Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 11
MÓRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1968 11 Pr. Bragi Jósepsson: Aldarfjórðungs stöðnun íslenzkra fræðslu- mála má rekja til úrelts fræðslukerfis Einn ágætur skólamaður hafði orð á þvi á þessu ári, að stór- kostlegar framfarir hafi orðið í íslenzkum skólamálum á síðustu árum. í þessu sambandi vil ég vekja athygli manna á þeirri staðreynd að á tveim síðustu ára tugum, eða frá því um lok heims styTjaldarimnar síðari, hafa orð- ið meiri framfarir á sviði tækni, vísinda og almennrar velmegun- ar en dæmi eru til. Þegar þetta er haft í huga er gagnlegt að vitna til orða Ármanns Snævarr, er hann viðhafði í ræðu er hann flutti á háskólahátíð 1964. Þar segir rektor háskólans á þessa leið: „Eitt er víst. Vér er- um mældir með alþjóðalegri mæli stiku, og viðmMun vor sjálfra verður að vera alþjóðleg í eðli sínu. Það er sjálfsblekking ein- ber að beita þar annari við- miðun." Það er óbifanleg skoðun mín, að ýrnsir þjóðfélagshættir hér á landi hafi beinlínis stuðlað gegn eðlilegri þróun þjóðfélagsins og þar af leiðandi orðið til þess að kostað hafa þjóðina meira en metið verður til fjár. Ég mun að þessu sinni einskorða mig við þjóðfélagshætti, sem beint eða óbeint grundvallast á fræðslu- kerfi' þjóðarinnar. Reglur og kerfi miða að því að staðfgsta og viðhalda stöðu þjóðfélagsins og þar af leiðandi hamla gegn breytingum. Vöxtur og þróun eru eðli heilbrigðs þjóð félags. Regfur og kerfi, sem þjóna þörfum nútímans stuðla því að að skýra og hagræða þeim störf- um og viðfangsefnum, sem úr- lausnar bíða. Á þann hátt stuðla reglur og kerfi að auknum af- köstum og hagkvæmari úrlausn almennra vandamála. Þegar þegn ar þjóðfélagsins skynja að ein- stakar reglur og kerfi þjóna ekki lengur tilgangi sínum ber að endurskoða starfsemi þeirra þjóðfélagsstofnana sem á þeim grundvallast. Stundum er rætt um íhalds- söm öfí þjóðfélagsins og er þá meðal annars átt við þær þjóð- félagsstefnur, sem leitast við að viðhalda einstökum þjóðfélags- legum og menningarlegum verð- mætum, og það oft á kostnað inýrra og erlendra hugmynda. Með þessa skflgreiningu í huga erum vér öll að einhverju leyti ihaldsmenn. Afstaða vor til móð- urmálsins, sögu og menningar ber þess greinilega vitni að menn ingararfur þjóðarinnar er oss ÖK um ómetanlegur, og þegar á reyn ir stöndum vér öll sem einn maður um varðveizlu þessa dýr- mæta arfs. Agreiningur vor staf ar, aftur á móti, af því að vér höfum ólíkar skoðanir um fram- kvæmd og skilgreiningu einstakra þjóðfélagálegra viðfangsefna. það sem oft hefur ruglað menn i riminu f háttum og framferði stjórnmálamanna bæði hér á landi og meðal annarra þjóða, er einmitt oft tengt þessum mál- um. Fyrir nokkru hlýddi ég á merkan fyrirlestur, sem enski þjóðfélagsfræðingurinn Brian Hoímes fiutti við Peabody Kenn araháskólann í Bandaríkjunum um efnið, „Afstaða Breta til bandarískra fræðslumála." Það kom mér vitanlega ekki á óvart þegar fýrirlesari hóf ýtarlegan samanburð á hinum hugsjóna- lega grundvelli bresks og banda rísks þjóðfélags. Á þann hátt tókst fyrirfesara að skýra fram- kvæmd ákveðinna þjóðfélagsmála á grundveili þeirrar skiígrein- ingar, sem bandariska þjóðin hef ur markað, og á hinn bóginn, að skýra mat Breta á banda- riskum þjóðfélagsháttuan á grund velli þess mats, er Bretar hafa mótað gagnvart sömu vandamál- um í sínu eigin þjóðfélagi. Ef ekki er fyrir hendi skilningur á því, að þjóðfélagskerfi og starfs hættir einstakra þjóðfélagsstofn ana byggjast á hugsjónlegum grundvelli, er algerlega vonlaust að meta á raunhæfan hátt form og starfshætti þeirra þjóðféfags- stofnaua, sem um ræðir. Afstaða vor íslendinga tií menntunar hefur frá fornu fari einkennzt af þeirri stefnu, að menntun sé fyrst og fremst fræði mennska, sem í hreinustu mynd sé ekki hagsmunaleg í eðli sínu. Hin hlið þessa máls kemur fram í afstöðu vorri til alþýðumennt- unar, sem mótast hefur sam- kvæmt skflgreiningu vorri á al- mennri lágmarksþekkingu. Að öðru leyti hefur hið hagnýta gildi menntunar verið hulið. f fram- kvæmd varð þetta því þannig, að menn gengu menntaveginn til þess að fá réttindi. Mennt- unin var því ekki hnitmiðuð, sem undirbúningur til starfs, hefdur hnitmiðuð, sem fræðsla einstakra námsefna, sem í mörg- um tilfellum var lítið annað en utanbókarlærdómur. f hinu fámenna þjóðfélagi voru hefur sú skoðun verið nokkuð rótföst að offjölgun geti orðið meðal menntamanna. Þegar haft er í huga að menntun var fyrst og fremst leið til að afla mikilvægra rétt- inda innan þjóðfélagsins er eðli- legt að þeir, sem réttindanna höfðu aflað vifdu gera nokkuð til að viðhalda þeim og með því tryggja réttarstöðu sina og ann- arra réttindahafa, innan þjóðfé- lagsins. Hér er þó ekki ein- ungis um að ræða lýsingu á ís- lenzkum háttum heldur er hér um að ræða fyrirkomulag og hætti, sem rekja má til miðalda, bæði hér á meginlandi Evrópu. Á síðustu árum hafa stórkostleg ar breytingar orðið á skóla- og fræðslumálum annara þjóða og samfara því hefur afstaða al- mennings og mat á stöðu skót- ans, sem þjóðfélagsstofnunar tek ið verulegum breytingum. Hér á fslandi sitjum vér enn uppi með þann úrelta hugsunarhátt, sem stendur í vegi fyrir því að vér getum nýtt að fullu þá mögu- leika sem frjáls menntun fyrir alla æskulandsins veitir. Mennta skólar og háskóli eru enn sem fyrr, fyrst og fremst stofnanir þar sem menn leggja á sig nám til að öðlast réttindi innan þess þrönga ramma, sem skótamennt- un vor grundvallast á. Önnur framhaldsmenntun, hér á landi, hefur af þessum ástæðum, liðið stórlega vegna þess úrelta hugs- unarháttar og skilningsleysis. Fólkið í tandinu hefur fyrir löngu áttað sig á þessu órétti. Alþýðan gerir sér fulla grein fyrir því, að mennt er máttur, ekki einungis fyrir embættis- mervn, fræðimenn og visinda- menn, heldur einnig fyrir alla alþýðu. Einn af hagfræðingum vorum, Jónas Haralz, hefur bent á, að auknum hagvexti fylgi hlutfallsleg fækkun fólks er ynni við frumatvinnuvegina, en hlut- fallsleg fjöfgun meðal þeirra er vinna við ýmisskonar úrvinnzlu, iðnað og þjónustu. Hér er um mikilvægar og gagnlegar bend- ingar að ræða, sem forráðamenn skólamála gætu ihugað, og ef til villnýtt, ef vilji væri fyrir hendi til umbóta. Vér lifum á c>ld tækni, sem náð hefur svo langt, að margt af því, sem áður fyrr krafðist nákvæmra og skarpra hæfiteika einstaklingsins er nú unnið hrað ar og með meiri nákvæmni af rafheilum, en mannlegur hæfi- leiki getur jafnast á við. Vér vitum ekki hver áhrif þessi þró- un mun hafa á menningu þjóð- anna, en vér vitum eitt, að vér getum ekki staðið auðum hönd- um, agndofa yfir þeim afrekum sem visindi og tækni hafa leitt yfir mannkynið. Þjóðin styrkir á engam hátt meruningararfleifS- ina með því að emangra sig frá FYRRI HLUTI % , 11_______ Dr. Bragi Jósepsson tækniþróun og vísindum nútím- ans. Það er einmitt með því að nýta þessa vísindatæknd, sem þjóðinni mun auðnast að við- halda þeim menningararfi og því þjóðerni, sem er oss öllum svo mikils virði. f þessum efnum hef- ur klemzkt skólakerfi brugðizt hrapalega. Starfsemi íálenzkra vísindamanna og fræðimanna er takmörkuð við fáar stöður, þröng starfsskifyrði, skikningsKeysi stjórnarvaldanna, takmarkað fjár magn og takmarkaða aðstöðu til samvinnu við aðra vísindamenn í sömu, eða skyldum greinum. Hvað störf þessi sjálf snertir, að öðru leyti, gilda í mörgu hin- ir einstaklega frumstæðu hætt- ir, svo sem um stöðuveitingar embættismanna og aðstöðu þeirra sem ráðnir hafa verið í opin- berar stöður til þeirra, sem ný- lega hafa lokið námi eða öðlast réttindi í sömu grein. Hér er um að ræða hið furðulegasta andrúmrfloft, sem ekki þekkist meðal annara siðmenntaðra þjóða. f hvert skipti sem ég heyri íát íslenzks pilts eða stúlku er ég minntur á það mikla starf, sem býður óleyst. f hvert skipti, sem ég minnist þess mikla starfs er ég ennfremur minntur á þá andlegu ‘ fjötra, sem æska vor hefur verið hneppt í vegna ó- mannúðle^-a þjóðfélagshátta og andlegrar formyrkvunar. Það er sagt að Bandaríkjamenn hafi misst 28 þúsund hermenn $ styrj- öldinni i Víetnam. Ef metið er í tölulegum einingum er lái eins ungs manns á ÍSlandi sambæri-1 legt við fall eitt þúsund banda- rískra hermanna. . Þó að þessi samanburður sé að mörgu leyti óraunsær ætti oss öflum að vera ljóst hve mikils virði þjóðfédagi voru eru starfskraftar hvers og eins dugandi æskumanns og konu. En hvað gerir svo þjóðfélag vort til þess að hagnýta þessa mikils- verðu einstaklinga, sem hver um sig er þjóðfélagi voru dýrmæt- ara en hundrað einstaklingar eru öðrinn þjóðum? Þessari spurn- ingu verður sennilega aldrei að fuMu svarað, en því miður er margt sem bendir til þess að þjóðin hafi ekki borið gæfu til að veita æskunni þá aðstöðu til vaxtar og þroska, sem samrým- ist kröfum nútímans. Menntunar kerfi þjóðarinnair hefur fyrst og fremst verið ofurselt því megin- markmiði að skapa fámenna valdastétt og um leið vanrækt á eftirminnilegan hátt það mark- mið, að auka almenna þekkingu og starfshæfni á einstökum svið- um. Flestir munu viðurkenna að efnahagsleg velmegun þjóðfélags ins stuðlar að aukinni hamingju þegnanna, og sömuleiðis að efna hagsleg velmegun byggist að veru fegu leyti á menntun og hæfni einstaklingsins. í nútíma þjóð- félagi hefur menntim, af þess- um ástæðum, tekið á sig nýtt form. Réttindi þau sem mennt- un og próf veita marka að veru- Iegu leyti efnahagslega aðstöðu einstaklingsins. Hér á landi hef- ur skólakerfið vanrækt átakan- lega framhaldsmenntun allra þeirra unglinga, sem ekki fengu réttindi til háskólanáms, og þar með hefur réttarstaða þessa stærsta hóps þjóðfélagsins ver- ið berfega afskipt. f öðru lagi hefur þjóðfélagið sjálft liðið fyr- ir þá sök að hæfileikar þessa fólks hafa ekki verið nýttir sem skyldi. Vegna sérstakrar áherzílu á próf og námshraða hefur þjóð- félagið réttlætt þá stefnu, að gera menntastofnanir fyrst og fremst að tækjum til takmarkaðra rétt- indaveitinga. Hið hagkvæma og raunhæfa gildi menntunar hefur þannig verið vanmetið þjóðfélag inu til ómetanlegs tjóns. í dag þarf þjóð vor á hverjum ein- staklingi að halda og ekki nóg með það, hefdur þarf þjóðin að sjá til þess að starfsorka hvers einstaklings megi nýtast sem bezt þeim sjálfum og þjóðarheildinni til hagsbóta. Sumir segja að vér leggjum of mikla áherzlu á efnahags- lega velmegun. Þessi ásökun er óréttlát því að efnahagsleg -vel- megun er ein af eftirsóknarverð- ustu gæðum, sem einstaklingar og þjóðféiög sækjast eftir. Á grundvelli þess mats er það rétt- indamál vort að stuðla að fullri nýtingu á hæfileikum allra þegna þjóðfélagsins, og jafnframt mót- mæla þeirri stefnu, sem hefur gert menntastofnanir vorar að tækjum rikisins til þess að velja fámennan hóp til sérréttindaað- stöðu í þjóðfélaginu. Á þennan hátt hefur þjóðfélagið vanmetið hið raunhæfa gildi menntunar fyrir almenning. Með þessu er ekki verið að gera lítið úr meiri- háttar embættisstörfum, né held ur þeirri nauðsyn að velja hæfa menn til mikilvægra áhrifastarfa. Slíkt er hverju þjóðfélagi nauð- synlegt. En einnig er það hverju þjóðfélagi nauðsynlegt að stuðla að fullri nýtingu á hæfileik hvers einstaklings, þeim sjálfum tif gagns og þjóðarheildinni til hagsbótar. Fyrir aðeins fáiun árum barð- ist stór hópur islenzkra foreldra fyrir því að börn þeirra fengju að ganga í skóla, ganga mennta- veginn, eins og það jafnan var nefnt. Meðal þessara foreddra voru margir sem höfðu einungis gengið í skóla í nokkrar vikur. Aðstæður voru þá slíkar, að að- eins er á færi þeirra, sem það reyndu að lýsa svo vel að skilj- ist. Þessir foreldrar skildu einn- ig fijótt að mennt er máttur, og þess vegna var það draumur þeirra, að börn þeirra nytu betri menntunar en þeir höfðu notið sjálfir. En nú hefur margt breytzt á fáum áratugum. Börmn sem fæddust á árunum milli heims- styrjafdanna og til loka síðari heimsstyrjaldarinnar hafa séð nýja kynalóð vaxa upp. Þróun hinna síðustu áratuga hefur einnig verið með þeim hætti að betur hæfir að líkja henni við margra alda þróun fremur en þróuTi rúmra tveggja áratuga. Foreldrarnir, sem nú eiga börn á skólaskylduafdri horfa með ugg til framtíðarinnar, því margir þeiira hafa haft aðstöðu til að sjá með eigin augum hvflíkt end emis stjórnleysi hefur ríkt í skólamálum þjóðarinnar á undan förnum tveim áratugum. í dag er það æska þjóðar vorrar, sem hefur risið upp til mótmæla og öll alþýða landsins er reiðubúin til að sameinast í baráttunni fyT- ir menntun, sem hæfir þeirri öld sem vér Kfum á. Þjóðin öU mun sameinast, hvar í flokki sem menn standa. Sigur þessa máls er rétt- ‘lætiskrafa æskunnar í dag, og þess vegna ber oss öllum að vakna til dáða, því dagur fram- kvæmda er risinn. Á undanförnum tveim árum hafa orðið miklar umræður um fræðílukerfið og skólaméAim í landinu. Gagnrýni hefur verið svo almerm að vart hefur heyrzt nokkur andbára til varoar þvl skólakerfi, sem vér búum við. Hinn 31. maí, s.l. bar þó svo við, Jóhann Hannesson prófess- or hóf innreið sína til verndar kerfinu, með greinafíokki, und- ir fyrirsögninni: „Flest er í lagi með fræðídukerfið.“ Við lestur þessa skilmerkilega greinaflokks verður þó ekki komið auga á eitt atriði til staðfestingar á þess ari furðulegu fyrirsögn. Á hinn bóginn er hægt að greina nokkra tugi staðhæfinga, sem benda frem ur til þess að flest sé í ólagi með fræðslukerfið, enda af miklu að taka. Greinarflokkur J.H. er mjög athyglisverður og gefur kærkomið tiíefni til skilgreining ar á þeim hugsjónalega gTund- velli, sem núverandi skólakerfi byggist á. Það fyrsta sem vekur sérstaka athvgli við lestur gTeina flokksins, er að fyrirsögnin Btendur í engum rökrænum tengsl Hm við efnið sjálft. Skilgreining J.H. á hugtakinu skólakerfi er algerlega út í hött og á ekkert skylt við þá skilgreiningu, sem almennt er notuð nú á dögum. Það verður þó að teljast góðra gjalda vert begar höfundur ger- ir tilraun til þess að skilgreina merkingu ein«=takra v>ugtaka. end mun það, hvað sem öðru liður vera réttur hvers heiðarlegs fræðimanns. En þar sem J.H. hefur greinaflokk sinn á orðum Jóns Sigurðssonar. „Það sem al- menning heilum viðkemur. á að vera öllum kunnugt." tel ég á- stæðu til að gera n«kkra grein fyrir þeim tvískinning, sem virf ist korna fram í greinaflokki höf undar. Þegar litið er á bjóðféTagið Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.