Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1968 - FYRIRSPURNIR Framhald af bls. 16 alla leið inn að Suðurlandsbraut, en þó býst ég ekki við að fjár- ráð á næsta ári leyfi nema þá aðra akbrautina alla þessa leið. Okkur er það ljóst, að það er ó- fullkomið að leysa málin á þann veg. f sambandi við það hvenær unnt væri að báðar akreinamar yrðu malbikaðar liggur það ekki fyllilega fyrir nú, áður en geng- ið er endanlega frá fram- kvæmdaáætlun næsta árs, en ég hef hugboð um það að unnt sé næsta ár að malbika aðra akrein ina alla leið frá Laugarnesvegi að Suðurlandsbraut, og samsvar- andi styttri vegalengd, ef gatan er tekin ðll. Þó verður þetta nán ar kannað við afgreiðslu fjár- hags og framikvæmdaáætlunar. Og sömuleiðis það, hvor leiðin er heppilegri, að malbika lengri leið en mjórri veg, eða fullgera veginn að öllu leyti. Varðandi aðra spuminguna, hvort ég geti gefið skýringu á iskri strætis- vagnanna, þá mun það vera úr bremsunum, en ég held það sé nákvæmlega jafn mikið eins og Jóhannes úr Kötlum veit þegar og ef ég vissi eitthvað verulega að ráði um þetta, þá mundi ég ekki hafa verið seinn að gefa þeim hjá Strætisvögnunum ráð en ég veit að þeir hafa sótt ráð til framleiðandans og fengið sér fræðinig frá honum til að fara yfir vagnana og við skulum vona að þetta hvimleiða ískur hverfi því úr borginni. Varðandi þriðju fyrirspurnina eða athuga semdina um grunn Listamanna- skálans, þá verð ég að vera heils hugar_ sammála fyrirspyrjandan- um. Ég gekk þarna um þessa dagana eftir að búið var að rífa skálann og mér blöskraði það svo að ég óskaði eftir því, að hreinsunardeildin hefði í mikl- um og alvarlegum hótunum við niðurrifsaðilann, sem var nú víst í þessu tilviki hvorki meira né minna heldur en sjálft Alþingi sem á þessa lóð. En það er nú svo og ekki til fyrirmyndar, að skriffinnskan er svo mikil á milli opinberra stofnanna, að það var ekki hægt að fá því framgengt fyrr en núna rétt fyrir helgi, að Alþingi óskaði eftir því, að úr þessu yrði bætt, og var byrjað að hella ofan í grunninn og hreinsa hann núna fyrir helgi. í fjórða lagi er spurt um, hvort ráðstafanir væri ekki hægt að gera til að afmá eða til að upp- stytti hríð af bréfarusli og ó- þverra í miðbænum. Ég hygg, að öllum húseigendum sé gert að skyldu að geyma úrgang, bréfa- rusl og annað slíkt í luktum hyrzlum, þar sem sorphreinsun- armenn borgarinnar hafa aðgang að, að flytja það til sorphaug- anna án þess að það verði veg- farendum til ama. Þarna hefur bersýnilega orðið misbrestur á þessu og skal ég koma þeirri kvörtun á framfæri sem gæti orð ið til þess að slíkt mundi ekki henda aftur. Sveinn Bergsson: Hefur nokk uð verið gert til þess að eyða ólyktinni frá fiskmjölsverksmiðj xmni að Kletti. Er eitthvað nýtt fyrirhugað til að bæta aðstöðu fatlaðs fólks hér í bæ. Borgarstjóri: Varðandi fyrri fyrirspurnina býst ég ekki við, að mikið hafi verið gert til að eyða ólyktinni frá Kletti frá því að við hittumst hér síðast. Ég greindi þá frá ýmsum ráðstBf- unum, sem þá höfðu verið gerð- ar og borið nokkurn árangur, svo sem bygging reykháfsins, sem sumir sögðu reyndar, að hefði ekki gert annað en að dreifa ólyktinni um stærra svæði en ég held nú alla vega, að það hafi dregið úr henni mjög. Þá var og í ráði að fá verksmiðj- una til þess að byggja hráefna- geymslu þannig að hráefnið væri ekki opið. Því miður hefur þróunin hins vegar orðið sú, að yfir allt of lítið hráefni hefur verið að byggja vegna aflabrests og um leið hefur fjárhags að- staða fyrirtækisins versnað og sannast bezt að segja einnig dreg ið úr kröfum borgaryfirvalda til þeirra um fjárfestingu til úrbóta f þessum efnum. Við getum ekki 9. aðalfundur ÆSK í Hdlastifti — Mjög þróttmikið starf kirkjulegra œsk ulýðssamtaka á Norðurlandi, sem byggja sumarbúðir fyrir milljónir króna, reka bókaútgáfu, bréfaskóla, gefa, út hljómplötu, œskulýðsblaðið, jólakort, og fleira ÆsKULÝÐSSAMBAND kirkj- unnar í Hólastifti hélt 9. aðal- fund sinn á Ólafsfirði dagana 7. og 8. sept. sl. Fundinn sóttu um 50 ftr., þar af 14 prestar. Fund- urinn var haldinn í boði Ólafs- fjarðarsafnaðar og fóru fundar- störf fram í skólahúsinu á staðn- um í skýrslu formanns, sr. Péturs Sigurgsirssonar, og hinna ýmsu nefnda, er bera uppi starf sam- bandsins, kom í ljós, að starfið hefur enn vaxið að mun og er í miklum blóma. Nýr svefnskáli hefur verið reistur við Vest- mannsvatn og rúmar hann 26 manns í 2 manna herbergjum. Auk þess er herbergi fyrir um- sjónarmann, snyrtingar, dag- stofa o.fl. Hefur aðstaða öll, bæði fyrir börn í sumardvöl og annað starf, batnað að mun. Skapast nú einnig aðstaða til skóla- og nám- skeiðahalds á vetrum Bókaútgáfa samb. gaf á starfs- árinu út 4. bók sína Sólrún og sonur vitavarðarins eftir sr. Jón Kr. ísfeld. Einnig gaf samb. út í samvinnu við Fálkann h.f. sína fyrstu hljómplötu. Hlaut hún nafnið Jólavaka, en á henni flytja börn jólaguðspjallið og jólasöngva undir stjórn Birgis Helgasonar, Ak. Er þarna um merkan atburð að ræða, er fyrsta hljómplatan kemur út á vegum kirkjunnar, en erlendis notar kirkjan þær mikið í boðun sinni og starfi. Æskulýðsblaðið kemur nú aft- ur út, og hefur ÆSK tekíð við útgáfunni af æskulýðsnefnd kirkjunnar. Ritstjóri er sr. Bolli Gústafsson. Bréfaskóli ÆSK er orðinn mjög vinsæll til sveita, þar sem sunnudagaskólastarfi verður ekki við komið. Honum stjórnar sr. Jón Kr. ísfeld Til fjáröflunar voru gefin út jólakort, sem seldust vel. Merki voru seld og tekin samskot á æskulýðsdaginn. Einnig var gef- ið út Auglýsingablaðið Norð- lendingur. Sambandið naut einn- ig nokkurra styrkja frá Alþingi, bæjarfélögum og félagssamtök- um. Alls námu tekjur sambands- ins um 665 þús. kr. á árinu. í athugun er, hvort unnt reyn- ist, að stofna til skólahalds á Vestmannsvatni á vetri kom- anda í samvinnu við Hólafélag- ið. Efnt var til ritgerðasamkeppni um gildi fermingarinnar. Þátt- taka var góð og þrenn verðlaun veitt. Foringjanámskeið var haldið fyrir stjórnir æskulýðs- félaganna, einnig voru haldin fermingarbarnamót og almennt æskulýðsmót annað en viðurkennt gildi þess- arar starfsemi í okkar borg, og þótt sjálfsagt sé að hreinlætis sé gætt. Þá hijótum við að taka til- lit til þeirra erfiðleika, sem þessi iðnaður á í nú um sinn og eru erfiðleikar okkar allra. Þá er spurt um nýmæli í sambandi við aðstöðu og aðbúnað fatlað fólks. Þar kann ég nú helzt frá að segja, sem ég býst við að fyrir- spyrjanda sé kunnugt, að nú eru í gangi tvær stórbyggingar hér við Laugarnesveginn, í Túnunum, þ.e.a.s. bygging Öryrkjabanda lags íslands, þar sem gert er ráð fyrir um 70-77 íbúðum fyrir ör yrkja og bygging Sjálfsbjargar félags fatlaðra þar sem gert er ráð fyrir miðstöð þeirra lækn- ingaaðstoð og ibúðarherbergjum. Reykjavíkurborg hefur styrkt þessar byggingar og hefur til at hugunar að stuðla frekar að því að þær komist sem fýrst í notk- un. Aðalmál fundarins var starf unga fólksins innan kirkjunnar. Framsögumenn voru Ingibjörg Siglaugsdóttir og sr. Birgir Snæ- björnsson, Ak. Málið var síðan rætt í umræðuhópum. Margt kom þar fram athyglisvert. M.a. taldi hópurinn, að margir foreldrar brýgðust í uppeldlishlutverki sínu. Þeir töluðu aldrei um trú- mál við börn sín, og yfirleitt væri sambandið þeirra á milli ekki nógu gott og náið. En í öllu ungu fólki býr dulin þrá t.a. ræða trúmál og önnur alvarleg mál. Þegar foreldrarnir bregðast þarna, skortir tengiliðinn milli unga fólksins og kirkjunnar. Einnig kom mjög skýrt fram, að unga fólkið vill starfa í kirkj- unni, en það vill þar sem ann- arsstaðar hugsa sjálfstætt og reyna nýjar leiðir. Ýmsar tillögur voru samþykkt ar um innri mál samb., ennfrem- ur þessar tvær: Aðalf. ÆSK hvetur presta þjóðkirkjunnar og söfnuði t.a. rækja trú sína og rækta m:ð reglulegri altarisgöng um en tíðkast hafa innan kirkj- unnar síðustu áratugi. Aðalf. ÆSK vill hvetja þjóð- ina til meiri samheldni og ár- vekni í trú sinni og þjónustu. Fundurinn væntir þess að for- eldrum og uppalendum öðrum, að þeir gegni þeirri heilögu skyldu að kenna hinum yngri veg trúrækni og innræta þeim kristilegar dyggðir í daglegri breytni. Á hættufullum tímum og viðsjárverðum kemur skýrast í ljós vernd kirkjunnar og bless- un t.a. vera þegnum þjóðarinnar styrkur í lífsbaráttunni. Því vill fundurinn hvetja öll landsins börn yngri sem eldri t.a. fylkja sér saman í kirkju íslands til vöku í bæn sinni og guðsþjón- ustu safnaðarins. í sambandi við fundinn var haldið kirkjukvöld í Ólafsfjarðar kirkju laugardagskvöldið, en kl. 2 á sunnudag var messað. Sr. Sig urður Guðmundsson á Grenjað- arstaða prédikaði, en sr. Ingþór Indriðason á Ólafsfirðd og sr. Þórir Stephensen á Sauðárkróki þjónuðu fyrir altarL Um 60 manns gengu til altaris í mess- unni, flest ungt fólk. Að messu lokinni var fundinum slitið í hófi, er Ólafsfjarðarsöfnuður hélt fundarmönnum í félagsheimil- inu Tjarnarborg. Þar voru Ólafs- firðingum einnig þakkaðar rausn arlegar móttökur og höfðingleg gestrisni. Stjórn ÆSK í Hólastifti skipa sr. Pétur Sigurgeirsson, Akur- Fundur haldinn í Félagi ís- lenzkra stúdenta í Osló þann 7. september 1968, samþykkti eftir- farandi ályktun: „Forseti læknadeildar H.í. hef- ur látið svo ummælt í blaðavið- tölum, að vegna sívaxandi að- streymis stúdenta í deildina, verði að takmarka a'ðgang að henni. Takmörkun þessi muni þó ekki koma til framkvæmda nú í haust nema að því er varðar er- lenda stúdenta. Engum erlendum stúdent verði veitt upptaka með- an aðsóknin að deildinni er eins mikil og nú er. Sé það rétt, að tekin hafi verið sú ákvörðun að vísa frá öllum erlendum umsækjendum við læknadeild H.I., teljum við að hér sé um alvarlegt frumhlaup að ræða, sem ekki er hægt að láta óátalið. Það væri H.í. til stórvanza, ef hann brygðist við aðsteðjandi vanda með þessum hættL Það er kunnaxa en frá þurfi að segja, að fjöldi íslenzkra stúdenta leitar árlega út fyrir landstein- ana til framhaldsnáms og hefur jrfirleitt átt hinum beztu við- tökum að fagna. Þetta á ekki hvað sízt við um þá íslenzka stúdenta, sem nám hafa stundað við norska háskóla. Sem dæmi má nefna, áð Dýralæknaháskól- inn norski veitir árlega viðtöku 2 íslenzkum stúdentum, enda þótt samtímis verði að vísa frá fjölda norskra umsækjenda. Sama máli hefur gegnt um ýmsar deildir Oslóarháskóla, Arkitekta eyri, sr. Sigurður Guðmundsson, Grenjaðarstað, sr. Þórir Step- hensen, Sauðárkróki, Guðmund- ur G. Arthúrsson skrifstm. Ak- ureyri og Sigurður Sigurðsson verzlunarm. Akureyri. Vara- menn: Sr. Bolli Gústafsson, Lauf ási, sr. Birgir Snæbjörnsson, Ak- ureyri og Þorvaldur Kristinsson stud. art. AkureyrL skólann í Osló og fleiri mennta- stofnanir í NoregL Islendingar hafa löngum verið þiggjendur, þegar um menning- arsamskipti við aðrar þjóðir hef- ur verið að ræða. Þeim mun meiri ástæða er til að H.Í. víkist ekki undan þeirri kvöð að endur gjalda þetta að nokkru leyti og veiti erlendum námsmönnum fyr irgreiðslu á boi*ð við þá, er ís- lendingar hafa notið við erlenda háskóla. Því skorum við eindregið á þá aðila, sem um þessi mál fjalla að endurskoða afstöðu sína og halda áfram þeirri stefnu, sem mörkuð hefur verið hin síðustu ár og veiti ekki færri erlendum stúdentum inntöku í Læknadeild H.I. en gert hefur verið. Það er einungis lítil afborgun af stórri skulcL" (Fréttatilk.) Fremri röff frá v.: Sr. Þórir Stephensen, sr. Pétur Sigurgeirsson, sr. Sigurffur Guðmundsson. Aftari röff frá v.: Sr. Birgir Snæbjörnsson, sr. Bolli Gústafsson, Guffmundur G. Arthúrsson. Á myndina vantar Sigurff Sigurðsson og Þorvald Kristinsson. Nómsmenn í Noregi mótfnllnir tnkmörkun uð læknudeild H.Í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.