Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 196« Allir önnum kafnir við nám leirArskóli^S og hugðarefni fram á kvöld canoDooac noDanacac C ODDDD — D DD Aðalkennslustundum dagsins er lokið í barna- og ungíinga- skólanum á Leirá. Krakkarnir streyma út í góða veðrið ásamt nokkrum keninurum. Útivisitar tími er að byrja. Fréttamaður Mbl. fylgist með, ásamt Sigurði Guðnumdissyni s'kólastjóra. — Allir nemendur skólans stunda íþróbtir í 4 tíma á viku, auk þess sem við höfum sérstakan útivistartíma í 45 mínútur á hverjum degi, segir Sigurð- ur. Eru þá allir skyldugir til að fara út og vera með í að hlaupa ákveðnar vegalengdir. Kennari fer með og stjórnar þessu. Og viti menn! Þarna skokk- ar Sýbilla kennari af stað með yngri krakkana, og skömmu síð ar Gunnar Höskutdsson með þau eldri. Til að losna við ÖNNUR GREIN sprettinn eða að láta híja á sig fyrir aumingjaskapinn, tek ég að spyrja Sigurð, sem útskýrir: — Þessi daglega líkamsþjálfun, sean snmir kalla skokk, er sett upp eftir kerfi, sem mjög ryður sér til rúms úti í heimi. Því nú eru allir, yngri sem eldri, að hugsa um að fá nægilega hreyf- ingu. • Við höfum mælt hlaupa- brautir og þar hlaupa 10-14 ára krakkar tvo km. á dag, en 7-9 ára fara 1 km. vegalengd. í góðu veðri getur eldri hópur- inn þó farið í knattspyrnu, sem gefur svipaða líkamsþjálfun. Að auki eru svo leikfimistímar dag lega, nema á föstudögum. Ég held að þessi líkamsþjálfun sé mjög gagnleg. Börnin fá útrás fyrir þörfina til að hreyfa sig um miðjan daginn og eru svo rólegri og meira vakandi, þegar þau koma inn á eftir. Ég held að skólarnir þurfi að leggja mikla áherzlu á að börniin fái hreyfingu, en auðvitað þarf að hafa aðgæzlu á að þau þreyti sig ekki, áður eh þau koma aft- ur í tíma. Það er ákaflega snyrti'legt í kringum skólann og víðir vellir til leikja. — Við erum búnir að skipuleggja alít skólalandið al- veg út að girðingu. Við vitum hvað á að gera við hvern biett og erum byrjaðir að vinna sam- kvæmt þvL Við skólann eru rúm góð bílastæði, kn attspymu vellixr fjær og sundlaug var til nokk- urn spöl frá skólanum. Skammt frá skólabyggingunni stendur nýtt Félagsheimili, sem tekið var í notkun í fyrra. Marg ir eru á móti því að hafa Fé- lagsheimili of nátægt skólun um vegna ó'næðis af böllum og þessháttar. Þarna gegnir öðru máli, þar eð skólinn á þriðjung í húsinu. Og vegna aðildar hans, var Félagsheimilið innréttað sem íþróttahús. Af sömu ástæðum er ekki gert ráð fyrir að þar fari fram opinberir dansleikir. E n fólkið í sveitinni, ungmennafé- lag og kvenfélag, notar það und ir sína félagsstarfsemi. — Hér dönsum við, spilum félagsvist, höídum alls konar fagnaði, og allt miðað við byggðarlagið sjálft, segir Sigurður. Og við ruglumst ekkert í dansinum, þó máluð séu strik á gólfið vegna íþróttaiðkana, og körfurnar má taka niður ef þarf, bætir hann við, um leið og hann sýnir okk- ur inn í hinn stóra sal Félags- heimilisins. Þessi salur nýtist til íþróttaiðkana. 30 stundir á viku. Það er íþróttahús skólans og meðlimir ungmennafélagsins koma hér tií íþróttaiðkana á kvöldin. Meðan karlmennirnir eru í leikfimi í salnum, sitja konurn- ar frammi í vistlegu anddyrinu, spila á spil, leika bob og fá sér einn kók, því við höfum kók- sölu í sjálfsafgreiðslu. Og svo öfugt. Bændur og húsfreyjur í sveitinni eru í íþróttum. Ég held að þriðjungur af íbúum þessa svæðis iðki íþróttir, segir Sig- urður. Kennsiukraftar í leikfimi fást í skólanum. Hér er ölt í- þróttaaðstaða í Fé'lagsheimilinu og yfirleitt allt, sem önnur heim ili bjóða upp á nema leiksvið, en það er fyrir hendi í þremur öðrum félagsheimilum á sama svæði. Við göngum um húsið. Á bak- hlið er sérinngangur fyrir skóla krakka með búningsklefum og böðum og þar er eldhús, til að hita í kaffi á kvöldvökum. Fé- lögin, sem standa að húsinu, fóku að sér að 'ljúka við að ganga frá því að innan. Hrepps nefndin tók fundarherbergin, ungmennafélagið snyrtiherberg in og kverufélagið eldhúsið, og sjálfboðaliðar máluðu og smíð- uðu með ágætum árangrL Vegna þessarar íþróttaað- Yngri deildin í danstíma. m t f * Hí#y ..• v • Y-'t. j/y&J ■ >31 Krakkarnir leggja af sftað í „skokkið“ í útivistartímanum og skólastjórinn af-tastur. stöðu var efnt til íþróttaskóla í fyrra fyrir 9-14 ára böm í einn mánuð að sumrinu og komu þá krakkar hvaðan æfa að. Og á vorin á að vera sundnámskeið fyrir heimakrakka. Meðan við erum að skoða Fé- dantssal. Enda var dansleikur- inn hjá eldri krökkunum til fyr irmyndar, þegar röðin kom að þeim að dansa eftir skólatíma. — Börnin eru hér upptekin allan daginn við skólanám og hugðarefni, og atltaf undir eft- Síðdegkball hjá eldri börtwjnum. lagsheimilið, eru krakkarnir í knattspyrnu og hringleikjum undir umsjón kennara niðri á íþróttasvæðinu. Síðan fara þau heim í síðdegiskaffi, áður en þau halda áfram náminu inni. Yngri krakkarnir eiga að fá danstíma áður en skóladegi íýk- ur, og því bíður bílstjórinn, Jón as Kjerúlf, svo heimangöngu- krakkarnir geti verið með. Og nú hefst báll hjá 7-9 ára krökk- unum. Sigurður kemur því sjálf ur af stað með því að spila á gítar undir samsöng. Síðan eru raðir drengja og stúlkna látnar marsera saman, svo enginn verði út undan. Ungu kennslukonurn- ar tvær leiðbeina dansendunum, en Sigurður þenur nikkuna. „Ég var heppin", heyrist ein og ein damain segja, þegar húm er á- nægð með herrann sinn. „Eftir dansinn eiga piltarnir að leiða stúlkurnar út að þessum vegg, hneygja sig vel og segja takk fyrir, Já, sumir gerðu þetta vel, en þið megið ekki snúa rassin- um í strákana, þegar þeir eru að þakka fyrir. Þið eigið að snúa ykkur kurteistega að þeim og hneygja ykkur líka“, segir skólastjórinn. — Og eftir næsta dans hefði þetta verið til sóma á hvaða hirðdansleik sem var. Það er reyndar ekki svo lítið upp- eldisatriði að kenna krökkunum snemma fallega framkomu í irliti og með hjálp kenmara, seg ir Sigurður, er við spyrjum um félags'líf. í skólanum er skólafé- lag, sem hefur umsjón með fé- lags- og íþróttamálum utan skólatíma. Það reka börnin sjálf með aðstoð. Þau hafa líka síma máifundi, gefa úit skólablað Og hafa kvöldvökur, auk stærri skemmtana, eins og árshátíðar, „liitlu jóla“ og 1. desemberfagn aðar. Svo er ails konar klúbb- starfsemi innan skólans, þar sem kennarar leiðbeina um mosaik- og leðurvinnu, bast og perlu- saum, ljósmyndagerð og tafl! Við höfum frjálsíþróttaklúbb og keppum við aðra skóla í frjáls- um íþróttum og knattleikjum. Og dahs tilheyrir auðvitað, svo alt- ir læra að dansa í skólanum, eins og þið hafið séð. Við höfðum áður komið í eðlis fræði- og teiknistofuna, sem not uð er sem tómstundaherbergi, þegar ekki er verið að kenna þar. Þá geta krakkarnir leikið borðtennis og bob. Og þar er myrkraklefi og aðstaða til ljós- myndaframköllunar með þræði- klefa, tveimur stækfcurum og öðru sem áhugaljósmyndarar þurfa á að halda. Félags- og kynningarstarfsemi er ekki aðeins rekin innan skót- ans, því krakkarnir hafa einnig samskipti við aðra skóla. Alilir bekkir hafa vinabekk í skólun- um á VarmalandL Kleppjárns- reykjum eða í Laugargerði. Og fara fram heimsóknir milli skól- anna. Hver bekkur tekur á móti einni heimsókn á vetri og fer í heimsókn aftur í annan skóla. Þá útbúa börnin skemmtiefni sjálf og svo er sungið og dans- að. Einnig er alltaf eitthvað um leikhúsferðir suður til Reykja- víkur segir Sigurður skóla- stjóri. Svo tókum við upp á því í fyrra að efna tit skíðaskóla í Fornahvammi, þessir þrír fyrr- nefndu barna- og unglignaskól- ar og Reykho’ltsskóli. — Fyrirkomulag á skiðaferð- um var þannig, að hver bekkur, 12 ára barna og eldri fær 5 daga skíðaleyfi og er þá daga alveg í Fornahvammi og fer kennari með bekkjunum. Þarna eru bekkir frá tveimur skólum í einu og því tveir kennarar með krökkunum, auk skíðakennar- ans. Og kennararnir hafa svo 3 bóklegar kennslustundir á dag, svo krakkarnir missi ekki úr í skólanum. Við leggjum til skíði og skó á alla, keyptum saman 22 pör af skíðum og 45 pör af skóm. Og á kvötdin sjá krakk- arnir um kvöldvökur. Okkur langar mjög til að hálda þessu áfram, því það er satt að segja eitthvert vit i slíkum skíðaferð- um miðað við þessar eins dags ferðir. — Hvernig mælist þetta fyrir? Hvað finnst foreldrunum? — Lang flestir eru ánægðir með að börnin kynnist útivist og læri að fara í útilegur. — Hvernig er háttað sam- bandi foreldra og skóla? — Við gefum út foreldrablað sem kemur út þrisvar á ári, þar sem við ræðum skólamálin og heimanám og birtum stundum rit gerðir um sérgreinar í kennsl- unni. Svo höfum við foreldra- fundi tvisvar á vetri. Fó'lk sæk- ir þá þetur en foreldradaga. Þá höfum við hringborðsumræður, sem eru mjög jákvæðar. Þar skýrist ýmislegt, sem ekki er hægt að tala um við einstaka foreldra. Við höfum fengið á þessa fundi sérfræðinga annars staðar frá og umsagnir þeirra um einstök málefni eru gagnleg ar fyrir bæði kennara og for- eldra. — Samvinna við aðra skóla á þessu svæði er líka mjög náin, heldur Sigurður áfram. Það hef- ur æxlast svo að náin tengsl eru milli otokar sikóla, Laugar- igerðisskóla á Snæfellsneei, Lauga í Dalasýslu, Varmalands og Kleppjárnsreykja í Borgar- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.