Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 196« Laufey í Hamborg Nokkur minningarorð Mér hefir oft orðið litið upp í gluggana í Hamborg síðustu dag- ana. Þar er nú autt og hljótt. En hverju sinni, er ég geng þar fram hjá, gaegjast fram í hugann minrt ingar um ánægjulegar stundir þar, um frábæra gestrisni, alúð, hlýju og glaðværar menningar- legar samræður, sem allt var mótað af persónuleika húsfreyj- unnar, Laufeyjar Pálsdóttur, sem nú er horfin yfir móðuna miklu, þangað sem leið allra liggur. Laufey Pálsdóttir var fædd á Akureyri 3. september 1887 og var því rúmlega 81 árs, er hún lézt 28. sept. sl. Foreldrar hennar voru Páll Jónsson Árdal, skáld og barnakennari, og Álfhefður Eyjólfsdóttir. Ekki var mikið um veraldarauð á bernskuheimili Laufeyjar, en Páll faðir hennar var skáld gott, listunnandi og lagði fram drjúgan skerf til leik- t Maðurinn minn, faðir okkar og bróðir, Tómas Þorsteinsson Ránargötu Sa, lézt í gærmorgun, 22. október. Aðstandendur. listar og annarra menningarmála á Akureyxi um sína daga. Bar Laufey þaðan þann menningar- arf, sem henni entist langa ævi og hún ávaxtaði dyggilega. Ung tók hún að vinna, og lagði þar á nýja braut og óvenjulega á þeim árum, er hún tók að nema prentiðn hjá Oddi Bjðrns- syni; varð hún fyrst íslenzkra kvenna til að nema þá iðn, að því mér er tjáð. Náði hún þar þeirri fæmi sem handsetjari, að fáir tóku henni fram. Komu þá þegar fram þær eigindir, sem ein kenndu hana löngum, mikil af- köst og vinnuhraði ásamt vand- virkni, sem aldrei brást, á hvað sem hún lagði hönd. Síðan stund aði hún nám í Gagnfræðaskólan- um, nú Menntaskólanum á Akur eyri. En hvorki lagði hún fyrir sig prentiðn né lærdómsstörf, þótt hlutgeng hefði orðið í hvoru tveggja. Árið 1910 giftist hún Jóhannesi G.V. Þorsteinssyni, kaupmanni. Var hann þá einn mesti upp- gangsmaður í verzlun á Akur- eyri, og hafði um þær mundir reist húsið Hamborg, sem enn stendur. Jóhannes var glæsilegur maður, glaður í lund og hvers manns hugljúfi. Einn son eign- uðust þau, Steingrím J. Þorsteins son, prófessor við Háskóla ís- lands og einn forystumann þjóð- arinnar í íslenzkum bókmennta- fræðum. Varð fæðing hans með allsögulegum hætti, því að gera t Konan mín, Margrét Björnsdóttir Blöndal frá Brúsastöðum, verður jarðsett að Undirfelli laugardaginn 26. október kL 2 e.h. Kristján Sigurðsson Stillholti 7, Akranesi. t Innilegt þakklæti fyrir alla aðstoð og auðsýnda samúð við andlát og j ar’ðarför, Tryggva Jónatanssonar. Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunarliði Iyf- læknadeildar Fjórðungssjúkra hússins á Akureyri fyrir alla umönnun í veikindum hans. Aðstandendur. t Móðir mín, Ingveldur Jónsdóttir, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 24. okt. kl. 1.30. Blóm vinsamlega afbeðin. Ingunn Jóhannesdóttir. t Þakka hjartanlega öllum sem sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og jarðarför manns ins míns, Helga Helgasonar Brekkustíg 1. Guðrún Guðmundsdóttir. t Jarðarför föður okkar, t Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu og samúðar- Páls Kristjánssonar kveðjur við fráfall og jarðar- Irú Húsavík, för, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. október kL Margrétar Kristjánsdóttur. 3 e.h. Kristbjörg Pálsdóttir, Jakob Sigurðsson, Guðný Pálsdóttir. Sigríður V. Jakobsdóttir, Egill Sæmúndsson, María Jakobsdóttir, Magnús Þorsteinsson, f Krístín Jakobsdóttir, 1 Rico Guidice, Jarðarför, Birna V. Jakobsdóttir, Guðfinnur Gíslason, Sveinsírtu Lovísu Gústaf A. Jakobsson, Björnsdóttur Guðrún Ragnarsdóttir, Hringbraut 111, Margrét Jakobsdóttir, fer fram frá Fössvogskirkju Hörður Jóhannsson, fimmtudaginn 24. þ.m. kl. Björn H. Jakobsson, 10.30. Sjöfn Erlingsdóttir. Systkin hinnar látnu. þurfti keisaraskurð, sem þá var svo fátítt, að það var í annað sinni, er sú a'ðgerð heppnaðist hér á landi og í fyrsta og eina sinni, sem hún hefur verið gerð hér í heimahúsi (í borðstofumni í Hamborg), og þótti þetta mikið snilldarverk af Steingrími Matt- híassyni, lækni, sem þá var ung- ur að árum og reynslu. En þótt mikils væri um vert snillihand- tök læknisins, var þó andl’egt og líkamlegt þrek hinnar ungu konu eigi síður í frásögur fær- andi, og mun hafa átt sinn þátt í, hversu vel tókst. Og ekki hik- aði Laufey við að leggjast aftur undir keisaraskurð, er hún átti síðara barn sitt, og lýsir það vel áræði hennar og þreki. Hjónaband þeirra Laufeyjar og Jóhannesar varð ekki langt, hann andaðist 1920 eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Lauf- ey stóð nú ein uppi með ungan son sinn og umfangsmikið fyrir- tæki, sem þarfnaðist mikillar forsjár, þótt allt virtist þá vel tryggt. Laufey hélt refcstrinum áfram, og gerðist Jón E. Sig- urðsson verzlunarstjóri, hinn ágætasti maður í hvfvetna. Þau giftust 1925 og 'áttu eina dóttur barna, Sólveigu Björgu, sem gift er landsréttarlögmanni í Odense í Danmörku. Systurson sinn tók Laufey nýfæddan í fóstur; hét hann eftir fyrri manni hennar. Hann lézt einung- is tuttugu og tveggja ára að aldri, og var það henni þungur harmur. En um þessar mundir fóru krepputímar og margskyns erf- iðleikar í viðskiptum í hönd, og fór svo, að verzlunin Hamborg varð að hætta. En í engu breytti það háttum Laufeyjar og þeirra hjóna um risnu og hjálpsemi, enda réttist hagur þeirra von bráðar aftur. Son sinn studdi Laufsy til náms, og systkinum sínum og börnum þeirra var hún haukur í horni, og studdi hún t Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýjar kveðjur við andlát og jarðarför, Kai Ólafssonar. Ásta Hallgrímsdóttir, Inger Blöndahl. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður, Guðmundar Bjarnasonar Langholtsvegi 87. Ragnhildur Halldórsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir. systkinabörn sín á margvíslegan hátt. Var ættræ'kni hennar og tryggð með fágætum. Síðari mann sinn missti hún fyrir rúmu ári. , Laufey Pálsdóttir verður minnisstæð öllum, er henni kynntust. Hún var lítil vexti, en það hvarf fyrir persónuleika hennar. Hún var mikil hús- freyja, hagsýn og dugleg, og hélt heimili sínu óvenju fáguðu, bæði á ytra borði og með innri nfcnningarbrag. Voru þau hjón samhent í því efni, svo að vart mátti milli sjá. Það var höfðings- skapur og reisn yfir gestaboðum í Hamborg, og ekki var síður ánægjulegt að koma þar hvers- dagslega, ef svo mætti að orði kveða, og njóta viðræðna við húsfreyjuna, finna alúðina og heyra hana segja frá og ræða álhugamál sín, sem voru mörg. Laufey var félagslynd og vann ótrauð í ýmsum félagsskap hér í bæ. Lsngst mun hún þó hafa starfað í kvenfélaginu Framtíð- inni og var þar löngum í far- arbroddi. Hún átti sæti í nefnd þeirri, seim vann að stofnun KristneShælis, og hún vann ótrauðlega árum saman að und- irbúningi Elliheimila á Akur- eyri. Sýnir það, hver mál það voru, sem áttu hug hennar. Þá vann hún mikið í Oddfellow- stúkunni á AkureyrL Laufey var listhneigð og listelsk. Fannst mér oft mikið til um, hverau næman smekk hún hafði á ljóða- gerð og kunni vel að meta það, sem einhvers var vert. Hafði hún þó lengstum lítinn tima til að sinna þeim hugðarefnum. Hin síðari ár átti hún við mikla vanheilsu að stríða, en ekki bilaði kjarkurinn, er hún gekk undir erfiðá skurðaðgerð áttræð að aldri. Hlaut hún við það nokkra bót, og væntu vinir hennar, að enn mundi henni endast aldur og kraftar; en kall- ið kom fyrr en varði. Þótt árin færðust yfir, var Laufey í Ham- borg alltaf ung. Svo fer þeim, sem sífellt eiga fangið fullt af viðfangsefnum og hafa dirfsku til að sinna þeim, þótt erfið sýn- ist, og geyma sálina fulla af góðhug til alls umhverfis sig. Laufey var Akureyringur af lífi og sál. Hér í bæ hafði hún dvalizt alla sína ævi, og hún vildi hag og sæmd bœjarins sem irtista, og með öllu sínu starfi átti hún drjúgan þátt í að auka hróður bæjarfélagsins og spar- aði þar ekkert til. Nú er hún gengin. Bærinn er svipminni eftir, en minningin lifir um mikla konu og góða. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. - LOFTLEIÐIR Framhald af hls. 28 varahluti fyrir uim 5 milljónir dollara, og isagði Sigurður, að eitt skilyrði flugfélagsin® fyrir því að gera þessa bugmynd að veruleika, væri, að fá að flytja þá tollfrjálst til landsins. Þá þyrftu Loftleiðir einnig að fá að minnsta kosti helmingi stærra flugskýlisrými en það hefur nú á Keflavíkurflugvelli. Hér væri eingöngu miðað við að þetta verkstæði fullnægði þörfum Loftleiða, en hugsanlegt væri líka, að félagið tæki að sér að vinna eitthvað fyrir önnur flug- félög, og þá yTðu enn fleiri menn við vinnu á verkstæðinu. Próf fró Hó- skóln íslonds I októbe.rmámuði hafa eftirtald ir sitúdentar lokið prófum viB Háskóla íslandsr Embættispróf í guðfræði: Guðjón Guðjónsson, Haufcuir Ágústsson, Þórhallur Höskuldsson. B.A.—próf: Heligi Þorláksson, Indriði Hallgrímsson, Óttar Eggertsson. Loftleiðir haifa lengst af keypt viðhald fyrir vélar sinar erlend- is. Aðalviðhald fyrir Skymaster og Cloudmaster vélar félagsins var keypt úti í NoregL en þegar Rolis Royce vélarnar komu til sögunnar var gerður samningur við Lockhead-verksmiðjurnar um viðhald á þeim vélum í New York. Hefur Halldór Guðmunds- son haft yfirumsjón með við- haldsstarfinu vestra fyri-r hönd Loftleiða. Sigurður gat þess, að Loftleið- ir hefðu hinn 12. september el. skrifað utanríkis-ráðherra bréf um þessi mál, og óskað eftir fyrirgreiðslu hans, en Keflavík- urflugvöllur heyrir undir utan- ríkisráðuneytið. Værj málið nú í athugun, og hefði fengið vin- samlegar undirtektir ríkisstjórn- arinnar. Það kom og fram í þassu sam- tali við Sigurð, að í Árslok lð‘67 starfaði um 715 manns hjá Loft- leiðum. Á sl. ári greiddu Loft- leiðir ýmiss konar gjöld vegna starfsfólks (þ.e. laun, lífeyris- sjóður, sjúkræjóður. trygginga- gjöld og þjálfun) fyrir samtals 166,8 millj. kr. Skattar Loftleiða (þ.e. tekju- og eignarskattur og útsvör, aðstöðugjöld, launaskatt- ur, söluskattur, eldsneytisiskatt- ur, áætlaðir tollar af innflutn- ingi, rekstrar- og fjárfestingar- vara) voru 40,9 millj. Aðrir lið- ir (þ.e. rafm., hiti, lendingar- gjöld, póstur og sími, álagning ipnlends kostnaðar olíufélaga o. fl.) námu 46,5 milljónum og skattar starfisfólks Loftleiða á ís- landi voru á «1. ári 48,6 milljónir. Heildarframlög Loftleiða til þjóð arbúskaparins árið 1967 eru því rúmar 300 milljónir króna, auk þess sem gjaldeyrisskil félagsirns nárnu 208,8 milljónum. Sigurður sagði, að endingu, að allir hlytu að fagna því, þegar upp .risu fyrirtæki til að veita fólki atvinnu, en það væri ekki síður ánægjuefni, þegar eldri fyrirtækj reyndust þess umkom- in að auka við istarfsmannalið sitt í stað þess að fækka því. íslenzkupróf fyrir erlenda stúdenta: Inigrid Westin. •••••••••••••••••••••• Kjarnfóður unnið hér á landi Hjartans þakkir færi ég böm um mínum og tengdabörnum, svéitungum og öðrum vinum og frændfólki, fyrir fagrax gjafir, blómakveðjur og heilla skeyti á sjötugsafmæli mínu 14. okt. 1968. Kær kveðja, lifið öll heil. Sigurlaug Jakobsdóttir, Hraunsholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.