Morgunblaðið - 30.10.1968, Side 15

Morgunblaðið - 30.10.1968, Side 15
MORGUNiBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30 OKTÓBER 1968 15 Blaðamaður Morgunsbladsins skrifar frá Bandaríkjunum: Hubert Humphrey, merkisberi kæti og hamingju Eftir Ingva Hrafn Jónsson Madison, Wisconsin, 23. október. í KOSNIN GABARÁTTUNNI undanfama mánuði hefur mikið verið talað um hinn „nýja Nixon“, en enginn hef- ur talað um „nýjan Hump- hrey“. Er til slíkur Hump- hrey? Já og nei, segja þeir sem Humphrey þekkja. Fyrir fjórum árum var Humphrey bezti vinur fréttamanna í Washington; hann var drykkjufélagi þeirra, vinur og sálusorgari. Þegar Hump- hrey talaði hlustuðu frétta- menn, því að hann var fyrsta flokks heimildar- maður, enda leiðtogi meiri- hlutans í öldungadeild- inni. Þessi gamli Humphrey er enn við fullt lýði, en sumir vilja halda því fram, að hér sé líka á ferðinni nýr Hump- hrey. Dálkahöfundurinn Stewart Alsop segir, að and- lit hans líkist einna helzt öskureiðri skjaldböku, en Newsweek segir, að hann Iík- ist sætri dúkku. Vinir Hump- hreys eru ekki ánægðir með slíka samlíkingu. Þeir segja, að Humphrey sé sannur bandarískur stjórnmálamaður og að hann sé boðberi kæti og hamingju í höfuðborginni. HANN KLÆÐIST GAUÐ- RIFNUM BUXUM Humphrey, segja vinir hans, mun tryggja frið og ör- yggi, vernda lítilmagnana, verði hann kosinn for- Þeir segja líka að betri ná- ungi en Humphrey isé vand- fundinn í okkar órólega heimi. Hann getur hreinlega ekki hugsað sér að gera nokkr um manni illt, vini eða óvini. Humphrey er ímynd alþýð- unnar segja þeir. Þegar hann er heima hjá sér á hann það til að klæðast eldgömlum gauðjifnum buxum og skyrtu sem er enn fornfálegri og taka síðan til í geymsl- unni, af því að það gleð- ur mömmu, einis og hann kallar konu sína. Þeg- ar hann kemur heim á kvöld- in, kveikir hann á sjónvarp- inu og horfir' á uppáhalds- þættina sína, sem eru Bon- anza, Gunsmoke o.fl., öndveg isþættir, sem íislendingar létu nokkra sérvitringa og ofstæk ismenn taka af sér við lítinn orðstír, en það er nú önnur saga. Þegar hann ferðast leggur hann mikla áherzlu á að vera ætíð á réttum tíma og að vera óaðfinnanlegur til fara, sem ekki er hægt að segja um andstæðing hans Richard Nixon, sem oftast kemur út úr flugvél í krump- uðum fötum eins og íslending ur sem 0r að koma með Friendshipfiugvél F.í. frá Eg- ilsstöðum. Humphrey er vel hraustur til heilsunnar og hefur ekki kennt sér meins um árabil. Þeir sem hann þekkja segja, að hann hafi mesta trú á heimatilbúnum galdramixtúrum, sem eflaust á rætur sínar að rekja til æsku hans, en faðir hans, sem er enn á lífi háaldr- aður, er lyfsali. í stuttu máli, hér virðist vera á ferðinni af- Skaplega alþýðlegur og vænn maður, sem eins og lýsingin hér að ofan ber með er auðvitað af norrænum uppruna. Það segir Matthías ritstjóri að minnsta kosti og hann hlýtur að vitað það, sjálfur norrænufræðingurinn. En Hubert Humphrey, þetta norræna góðmenni, er líka harkan sjálf þegar svo ber við og hefur ákveðnar skoð- anir á hlutunum, eins og fram kemur hér á eftir í svörum hans við ýmsum spurningum sem ég hef tek- ið saman úr sjónvarps-, dag- blaða- og tímaritsviðtöLum undanfarnar vikur. Spurning- arnar fjalla eðlilega um þau mál sem efst eru á baugi í kosningabaráttunni. WAULACE EYÐILEGGUR Sp.: — Herra varaforseti, hvaða áhrif hefur framboð George Wallace á kosninga- baráttuna? Humphrey: — Hann eyði- leggur bæði fyrir mér og Nixon, sérstáklega í miðvest- urríkjunum, Oihio, Michigan og Illinois. Ég held, að hann leggi mig og Demókrataflokk inn meira í einelti. Ég held þó, að þegar í kjörklefann komi muni kjósendur gera sér grein fyrir hættunni og snúa baki við Wallace. Sp.: — Haldið þér að komm únistar í Vietnam muni hefja raunverulegar samningavið- ræður ef sprengjuárásir verða stöðvaðar? Humphrey: — Þegar ég gaf yfirlýsingu mína til þjóðar- innar nú fyrir skömmu, byggði ég hana á þeirri trú. Ég sagði líka, að ef komm- únistar kæmu ekki til móts við mig, þá áskildi ég mér rétt til að hefja þær á nýjan leik. Sp.: — Eruð þér með þessu að setja skilyrði? Humphrey: — Ég sagðist Hubert Humphrey hefur nú mun gildari ástæðu en áður til að vera bjartsýnn. myndu taka áhættuna á mig og á það vil ég leggja áherzlu. Ég er líka að hugsa um það sem hlýtur að vera efst í hug- um bandarísku þjóðarinnar, Vietnam hefur lýst því yfir að þeir muni hefja alvarleg- ar og heiðarlegar viðræður verði sprengjuárásum hætt og því tel ég álhættuna vel þess virði. Sp.: — Finnst yður komm- únistar hafa gefið í skyn að vopnahlé muni fylgja í kjöl- farið? Humphrey: — Þeir hafa enga tryggingu gefið, en þeir hafa sagzt reiðubúnir til við- ræðna. Við höfum áður stöðv- að isprengjuárásir nokkrum sinnum í allt að 37 daga án þess að nokkuð hafi komið til tals að hefja viðræður.. Staða málanna í dag er því allt önnur og betri ihvað þetta snertir. Ég held líka, að sum- ir vina minna í hernum geri of mikið úr á'hrifum sprengju árásanna, og þó að ég vilji alls ekki gera of lítið úr þeim áhrifum, verð ég að benda á, að styrjaldarþjóð hefur aldrei verið sigruð með sprengjum hingað til. EKKI AÐEINS BLÖKKU- MENN Sp.: — Hvaða merkingu leggið þér í orðatiltækið „lög og réttur“? Humphrey: — Lög og rétt- ur er að minu áliti fullkomin virðing fyrir lögum og að halda þeim uppi sem bezt við getum. Þetta orðatiltæki hef- ur líka orðið sígilt í munni stjórnmálamanna og almenn- ings á undanförnum árum, og þá kannski sérstaklega í ár, einkum með tilliti til blökku- manna og óeirða í borgum okkar. Þetta er alröng skil- greining. Blökkumenn eru ekki eina og alvarlegasta vandamálið okkar í dag, þó að vissulega sé hér um alvar- legt vandamál að ræða. Við eigum aðallega við tvenns- konar glæpastarfsemi að ræða: skipulagða glæpastarf- semi og glæpina á götunum og að halda uppi lögum og rétti þýðir að kveða niður slíka glæpi til að tryggja öryggi einstaklingsins í sam- félaginu. Þetta held ég að við getum gert, en ekki með því að snúa merkingu orðanna á einn veg. Þetta kostar fé. Við þurfum nægilega öflugt lóg- reglulið, lögreglulið, sem er menntað. Þjálfað og vel borg- að, sem nýtur stuðnings ríkis- stjóranna,. borgarstjóranna og það sem mestu máli skiptir, almennings. Aðeins þannig getum við kveðið glæpi nið- ur. ur. Sp.: — Hvað getur forset- inn gert í þessu máli til að aðstoða einstök fylki og sam- félög? Humphrey: — Með laga- frumvörpum. Forsetinn verð- ur að koma í gegnum þingið lögum um aukin fjárframlög til fylkjanna til að standa straum af kostnaðinum við ráðningu fleiri lögreglu- manna, sérfræðinga og kaup á nauðsynlegum tækjum. Ég hef sjálfur lagt fram tillögu í 82 liðum til að leysa þessi i vandamál og ég myndi leggja L höfuðáherzlu á að gera þá til- / lögu að lögum ef ég verð kos I inn forseti. \ Sp.: — Myndi stjórn y^ar verða skilgetið afkvæmi John son-istjórnarinnar, kannski svolítið endurbætt? Humphrey: — Stjórn mín t yrði Humphreyistjórn. Sp.: — Á hvern hátt yrði hún frábrugðin? Humþhrey: — Það getur tíminn einn leitt í ljós. Við höfum gert ýmsar tilraunir í stjórn Johnsons og ég geri ráð fyrir að við munum halda þeim áfram. Við vitum að 'heilsuverndarmiðstöðvar í láglaunastéttum eru mik- ilvægar. Nú eru um 40 slíkar starfræktar, við þurfum ca. 360 í viðtoót. Við höfum lika gert okkur ljóst, að núverandi velferðarkerfi er ófullkomið og þarfnast leiðréttinga. Við höfum gert óverulegar til- raunir á sviði atvinnumála fyrir lítilmagnann o.s.frv. o.s.frv. Ég held, að það sé óhjákvæmilegt að Humphrey stjórn muni bera eigin sérein kenni, en höfuðeinkenni henn ar á að verða að hún verður opin og mun leitast sem mest eftir nánum samskiptum við fólkið. Innrásin í Tékkóslóvakíu og alþjóöleg verkalýðsh reyf ing VERKALÝÐSHREYFINGIN bæði hér á íslandi og annars staðar í heiminum hefur löng- um talið sig starfa á alþjóðleg- um grundvelli. Þetta hefur m.a. komið fram í samhyggju, samstöðu og aðild að alþjóðlegum samtökum verka lýðshreyfingarinnar. Sem dæmi hér frá Islandi má benda á beina og óbeina aðstoð erlendra verkalýðsfélaga og samtaka við innlend verkalýðsfélög og for- ystumenn þeirra á fyrstu starfs- árum samtakanna hér á landi. Einnig fjölmargar Samþýkktir og ályktanir Alþýðusam'bandsþinga fyrr og síðar, sem varðað hafa erlend málefni, að ógleymdum beinum fjárhagslegum stuðníngi utanlands frá og samúðarvinnu- stöðvun Cskipin), þegar verk- föll hafa verið háð hér á landi. Bein aðild íslenzkrar verka- lýðshreyfingar að alþjóðlegum verkalýðssamtökum, er ekki ýkja gömul. Sjómannafélag Reykjavíkur gerðist þó strax ár- ið 1923 aðili að I.T.F., eða Al- þjóðasambandi flutningaverka- manna, sem verður að teljast al- þjóðlegt sérsamband, en við þeirri aðild tók Sjómannasam- band íslands um síðustu áramót. S.S.Í. er einnig aðili að Norræna flutningaverkamannasamband- inu. Þá er Lándssamband ís- lenzkra verzlunarmánna aðili að Norræna verzlunarmannasam- bandinu og Málm- og skipasmiða sambandið í Alþjóðasambandi málmiðnaðarmanna. Af öðrum einstökum félögum má benda á Félag atvinnuflugmanna, sem sögðu sig úr Alþýðusambandi ís- lands fyrir nokkrum árum og hafa síðan verið aðilar að al- þjóðasambandi atvinnuflug- manna, sem að sjálfsögðu einnig er sérsamband. Lengi vel hefur verið talað um tvö alþjóðleg heildarsamtök verkalýðshreyfingarinnar, en það eru W.F.T.U. eða Alþjóða- amband verkalýðsfélaga og I.G.F.T.U. eða Álþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga. Það síðarnefnda var stofnað, þegar löngu var Ijóst orðið að þau fyrr nefndu fóru í einu og öllu að vilja hinna rúsisnesku leiðtoga á hverjum tíma. Til að ná meiri- hluta á þinguum þess og þ.á.m, í stjórn og frámkvæmdanefnd, voru hin svokölluðu „verkalýðs- félög“ austan tjalds með með- limatölu, sem oft og tíðum var talin skaga hátt í íbúatöliunaH Eftir að lýðræðissinnar höfðu náð yfirráðum í Alþýðusam- bandi íslands 1948 gerðist A.S.Í. aðili að Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga og hef- ur verið það síðan og fulltrúar verið sendir á þing þess. —O— Heimildir sem ekki verða ve- fengdar hafa haldið því fram a.m.k. allt fram að innrás Sov- étríkjanna og leppríkja þeirra í Tékkóslóvakíu að Alþjóðasam- band verkalýðsfélaga hafi verið hin víðtækustu og áhrifamestu af alþjóðlegum samtökum, sem kommúnistar hafa ráðið yfir og hafi þau fram til þessa verið í einu og öllu trú stefnu og hags- munum Sovétríkjanna. Geta allir séð pólitíska þýð- ingu slíkra samtaka, þegar þau eru að mestu notuð í þeim til- gangi, en þessi samtök hafa 57 skrifstofur í 47 löndum. Fram- kvæmdastjórnin situr í Prag, og félagsmenn innan vébanda þess- ara samtaka eru taldir 120 millj- ónir. Þeirri spurningu hefur nú skotið upp meðal verkalýðsfé- laga og samtaka bæði auistan hafs og vestan hvað verði nú um Alþjóðasamband verkalýðs- félaga eftir að æðstu menn þess höfðu harðlega gagnrýnt innrás- ina í Tékkóslóvakíu. New York Times eitt áreiðan- legasta fréttablað heimspress- unnar, skýrði frá því fyrir skömmu, að öll stjórn þessa sam bands að meðtöldum fram- kvæmdastjóra og tíu aðstoðar- mönnum hans hefðu fordæmt innrásina, en að þessum atburði hafi verið haldið leyndum þar til nú nýlega, nema á Ítalíu, þar sem verkalýðssamtök komm únista hafa opinberlega for- dæmt innrásina. Eftir því sem Times segir, áttu franskir og ítalskir verkalýðsleið togar frumkvæðið að mótmæl- um þassum. Í yfirlýsingu sam- bandsins segir, „að hernaðarleg íhlutun brjóti í báða við grund- vallarreglur þess og systursám- taka um heim allan“. Þar segir ennfremur: „Fram- kvæmdanefndin lýsir yfir full- um stuðningi og samstöðu með verkamönnum og borgurúm Tékkóslóvakíu og lýsir virðingu sinni vegna sjálfstjórnar þeirrar og stillingar", og nokkru síðar Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.