Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 11
MORGUNIBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1968 11 Sextugur í dag: Ólafur Sveinsson bóndi i Stóru-Mörk ÓLAFUR Sveinsson, bóndi og sýslunefndarmaður í Stóru- Mörk á sextugsafmæli í dag. Hann er fæddur að Dalskoti í Vestur-Eyjafjallahreppi 30. okt. 1908. — Foreldrar hans eru Sveinn Sveinsson, sem andaðist árið 1930 og Guðleif Guðmunds- dóttir, sem féll frá á fyrsta degi þessa árs fullra 90 ára að aldri. Hjartahrein merkiskona, greind og leitandi í andanum, vel skyggn á hinar skoplegu hliðar tilverunnar. — Hún hélt sxrmi andlegu reisn til endadsegurs. — Böm þeirra hjónanna urðu tíu talsins, en eitt dó í æsku, en síð- ar bættust í þennan stóra hóp tvö uppeldisbörn. Árið 1923 fluttu foreldrar Ólafs frá Dalskoti að Stóru- Mörk, einum af vestustu bæjun- um í Vestur-Eyjafjallahreppi. Þar standa þrír Merkurbæimir hátt og horfa vel við sól. Þaðan er byggðin kvödd þegar haldið er inn á Þórsmörk og afrétti Ey- fellinga. — Því hefur oft verið kveikt undir kaffikötlunum á Merkurbæjunum og margur vel- ferðarsopinn drukkinn. Það var skemmtilegt að koma og dvelja í Stóm-Mörk og blanda geði við hinn stóra og glaðlynda systkina hóp, sem dvaldi þar í föðurgarði á kreppuáruinum, meðan klukka landsins gekk enn hægt. Hinir hversdagslegu hlutir voru bundn ir í grátbroSlegt stefjamál, sem óejaldan vair flutt yfir mat- borðum. Áhyggjur og armæða átti ekki heima þar á bæ þó hart væri í ári, heldur hin ósvikna ekta lífsgleði. Heimili'ð hennar Guðleifar í Stóm-Mörk var traust og gott. Þar var mikið unnið, mikii ráð- deild og hagsýni, staðið vel í skil um við alla og hvers manns bón leyst með gleði. — Þetta er enn erfðafylgja heimilisins. — Við, þessi ytri skilyrði ólst afmælis- barnið upp. Varð snemma sterk- ur og stæltur. — Islenzka glím- an varð uppáhaldsíþróttin. Snið- glíma á lofti uppáhaldsbragðfð og það sigursælasta. — Þrisvar sótti hann verðlaun fyrir feg- urðarglímu út að Þjórsártúni og einu sinni Skarphéðinsskjöldinn og í það sinnið kom glímukóng- uirinn einnig með verðlaun fyr- ir fegurstu glímuna, — víðsfjarri honum vom og eru hverskyns bolabrögð. Ungur fór Ólafur Sveinsson til sjóróðra til Sandgerðis og Vest- mannaeyja og þótti hans rúm vel skipað, hvort heldur beitt var bjóð, e’ða greitt var úr netum. Smiður er hann afkastamikill og góður og hefur víðar unnið við húsagerð en í heimagarði og mörgum hefur hann léð gjörf- ar hendur og hug, án þess að þeir, sem verkanna hafa notið hafi þurft að opna pyngju. Sveitvmgar hans og samflokks- menn fóru fljótt að kjósa hann til hinna ýmsu trúnaðarstarfa og nú ætla ég að nefna nokkur þeirra: I skólanefnd Skógaskóla frá því skólinn hóf starfsemi, í skóla nefnd bamaskólans lengi, í stjórn Kaupfélags Rangæinga, í skattanefnd meðan þær störfu’ðu. Lengi í hreppsnefnd. Fyrst kos- inn í hana 1934, það mun hafa verið í fyrsta sinn, sem ekið var á bílum til kosninga undir Eyja- fjöllum. — Stuðningsmenn Ólafs í Stóru-Mörk óku hratt með at- kvæðin. Það var á þeim ámm, þegar margir höfðu logandi áhuga á pólitíkinni. — í sýslu- nefnd var Ólafur kosinn 1946 og hin síðari ár hefur hann verið formaður fjárhagsnefndar. — Sjúkrasamlagsformaður í meira en tvo áratugi og svona mætti áfram telja. Ólafur starfaði lengi og vel í ungmennafélagi sveitar sinnar, U.M.F „Trausta" og var formað- ur þess um skeið. Félagar hans gerðu hann síðar að heiðursfé- laga. — Allir sem til þekkja vita, að hverju því máli, sem Ólafi í Mörk er trúað fyrir er vel borg- ið. — Skjöl og skilríki eru fag- urlega skrifuð og frágangur all- an megi þeim áfram fylgja — og tökum við hjónin hér með undir þær óskir. — Afmælisbamið mun alltaf bera með sér aðals- merki hinna fræknu glímu- kappa, hinn háttvísa vaskleik. — Hann Ólafur í Stóru-Mörk getur því morgunhress og upp- litsdjarfur horft til komandi ára, likt og sá, sem heilsar óþekktum glímumanni. Það má spá í um sigurinn, en víst er um leikregl- urnar og drengilega glímutök. Pálmi Eyjólfsson. ur fínpóleraður og listilegur. Ólafur Sveinsson á fyrir eig- inkonu Guðrúnu Auðunsdóttur, skáldkonu frá Dalsseli. Þau giftust í maímánuði 1939 og hófu búskap í Stóru-Mörk árið eftir, og með þeim hefur alla búskap- artíðina búið Eymundur bróðir Ólafs í meira en góðri sam- vinnu. Guðrún húsfreyja í Stóru- Mörk er öndvegiskona, sem bor- ið hefur skfði á hinn yljandi heimilisarin, sem vel og lengi hefur logað á þeim bæ. Þau hjónin eiga eina dóttur efnilega, Áslaugu að nafni, sem er gift og búsett í Reykjavík. I dag munnu margar kveðj- ur og óskir berast til hjónanna í Stóru-Mörk um að Guð og gæf- Tökum upp í dag hinar margeftirspurðu kuldafóðruðu regnkápur. Tízkuverzlunir (ýuírun Rauðarárstíg 1 sími 15077. GENERAL-HJÚLBARÐAR 520 — 10 640 — 13 710 — 15 520 — 12 650 — 13 760 — 15 560 — 12 700 — 13 775 — 15 600 — 12 725 — 13 815 — 15 520 — 13 645 — 14 820 — 15 560 — 13 695 — 14 845 — 15 590 — 13 735 — 14 915 — 15 600 — 13 775 — 14 600 — 16 825 — 14 650 — 16 855 — 14 885 —14 520 — 15 560 — 15 670 — 15 JEPPADEKK 700 — 15 815 — 15 915 — 15 650 — 16 700 — 16 750 — 16 ÞAÐ VAR EINS GOTT HANN VAR Á GENERAL SNJÓDEKKJUM SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU UM LAND ALLTl HJÚLBARÐINN HF. LAUGAVEGI 178 — SÍMI 35260. 6XUNNMIN0 t-» HCO Til sölu í Breiðholti 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir í smíðum. Seljast tilbúnar undir tréverk og málningu. Afhendingartími áætlaður í okt.—nóv. 1969. Hagstætt verð og hagkvæmir greiðsluskilmálar. Beðið eftir láni Húsnæðis- málastjómar. Fasteignasalan Garðastræti 17 símar 24647 15221. Árni Guðjónsson hrl., Þorsteinn Geirsson hdl., Helgi Ólafsson sölustj. Kvöldsími 41230.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.