Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐi MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÖBER 1968
„VHISIMOM TEMPLARIIIITUMST
Segir Ken Simpson,
49 ára gamall
Lundúnarbiii
Hér á dögunnm hittum við að
máli mann á förnum vegí, sem
um 6 ára skeið hefur heimsótt
Ísland og eignast hér marga
vini og kunningja. Þeir kalla
hann sín á milli „Jokerinn",
sem myndi þýða á máli spila-
manna „Hreiðar heimski“a.m.k.
ef miðað er við íslenzku spilin,
sem Tryggvi Magnússon teikn-
aði.
Maðurinn sem við hittum, er
49 ára gamall Lundúnabúii,
Ken Simpson að nafnl. Hann
er vörpulegur á velli, lundgóð-
ur, ríkur of kímnigáfu, og fædd
or i Liverpool.
„Þekkirðu máski Bítlanna?"
spyrjum við.
„Nei,“ svarar Ken Simpson"
og ég er ákaflega hamingju-
samur að þekkja þá ekki. Ekki
svo að skilja að þeir séu ekki
ágætir á sinn hátt en ég vil
heldur þekkja annað fólk“.
„Mætti ég þá spyrja þig, Ken
Simp9on, Ertu eitthvað skyldur
Mrs. Wallis Simpson, sem seinna
giftist prinsinum af Wales, síð-
ar Játvarði VIII og hertogan-
um af Windsor, og um var
kveðinn þessi vísupartur hér á
landi:
„Simpson kemur viða við,
veldur breyttum högum. . “ “
„Nei biddu fyrir þér. Ég er
ekkert tengdur aðlinum þótt ég
meti hann að verðleikum eins
og sönnum Englendingi sæmir.“
„Mér er sagt, þú búir í einni
útborg Lundúna"?
„Rétt er það í Stanmore og
þar rétt handan götunnar býr
Dýrlingurinn, Simon Templar,
Roger Moore, sem mér skiLst,
að sé ykkúr íslendingum að
góðu kunnur. Simon Templar
er mikill prýðismaður, dagfars-
góður, rétt eins og ég og þú,
þ.e.a.s. ósköp venjulegur maður,
sem lætur ekki frægðina stíga
sér tii höfuðs. — Við hittumst
stundum á barnum, handan göt
unnar. Fáum okkur máski einn
pott af bjór, röbbum saman en
eitt er víst, að Roger Moore
vinnur mikið, er sívinnandi.
Ranuar skil ég ekki hvers vegna
þið fslendingar hafið varpað Si-
moni Templar fyrir róða um
stund. Roger Moore getur aldrei
skaðað ykkur."
„Það er nú svo margt, sem
u
við íslendingar vörpum fyrir
róða — , og sjaldnast er það
nú sérstaklega skynsamlegt. En
segðu mér n ú í stuttu máli,
hvernig þín ævi hefur liðið.
„Jú, ég var alinn upp í Lond-
on, gekk þar í skóla ýmsa. en
hélt síðan til Nigeríu þarna við
Gíneuflóann í Afríku og átti við
skipti við innfædda seldi þeim
sápur og ilmvötn, en þeir þekktu
þá ekki peninga að neinu ráði,
þetta voru vöruskipti, og ég
fékk í staðinn húðir og baunir,
stundum fílabein, og þessi við-
skipti gengu ágætlega, báðir að
ilar voru ánægðir. Síðan vann
ég í 8 ár við tóbaksframieiðslu
og fór viða
Að lokum sneri ég aftur heim
til London og hóf að starfa fyr-
ir Reynoldstóbaksfyrirtækið, sem
selur Winston, Salem og Camel,
sem þið íslendingar kannist
sjálfsagt bezt við af öllum sígar
ettum. Reynoldsfyrirtækið er
langstærsti tóbaksframleiðandi í
Bandaríkjunum. Þeir vinna tób
akslaufin í Norður- Carólínu.
Starf mitt fyrir Reynolds hefur
leitt mig um allan heim og m.a.
að ströndum íslands, og hér hef
ég eignast fjölmarga vini og
kunningja og gæti vel hugsað
mér að setjast hér að.
Ég á heima í London, eins og
ég hef sagt þér, í Stanmore,
en þessi sífelldu söluferðalög
mín leyfa mér aðeins að dvelj-
ast 2 mánuði á ári í heima-
borg minni. Konan mín er samt
ekkert óánægð, enda á ég góða
og skilningsrika konu. Eigin-
lega er ég alltaf með ferða-
töskur í hendinni og hef eigin-
lega alltaf búið á hótelum, öil
þessi ár, sem ég hef unnið
fyrir Raynolds.
En nú er ég orðinn þreyttur
á þessum ferðalögum, ætla hætta
og gerast sjálfs min herra og
flytjast alfarinn til Cornwali"
„Og hvers vegna Cornwall?"
„Fyrst og fremst vegna þess,
að það er gott hérað og þar
ætla ég að gerast sjálfs min
herra kaupa mér veitingahús i
bæ, sem heitir Mevagissey og
eyða þar ævinni“.
„Ég þekki örlítið tiX Corn-
wall, þýddi einu sinni bókina
Jamaicakrána, sem þar gerist.
Þekkir þú nokkuð til Helford,
Heston og Padstone?“
„Já, ég held nú það m.a.s.
þekki ég líka til Daphne du
Maurier, höfundinn, sem þú
þýddir eftir. Hún á heima þarna
á skaganum og ég held, að ein-
hvers staðar nærri þeim stað,
sem ég flyzt til hafi Jamaica-
kráin átt að hafa staðið. Ætli
hún verði ekki nágranni minn,
hún du Maurier."
„Berðu henni þá kveðju mína
og honum nafna mínum Brown-
Ken Simpson sem kom hing-
að til að kveðja. (Myndina tók
Sv. Þorm.)
ing hershöfðingja, manninum
hennar og það með, að ein-
hverntíma muni ég heimsækja (
þessar slóðir."
„Það geri ég með ánægju“.
„Eitt enn að lokum, Ken.
Tókstu ekki þátt í síðasta
stríði?"
,JÚ ég var major I brezkaí
hernum, mest i Hollandi. Þar
hitti ég íslending, Július M.
Magnús, og þegar ég kom i
fyrsta skipti til íslands 1962,
hitti ég hann aftur inni á Hótel
Borg. Mér fannst hann hafa elzt
nokkuð, en þekkti hann strax
aftur.
Minnisstæðasta orustan, sem
ég tók þátt í, var orrustan um
Arnihem. Þ, þetta var ógnar
gauragangur, og auðvitað var
maður hræddur, því skyldi nrvað
ur ekki viðurkenna það. En
þetta var annaðhvort að duga
eða drepast, gefast upp eða
falla. — Við skulum heldurtala
um Reykjavík. Það er svo gam-
an að sjá hana úr lofti, með
öll marglitu þökin. En semsagt,
nú er ég kominn til að kveðja
alla vini og kunningja, einkan-
lega hann Rolf Jóhansen, sem
hefur látið við mig í atlæti eins
og ég væri kóngur," sagði þessi
• , joker", þessi grínisti, Ken Sknp
son að lokum sem flaug til
sinnar kæru Lundúna daginn eft1
ir að við áttum þetta samtal við
hann á förnum vegi. — Fr.S.
Á
FÖRNUM
VEGI
Pennavinir
Vaclav Kubin, Zahradni 37, Hluð
in, okr. Opava, Tékkóslóvakíu ósk
ar eftir að skrifast á við íslenzkar
stúlkur og pilta og vill skipta á
eldspýtnabréfum og stokkum. Hann
er 21 árs gamall og hefur gaman
af „Pop“ músik.
Jaroslav Dyfek, Rosnov h. Radh.,
1. mái street 849, í Tékkóslóvakíu
óskar eftir pennavinum á íslandi
Hann er 17 ára og er nemandi.
Hann hefur gaman að ferðalögum,
gitarspili og mandólinspili, safnar
póstkortum og litmyndum.
Dana Pridalova, Pedagogicky
Institut up Zerotinovo NÁM., Old-
mouc, Tékkóslóvakíu. Vill skrifast
á við bæði stúlkur og pilta. Hún
er 22 ára gömul, skrifar á enslku,
tékknesku, slóvensku (rússnesku).
Aðaláhugamál hennar eru skíðaiðk
un, sund ferðalög, jazz, klassisk
músik, ,Pop" músik gömul og ný
list kvikmyndir.
Vtasta Melicharova Brno 21,
Marikova 14, CYYR, 18 ára stúlka
óskar eftir pennavinum á íslandi.
Hún hefur áhuga á tungumálanámi,
skrifar þýzku og ensku, og hefur
mjög gaman af sögu þjóða.
Tomas Hrcek, Stoahovska kolaja
8.434, Praha 6, Tékkóslóvakiu ósk-
ar eftir bréfaviðskiptum við fslend
inga. Hann er 21 árs gamall og
stundar nám við Tækniháskólann
1 Prag, og hefur áhuga á músfk,
húsagerðarlist, ferðalögum, fjall-
göngur.
Frantisek Stekly, Stavbaru 153,
Pardubice 9, Tékkóslóvakíu, 28 ára
gamall, kvæntur. Er tæknilegur fuU
trúi i Bæheimi. Safnar frimerkjum
og póstkortum. Vill skrifast á við
íslendinga. Hann endar bréf sitt á
þessu: Lengi Ufi friður og vinátta
þjóða heims á milii.
Silfurbrúðkaup eiga í dag hjón-
in Gunnlaug og Jón Olsen, Valla-
götu 27 í Keflavík.
FBÉTTIR
Bazar félags austfirzkra kvenna
verður haldinn miðvikudaginn 30
okt. kl. 2 að Hallveigarstöðum.
Gengið inn frá Túngötu. Þeir, sem
vilja gefa muni á basarinn vin-
samlega komi þeim til Guðbjarg-
ar, Nesvegi 50, Valborgar, Langa-
gerði 22, Elmu, Álfaskeiði 82 Hafn
arfirði Jóhönnu Langholtsvegi 148
Halldóru, Smáragötu 14, Helgu,
Sporðagrunni 8, Sveinbjörgu, Sig-
túni 59 Sigurbjörgu Drápuhlið 43,
fyrir 27. okt.
Félagskonnr i kvenfélagi Hreyfils
Basar verður 8. des. að Hallveig
arstöðum við Túngötu. Uppl. í síma
32403, 36418, 34336, 34716 og 32922
Frá foreldra- eg styrktarfélagi
h eyrnardanfra.
Basarinn verður 18. nóv. Þetr,
sem vilja gefa muni, hringi I sima
82425, 37903. 33553, 41478 og 31430
Kvenfélag Lágafellssóknar
heldur sinn árlega bazar að Hlé-
garði sunnudaginn 3. nóvember.
Vinsamlegast skilið munum í Hlé-
garð laugardaginn 2. nóv. kl. 3-5.
Langholtssöfnuður
óskar eftir aðstoðarsöngfólki i
allar raddir til að flytja nokkur
kirkjuleg tónverk á vetri komandi.
Uppl. gefur söngstjóri kirkjukórs-
ins, Jón Stefánsson, slmi 84513 eða
formaður kórsins Guðmundur Jó-
hannsson, s.mi 35904.
Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins 1
Reykjavik
heldur Bazar mánudaginn 4. nóv
ember í Iðnó uppi. Félagskonur
og aðrir velunnarar Fríkirkjunnar
gjöii svo vel og komi munum til
frú Bryndísar Þórarinsdóttur Mel-
haga 3. frú Kristjönu Árnadóttur
Laugav. 39, frú Margrétar Þorsteins
dóttur Laugaveg 50 frú Elísabetar
Helgadóttur Efstasundi 68 og frú
Elínar Þorkelsdóttur Freyjugötu 46
il.
Basar kvenfélags Háteigssóknar
verður haldinn mánudaginn 4.
nóv. í Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu. (Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Þeir, sem vilja gefa muni á bas-
arinn vinsamlega skili þeim til frú
Sigriðar Benónýsdóttur, Stigahlíð
49, frú Unnar Jensen, Háteigsveg
17, frú Jónínu Jónsdóttur, Safamýri
51, frú Sigríðar Jafetsdóttur, Máva
hlíð 14 og frú Maríu Hálfdánardótt-
ur, Barmahlið 36.
Handboltabuxur úr Helanca strech, hvítar, svartar. HELLAS, Skólavörðust. 17. Sími 15196. Drengja-terylene-buxur og hringskorin unglinga- pils, framleiðslu verð. Saumastofan, Barmahlið 34 Simi 14616.
íbúðir til sölu Til sölu eru nokkrar 4ra herb. íbúðir í byggingu í Breiðholtshverfi. UppL hjá Hauki Péturssyni i síma 35070. Til leigu góð 2ja herb. ibúð við Rauðalæk. Tiib. er greini fjölskyldustærð o.fl. send- ist Mbl. f. 1. nóv., m_: „Góð umgengni — 6780".
Til sölu Ford station, árg. ’55, 4ra dyra, til niðurrifs eða upp- gjörs. Verð kr. 10 þús. — Uppl. í síma 92-1668. Keflavík Herbergi til leigu fyrir ein hleypa, reglusama stúlku. Upplýsingar á Austurgötu 26, uppL
Óska eftir Tek að mér að gæta
að kaupa Ohevrolet '47 til niðurrifs. Uppl. í síma 40465 miili kl. 7 og 8. smábarns, miUi kl. 9 og 6 á daginn. UppL í síma 34248.
Vauxhall ’55 til sölu. Gott verð. — Uppl. i sima 41770, Kópa- vogi, eftir kl. 6. 3ja herb. íbúð að Bárugötu til leigu. — Uppl. í síma 12955.
BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Trésmíðaverkstæði L í t i ð trésmiðaverkstæði óskast til leigu. Kaup á góðum vélum koma einn- ig til greina. Tilboðum sé skilað á afgr. Mbl. f. nk. laugard. merkt „Trésmíða- verkstæði 6777“.
STRANDAMENN
Vetrarstarfið hefst með spila- og skemmtikvöldi í
Domus Medica lau.gardaginn 2. nóv. kL 8.30.
Fjölmennið stundvíslega.
Átthagaféiag Strandamanna.
Bezt að anglýsa f Morgunblaðinu
ENGLISH ELECTRIC
SJÁLFVTRKU ÞVOTTAVÉLAR 2 GERÐIR
GERÐ 474 GERÐ 484
• Heitt eSa kalt vatn til áfyllingar.
• Innbyggður hjólabúnaður.
• 8 þvottastillingar — skolun — vindun
• Afköst: 4,5 kg.
• 1 árs ábyrgS
• Varahluta-. og
viðgerðaþjónusta.
ocpffico
Laugavegi 178 Sími 38000
ENGLISH ELECTRIC
Jjurrkararm má ten«Ja
við þvottavélina (474)