Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNIBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1968 hana og hún getur breytt hon- um að sama skapi. Hann hefur fulla þörf á því að vera Mfgað- ur eitthvað við stundum. — Já, það er nokkuð til í því, samþykkti hún. — en það fer nú samt ekki hjá því, að þau rífist. Sandra getur verið af- skaplega uppstökk. í>ú mannst nú, hvernig hún sleppti sér í dag. — Graham stendur eins og óbifanlegur klettur, ef hún ræðst á hann spáði Oliver. Því að auðvitað gerir hún það. Og þegar rifrildinu er lokið, flýg- ur hún í fangið á honum og þau fyrirgefa hvort öðru og lifa svo í sátt og samlyndi á eftir. Þann- ig er hjónabandið svo oft. Ann- ars væri það tilbreytingarlaust og leiðintegt. — Þú ert farin að hlæja að mér, sagði Jil'I. — Ég sé það á augunum í þér. En hvernig get- urðu verið svona viss um þetta? Ekki ertu giftur sjálfur. — Nei, ekki nema sjúkrahús- inu mínu, góða min. En fáðu þér nú þennan blund, sem þú þarfnast svo mjög. Ef þú verður þæg máttu lána jazzplöturnar mínar í kvöld. 9. kafli. Þremur vikum seinna voru þær JiU og Sandra komnar aft- ur til búgarðs Abduls Hassains í útjarðri Damaskus. Þangað höfðu verið færðir allir fjársjóð irnir frá Khatida og stúlkurnar höfðu nóg að gera að greina þá sundur og hreinsa og skrifa ít- arlegar skýrs-lur, undir stjórn frú Fallowman. Þegar Enid fór úr eyðimerkurstöðinni höfðu tveir Ameríkumenn komið til þess að taka við störfum henn- ar og tekið nokkra stúdenta með sér sem verkamenn, og til þess að auka þekkingu þeirra á forn fræði. Það var því ekki lengur þörf á viðváningshjálp Söndru í eyðimörkinni — Guði sé lof fyrir það, sagði hún innilega. — Ég hétt þetta nú he'ldur ekki út nema vegma hans Grahams. Þetta var hreinasta plága að vera þarna í þessum skítuga helli. Graham hafði ákveðið að Jill skyldi snúa aftur til siðmenn- ingarinnar með Söndru. — En ég sakna nú samt þessarar ágætu ketkássu þinnar, sagði hann við hana. — En þú ent búin að fá nóg og meira en nóg af þessari fyrstu reynslu þinni af eyði- merkurvinnu. Nú þarftu að kom ast eirtthvert þar sem útsýnið er betra. Svo að ég ætla að senda þig burt með henni Söndru um tíma. Þá fáum við að sjá, hvort þú kærir þig um að vera áfram í Austurlöndum, eða hvort þú vilt heldur fljúga heim í sið- menninguna. En svo komum við aftur í ágúst eftir hveitibrauðs- dagana. Og þannig hafði málum verið skipað. Jil'l fann, að hún var ekki nema fegin að koma á bak Mósesi í síðasta sinn og komast í bíí, sem þeysti þeim til borg- arinnar. Hún hafði fengið töír- andi sýnishom af lífi fyrri alda, en nú gæti verið gott að hafa þægindi eins og vatnsveitu og garðablóm og hreina jörð undir fæti. Hún fór úr galla- buxunum og í rósrauða kaftan- inn, baðaði sig og setti á sig ihnefni. og það var verulega líkamleg nautn. Eins og hitt að eta nýjan mat, sem hún hafði ekki sjálf þurft að búa til og bera fram. Stúlkurnar tvær höfðu verið samferða frú Fallowman, og svo hafði Graham komið, nokkrum hverfafundir um borgarmálefn GEIR HALLGRÍMSSON BORGARSTJÚRI BOBAR TIL FUNDAR UM BORGARMÁL- EFNI MEÐ ÍBÚUM MIÐ- OG AUSTUR- BÆJARHVERFIS FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER KLUKKAN 9 E.H. í SIGTÚNI VIÐ AUSTURVÖLL. Borgarstjóri flytur ræðu á fundinum um borgarmálefni almennt og um málefni hverfisins og svarar munnlegum og skriflegum fyrirspurnum fundargesta. Fundarstjóri verður Sigurður Líndal, hæstaréttarritari og fundarritari Björg Stefánsdóttir, húsmóðir. (Fundarhverfið er byggðin sem takmarkast af Snorrabraut í austur og Tjörninni og Aðalstræti í vestur). Reykvikingar ■ Sækjum borgarmálafundina — Fyrst var ég 5 ár í listaskóla, sfðan 6 ár við nám i París og þrjú í Róm. dögujn seinna. Fyrsta daginn, sem hann var þarna fór hann með Söndru út í Silfursmiðagöt una og keypti þar handa henni trúlofunarhring, faílegan, útskor inn gullhring með túrkisum og einum stórum smaragði. — Þú skilur, þetta þarf að vera blátt og grænt, til þess að fara vel við augun, útskýrði Sandra þeg- ar hún fór að sýna Jil'l hring- inn. — Var ég ekki sniðug að velja hann? ... Ég vildi bara óska, að hún frú Fallowman gæti verið ánægð með mig. Hún hefur bókstaflega ekki verið sjálfri sér lík, síðan hún komst að því, að ég ætíaði loksins ekki að eiga hann Oliver. — Henni þykir víst eitthvað sérstaklega vænt um hann, sagði Jill. — Hann bjargaði vís-t einu sinni lífi hennar með uppskurði, þú mátt ekki gleyma því. — Ég he'ld ekki, að kellingar- greyið skilji raunverulega það, VELJUM ÍSLENZKT Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 214” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Jafnvel flugfragt borgar sig. Sendum um land allt — Jón Loltsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. sem gerzt hefur, sagði Sandra. — Enid er nú systir hennar, ef út í það er farið. Þegar Oliver kemur hingað hinn daginn, ætla ég að biðja hann að útskýra fyr- ir henni, að hann sé ekkert nið- urdreginn, þó að hann hafi verið svikinn, og alla þá vitleysu. En liklega heldur hún að hann sé það. — Nú, er Oliver í þann veginn að koma? Ég er fegin. Það verð ur gaman að sjá hann aftur. — Já þá verða það fjögur hjörtu, er það ekki? Kannski get um við slegið okkur saman, ölí fjögur í Damaskus. Vonandi eru þar einhverjir næturklúbb- ar, eða eitthvað hægt að skemmta sér í þessum fínu hótelum. Hún hló. — Þá verður þetta rétt eins og þegar við fórum fyrst út með þeim í Beirut. Manstu eftir þvi? Tveir launaþrælar frá Golíat, sem komu heim um miðja nótt og urðu fyrir reiði drekans Gil- more. — Já, þú hefðir að minnsta kosti átt að hjaðna niður, sagði Jill og hló. — Aldrei gleymi ég þeirri nóttu. Er það ekki furðu- legt, hvað margt hefur skeð síð- an? Ekki bjuggumst við því að lenda langt úti í eyðimörk, þeg- ar við fórum frá London. — Nú, jæja, ég sagði nú víst, að við mundum hitta einhverja glæsilega karlmenn og það höf- um við gert, svaraði Sandra. — Við skúlum þá ákveða fimmtu- daginn. Ég skal nefna það við hann Graham þegar hann kem- ur úr skrifstofunni. Hún leit með ánægjusvip kringum sig í stóra herberginu, sem þær sátu í. Þar var hvelfingarloft og veggir með ljósum timburþiljum og ábreið- ur, rauðar og ljósrauðar. — Við verðum að finna einhvern handa þér, sagði hún. Hvernig líkar þér við hann Davíð? Nú, þarna er hann bara að koma. Eða þá aft- urgangan hans! — Onei, hann er nú hérna al- skapaður! svaraði Davíð og gekk tií þeirra. — Hvernig líður ykkur, stelpur? Þið eruð báðar svo afskaplega töfrandi. — Við höfum nú líka fengið hárgreiðslu og handsnyrtingu síðan þú sást okkur seinast, Sagði Sandra. — Og búnar að fara í búðir. Hvað ert þú hér að flækjast? Það hefur enginn sagt okkur, að von væri á þér. — Ég kem þá bara óvænt, svaraði hann. Ég var kallaður til 6« 6.67 Steríó- magnarar, hátalarar Dönsk úrvals framleiðsla fyrirliggjandi. AREN A-umboðið Armúla 14, símj 81050.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.