Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1968 Byggðasafn Reykjavíkur Söfnun ýmissa hluta virðist mörgum fslendingum í blóð bor- in, og eru ekki sýnileg nein tak- mörk fyrir því sem einstak- ir menn leggja atund á að safna. Er að sjálfsögðu ekkert við því að segja, meðan þeir sjálfir srtanda undir sinni iðju, og það því þeirra einkamál, hvart söfn unin veitir þeim þá ánægju, sem þeir hafa vænzt, í lifanda lífi, og þá einnig, hversu mikinn arð húin veitir þeim eða erfingjum þeirra, þegar þeir hætta að safna, hvort sem það er fyr ir elli sakir, andlát eða af öðrum ástæðum. Um byggðasöfn, þar sem bæj- arfélög, sýslur, landsfjórðungar eða borgir, eiga hlut að máli, skiptir að sjálfsögðu allt öðru máli. f>ar hljóta að ráða önnur sjónarmið en safnsýki einatakra manna, ef góður árangur á að náat og safnið á að verða við- komandi tandshluta til sóma. Þá verður að gæta ýmissa atr- iða, sem eru óskyld einkasöfn- unum, bæði um staðarval og safn muni, og vanda til þeirra. Þar þarf að ríkja kyrð og ró og þar þarf að vera góð umhlrða. Ef þessa er gætt getur safnið orðið viðkomandi byggðalagi til sóma, annars e.t.v. til hins gagn- stæða. Þeir aðilar, sem stuðlað hafa að því að Reykjavíkurborg hef- ur geymt og varðveitt ýmsa gamla muni, svo sem ljósmyndir o.fl., eiga þakkir ski'lið, og þá einnig þeir, sem hugmynd áttu að byggðasafni fyrir Reykjavík- urborg, en mjög tel ég skiptar skoðanir manna um þá byrjun, sem þegar er hafin á þessu á Ár- bæ, og væri sú byrjun sennilega betur ógerð. Mér er ókunnugt um, hverjir hafa ráðið staðarvati, gert áætí,- anir um skipulag og rekstur, en ótrúlegt er, að ekki hafi verið gerðar einhverjar samþykktir hér um, áður en í framkvæmd var lagt, þótt einkennilega hljótt hafi verið um þær ráða- gerðir. Það er ákaflega einkennilegt að velja Arbæ til þess að geyma byggðasafn fyrir Reykjavík með ti'lliti til þess, hvað við höfum marga staði, sem virðast hafa öll skilyrði betri, og líklegri hefðu virzt að til mála kæmu í þessu augnamiði, t..d hina gömlu sögu- staði: Viðey, Laugarnes, Nes og Elliðavatn, ennfremur Engey, Ar tún o.fl. o.fl., allt líklegri staðir. Árbær á sér enga sögu, sem réttlætir, að hann var valinn, þar eru engar gamlar byggingar, sem ástæða er tit að varðveita. Byggingar, sem minna á reyk- vískan eða sunnlenzkan bæ í fornum stíl. Kofar þeir, sem uppi stóðu á Árbæ, þegar byrjað var á að safna þangað hinum ótrú- legustu munum, eru byggðir um síðastliðin aldamót og sennilega af þeirri gerð mannvirkja, sem sízt er ástæða til að varðveita sem safnmuni. Þá var greinilegt, að staður- inn var að komast í miðja borg- ina, svo að þess vegna hefði Byggðasafn Reykjavíkur alveg eins getað verið þar sem talið er að Ingólfur hafi reist sinn fyrsta bæ í Reykjavík og frú Hallveig bograð við sína hlóð- arsteina. Það verður erfitt að gera sennilega eftirmynd af fyrstu byggð Reykjavíkur. Innrétting- um Skúla Magnússonar, gamla í Aðalstræti, að ég ekki tali um síðari ára þróun — á Árbæ, sem hvergi á land að sjó og hef ur ekki skilyrði til þess að gerð- ur sé þar neinn „gervisjór". Þá má það heita kátbroslegt að byggja eftirlíkingu af norð- lenzkri kirkju á þessum stað og fá hana vígða og tekna í tölu kirkna á sama tírna sem marg- ar kirkjur eru ýmist nýbyggðar eða í byggingu í næsta umhverfL Þessar nýju og nýtízkulegu kirkjur standa auðar eða svo til flesta messudaga á ári, en Ar- bæjarkirkja, varla manngemg, er vígð sem „Guðs hús“. Kannski verður Dillonshús gert að barnaskóla fyrir Árbæj arhverfi eða einhverju öðru, ef kaffi og sauðskinnsskó skyldi þrjóta, hver veit? Þegar um byggðasafn er að ræða, er betra að hugsa í öld- um en vikum, og engir einka- hagsmunir eiga að komast að. Þótt mistök hafi orðið á Árbæ, bæði um staðarval og safnmuni, er engin ástæða til að halda þeirri misheppnuðu byTjun, sem hér er á ferðinni, en velja þessu safni heppilegri stað og endur- skoða þá safnmuni, sem komnir eru. Þótt skemmtilegra hefði verið fyrir okkur núhfandi kyn- slóð, að ekki hefði þurft að færa Árbæjarsafnið, er það ekk- ert nýtt fyrirbæri í okkar þjóð- félagi að færa til eða breyta byggingum, en allar breytingar verða dýrari og erfiðarL ef þær eru dregnar á langinn. Árbæjarsafn á að leggja niður í núverandi mynd, en byggða- safn fyrir Reykjavík á að taka við þeim munum, sem telja má þess virði að geyma. Það á að rísa á heppilegum stað eftir „beztu manna á- liti“ og á að vera byggt upp og rekið eftir fyrirfram gerðu skipu- lagi. Sími 14226 TIL SÖLU 2ja herb. kjallaraíbúð við Sogaveg. 2ja herb. íbúð við Fálkagötu á miðhæð, mjög vel útlít- andi. 2ja herb. íbúð við Austurbrún. Ibúðin snýr móti suðrL 2ja—3ja herb. íbúð við Braga- götu. 2ja herb. íbúð við Óðinsgötu á 3. hæð. 2ja herb. íbúð við öldugötu, á 3. hæð. 3ja herb. íbúð við Lyngbrekku í mjög góðu standi. íbúðin er á jarðhæð, allt sér. 3ja herb. íbúð við Langholts- veg. íbúðin er í kjallara, allt sér. 3ja herb. mjög glæsileg íbúð við Laugarnesveg. 3ja herb. kjallaraibúð við Há- teigsveg. Skipti á stærri íb. kæmi til greina með pen- ingamillLgjöf. 4ra herb. sérjarðhæð við Safa mýri. 4ra herb. íbúð við Háteigsveg, bílskúr. 4ra herb. séribúð við Grund- argerði. 4ra herb. kjallaraibúð við Bræðraborgarstíg. 4ra herb. endaíbúð við Ásbr. í Kópavogi. fbúðin er mjög glæsileg. 4ra herb. ný ibúð við Skóla- gerði í Kópavogi. 4ra herb. sérhæð við Borgar- holtsbraut í Kópavogi. 5 herb. sérhæð við Hrísateig. 5 herb. sérhæð við Holtagerði í Kópavogi. 5 herb. íbúð við Hvassaleiti, bílskúr meðfylgjandi. 5 herb. sérhæð við Lyng- brekku í Kópavogi. 6 herb. íbúð, eldhús og bað við Reynihvamm. íbúðin er ekki að öllu leyti frágengin. Einbýlishús við Löngubrekku í Kópavogi. Húsið er nánara tiltekið 5 herb., eldhús og bað, þvottahús, allt á einni hæð. Til greina kæmi að taka 3ja—4ra herb. góða íbúð upp í. Raðhús við Otrateig, laust nú þegar. Geta verið 4 svefn- herb. og bað. Niðri tvær stof ur, eldihús og bað. Fokhelt einbýlishús við Sunnu braut, selst með góðum gr eið sluskilmálum. Fokheldar 4ra og 5 herb. íbúð ir víðsvegar í Kópavogi. Fasteigna. og skipasala Kristjáns Eiríkssonar hrl. Laugavegi 27 - Sími 14226 Hefi fil sölu m.a. Einstaklingsíbúð í Kópavogi. íbúðin er um 50 ferm., stofa, svefnkrókur eldhús og bað. Geymsla fylgir svo og sam- eiginlegt þvottahús. Útb. um 200 þús. kr.. 4ra herb. íbúð við Eskihlíð. Laus strax. Lítið einbýlishús í Kópavogi. Byggingarlóð fylgir. Einbýlishús við Selásblett. — Hásið er um 100 ferm., 4 herb. og með risi, sem er óinnréttað. Útb. um 200 þús. kr. Kaupendur Hefi kaupendur að 3ja herb. íbúð, góð útborgun. Einnig hef ég kaupanda að tveimur íbúðum í sama húsi, þ. e. 3ja—4ra herb. íbúðum. önnur íbúðin má vera í risi. Baldvin Jónsson hrl. Kirkjutorgi 6. Sími 15545. Bifreiðasala Egils Notaðar bifreiðir til sölu. Hillman Minx ’67 ekinn 14.500 km. Hillman IMP ’64 ný vél og gírkassi. Willy’s jeep árg. ’66, með blæjum. Willy’s jepp árg. ’66 með Mayershúsi klæddu. Opel Record árg. ’62. Skoda 1000 M G árg. ’65. Benz 220 árg. ’65, góð kjör. Ford Bronco árg. ’66, með spili. Hillman Super Minx station árg. ’66. Renault R8 árg. ’63. Volvo 544 árg. ’62. Opel Caravan árg. ’62. Tökum vel með farnar bifreiðir í umboðssölu. Úti- og inni sýningarsvæði. ill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118, sími 22240. KAU PM AN N ASAMTÖK ÍSLANDS Félag mafvörukaupmanna — Félag kjötverzlana Almennur félagsfundur beggja félaganna verður hald- inn fimmtudaginn 24. þ.m., kl. 20.30 í Tjamarbúð. D a g s k r á : 1. Ráðstefna matvöru- og kjötkaupmanna að Hótel Bifröst s.l. sumar. 2. Tryggingastarfsemi á vegum félagsmanna. 3. Verðlagning landbúnaðarafurða. 4. Verðlagsdómar yfir 5 kaupmönnum vegna verðlagningar á öli og gosdrykkjum. 5. Samningar við sælgætisframleiðendur innan Félags ísl. iðnrekenda. 6. Önnur mál. Þar sem um áríðandi málefni er að rseða á fundinum eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna. Stjóm Félags matvörukaupmanna, Stjóra Félags kjötverzlana. Reykjavík, sept. 1968. Guðfinnur Þorbjörnsson. Verzlunar- og iðnaðarhiisnæði 200 — 400 fermetra óskast til leigu. Kaup koma einnig til greina. Tilboð merkl: „Verzlun — iðnaður — 6707“ sendist á afgreiðslu blaðsins fyrir 26. 10. n.k. Trélím Vatnsþétt „ÚREDANA" trélím í 5 og 10 kílóa og 12 gramma pakkningu. — Póstsendum. MÁLNING & JÁRNVÖRUR H.F., Reykjavík Sími 11295 — Laugavegi 23 — Sími 12876. Dýrfirðingar! Vestur-ísfirðingar! Stofnfundur klúbbsins ÖRUCGUR AKSTUR í VESTUR ÍSAFJARÐARSÝSLU verður haldinn að Núpi í Dýrafirði, föstudaginn 25. október, kl. 21. Dagskrá: 1. Ávarp: Valdimar Kristinsson, NúpL 2. Erindi Baldvins Þ. Kristjánssonar. 3. Umræður. 4. Stofnun klúbbsins, samþykktir — stjórnarkjör. 5. Kaffi í boði hins nýstofnaða klúbbs. 6. Kvikmyndasýning. Sérstaklega cr skorað á bifreiðatryggjendur Sam- vinnutrygginga að mæta á stofnfundinum. Allt áhugafólk um umferðaröryggismól velkomið. SAMVINNUTRYGGINCAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.