Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUiNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 30. OKTÓBER 1068 Norræna félagid í Norræna húsið AÐALFUNDUR Norræna fé- lagsins var haldinn í Norræna húsinu sl. fimmtudagskvöld. Sigurður Bjarnason, ritstjóri, form. félagsins setti fundinn og stjórnaði honum. Fram- kvæmdastjóri félagsins, Einar Pálsson, flutti skýrslu um fé- lagsstarfið. í stjórn félagsins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Þ. Gíslason fyrrv. útvarpsstjóri, Thorolf Smith fréttamaður og dr. Sigurð- ur Þórarinsson. Aðrir í stjóm félagsins eru Sigurður Bjarnason form., dr. Páll ísólfsson, frú Arnheiður Jónsdóttir og Lúðvík Hjálmtýs- son forstjóri. í varastjórn em Gils Guðmundsson alþm. Páll Líndal borgarlögmaður, Bárður Daníelsson arkitekt, Hans R. Þórðarson stórkaupm. og frú Val borg Sigurðardóttir. ELLEFU ljósmæður voru út-| skrifaðar frá Ljósmæðraskóla' fslands um síðustu mánaða-i mót. Þá var þessi mynd tek-1 in af ljósmæðrunum, en þær eru, fremri röð frá vinstri:' Hanna Jónsdóttir, Akranesi, I Steinunn Valdimarsd., Rvík,j Halldóra Ásgrimsdóttir, Siglu , firði, Elín Stefánsd., Syðri-' Reykjum, Biskupstungum, ( Eisa Sigurðardóttir, Innri- j Njarðvik, Ágústa Kristjáns-. dóttir, Kópavogi. Efrj röð frá' vinstri: Gunnjóna Jónsdóttir, ( Hóli, önundarfirði, Svandís | Jónsdóttir, Hvammstanga, Ásta Lóa Eggertsdóttir, Rvík,' Sigríður Jónsdóttir, Rvík og( Kristin Oddsdóttir, Rvík. —j Ljósm.: Studío Gests. Samband eigenda íslenzkra hesta stofnað í Danmörku Mun beita sér fyrir hreinrœktun íslenzks hestakyns þar, hestamannamótum os. frv. Einkaskeyti til Mbl. Kaup- mannahöfn 29. okt. SAMBAND eigenda íslenzkra hesta í Danmörku er nú orðið að veruleika. Á stofnfundi, sem hald inn var sl. sunnudagskvöld á heimili Gunnars Jónssonar, verk Björn Sigurjðnsson skákmeistari T.R. ÞÁTTTAKENDUR í haustmóti Taflfélags Reykjavíkur, sem nú er nýlokið, voru upphaflega 72, en 70 þeirra luku keppni. í meist araflokku tefldu 24 keppendur 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og urðu úrslit sem hér segir: Björn Sigurjónsson hlaut 714 v. úr 9 tefld. skákum. Björgvin Víglundsson 7 — Björn Theodórsson 6 — Gylfi Magnússon 6 — Júlíus Friðjónsson 5*4 — Björn Jóhannesson 5t4 — Jóhann Örn Sigurjónsson 5 — Þetta er Hinrik Frehen, sem Páll páfi VI hefur skipað fyrsta bisk- up hins nýstofnaða Reykjavíkur- biskupsdæmis, eins og Morgun- blaðið skýrði frá í gær. Frehen biskup er 51 árs og hefur und- anfarið verið yfirmaður alþjóð- legrar stofnunar kaþólsku kirkj- unnar í Róm. Sigurður Jónsson 5 — Bragi Björnsson 5 — Svavar Svavarsson 5 — Magnús Gunnarssn 5 — Frank Herlufsen 5 — Af 24 keppendum í meistara- flokki hafa 8 teflt í landsliðs- flokki íslendinga. f 1. flokki tefldu 16 þátttakend ur 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og bar Jóhann Þorsteinsson sig- ur úr býtum með 7*4 vinning, en 2.—i. sæti skipuðu þeir Jón Þor- leifur Jónsson, Þórir Oddsson og Þorsteinn Bjarnar með 6*4 vinn- ing hver og flytjast upp í meist- araflokk. f 2. flokki var keppt í tveim- riðlum. 1. og 2. sætið í a-riðli skipuðu þeir Steingrímur Stein- þórsson og Kristj'án Guðmtunds- son með 6 vinninga af 8 tefldum tskákum, en þriðji varð Skjöldur Vatnar með 5% vinning. í b- riðli urðu þeir Helgi Jónsson og Sigurður Sigurjónsson efstir með 614 vinning hvor af 9 skákúm, en þriðji í röðinni varð Tryggvi Ólafsson með 6 vinninga. Keppendur í unglingaflokki voru 12. Unglingameistari Tafl- félags Reykjavíkur varð Ög- mundur Kristinsson með 5 vinn- ingum af 7 mögulegium, 2. í röð- inni varð Snæbjörn Einarsson líka með 5 vinninga og þriðji Magnús Ólafsson með 4% vinn- ing. Keppni um hraðskákmeistara- titil Taflfélags Reykjavíkur 1968, fer fram í Skákheimilinu sunnu- daginn 3. nóvember n.k. kl. 2 e.h. Bikarkeppni Taflfélags Reykja- víkur hefst á sama stað fimmtu- daginn 7. nóvember kl. 20. (Frá Taflfélagi Reykjavíkur) fræðings, við Hilleröd, sam- þykktu 38 eigendur íslenzkra hesta að stofna samband það, sem Gunnar Jónsson, ásamt nokkrum öðrum hestaeigendum, hefur undirbúið um nokkurt skeið. Meðlimir sambandsins eru því nú 38 talsins. Formaður sam- bandsins var kjörinn Gunnar Jónsson. Aðrir í stjórn eru Frits Hug, forstjóri frá Hammershöj á Jótlandi, varaformaður, Henrik Langvad, verkfræðingur frá Helsinge, gjaldkeri, frú Marit Jónsson, eiginkona Gunnars, ætt artöfluskrásetjari og Thomas P. Olesen, forstjóri frá Vedbæk, rit- ari. Um tilgang samtakanna var eftirfarandi samþykkt á fundin- um: „Tilgangur sambandsins er að vinna að því að brei'ða út þekk- ingu á íslenzka hestinum og rétta notkun hans, svo og að vinna að og hafa forgöngu um hreinræktun íslenzks hestastofns í Danmörku eftir þeim leiðum, sem íslenzku ræktunarsambönd- in hafa ákvarðað, og að lokum að safna öllum vinum íslenzka hestsins saman til starfa að sam- eiginlegum verkefnum, sem stuðla mega að framangreindu." „Sambandið mun bæði varð- andi sportmennsku og hrossa- rækt leggja áherzlu á að varð- veita og styrkja hina sérstöku eiginleika íslenzka hestsins, þar á meðaj hinn sérstaka íslenzka gang, ásamt hreysti hestsins og villihesta „karakter". Samtökin munu halda fast við skilyrðis- lausa hreinræktun og munu því beita sér fyrir að upp verði tek- in ættartöfluskrá yfir íslenzka hesta í Danmörku þar til að um- sjón þeirrar skrár verður tryggi- lega falin viðameiri landssam- tökum.“ „Þá mun sambandið beita sér fyrir verðlaunasýningum stóð- hesta og reiðhesta eftir þeim regl um, sem um slíkt gilda á íslandi, og þjálfa dómara og reiðmenn. Þá mun sambandið beita sér fyr- ir hestamannamótum og sýning- um á kynbótahrossum." Gunnar Jónsson, sem sjálfur hefur átt íslenzka hesta í 7—8 ár, hefur unnið miki'ð starf varð andi stofnun sambandsins. Stofn unin verður á réttum tíma, ef svo mætti segja, því hestar eru nú fluttir 'inn frá íslandi í stórum stíl. Þar til í sumar voru áðeins 9 eigendur íslenzkra hesta í Danmörku, en tala þeirra fer nú hraðvaxandi, og með því að hafa samband við hestainnflytjendur, mun sambandið stöðugt fá sam- band við nýja eigendur íslenzkra hesta. Gunnar er leiður yfir þvi, að ennþá koma hingað ekkert nema hryssur. Þegar það ber við, að hingáð koma fylfullar hryssur, mun sambandið gera sitt til þess að ekki verði notuð slæm hest- folöld til undaneldis sem stóð- hestar. Þar sem vísað er til viðameiri stofnunar i kaflanum um tilgang sambandsins, er átt við að stofn- að verði danskt hrossaræktarsam band, er spanni allt landið. En Gunnar segir, að þá fyrst verði gengið í slík samtök, er upp verði teknar reglur tilsvarandi þeim íslenzku. Er Sanmbandi eig enda islenzkra hesta í Danmörku hefur vaxi'ð fiskur um hrygg mun verða nauðsynlegt að fá ráðunauta, en þá er hægt að fá fyrir tilstilli hrossaræktarstofn- unina Danhorse. Fyrst um sinn verður um að ræða mikla frístundavinnu af hálfu stjórnenda hinna nýju sam taka. Aðeins einn Dani er í stjóm inni, Olesen. Gunnar er íslending ur, kona hans norsk, Frits Haug einnig norskur og Langvad hálfur íslendingur. var íslenzk. Móðir hans Rytgaard. LÁTNIR LAUSIR Aþenu 29. okt. (AP). TALSMAÐUR grísku herfor- ingjastjórnarinnar tilkynnti í dag að 85 pólitískir fangar hefðu verið leystir úr haldi og þeim gefið fullt frelsi. Voru fangar þessir í haldi á eyjunum Leros og Yiaros. Endurskoðendur voru kjömir Óli J. Ólason kaupm. og Þór Vil- hjálmsson prófessor. Töluverðar umræður urðu um félagsmál. Félagið hefur nú flutt skrifstofu sína í Norræna húsið og er hún opin daglega kl. 5—7 síðdegis. Ríkir ánægja meðal fé- lagsmanna með þann merka áfanga. Ingvar Ásmundsson OL-skák- mótið Lugano. Einkaskeyti til MbL BIÐSKÁKIN úr 4. umferð milli Björns og Kagan varð jafn tefli og hlutu íslendingar því tvo vinninga gegn ísrael. Eftir fjórar umferðir er staðan þessi í B-úrslitum: 1. Holland 12 vinninga. 2. -4. Austiírríki, Finnland og Sviss, 10 vinninga hvert. 5. England 9*4 vinning. 7.-8. ísland og Spánn með 8*4 vinninga hvert. 9. Svíþjóð 8 vinninga. 10. Cuba 7*4 vinning. 11. -12. Belgía og Skotland 5 vinninga hvor. 13.-14. Bratsilía og Mongólía 4*4 vinning hvort. f 5. umferð tefldu Íslendingar við Finna. Tveim skákum lauk í gærkvöldi með jafntefli. Ingi gen Westerinen og Björn á 3. borði gegn Koskinen. Skákir Braga á 2. borði og Jóns á 4. borði standa báðar verr. í 6. umferð tefla fslendingar við Austurríkismenn, — í dag. í Borgurnesi ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélagianna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu verður haldin laugardaginn 2. nóvember að Hóteli Borgarness og hefst hún kl. 20. Að venju verður sameiginlegt borðhald og ýmsir skemmtíþættir fLuttir með an setið er að snæðingi. Á eftir verður dansað og leik- ur hljómisveitin Fjarkar fyrir dansinum. Fjallvegir á Vest- og Austfjörðum ófærir FLESTIR fjallvegir á Vestfjörð- um og allir á Austfjörðum voru ófærir í gær vegna snjóa. Á Norð urlandi var ófært til Siglufjar’ðar og Ólafsfjarðar og á Vaðlaheiði og Öxnadalsheiði var færð farin að þyngjast. Flugfélag íslands gat aðeins flogið til Vestmanna- eyja og Sauðárkróks í gær, því veður hamlaði flugi til ísafjarðar og Akureyrar og snjótoma flugi til Egilsstaða. í gær var norð- austanátt um allt land og frost, mest í Grímsey og á Grímsstöð- um 9 stig. Snjókoma var á norð- anver’ður Vestfjörðum, annesjum norðanlands og á Austfjörðum. I nótt var áætlað að frostið kæm- ist víða sunnanlands upp í 5 stig og upp í 10 stig fyrir norðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.