Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÖIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1068 Útgeíandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritst j ómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei'ðsla Auglý-singar Askriftargjald kr. 130.00 I lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjiarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. NYTT NAFN A KOMMÚNISTAFL OKKI Á rið 1938 var nafni Komm- únistaflokks íslands breytt í Sameiningaflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, en það ár fengu kommúnistar til liðs við sig nokkra nyt- sama sakleysingja. Árið 1956 var hið svoallaða Alþýðu- bandalag stofnað. Var þar um að ræða lausleg kosninga samtök kommúnista annars vegar og Hannibals Valdi- marssonar og fylgismanna hans hins vegar. En þrátt fyrir stofnun Alþýðubanda- lagsins héldu kommúnistar áfram flokki sínum, Samein- ingarflokki alþýðu — Sósíal- istaflokknum. Nú hefur verið ákveðið að leggja Sósíalistaflokkinn nið- ur, ef kommúnistar fá fram- gengt kröfumálum sínum á landsfundi Alþýðubandalags- ins, sem hefst eftir nokkra daga. Benda allar líkur til, að kommúnistar muni þar hafa tögl og hagldir, því að Hanni- balistar hafa haldið mjög klaufalega á málum og látið hrekja sig úr þessum samtök um í stað þess að gera komm- únistum störfin þar útilokuð. Málin horfa því þannig við, að kommúnistar muni taka öll völd í Alþýðubandalaginu svonefnda og gera úr því hreinræktaðan kommúnista- flokk. Hinn svokallaði Sam- einingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, arftaki Kommúnistaflokksins, verður því ekki lagður niður í raun og veru, heldur einungis breytt um nafn á honum. Al- þýðubandalagið er talið veiðilegra, en Sósíalistaflokk- urinn, sem gengið hefur sér til húðar. Þess vegna á enn að reyna að nota áhrif Hanni bals Valdimarssonar og félaga hans, enda þótt þeir sjálfir séu nú uppgefnir og vonsviknir menn. Kommúnisminn er nú hvar vetna á undanhaldi, ekki sízt Vegna ofbeldisaðgerða Rússa í Tékkóslóvakíu, og fjölmarg- ir þeirra manna, sem styrkt hafa kommúnista og starfað með þeim, snúast nú önd- verðir gegn þeim. Sú mun þróunin einnig verða hér, og þess vegna má segja, að æski- legt sé, að kommúnistar séu einir sér í flokki, og fer eink- ar vel á því, að Magnús Kjartansson skuli orðinn að- altalsmaður þeirra, vegna þess að enginn íslendingur fer í grafgötur um skoðanir hans og aðdáun á kúgun og ofbeldi kommúnista, hvar sem það er að finna. ÓSKILJANLEGT Á hátíðafundi Tékknesk-ís- lenzka félagsins í tilefni hálfrar aldar fullveldisaf- mælis Tékkóslóvakíu skýrði Björn Þorsteinsson, formað- ur félagsins, frá því, að menntamálaráðherra hefði sent sérstakt ávarp til hátíð- arfundarins, en mundi ekki mæta til að flytja það sjálf- ur. Síðan sagði Björn: „Úr því að sendifulltrúi tékkneska ríkisins gat ekki setið þennan fund, þá getur dr. Gylfi Þ. Gíslason ekki storkað honum og sjálfkjörn- um verndurum hans með því að koma hingað sjálfur“. Þessi yfirlýsing er með því furðulegasta, sem íslending- ar hafa þurft að hlýða á. í henni segir, að úr því að Rússar kúga Tékka megi ís- lenzkir ráðamenn ekki sýna þeim samúð sína með því að mæta á mannfundum þeirra. Þeir megi ekki storka Tékk- um og „sjálfkjörnum vemd- urum“ þeirra, þ.e.a.s. hinum rússnesku kúgurum. íslendingar hljóta að spyrja hvers konar „diplomati" sé hér á ferðum. Ef þetta eru alþjóðlegar reglur þá eigum við að brjótast unda þeim, eða að minnsta kosti að aug- lýsa ekki aumingjaskap okk- ar með þessum hætti. Vitað er að utanríkisráðu- neytin verða oft að gera ann- að en gott þykir. Þannig þurfti þáverandi utanríkis- ráðherra íslendinga að heim- sækja Rússa 7. nóv. 1956 eftir glæpaverk þeirra í Ungverja landi, en hann gerði það mjög smekklega. Hann dvaldi að- eins fáar mínútur í sendiráð- inu með æðstu starfsmönn- um sínum, en engir aðrir áhrifamenn létu þar sjá sig. Vel má vera, að utanríkisráð- herra hefði ekki getað af slík um ástæðum sótt hátíðafund Tékknesk-íslenzka félagsins, en hingað til hafa menn hald ið, að slíkt tæki ekki til ann- arra ráðherra, og væri æski- legt, að utanríkisráðuneytið upplýsti, hvort slíka „hlé- drægni“ sé nauðsynlegt að viðhafa. Baráttan um Norðursjóinn HVERJIR ráða yfir land- grunninu við Norðursjóinn, þ.e. haf.r rétt iil þess að hag • nýta sér þau auðæfi, sem þar kunna að vera fyrir hendi? Þessi spurning verður nú stöðugt háværari og áleitnari sökum þess að nú er komið í ljós, að þarna á hafsboin- inum eru örugglega fólgnar miklar auðlindir, eins og olía og jarðgas, sem þegar er tek- ið að hagnýta. Skipting land- grunnsins er því orðið að mjög viðkvæmu milliríkja- máli milli þeirra landa, sem að Norðursjónum liggja og á sennilega eftir að vekja miklu meiri athygli í næstu framtíð en til þessa. Munnlegur málflutningur við Alþjóðadómstólinn í Haag í þessu rnáli hófst á miðviku- daginn var. Gert er ráð fyrir, að málið standi yfir í um þrjár vikur og þar er eitt að- alúrlausnarefnið, að hve miklu leyti Vestur-Þýzkaland á að fá stærri hlutdeild í landgrunninu, en landið á rétt til samkvæmt svonefndri „Jafnfjarlægðarreglu“ (Ækvi distanceprincip). Gagniaðilar V-fÞýzkalands í þessu máli eru Danmörk og Holland, þar sem það eru þessi lönd, er það kemur til með að bitna á, ef Þýzkalandi verður út- hlutaður stærri hlutur af landgrunninu. Jafnfjarlægðarreglan, sem V-Þýzkaland mótmælir, hefur það í för með sér, að sérhver fermetri á meginlandsgrunn- inu eigi að falla í skaut því landinu, sem næst liggur. Auk þeirra ástæðna, sem tilgreindar voru hér í upp- hafi, er ennfremur fylgzt með þessu máli hvarvetna í heim- inum, vegna þess að jafnfjar- lægðarreglan er sú skipting- arregla, sem samþykkt var á sjóréttarráðstefnunni í Genf 1958 og sem Sameinuðu þjóð- irnar og Alþjóðlega laga- nefndin (International Law Commission) hafa mælt með. Þessi regla hefur verið not- uð við margar svæðaafmark- anir um allan heim. Ef dóm- stóllinn því fellur frá jafn- fj arlægðarreglunni eða túlkar hana þröngt, mun það hafa í för með sér margvíslegar af- leiðingar fyrir ýms önnur ríki en aðildarríki þessa máls. Ef framangreindri reglu er fylgt við skiptingu Norður- sjávarins, leiðir það til þess, að V-Þýzkaland fær tiltölu- lega lítinn hluta af landgrunn inu. — Ástæðan er sú, að þýzka ströndin beygist inn á við, þar sem strendur Hol- lands og Danmerkur beygj- ast út á við. V-Þýzkaland hefur hins vegar fullan hug á því að fá í sinn hlut eins stóran hlut af landgrunninu eins og unnt er, vegna þess feiknarlega magns af olíu og jarðgasi, sem tilraunaiboranir hafa leitt í ljós, að þarna er að finna. Af hálfu Dana er því hald- ið fram, að jafnfjarlægðar- reglan sé mjög heppileg til skiptingar á Norðursjónum. Með henni sé skilgreint í senn, hve mikið svæði, hvert ríki á að fá í sinn hlut og hvar þetta svæði er. Skipting t. d. eftir lengd strandlengj- unnar myndi aðeins skera úr um stærð svæðanna en ekki hvar þau ættu að vera og hlutaskipting, eins og hún þekkist frá Suðurheimskautis- landinu, er ekki unnt að framkvæma, af því að það myndi reynast ókleift að ákveða einhvern einn stað í Norðursjónum, sem gæti orð- ið miðdepillinn í hlutaskipt- ingarhring. Af hálfu V-Þjóð- verja hefur hins vegar verið stungið upp á báðum þess- um skiptingaraðferðum. V-Þjóðverjar hófu málflutn ing sinn með því að bera fram þá tillögu, að aðilar málsins reyndu einu sinni enn að komast að lausn með samningaviðræðum. — Þetta bendir sennilega til þess, að V-Þjóðverjar óttist, að dóm- stóllinn muni lýsa yfir því, að það sé jafnfjarlægðarreglan, sem sé gildandi regla að þjóð arrétti um skiptingu land- grunnsins. Það kynni einnig að hafa í för með sór undar- legar niðurstöður, ef látið yrði af jafnfjarlægðarregl- unni. Allar aðrar landgrunns- reglur í Norðursjó og auk þesis allar fiskveiðilögsögur (einnig sú þýzka) eru afmark aðar eftir þessari reglu. Þá hafa Þjóðverjar ennfremur hagnýtt sér þessa reglu í Eystrasalti. I þessu máli hefur því ver- ið haldið fram af hálfu Vest- ur-Þjóðverja, að gera yrði undantekningu í þessu tilfelli, þrátt fyrir það að talið yrði, að þjóðréttarreglan væri jafn f j arlægðarreglan. Ástæðan fyrir þessu væri isú, að strönd Þýzkalands væri þannig, að hún skapaði sérstakiar kring- umstæður, sem ættu að hafa í för með sér aðra skiptingu. í Genfarsamþykktinni um landgrunnið er gefinn kostur á því að beita annarri reglu en jafnfjarlægðarreglunni, ef um sérstakar kringumstæður er að ræða (Special circum- stances). — Það er hinis veg- ar erfitt að sjá, að með því hafi verið átt við kringum stæður eins og þær, sem fyr- ir er að finna við Norðursjó. Ef dómstóllinn fellst á sjón armið Vestur-Þjóðverja um „sérstakar kringumstæður". mun það hafa í för með sér margs konar erfiðleika og viðkvæma í sambandi við isamningu dómsins og þá fyrst og fremst í sambandi við það vandamál, eftir hvaða reglum á að draga takmörk- in. Á þessu sviði eru ekki til neinar reglur til þess að fara eftir, að því er vitað er um og samkvæmt umboði sínu á dómstóllinn ekki að fara eftir mati við dómsuppkvaðningu sína, heldur er hann bundinn við reglur þjóðarréttarins og verður að fara eftir þeim. (Þýtt úr Politiken) Lítil þátttaka í mótmælagöngu London, 27. okt. — AP — MÓTMÆLAGANGA, skipulögð að mestu á vegum stúdenta, var farin í London á laugardag og LÖGREGLA OG SKEMMDARFÝSN ipékknesk-íslenzka félagið beitti sér fyrir mótmæla- stöðu við sovézka sendiráðið á þjóðhátíðadegi Tékka og lagði áherzlu á, að ofbeldis- verkum Rússa væri mót- mælt án allra skemmdar- verka. Var sú varðstaða áhrifamikil og táknræn. Hins vegar komu unglingar til að fá skemmdarfýsn sinni tilgangurinn var að mótmæla styrjöldinni í Vietnam. Gengið var eftir helztu götum miðborg- ar London og safnazt saman til útrás og gerðu málstað þeirra, sem að mótmælastöð- unni stóðu, mesta ógagn. Lög reglan á úr vöndu að ráða, þegar slík atvik ber að hönd- um. Erfitt getur verið að finna sökudólgana og stund- um þarf að beita aðferðum, sem þykja nokkuð hrottaleg- ar, en hjá því verður ekki komizt að halda uppi lögum og reglu, og almenningsálit- ið verður að styðja lögregl- una í öllum aðgerðum til að koma í .veg fyrir, að skemmd arfýsn fái að festa hér rætur. fundar í Hyde Park. Talið er, að þátttakendur hafi verið um tutt- ugu og fimm þúsund og er það um helmingi færri en gert hafði verið ráð fyrir. Fjörutíu voru handteknir. Nokkur þúsund stúdenta tóku sig út úr aðalhópnum og héldu til sendiráðs Bandaríkjanna við Grosvenor torg. Var þar um svo kallaða Maosinna að ræða og báru þeir stórar myndir af Mao formanni og Ho Chi Minh, fer- seta Norður Vietnam. Einnig báru margir fána Viet Cong hreyfingarinnar. Við bandaríska sendiráðið hófu mótmælendur há reysti og nokkrar rúður voru brotnar og reyksprengjum kast- að að lögreglunni. Vegna göng- unnar hafði lögreglan mikinn við búnað og tókst að dreifa óeirða seggjunum án þess að til veru- legra átaka hafi komið. Þó munu nokkrir lögreglumenn hafa meiðzt og um fjörutíu mótmæl- enda hlutu einhver meiðsl. Síð- ar héldu allmargir göngumenn til sendiráða Nýja Sjálands og Ástra líu og brenndu þar þjóðfána ríkjanna í mótmælaskyni við þátttöku þeirra í Vietnamstfíð- inu. Þá söfnuðust allmargir sam an við bústað forsætisráðherra við Dównirig street númer 10. Framhald á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.