Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 16
p 16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 196« - FYRIRSPURNIR Framhald af bls. 13 boðið okkar gestum betri aðstöðu hér á bílastæðinu, því að að- gangur bílaeigenda hefur verið afskaplega mikill kringum heim- ilið sjálft, en við höfum ekki treyst okkur til þess að stugga þeim neitt frá vegna þess, að þessi skilyrði að norðanverðu eru ekki eins góð og við vild- um. En við vildum beina því til hverfisbúa hér, að virða samt okkar inngang við heimilið því að oft þarf að sækja sjúkling eða koma með sjúkling og hefur það oft verið erfitt vegna þrengsla af bílum. Ég held að ég hafi þetta ekki meira en þakka borgarstjóra fyrir þennan fund. Borgarstjóri: Ég skil Auðunn Hermannsson svo, að fyrsta fyrir spurn hans væri spurningin um það, hvort unnt væri að skapa gamla fólkinu og kannski ein- hverjum fleiri aðstöðu fyrir smá báta hér í nágrenninu. Ég held, að aðstaða fyrir smábátaútgerð hafi löngum verið all léleg og of léleg hér í Reykjavík og Reykjavíkurhöfn þótt vitaskuld hafi þetta áhugamál jafn mikinn rétt á sér eins og önnur áhuga- mál, sem hafa fengið fyrirgreiðslu borgaryfirvalda. Varðandi smá- bátahöfn, þá hefur einkum og sér í lagi Skerjafjörðurinn verið á dagskrá. Ennfremur hafa nokkr ar tillögur verið gerðar um úr- lausn á gamla hafnarsvæðinu, sem þó er oft þröng fyrir smá- báta, og loks hefur svo komið til tals úrræði hér við Sunda- höfn. Ég skal ekki segja um hvort unnt er að skapa eitt- hvert friðland fyrir þá hér í Vatnagörðum meðan ekki er hald ið áfram með gerð Sundahafnar og eftir að sandnám það eða hleðslustöð fyrir sanddæluskip er lokað, en_ flytja á þá starf- semi inn í Ártúnshöfða. f öðru lagi spurði Auðunn Hermanns- son um undirgang undir hrað- brautina og það er svo, að það er gert ráð fyrir slíku í framtiðinni, en hvort það verður strax við gerð brautarinnar skal ég ósagt látið, en sjálfsagt að kanna það. Það er spurt, hvort strætisvagn austan við Hrafnistu geti stanz- að þar nokkrar mínútur, eins og vagninn er stöðvast niður á Laug arásvegi. Ég er ekki kunnugur þessu. Ef vagninn niður frá stanz ar allt að fjórar-fimm mínútur, er það til jöfnunar á tíma, og þá er það spurningin, hvort unnt er að hafa slíka jöfnun á þess- ari stöð við Austurbrún. Og verður það athugað. Ég skal taka fram, að það hefur verið í at- hugun, hvort unnt sé að veita gamla fólkinu afslátt með sér- stökum kortum með strætisvögn um. Það gefur mér tækifæri til að greina frá því, að félags- málaráð hefur haft með höndum athugun á því, að gamla fólkið fái einnig afslátt til leikhús- ferða og á fleiri sviðum. Það er mjög margvíslegt starf, sem fé- lagsmálaráð hefur einYnitt unnið að gagnvart gamla fólkinu. Nýj asta í þeim efnum er samþykkt félagsmálaráðsins nú í vikunni að fara þess á leit að hafa sam ráð við æskulýðsráð um að hafa dagheimili fyrir gamalt fólk í húsakynnum þeim er æskulýðs- ráð hefur fengið til afnota þar sem Lido var áður. Bjarni Beinteinsson, Hofteigi 23: Það er í fyrsta lagi leik- vallamál við Laugarásveg og Sunnuveg og þar umslóðir. Þar er mér tjáð, að hafi verið opið svæði á milli Langholtsvegar og Sunnuveg og þar um slóðir. Þar hafa verið ætlað sem leiksvæði fyrir börn í nærliggjandi hverfi, hvort sem það var ætlað sem al- mennur leikvöllur eða gæzlu- völlur. f vor eða sumar brá svo við, að svæði þetta var afhent eigendum nærliggjandi 5—7 lóða til frjálsra afnota og munu þeir hafa skipt svæðinu á milli sín með girðingum. Og þess vegna er spurt hverju sætti það að þetta nefnda opna svæði var þannig bætt við áður útmældar og byggð ar lóðir, sem ekki voru taldar minni lóðir en almennt gerast hér. Og í öðru lagi hvernig er þá fyrirhugað að bæta úr leik- vallaþörf fyrir íbúana á þessu svæði. Þar er ekki gæzluvöllur eða leikvellir þarna á næsta leiti að mér sýndist áðan. Hitt atriðið, sem ég var beð- in um að spyrjast fyrir um hér er þess eðlis, að ég reikna ekki með að borgarstjóri geti svarað því eða leyst úr því á þessum fundi. En þannig er mál með vexti, að íbúar við Laugarnesveg sem eiga lóðir sem liggja að at- hafnasvæði Strætisvagna Reykja víkur, við Kirkjusand, — þetta munu vera eitthvað 10 lóðir,— kvarta mjög yfir því, að strætis vögnunum er á kvöldin og nótt- unni lagt alveg upp að lóðar- mörkum húsa þeirra, í aðeins um 5—6 metra fjarlægð frá hús- unum sjálfum. Vagnarnir eru síð an ræstir á morgnana um kl. 6.30 með tilheyrandi hávaða og olíustybbu, og jafnvel kemur það oft fyrir á vetrum, að vagnarn- ir eru hafðir í gangi alla nótt- ina. Og þetta veldur íbúunum að sjálfsögðu mjög miklum ó- þægindum og leiðindum og svefn truflunum vegna hávaðans og jafn vel talið heilsuspillandi vegna olíustybbu, sem fyllir herbergi þeirra sem sofa við opin glugga. Spurt er, hvort ekki er hægt að koma þessum vögnum fyrir á öðrum stað, svo að þessi eilífi næturhávaði geti lagst af. BORGARSTJÓRI: Varðandi opna svæðið er Bjarni Beinteinsson spurði um milli Langholtsvegar og Sunnu- vegar, skal þess getið, að borg- arráð fékk tilmæli frá lóðareig- endum um það, að þeir fengju þetta svæði til afnota, þar sem það væri þeim mjög til ama. Þarna væri umgengni ekki góð, borgin hafði ekki haft tök á að rækta það upp og sinna því og þeir hefðu af þessu truflun á margvíslegan hátt. Það lá í raun og veru of nálægt íbúðarhúsun- um að því er talið var til þess að verða frambúðarleikvöllur, gat þó verið hvíldarstaður, en að • því athuguðu að borgin hafði ekki tök á því að sinna þessu og með tilliti til þess að þetta var í einbýlishúsahverfi, þar sem leiksvæði eru rýmri fyrir börnin á lóðum einkahúsa, var þeim heimilað að sjá um þetta svæði til bráðabirgða. Þeir fengu ekki stækkun á lóðum sín- um, en heimild til þess að girða svæðið og rækta það upp en auð vitað eru þeir bundnir uppsögn frá borgarinnar hendl, hvenær sem borgin telur sig þurfa á þessu svæði að halda. Hitt var svo einnig óheppilegt að Laugar dalur var og vel girtur þarna á þessum sama kafla að neðan- verðu um líkt leyti, svo að e.t.v. skertist frjálst athafnarými barn anna um of, þótt þau séu reynd- ar betur sett heldur en mörg börn hér í bænum þrátt fyrir þetta. í öðru lagi var spurt um stöðu Strætisvagnanna á at- hafnasvæði þeirra við Kirkju- sand og það er alveg rétt, að þeim strætisvögnum, sem eru í notkun er komið fyrir þarna upp við húsaröðina við Laugar- nesveg, og mig minnir að skipu lagsuppdráttur af svæðinu geri ráð fyrir því einnig í framtíð- inni að komið verði upp hita- kerfi til þess að halda vélum þeirra heitum að næturlagi og þá þurfa þeir ekki að vera í gangi. Þá breytist að vísu það vandamál, en ég er sammála fyr- irspyrjanda um það að sjálfsagt er að reyna að mæta óskum í- búanna um að hafa svefnfrið. Benóný Ægisson: Hvað hefur borgarstjórn hugsað sér að gera í æskulýðsmálum hverfisins. Er í bígerð bygging æskulýðsheim- ilis 1 Sunda- Voga eða Heima- hverfi? Borgarstjóri: Það mun ekki hafa komið fram hjá mér, að Æskulýðsráð héfur í sambandi við kaupin á húsnæðinu við Miklubraut, þ.e.a.s. þar sem Lido var, haft tillögur í smíðum um æskulýðsheimili í hinum ýmsu hverfum borgarinnar. Nú stendur yfir samkeppni um teikningar að æskulýð§- 'heimili, þar sem Tjarnarbær er nú, í tengslum við gömlu slökkvistöðina. Það er gert ráð fyrir starfrækslu æskulýðsheim- ilis þar sem Lido var og það er ætlun Æskulýðsráðs, að byggt verði Æskulýðsheimili í Breið- holtshverfi, en varðandi sérstak lega það hverfi sem hér um ræð- ir, þá var tillaga Æskulýðsráðs fólgin í því að semja við for- ráðamenn fþrótta og sýningar- hallarinnar um afnot af forsölum þar, enda er raunar gert ráð fyrir því í framtíðarskipulagi þar um slóðir, að tengibygging verði byggð á milli skrifstofuhús næðis íþróttasambands íslands og íþróttabandalags Reykjavík- ur og íþrótta- og sýningarhall- arinnar og þá er hægt að nýta það sem bezt má vera fyrir æsku lýðsstarfsemi, sérstaklega þá starfsemi sem ekki er bundin skólum hverfisins. Sigurður R. Magnússon: Hvað hyggzt háttvirt borgarstjórn gera í leigumálum íþróttahallar- innar. Á með þessari okurleigu á húsnæðinu að hrekja yngri deild ir íþróttafélaganna í braggann að Hálogalandi aftur. Nú hefur Efstasund verið malbikað að vísu ári eftir áætlun, en hvern- ig er með upplýsingu við götuna, eigum við íbúar götunnar að vera í myrkri í vetur. Hvenær fáum við gangstéttir? Borgarstjóri: Eins og ég gat um áður, er borgarstjórn ekki eini eigandinn að Iþrótta- og sýn ingaihúsinu. það er sameign í- þróttabandalags Reykjavikur, Sýningarsamtaka atvinnuveg anna og borgarsjóðs. Borgarsjóð ur hefur meirihluta, en samkv. samningi er þó gert ráð fyrir slíku samráði milli eigenda, að borgaryfirvöld setji ekki ein reglur um leigugjald, Leigu- gjald nú er 4000 kr. lágmarks- gjald í hvert skipti og síðan 25 % af tekjum. Mér skilist, að 25 % af tekjum sé ekki óeðlilegt gjald, í samanburði við það sem gerist t.d. erlendis, og með til- liti til þess kostnaðar sem hefur verið af höllinni, svo dýrt mann virki sem hún er. Lágmarksgjald ið hefur hins vegar valdið erf- iðleikum, sérstaklega þegar um mót yngri flokkanna er að ræða, sem ekki eru eins vel sótt af á- horfendum eins og mót hinna eldri. Og þá hefur lausnin e.t.v. átt að vera sú og þarf að vera sú, að á mótum yngri flokka eigi sér stað margir kappleikir í einu þannig að þetta lágmarksgjald geti komið mörgum að gagni. Þetta lágmarksgjald er við það miðað, að kostnaður við það að taka þetta stóra hús í notkun með tilheyrandi starfsmönnum ræstingu og vörzlu, fáist uppi borin. Hins vegar hef ég. pskað eftir því að íþróttafulltrúi Reykjavíkurborgar og fram- kvæmdastjóri íþróttabandalags Reykjavíkur tækju mál þetta til meðferðar í samráði við íþrótta samtökin í borginni og í land- inu með það fyrir augum að við getum myndað sameiginlega fram tíðarstefnu. Það kann líka að vera eðlilegra að yngra fólkið keppi í stærri sölum borgarinn- ar, Réttarholtsskólanum, í vænt anlegum Álftamýrarleikfimisal svo að ég nefni dæmi. Þar eru að vísu ekki sérstök áhorfenda- svæði, en mér skilst, að við kappleiki sumra þessara flokka séu áhorfendur alla vega innan við 50-100 manns og þeir mundu komast fyrir í þessum íþróttasöl um. Þannig að unnið er að þess- um málum með það fyrir augum að ekki fari svo sem fyrirspyrj- andi óttast, að bragginn við Há- logaland verði heimkynni yngri íþróttamanna okkar aftur. • f sambandi við Efstasund er það rétt, að. á löngum kafla í Sundunum hefur verið nauðsyn- legt vegna malbikunar götunn- ar að taka niður ljósastaura og nú er verið að vinna að því að koma lýsingunni í sæmilegt lag aftur. Það var ætlunin að reyna að koma fyrir jarðstrengjum í hverfinu, jafnóðum og eftir að gatan var malbikuð. Til þess hef ur ekki unnizt tími. Bráðabirgða úrlausn verður gerð en fullkom- lega fá Sundabúar ekki úrlausn fyrr en á næsta ári, en til þess að þeir geti gert sér grein fyrir hver sú úrlausn verður, skilst mér að hún verði í líkingu við það, sem nú er komið á við Brákarsund. Þá er spurt hve- nær fáum við gangstéttir. Við höf um ekki gengið frá gatnagerðar- áætluninni fyrir næsta ár. Við gerum það fyrir áramót. Ég treysti mér þess vegna ekki til þess að setja ákveðna dagsetn- ingu í þeim efnum, en við mun- um gera það sem við getum til að flýta því, að Sundabúar fái gangstéttir, svo lengi, sem þeir þurftu að bíða eftir malbikinu. Ágúst Geirsson, Kleppsvegi 126: Eru fyrirhúgaðar einhverj- ar breytingar í sambandi við Kleppsspítalann, t.d. hvort hann verði lagður niður á næstunni og starfsemi hans flutt annað. Hvað er fyrirhugað að gera við svæð ið sunnan við Kleppsspítalann í framtíðinni. Borgarstjóri: Mér skilst að ekki séu neinar horfur á þvi að breytingar verði á rekstri Kleppsspítalans á næstunni eða starfsemi hans flutt. Kleppsspí- talinn hefur af hálfu borgaryf- irvalda lóðarsamning til ársins 2004 eða 2009 og í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er ekki ein- göngu vegna þeirrar staðreynd- ar, heldur og vegna eðlilegs lands lags og náttúrufegurðar við Sundin gert ráð fyrir auðu svæði þar sem Kleppsspítalinn er núna og beggja megin við hann. Þess vegna býst ég við að hann verði rekinn nú um næstu ár og jafn- vel áratugi, og ekki lagður nið- ur, fyrr en búið er að brúa hið mikla bil, sem er á milli þarf- arinnar á geðsjúkrarúmum og þess fjölda rúma sem við höfum nú yfir að ráða. Varðandi svæð- ið fyrir sunnan Kleppsspítalann þá verður það notað til stækkunn ar Sundahafnar, að svo miklu leyti, sem ekki er um það auða svæði að ræða sem ég gat um að aðalskipulagið gerði ráð fyr ir beggja megin við hann. Jóhannes úr K'ötlum, Klepps- vegi 44: Það er í rauninmi lflókal“ spurning, sem mig langar til að bera hér fram vegna þess, að ég bý við svokallaðan lókalveg, þarna á Kleppsveginum, að því er mér er sagt. Fyrirspurnin er í rauninni sú, að mér hefur enn ekki skilizt, hver er framtíðar- áætlun um Kleppsveg. Komin er önnur akbrautin þar en hin er enn ómalbikuð og við nokkrir í- búar við Kleppsveg kvörtuðum í fyrravetur til bæjaryfirvalda um óþæigi-ndi, sem af þessu fyr- irkomulagi stafa. þ.e.a.s. að það berzt gífurlega mikil leðja og ó- hreinindi yfir á malbikuðu rein- ina frá þeirri ómalbikuðu og svo þegar þornar um þá verður þetta að dufti, sem fýkur upp um öll hús meira heldur en nokkru sinni áður og inn um alla glugga og sezt á húsgögn og annað slíkt. Fyrirspurnin er um það, hvenær verður hin akreinin lögð. Þá langar mig til, aðeins í framhjá- leiðinni, að gera fyrirspurn um það, hvernig stendur á því ísk- urhljóði igífurlega sem fylgir þessum nýju strætisvögnum í bænum og sem virðist fara í taugarnar, ef svo mætti að orði komast, á gestum og gangandi. Og hvort þar muni ekki vera hægt að ráða bót á. En allra síðast langar mig til þess að hverfa rétt snöggvast niður í bæ, þó það komi ekki þessu hverfi okkar við. Ég var á gangi í gær framhjá Alþingishúsinu og vest- anverðu við það sá éífc ferlega sjón. Þá var búið að brjóta nið- ur listamannaskálann fyrrver- andi, og þar var gröf hans opin. Ég hef heyrt og lesið, að fyrir nokkru hafi verið tignir gestir erlendis frá í Alþingishúsinu. Það hlaut að vera merkileg sjón fyrir þá að horfa á þetta úr gluggum þinghússins. Og maður getur hugsað sem svo, að þeim hefði dottið í hug hvort þarna hefði nú ekki einhver rússneski tundurspillirinn hitt svona lag- lega með einhverri sprengjunni sinni. En sem sagt við erum að tala um fagra borg og hreina borg og ég skal sízt mótmæla því, að mikið og margt og á- gætt hefur verið gert fyrir þenn an bæ, að undanförnu. En spurn ingin er, er ekki mögulegt að hylja svona sár þegar í stað, láta þau ekki sjást einn einasta dag, þar sem þau koma fyrir. Sömuleiðis var ég á gangi um Austurstrætið einhvern daginn, og þá var nokkuð hvasst og það var bókstaflega hríð af bréfa- rusli og óþverra sem kom í fang- ið á manni þarna í miðborginni og mér er spurn er ekki hægt með neinu móti að koma í veg fyrir að svona bylji á götum borgarinnar. Svo endurtek ég þakklæti mitt kærlega til hátt- virts borgarstjóra fyrir þennan skemmtilega fund. Borgarstjóri: Það er fyrsta spurningin um Kleppsveg, sem er með einni akrein malbikaðri, sem raunar eru nú því miður ekki nema á bilinu milli Laug- arnesvegar og Dalbrautar. Eins og ég gat um er það nauðsyn að fullgera Kleppsveg og Elliðavog Framhald á bls. 20 Borgarstjóri í ræðustói. Til hliðar við hann sitja fundarstjóri Þorsteinn Gíslason, skipstjóri og fundarritari, frú Sigríður Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.