Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBL.AÐH), MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 196« Austur og Vestur faðmast á þessari mynd. Það er Djurdjica Bjedov frá Júgóslavíu sem hallar sér að Sharon Wichman frá Bandaríkjunum er þær taka við verðlaunum fyrir 100 metra bringusund. Sú rússneska t.v., Galina Prozumenshikova, sem bronsið hlaut, er ekkert glaðleg á svipinn. Fjo^ar svipmyndir sem sýna stökkstíl Bob Beamons, lang stökkvarans fræga, sem stökk 8.90 metra. Þetta er einn af keppendunum í nútíma fimmtarþraut, en hún samanstendur af keppnisgrein- um í hlaupi ,reiðmennsku, sundi, skylmingum og skotfimi. Það er I. Mona, sem hlaut silfur- verðlaun í einstaklingskeppni, sem er hér í einni keppnisgreininni. „Flug 767 — það er annar fugl á flugi nálægt þér“ kynni að vera texti með þessari mynd frá stangarstökkskeppninni í tug þrautinni. Tugþrautarmennimir stukku á tveimur brautum og „sandkassarnir“ voru hlið við hlið og því stundum tveir á lofti í einu. Nær er Joachim Kirst frá A-Þýzkalandi, en fjær A-Min Wu frá Formósu. Svona lauk tugþrautinni. Bill Toomey (nr. 311) er fagnað og óskað til hamingju af heimsmet- hafanum Kurt Bendlin á sama tíma og hjálparmenn fara til að aðstoða Joachim Kirst, sem féll í yfirlið eftir 1500 m hlaupið. T.v. er annar A-Þjóðverji, Manfried Titker. Þetta er Mauno Lindroos frá Finnlandi. Hann ætlaði sér um of í lyftingum. Er hann ætlaði að snara þunganum yfir höfuð sér, féll hann aftur á bak með brambolti miklu. Hann slapp við meiðsli, en þeir sem nærstaddir voru segja, að það sem hann lét sér um munn fara — jafnvel þó það hafi verið á finnsku — sé ekki prenthæft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.