Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐtÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 19S8 17 - FRÆÐSLUMÁL FramhaM af bls. 11 í heild kemur í ljós að það stend ur saman af fjölmörgum megin- þáttum, sem hver um sig gegn- ir ákveðnium tilgangi innan þjóð félagsins. Meðal þessara megin- þátta má nefna þjóðfélagsstofn- anir, svo sem skóla, heimili, lög- gjafarþing, dómstóla, heilsuvernd og sjúkrahjálp, kirkju, almanna- tryggingar, og þannig maétti lengi telja. Hver þessara þátta um sig er byggður upp sam- kvæmt ákveðnum lögum, regl- um, tilskipunum og öðrum fyrir- mælum, sem giida í hverju þjóð- félagi. Þessvegna er talað um skólakerfi, efnahagskerfi, em- bættismannakerfi, og þannig má einnig lengi telja. Til þess að skilgreina nánar meginstarfshætti hinna einstöku þjóðfélagskerfa hafa menn notað ákveðin vinnu- brögð, sem byggjast á því, að draga fram með skýrum línum hina einstöku sérþætti innan kerfisins og utan. En kerfið, og þá ekki fremur skólakerfið, er ekki dauður uppdráttur eins og ætla má af orðum J.H. Skóla- kerfið er meira en „samstæða af skólum á mismunandi stigum“ eins og J.H. lætur í ljós. Skó'la- kerfið felur því í sér próf og prófréttindi með öllum þeim af- leiðingum sem því fylgir. Skóla- kerfið felur í sér uppeldisheim- speki, sem það reyndar grund- vallast á. Skólakerfið felur í sér starfsemi þess híuta embætt- ismannakefiisinia, er varðar fræðslumálin. Skólakerfið er ná- tengt löggjafarvaldinu að því er snertir fræðslulög. Starfshættir menntamálaráðuneytisins, embæt ismannaskipanir, fyrirmæli til námsstjóra, skólastjóra og kenn ara er hluti þess sem vér köll- um fræðslukerfi. Námsbókaút- gáfa, fjármál skóla eru einnig hluti af skólakerfinu. Réttur há- skólans til sjálfstæðrar starfsemi í einstökum málefnum er einn þáttur hins sérstæða íslenzka fræðslukerfis. Réttur prófessora til að láta af starfi og ráða mann í sinn stað, án þess að segja upp starfi, er einnig eitt af sér- bennum íslenzks fræðslukerfis. Ráðning í skólastjórastöður og kennarastöður, í embætti fræðslu málastjóra og námsstjóra, svo og stöður í menntamálaráðuneytinu, allar til lífstíðar, eru einnig sér- kenni hins íslenzka fræðslu- kerfis. Landsprófið er enn eitt af þessum sérkennum íslenzks fræðslukerfis, og þannig mætti halda áfram. Fyrirsögn höfundar ber því að endurskoða rækilega þegar þessi skýring er höfð í huga. Enda þótt viðurkennt sé að höfundur hafi fullan rétt til þess að nota sínar eigin skilgreining- ar, enda þótt þær séu ekki al- mennt virtar, verður þó að gera þá lágmarkskröfu að höfundur sé samkvæmur sjálfum sér. Hof- undur skilgreinir hugtakið skóla kerfi sem „samstæðu af skólum á mismunandi stigum." Um sjálf fræðslulögin segir höfundur að þau séu fyrst og fremst „ramma- löggjöf“, sem samkvæmt framan greindri skilgreiningu er ekki að sjá að hann skoði þau, sem ákveðinn þátt kerfisins. Aftur á móti segir höfundur á öðrum stað (n. grein, 3. dlk.) „f kerf- inu er sveigjanleiki, sem lög- gjafar vorir verðskulda þökk fyrir. Á öðrum stað segir höf. (H,l) „Kerfið er intellektúalist- iskt og byggist því á vali góðra kennara." Hér er vissulega um töluvert ósamræmi að ræða hvað við kemur þessari skilmerkilegu skilgreiningu höfundar. En þar sem J.H. hefur greinilega ekki selt sál sína þeim vinnubrögðum sem „vér tæknikratar" höfum upp tekið sé ég ekki ástæðu til frekari sparðatínings, en mun beina máli mínu að kjarna við- fangsefnisins. JJH. ballar greinaflokk sinn: JFlest er í lagi með skólakerfið", eins og áður er nefnt. Eftir skil- greiningu höfundar má segja að flest sé í lagi með hina kerfis- bundnu flokkun ákveðinna skóla 4 mismunandi stigi. En þetta er aila ekki efni greinaflokksins. 'Ef farið er eftir skilgreiningu höf. má segja að greinarnar f jalli mjög almennt um íslenzk fræðslu og skólamál. En hvers vegna segir þá höfúndur ekki, „Flest er í lagi með fræðslumálin.“ Svarið er mjög einfalt. Höf. finnur ekkert í lagi. Réttast væri því að segja að höf. finnur „allt í ólagi með fræðslumálin.“ Við lestur þessara greina verður ekki komið auga á eitt einasta atriði, sem er í samræmi við fullyrð- ingar fyrirsagnarinnar. Á hinn bóginn er ekki annað að sjá en að höf. leggi sig mjög fram um að sýna að flest er í ólagi með fræðslumálin. Þessu til staðfest ingar skulu tilfærð nokkur dæmi og er grein og dálkur tilgreind- ur svo lesendur geti fengið nán- ara samhengi. Gagnrýni Jóhanns Hannessonar á íslenzkum fræðslu málum mun ef til vill vera sú skeleggasta, sem fram hefur kom ið til þessa. Eftirfarandi dæmi úr greinarflokki höfundar bera þess Ijóst vitni: 1) Ákveðnum námsgreinum er haldið við af gömlum vana. (1,2) 2) Kjör íslenzkra kennara eru lakari en kennara í nágranna- löndunum. (1,4) 3) Uppeldismenntun íslenzkra kennara er minni en kennara í nágrannalöndunum. (1,4) 4) Það er átakanlegt hve mikla fátækt Kennaraskóli fslands hef ur átt við að búa. (II.l) 5) Slæmur aðbúnaður kennara- skólans á undanförnum árum hef ur sín áhrif á nútímann. (11,1) 6) Ef ekki er val góðra kennara er hætt við slæmum afleiðingum (11,2) 7) Kerfið byggist á vali góðra kennara. (11,29 8) Kennarar hafa verið útilok- aðir frá háskólanámi. (11,5) 9) Til þess er ætlast að kenn- arar vinni í sumarfríum. (111,1) 10) Meðan aðrar þjóðir leggja áherzlu á að veita kennurum hag kvæm sumarnámskeið til að auka þekkingu sína, þá vinna íslenzk ir kennarar við að grafa skurði. (111,1) 11) Ekki verður með neinni sann girni við því búizt að kennara- stétt vor sé fær um að veita sömu menntun og kennarastéttir nágrannaþjóðanna. (III,2) 12) Námslán til kennara eru ekki fáanleg og styrkir vart telj andi. (III,4) 13) Það er kominn tími til að bæta úr kennaraskortinum. (111,5) 14) Kennaraskorturinn á rætur sínar að rekja til hugsjónafátækt ar almennings. (III,5) 15) Æfingaskólinn, sem skóla- stjóri kennaraskólans bað um ár ið 1908, er ekki tekinn til starfa enn. (11,1) 16) Námsleiði á rætur sínar að rekja til lélegra kennara. (11,2) 17) Góðir kennarar þurfa að leggja á sig sérstakt erfiði vegna slæms aðbúnaðar. (11,3) 18) Þrátt fyrir velmegun og lúx usmannvirki fyrir milljónatugi höfum vér ekki æfingaskóla. (11,3) 19) Kennslutæki og aðbúnaður ís lenzkra skóla er fátæklegur. (11,3) 20) Ýmislegt í skólastarfi voru minnir á aðbúnað hjá flótta- mannastarfsemi. (11,3 og HI,5) 21) f námsskrá er gert ráð fyrir sjálfstæðum vinnubrögðum, en til þess eru allar aðstæður ófull- nægjandi. (11,3) 22) Námsefni skyldunámsins er svo þungt, að það heldur fólki niðri á lágu menningarstigi, og veldur seinagangi, þroskaleysi og leiða. (11,3) 23) Þar sem of mikið er unnið með námi — eða með kennslu — fer ekki hjá því, að útþynn- ing á sér stað, og þessi útþynn- ing kemur fram í minni þroska og minni dómgreind en æskilegt getur talizt. (III,2) 24) Þunn menntun hæfir mörg um og margir sætta sig vel við þunna menntun. (III,2) 25) Þar sem menntunarmarkið er lágt er auðveldara en ella að fá kennara til að sætta sig við lág laun ef sumarfrí er langt. (111,2) 26) Mannréttindi til náms í dag eru ekki eins mikil og var á miðöldum. (11,5) 27) Margir prýðilega þroskaðir menn eru útilokaðir frá háskóla námi. (11,5) 28) Menntaskólarnir eru of fá- ir. (11,5) 29) Stefnan hér á landi virðist sú að láta hvort sigla sinn sjó, skólann og fjölmiðlunartæk in. (11,8) 30) íslenzkir skólar starfa flest ir mun skemmri tíma ár hvert en skólar nágrannaþjóðanna. (111,1 og 1,4) 31) Það er öruggt, að samifjöldi skólaára veitir ekki sömu mennt un á íslandi og í nágrannalönd- unum. (III,2) 32) Það er alger firra, að ætla að 6 mánaða skóli geti veitt sömu menntun og 9 mánuða skóli (111,1) 33) Algengt er að kalla það átta mánaða skóla, sem í reynd starfa aðeins í sjö mánuði. (111,1) 34) Kennslutími er drýgri í 9 mánaða skólum heldur en 6 mánaða skólum. (III, 1) 35) Prófin gera starfsemi skól- anna ódrýgri en ella. (III, 1) 36) Þrengslin í skólunum eru oss til skammar. (III,5) 37) Þrengslin í skólunum eru ó- afsakanleg. (III,5) 38) Mikil þörf er á að endur- skoða námsefni skólanna. (1,2) 39) Einstakir þættir íslenzku uppeldisheimspekinnar eru jrfir leitt veikari og óraunhæfari í framkvæmd en hjá nágranna- þjóðum vorum. (1,4) 40) íslenzkar kennslubækur eru þynnri en kennslubækur ná- grannaþjóðanna (1,4). 41) Það virðist sem þjóðin hafi ekki efni á að binda skólabæk- ur barnanna í betra efni en papp ann í mjólkurhyrnunum. (1,5) 42) Það virðist sem ekki sé nægt fé til þess að láta skólastjóra vora fá nauðsynlega skrifstofu- hjálp. (1,5) 43) Stefnan í kennslubókamál- unum heldur íslenzkum skólum niðri, bæði nemendum, kennur- um, höfundum og öllum almenn- ingi. (11,2) 44) Kennslubókapólitíkin hér er mótuð af sparsemi (11,2) 45) Stefnan í íslenzkri náms- bókagerð hefur valdið ófremd- arástandi. (11,2) 46) Kennslubókapólitíkin hefur útþynnt alþýðumenntun hér á landi um áratugi. (11,2) 47) Kennslubókapólitíkin hefur valdið þjóðinni stórtjóni. (11,2) 48) í bókagerðinni er ósveigjan leiki, sem gerir ráð fyrir að all- ir landsmenn skuli hafa sömu greind og læra það sama. (11,3) 49) Gagnrýni skólamanna á kennslubókum mun vera al- menn. (11,2) i50) íslenzbar kennslubækur standast illa samanburð tilsvar- andi námsbóka hjá nágrannaþjóð unum. (11,3) 51) Hér rækta menn ræfilshátt í bókagerð meðan þjóðin eyðir hundruðum milljóna í fánýtar framkvæmdir. (11,3) 52) -fslenzkar skólabækur eru átakanleg sjón, þegar búið er að nota þær um nokkurt skeið. (II,3) 53) Prófkerfið á rætur sínar að rekja til skriflegra embættis- prófa frá því tveim öldum fyrir Krist. (11,4) 54) Landsprófinu mætti sleppa ef nóg væri til af menntaskól- um. (11,5) 55) íslenzk skólasaga er ekki til á voru máli. (III,3) 56) Bókaflokkar til eflingar skólunum eru nálega ókunnir hér á landi. (11,2) 57) Heimildarrit vantar íbarna- og unglingaskólana. (11,3) 58) Efnisskrá vantar jafnvel í sumar af barnabókunum. (11,3) 59) Veika hliðin í íslenzkum skól um er þroskinn. (11,6) 60) Fjölmargir íslenzkir mennta menn þekkja ekki nöfn helztu siðfræðinga mannkynsins. (1.4) 61) Ekkert hefur verið hirt um að bæta það tjón, sem verðfell- ingastefnan hefur valdið á þeim fáu sjóðum, sem tiltækir eru til að styrkja ungt fólk til náms. (III,2) Hér hafa verið dregin saman nokkur helztu meginatriði úr greinaflokki Jóhanns Hannesson ar prófessors, undir fjrrirsögn- inni, „Flest er í lagi með fræðslukerfið?" Eftir að hafia lokið við lestur areinaflokksuna vaknar sú spurning, Hvað er í lagi með fræðslukerfið? Ætla hefði mátt að höfundi þætti hlíta að nefna svo mikið sem eitt at- riði í samræmi við fullyrðingu fyrirsagnarinnar. Svo er þó ekki. Eins og að framan greinir gagnrýnir höfundur íslenzk fræðslumál vægðarlaust, en þrátt fyrir þessa gagnrýni er hann trúr þeirri uppeldisheimspeki, sem hið íslenzka kerfi grundvall ast á. Þetta kemur berlega í ljós þegar litið er á aðra hlið þessa máls. Höfundur hefur fast mót- aðar skoðanir á skyldum, rétt- indum og verkefnum einstakl- inga og hópa innan þjóðfélagsins. Þessi uppeldissp>eki er mjög í anda þeirrar stefnu, sem fylgt hefur verið í íslenzkri fræðslu- málastjórn fram á þennan dag. Skoðanir höf. og ganrýni á hin- um einstöku þáttum fræðslumál anna eru því ekki gagnrýni á upp eldisheimspekinni, sem kerfið grundvallast á, heldur er hér um að ræða gagnrýni á stöðnun kerfis, sem höf- undur aðhyllist í meginat- riðum. Þetta er mjög í sam- ræmi við þá skoðun sem kemur fram hvað eftir annað í fyrrnefndum greinaflokki, að „kerfið getur verið í lagi“ enda þótt öll fræðslumálin séu í mesta ólestri. Það verður því ekki ann að séð en að gagnrýni höfundar beinist að menntamálaráðherra sjálfum. Hin „ágæta“ rammalög- gjöf íslenzkra fræðslumála virð- ist því ekki koma að notum þeg- ar hugsjónasnauður menntamála ráðherra situr við stjórnvölinn. Ungur reglusamur maður óskar eftir vinnu á kvöldin og um helgar. Margt kemur til greina. Upplýsingar í sima 82287 eftir kl. 18 e.h. í þeim fjölda kúlupenna, sem eru á markaðinum, er einn sérstakur — BALLOGRAF, sem sker sig úr vegna þess, hversu þægilegur hann er í hendi. Hið sígilda form pennans gerir skriftina auðveldari, svo að skrifþreyta gerir ekki vart við sig. • BALLOGRAF- EPOCA blekhylki endast til að skrifa 10.000 metra (sem jafngildir eins árs eðlilegri notkun). Skriftin er ætíð hrein og mjúk, vegna þess að blekoddurinn er úr ryðfríu stáli, sem ekki slitnar. Þessir pennar eru seldir um allan heim í milljóna tali. Alls staðar njóta þeir mikilla vinsælda. epoca HINN HEIMSFRÆGI SÆNSKI KÚLUPENNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.