða Berg, Jón Sigurgeirsson, Sigurður Þórðar- son. Jón Sigurgelrsson. anna í sámbandi við 1100 ára afmæli íslands byggðar hef- ur orðið einhuga um að styðja þá hugmynd, að af- mælisins verði m.a. minnzt með byggingu slíkrar Þjóð- bókhlöðu.. Mun mörgum sýnast það mjög við hæfi, að gömul bóka þjóð minnist með þeim hætti hins merka afmælis. Bygging nýs bókasafnshúss krefst mik ils undirbúnings og erþessþví að vænta að fyrr en síðar verði tekin ákvörðun um þetta mál og hafizt handa um undirbúning, en þegar hefur nokkurt fé verið veitt til slikr ar byggingar og því hægt að hefja undirbúning að henni. Frá Dýraverndarfél. Hafnarfjarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.