Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 28
2HorjQiunWat>ií> RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1968 AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*8Q Breytt meðferð á gjald eyrisbeiðnum — Fara nú allar i athugun hjá Gjaldeyrisdeild bankanna — Ekki seldur gjaldeyrir fyrir ógjaldföllnum kröfum f gær gekk um borgina orð- I Enginn fótur er fyrir þessum rómur þess efnis að sala gjald orðrómi. Gjaldeyrisbankarnir eyris hefði verið stöðvuð. | ákváðu hins vegar í gær FJÓRTÁN BÁTAR I LANDHELGI nokkra breytingu á meðferð gjaldeyrisbeiðna en að undan förnu hefur borið mjög á auk- inni eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri. Mbl. hefur aflað sér þeirra upplýsinga, að hin breytta til- högun miði einkum að því, að bankarnir láta ekki gjaldeyri af hendi fyrir ógjaldföllnum kröf- um og að allar gjaldeyrisbeiðnir fara nú í athugun hjá Gjaldeyr- isdeild bankanna áður en af- greiðsla fer fram, en það er sami háttur og var hafður fram til 1965. Nær þessi meðferð til allra igreiðslcna þ.á.m. til vara sem eru á frílista. Ráðstafanir þessar eru gerðar til þess að koma í veg fyrir misnotkun og spákaup- mennsku með gjaldeyri en fela ekki í sér stöðvun gjaldeyrissölu. r FJÓRTÁN togbátar voru teknir fyrir meintar ólöglegar veiðar við Vestmannaeyjar í gær. Voru bátarnir að veiðum rétt vestan við rafmagnsstrenginn, sem ligg- ur milli lands og Eyja. Mál skip stjóranna verða tekin fyrir hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyj um. Landhelgigæzlunni barst um hádegisbilið í gær kvörtun frá rafveitustjóranum í Vestmanna- eyjum út af því að togbátar væru áð toga mjög nálægt raf- strengnum og vatnsleiðslunni, sem liggja milli lands og Eyja. Landhelgisgæzlan hafði þá sam- band við bæjarfógetann í Vest- mannaeyjum og sendi hann lög- regluþjóna út á hafnsögubátnum, en Land'helgisgæzlan sendi menn á staðinn í flugvél. Voru 14 bátar staðnir þarna að meintum ólög- legum veiðum. Bátarnir voru: Skúli fógeti VE 185, Sigurður VE 35, Snæfaxi VE 25, ísleifur II. VE 36, Hamraborg VE 379, Norðri VE 177, Björgvin VE 72, Farsæll VE 12, Hafliði VE 13, Frigg VE 316, Engey RE 11, Álsey RE 36, Elliði RE 45 og Mímir ÍS 30. Listaverk sett upp UM þessar mundir er verið að setja upp listaverk Nínu heitinn ar Tryggvadóttur á einn austuv- vegg Loftleiðahótelsins, en vecg mynd þessi er geysistór. Myndin er unnin eftir teikn ingum sem listakonan gerði í Bandaríkjunum, en hér er um mósaikmynd að ræða. 3 menn frá Bandaríkjunum setja myndina upp. kennir kynmök j Kirkjuþing vill þrjá biskupa Stórbruni á Akranesi Akranesi, 29. október. FISKMÓTTAKA, vinnusalur og frystitækjaklefi frystihúss Þórð- ar Óskarssonar h.f. (áður Sigurð ar Hallbjarnarsonar h.f.) eyði- lögðust í eldi í morgun. Frysti- tæki, sem voru fimm að tölu, svo og önnur áhöld eyðilögðust einnig. Frystihúsbyggingin er vá- tryggð fyrir um 4 milljónir króna, en að stærð tii eyðilagðist helmingur hússins í eldinum. Eldsins varð vart um klukkan 05.30 í morgun og voru þá bruna Sjdlfvirk dælu- stöð ó Lund- eyjusundi MAGNÚS Magnússon, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, er ný- kominn frá Bretlandi, en þar átti hann viðræður við fulltrúa brezkra fyrirtækja, sem sjá um smíði dælustöðvar fyrir vatns- veitu Vestmannaeyja. Er reiknað með að dælustöðin verði afhent í aprilbyrjun n.k. og taldi Magn- ús, að hún myndi kosta um 20 milljónir króna. Dælustöðvarhúsið er um 1200 teninigsmetrar og verðu-r það reist á Landey j asandi Kemur húsið til að hvíla á 42 steinhús- uim og verður gólf þess í tveggja metra hæð yfir sandinum. All- ut tækjabúnaður dælustöðvariinin ar verður sjálfvirkur og verður honum stjómað með radíósam- bandi úr Vestmannaeyjum, þann ig að engan starfsmanm þarf í sambandi við dælustöðina. Sagði Maignús að smíðin ytra genigi eft ir áætiun lúðrar bæjarins þeyttir. Slökkvi liði'ð kom fljótlega á brunastað, sem er á Vesturgötu 119, og var þá helmingur hússins alelda. Tveimur timum seinna var þar allt brunnið sem brunnið gat, en slökkviliðinu tókst að verja frystigeymslu og vélasal hússins. Um eldsupptök er ekki vitað enn. — HJÞ v/ð unglinga FIMMTÍU og fimm ára gam- all maður viðurkenndi við yf- irheyrslu hjá rannsóknarlög- 1 reglunni í gær að hafa átt kyn mök við unglingspilta allt nið 1 ur í 13 ára. Mál manns-1 ins er nú í frekari rannsókn, , en hann hefur áður orðið upp vís að sams konar afbroti. Grunur lögreglunnar vakn- I aði nú, þegar ráðizt var inn á ( mann þennan um nótt fyrir skemmstu og hann barinn til1 óbóta. >á var í íbúðinni hjá | honum 15 ára piltur og kom fram við yfirheyrslur, að mað ur þessi hafði tælt hann fyrst 1 til fylgilags við sig fyrir einu I og hálfu ári. Heildaraflinn þús. tonnum minni — en á sama tíma í fyrra SJÖTTA Kirkjuþingi hinnar ís- lenzku þjóðkirkju lauk í gær. Umfangsmesta mál þingsins var endurskipulagning á biskups- dæmi landsins og samþykkti þingið frumvarp þess efnis, að biskupar skulu vera þrír. Skal einn sitja að Hólum, annar að Skálholti og sá þriðji i Reykja- vík og eiga þeir allir að fara sam an með æðsta vald íslenzku þjóð kirkjunnar Fimmtán kjörnir full trúar sátu þing þetta. Umdæmi biskupsins í Reykja- vík skal vera Reykjavik og Kjal arnesprófastisdæmi, sem nær yf- ir Gullbringu- oig Kjósansýslu og Vestmannaeyjar. Skiptímg lands- ins miilli hininia biskupanna HEILDARAFLI landsmanna var fyrstu átta mánuði ársins 383,356 tonn og er það 157,727 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Af heildaraflanum í ár er báta- fiskur 332,690 tonn og togarafisk ur 50,666 tonn, en á sama tíma í fyrra nam bátafiskur 493,921 tonni og togarafiskur 47,162 tonn um. Þetta kemur fram í skýrslu Fiskifélags Islands. Af bátafisklnum fyrstu átta mánuði þessa árs er síld 27,128 tonn og loðna 78,166 tonn, en síldarafiinn fyrstu átta mánuðina í fyrra nam 189,087 tonnum og loðnuaflinn 97,165 tonn. Af tog- arafiskinum fyrstu átta mánu'ði þessa árg er síld 73,3 tomn, en á sama tíma í fyrra var síld 63 kg af togarafiskinum. tvegigja skal vera sú sama og til íorna . Þrigg jab iskupakerfið hefur áð ur verið á dagsikrá hjá Kirkjiu- þingi, e'ða allt frá árinu 1962. Ár- ið 1958 samiþykkti Kirkjuþinig frumvarp þess efnis að biskupar landsins skyldu vera tveir, ann- ar á Akureyri og hinn í Reykja vík, en það mái náði aldrei að verða borið upp á Alþingi. >á samþykktti Kirkjuþing nú ýmsar ályktamir um innri mál ís lenzku þjóðkirkjuniniax og einmig komu fram eindregim tilmæii til Alþinigi's um að það afgreiddi mál, sem hjá því liggja frá fyrxi Kirkjuþingum, t.d. breytimgu á skipan presta í embætti og emd- urskipu'l'agninigu prestakalla ÞRIÐJIHVERFAFUNDUR RORGARSTJÓRA í KVÖLD — fyrir íbúa Vesturbœjar og Melahverfis — Hefst kl. 9 í Súlnasal Hótel Sögu ÞRIÐJI hverfafundur Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra, verður í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld og hefst kl. 9. Þessi fundur er fyrir íbúa Vestur- bæjar- og Melahverfis. Fund- arstjóri verður María Péturs- dóttir, hjúkrunarkona en fund.arritari Agnar Friðriks- son, viðskiptafræðinemi. Á fundinum mun Geir Hall grímsson, borgarstjóri flytja ræðu um borgarmál almennt og málefni þessara hverfa sér staklega. Síðan svarar borgar stjóri fyrirspumum fundar- gesta, bæði munnlegum og skriflegum. Fundarhverfið er öll byggð vestan Aðalstrætis og Tjarnarinnar að Skerjar- fjarðarbyggð (meðtalinni). Þetta er þriðji hverfafund- ur borgarstjóra að þessu sinni. Hinir fyrri tveir voru haldnir um síðustu helgi og tókust mjög vel. Voru fund- irnir vel sóttir og mikið um fyrirspurnir. Þess er að vænta að íbúar Vesturbæjar- og Melahverfis fjölmenni á fund Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra í kvöld og beini til hans fyrirspurnvun um áhugamál sín og hagsmuna- mál hverfanna og borgarinn- ar í heild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.