Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.10.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBBR 1968 — Ég get glatt yður með því, að næstu mínútur munuð þér ekki hugsa um skatta tKa annað þess háttar. fréttamaður frá framtakssamri fréttastofu, sem prófessorinn varð að gefa heila skýrslu með einkarétti. Allskonar dýrgripir höfðu fundizt í hellinum, og svo var annar staður í eyðimörkinni, í þriggja mílna fjarlægð, sem hin ir amerísku vísindamenn héldu fram að hefði verið staður borg- armúranna. Stóra tjaldið þar sem munirnir voru hreinsaðir, var nú orðið fullt af borðum, þar sem hægt var að athuga þá. Og yfir þeim var vörður nótt og dag. Jill hafði nóg að gera að út- vega ávexti og snarl og kalda drykki handa þeim, sem voru að vinna, og auk þess sjá um heita rétti til kvöldverðar fyrir þrját íu manns eða meira, sem gátu komið án þess að gera boð á undan sér. Suliman varð að sjá um mat handa arabisku piltun- um. Sem betur fór voru flutn- ingasamgöngurnar í góðu lagi, svo að jafnan barst nægur mat- ur til stöðvarinnar á hverjum tíma. Einn daginn barst líka póstur með bílunum. Jill fékk tvö bréf og póstkort að auki frá gamalli skólasystur, sem var í fríi í Sviss. Faðir hennar skrifaði henni líka nokkrar línur og sagði fréftir af bænum og nágrönnun- um. Frænka hennar skrifaði lengra bréf frá nýja heimilis- fanginu sínu í Essex: „flann frændi þinn fékk tilboð um þessa forstjórastöðu í Chelms- ford og við vorum svo heppin að ná í þetta hús. . . Fjögur stór svefnherbergi, svo að þú getur komið og verið hjá okkur þegar þú kemur aftur til London. . . Jæja, það var að minnsta ko'sti gott, hugsaði Jill. Þá gæti hún átt þak yfir höfuðið meðan hún leitaði sér nýrrar atvinnu. — Er það nú ástarbréf frá fjarlægum vini? sagði einhver rödd og Jill leit upp og framan í háðslegt smettið á Davíð. — Þú ætlar ekki að fara að segja mér að ég eigi mér keppinaut? — Það er nú frá henni Marion frænku, þó að þú trúir því kannski ekki. Hún braut saman bréfið og stakk því í vasann. — Ertu að koma í mat, eða er eitt- hvað að? — Við erum hættir í dag, sagði Davíð. — Það er ómögu- legt að mæla neitt með þessa bölvaða ekkisins Kana hangandi yfir sér. Þeir eru allsstaðar fyr- ir manni. Og þeir eru álíka vit- lausir út úr þessum déskotans múrum og hún Enid okkar. Hún var þarna með þeim um tíma í morgun. — Þú getur fengið tesopa ef þú vilt, sagði Jill, Um leið og hún stðó upp af stólnum og gekk áleiðis til edhússins. — Ég ætlaði einmitt að fara að hita handa sjálfri mér. — Þakka þér fyrir Jill. Ég kem eftir nokkrar mínútur þeg ar ég er búinn að hafa fata- skipti. Þegar Jill var að setja bollur og kökur á pappadisk, mundi hún eftir því, að hún hafði ekki gefið Mósesi neitt sælgæti um daginn, og fór því með nokkrar gamlar kökur út í gripahúsið. Hann tók við þessu með þökk um, en Jill fannst hann eitthvað þreytulegur og daufeygður. Hún minntist á þetta við Ahmed. Pilt urinn yppti öxlum. Hann sagði, að hvorki Móses né hinir úlf- aldarnir hefðu fengið matar- skammtinn sinn tvo síðustu dag- ana — því að í eyðimörkinni væri þeim ekki gefið nema þriðja hvern dag. En svo lét hann þess getið, að ungfrú Cater hefði far- ið út að ríða þá um morguninn. Jill vissi, að þau mundu hafa farið einar þrjár mílur eða þar um bil, en sú leið gat ekki hafa valdið því, að á Mósesi sæi. Hún ráðgaðist um þetta við Ahmed og hann gat þess til að ungfrú Cater hefði verið að reyna, hve hratt Moses gæti komizr. Jill minntist þess, sem hún hafði heyrt um úlfaldakappreiðarnar, þar sem ungfrú Cater fór venju lega með sigur af hólmi. — En Móses er of ungur til þess að taka þátt í kapphlaupum sagði Jill, móðguð. — Þeir verða að vera að minnsta kosti sjö vetra til þess. Aftur yppti Ah- med öxlum, kæruleysislega. Hann var ekki annað en úlfalda reki, sem gerði það sem yfirboð arar hans skipuðu honum. Jill gekk aftur til tjaldanna og fann Söndru, sem sat hjá Da- víð í matartjaldinu, og hann slokaði í sig úr tebolla. Hún fór til að ná í annan bolla og meira heitt vatn. — Þú ert snemma komin að, sagði hún við Söndru. WITTEIMBORG búðarvogir 2ja og 15 kg. fiskvogir 15 kg. ÓLAFUR GÍSLASON &CO HF (ngólfsstræti la — Sími 18310 — Já, mér var fleygt út, sagði | Sandra, kát í bragði. — Enid hefur einhvern grun um, að eitt hvert altari sé falið þarna í borgarveggnum. Og að grafa eftir slíku er ekkert fyrir við- vaning eins og mig. Hvað seg- irðu um að laga á okkur hárið seinna í kvöld, Jill? Eftir matinn þvoðu þær sér og settu upp hárið hvor á annarri, en það var vandasamt verk, þar sem vatnið var af svo skorn um skammti. Meðan Sandra var að setja rúllurnar í hárið á Jill, sagði hún henni frá þessari í- myndun hjá Enid um það, hvar gylta gyðjan úr musterinu mundi vera grafin. — Ef hún finnur hana ekki, verð ég vit- laus, góða mín. Og ef hún finn- ur hana, verður hún álíka mont in og hundur með tvö skott. — Ef þú ert að aðstoða hana, kynnir þú að finna myndina, benti Jill Söndru á, en hún hló við. — Já, þá yrði ég bara tafar- laust myrt, kelli mín. Svo mundi Enid koma hræinu af mér frá, og snúa síðan sigrihrósandi með myndina á lofti. Hún þráir það heitast að sín verði getið í sögu vísindanna. Þú getur beinlínis ekki gert þér hugmynd um, hvernig hún er, nema með því að vera stöðugt með henni. Og ég hef svei mér stofnað mér hættu svo að um munar! Og þú kvartar ekki samt, hugsaði Jill með sér. Svona get- ur ástin gert kraftaverk, ef hún getur breytt manneskju eins og henni Söndru, sem elskaði björt ljós og skemmtanir og náðugt líf helzt í óhófi. Nú var Sandra hin rólegasta úti í eyðimörkinni, af því að það var sama sem að vera nærri manninum, sem hún aetlaði að giftast. — Jæja, ertu nú komin með allar rúllurnar? sagði Sandra — Þá getum við þurrkað okkur úiti. Það er líba gott að fá ofurlít.ið frískt loft, eftir allit þetta rót í moldinni. Enda þótt sólin væri tekin að síga og himinninn væri þegar tekinn að roðna í vestrinu, var enn nægilega heitt til þessa. Þær gengu frapi og aftur og kring um póilana, með hárið óvarið af öðru en nælonneti. — Hvenaer ætlið þið að gifta ykkur? spurði Jill. — Þið bíðið náttúrlega með það þangað til þið komið til London? — Já, ef til vilf að annars hef ég enga hugmynd um það. Eins og er, þá er alveg ómögu- legt að vera með neinar ráða- gerðir. Ér það annars ekki skrít ið, hvernig maður getur ekki lif- að nema ef svo mætti segja frá degi til dags, í eyðimörkinni? Það er beinlínis eins og engin framtíð sé til. — Já, þið hafið að minnsta kosti tímann fyrir ykkur, sagði Jill og hneigði sig kurteislega fyr ir prófessornum, sem gekk fram- hjá í sama bili. Hann var að lesa tíu daga gamalt eintak af Times og dreypa í kvölddrykk inn sinn. En alít í einu rauf eitt hvert hljóð sem var í senn jarm ur og snörl, þögnina. — Hvað gengur nú á? sagði Sandra. — Hefur kannski ein- hver af þessum andstyggðar úlf öldum fengið i'llt i magann? — Það getur ekki verið. Þeim er ekkert gefið í dag. Ég held að þetta sé hann Móses. Ég ætla að aðgæta það. Jill flýtti sér að gripahúsun- um. Sandra lalfaði á eftir- henni og stanzaði við dyrnar. Graham og Oliver höfðu líka heyrt hljóð ið og komu á eftir stúlkunum. Al'lir úlfladarnir lágu rólegir og voru að jórtra, að Mósesi undanteknum. Hann var hálfris- inn upp og velti vöngum og íeið sýnilega illa. Ahmed stökk upp þegar JiLl kom og þau störðu á úlfaldann. — Veikur, sagði Ah med og benti á hann. Jill sá tvær rauðar rispur eft- ir gulgræna skinninu á 'lærunum á Mósesi. — Hefur hann verið úti aftur í dag? spurði hún. — Hefur ungfrú Cater verið með hann? Ahmed kinkaði kolli, hinn róíegasti. — Ég vissi það alveg, hraut úit úr dýravininum Jill, og nú komu mennirnir að í sama bili. — Viiljið þið sjá, hvem ig hún hefur farið með hann Mós es? Hún hlýtur að hafa lamið hann alveg miskunnarlaust, þessi andstyggðar manneskja. Hann er veikur. Hann hlýtur að veira það. Hún gekk nær til þess að athuga sárin, en Móses sýndi tennurnar, grimmdarlegur á svip inn. — Farðu frá, Jill! skipaði Oh ver snöggt og greip í handlegg- inn á henni og dró hana frá Svo hélt hann henni fastri. — Þú getur ekkert gert honum til góða. Ég ætla að fá eitthvað deyfandi hjá honum Christie og Ahmed getur gefið honum það í einhverju fóðri. Það getur dreg- ið úr verkjunum í bili. Og svo skal Ben Rashid ganga betur frá þessu. Það ætti að gróa fljótt svo að þú skalt engar áhyggjur hafa. — Og hann varður ekkert not aður fyrr en hann er búinn að ná sér að fullu bærtti Graham við. — Við sku'lum sjá um það. Þarna var ekkert meira hægt að gera. Jill gekk í burt 1 þungu skapi og það var Oliver, sem gekk nú við hlið hennar, og útskýrði fyrir henni, að úlfaldar væru þolin dýr og þetta mundi Bréfritari — vélritun Bréfritari (aðallega við ensk verzl.bréf) getur fengið atvinnu nokkra tíma í viku. Upplýsingar um menntun, aldur, hvar unnið áður o. þ. h. sendist afgr. Morgunblaðsins merkt: „Bréfritari — vélritun — 2099“. AUKAFUNDUB Sölusambands Isl. Fiskframlniðanda verður haldinn í Sigtúni fimmtudaginn 24. okt. n.k. kl. 10 f.h. Fundarefni: Ástand og horfur í sölu- og verðlagsmálum saltfisks. Stjórn SÖLUSAMBANDS ÍSL. FÍSKFRAMLEIÐENDA. Sápuhúsið tilkvnnir heiðruðum viðskiptavinum: — Dagana fimmtud. 24., föstud. 25. og mánud. 28. október verður ungfrú STRAUB, fegrunar- og tízku-sérfræð- ingur frá LANCÖME París, stödd hjá okkur — og veitir fúslega allar uppl. og leiðbeiningar um hvernig nota skal hinar frægu Lancome snyrtivörur íbúð til leigu Ný íbúð með teppum stáerð um 130 ferm. á Seltjamar- nesi. Fallegt útsýni. Leigist aðeins bamlausu fólki. Tilboð merkt: „Reglusemi — 6772“ sendist Mbl. fyrir 25. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.