Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 4
4 MORG-UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1068 BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM NÝIR BtLAR ÁRG. ’69 SÍMI 8 23 47 Sími 22-0-22 Raubarárst'ig 31 &ó&z>ge£<g.Gi. Hverfiseötu 103. Simi eftir lokun 31160. IVIAGIM ÚSAR 4kiphoiti21 s*mar21190 eftirlokun •'«- í 40381 LITLA BÍLALEIGAN BergstaSastræti 11—13. Hagstaett leijujjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eSa 81748. Sijurður Jónsson. Balastore § > X Balastore gluggatjöldin eru í senn þægileg og smekkleg. Uppsetning er afar ouðveld, og létt verk að halda þeim hreinum. Fáanleg í breiddum fró 40-260 sm (hleypur á 10 sm). Margra óra ending. > Vindutjöld Framleiðum vindutjöld í öllum stærðum eftir móli. .... "":~:zzzr> Lítið inn, þegar'þér eigið leið um Laugaveginn! Húsgagnaverzlun KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugovegi 13, sími 13879 Q Eiginkonur — og mál- glaðar vinkonur „Góður eiginmaður skrifar: Herra Velvakandi, Nú bið ég þig að koma mér til hjálpar. Komdu fyrir mig á fram færi þeirri frómu ósk til hinna símaglöðu kvenna hér í borginni að lofa þeim húsmæðrum eða eig- inkonum, sem hafa fyrir heimili að sjá og vilja rækja það eftir getu, að fá að vera í friði fyrir endalausum símtölum á þeim tíma sem matarundirbúningur stendur yfir, og helzt af öllu líka fyrri hluta matmálstímans svo að hús- móðirin geti í friði komið matn- um á borðið. Ég er búinn að vera í góðu hjónabandi í rúmlega tuttugu ár og við eigum tvö börn, sem eru nokkuð uppkomin og eru í skóla. Konan mín hefur það þvl all miklu léttara en fyrr, meðan börnin voru ung, og nú er hún farin að taka dálitinn þátt í fé- lagsmálum. Einnig á hún nokkrar systur og mágkonur. Hún er vin- sæl af félagskonum sínum og fjöl- skyldumeðlimum og þurfa þær því allar mikið við hana að tala. Um málefnið varðar mig ekki, vona að það sé öllum meinlaust. En símtölin á matartímanum eru að spilia okkar hjónabandi og eins, þegar maturinn er ekki til á sæmilega réttum tíma vegna Til sölu Fíat árg. "62 Tilboð sendist Fosskraft Suðurlandsbraut 32. 2 KONUR ÓSKAST sem fyrst á bamaheimili í sveit. Upplýsingar á Ráðningarstofu Reykj avíkurborgar. Sími 18800. 10 ÁRA ÁBYRGÐ SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON&CO HF 10 ÁRA ÁBYRGD TIL SOLU Fjögurra herbergja íbúð við Ál'fheima. Fimmta her- bergi í kjallara. íbúðin er í mjög góðu standL Fjögurra herbergja íbúð við Laugaveg með sérlega góðum kjörum. Þriggja herbergja íbúð við Framnesveg. Tveggja herbergja íbúð við Miðstræti, útborgun kr. 175000.— Tvær tveggja herbergja íbúðir í steinhúsi við Klapparstíg. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Axels Einarssonar, Aðalstræti 6, símar: 12002, 13202, 13602. þess, að síminn hefur gengið lát- laust, þegar matreiðsla hefur átt að fara fram. Ég hef talað um þetta við konuna mína og hún tekur því vel, en segist bara eiga svo erfitt með að koma vinkon- um sínum í skilning um að hún megi ekki vera að því að tala við þær. Ég er ekki í neinum vafa um það, að ég er ekki eina fórn þessarar símaástríðu, börnin okk ar eru það líka, og ég er ekki í neinum vafa um, að mörg fleiri heimili hér í borginni og sjálf- sagt víðar, líða fyrir þetta. Ég heiti því á þær konur, sem þetta lesa, og við athugun finna sig sekar um þau friðrof, er þær valda á mörgum heimilum að reyna að velja hentugri tíma til útrásar sínum hugðarmálum. Góður eiginmaður". Já, svona er stundum að eiga vinsælar eiginkonur. Velvakandi finnur sárt til með „Góðum eigin manni“. Hann á líka vinsæla konu En hún á í engum vandræðum með sínar vinkonur og þær hana. Ef þær hringja á óhentugum tíma, segir hún aðeins: „Heyrðu elsk- an, ég má ekki vera að því að tala við þig núna, ég hringi til þín á eftir.“ — Þær skilja orðið allar hvað klukkan slær — og hjónabandi við báða enda er borgið. g Hvor á réttinn? Umferðarmálin eru ofarlega á baugi og það að vonum. Óhætt er að fullyrða að allur fjöldinn vill fara að settum reglum, en stundum vandast málið, eins og eftirfarandi bréf frá „Borgara" gefur til kynna: „Kæri Velvakandi. Vilt þú ekki vera svo góður að upplýsa fáfróðan vegfaranda í sambandi við eftirfarandi atvik úr umferðinni: Nýlega ók ég á hægri akrein Grensásveg til norðurs og ætlaði vestur Suðurlandsbraut. Þegar ég nálgaðist gatnamótin, blasti skyndi lega við mér málaður trébúkki með áfestu merki um að fara á vinstri akrein. Ég hrökk við og sá að búið er að loka þarna hægri akreininni að því er mér virðist að ástæðulausu. Nú lang- ar mig að fá upplýst eftir allan hægri-áróðurinn, hver er tilgang- urinn? Er þetta gert í sambandi við umferðarljósin? Eða er þetta gert á móti þeim áróðri um hægri akstur, sem hér er í al- gleymingi? Væri nú fróðlegt að fræðast um þetta, og hvort von væri á fleiri svipuðum breyting- um. Spurningin er: Hvor ökumaður á þarna rétt, sá, sem ekur á hægri akrein og sveigir á þá vinstri, eða sá, sem ekið hefur á vinstri akrein? — Væri fróðlegt að fá upplýst um þetta í dálk- um þínum, Velvakandi sæll. Borgari". Velvakandi hefur það fyrir satt að leysist tvær akreinar upp í eina eigi sá réttinn, sem áðurvar á hægri akrein. Þetta á t.d. við á Miklubraut, þegar tvær akrein- ar verða að eirmi austan Grens- ásvegar. En sé akrein alveg lok- að eins og bréfritari skýrir frá, þá fer málið að vandast. Velvak- andi leggur því ekki út á þann hála is að svara spurningum „Borgara", en mun fúslega birta svör þeirra, sem gerst ættu að vita SKÍÐARÁÐ REYKJAVÍKUR heldur aðalfund sir.n fimmtudaginn 31. október kl. 20.30 í Tjarnarbúð (uppi). STJÓRNIN. Til leigu á góðum stað verzlunarpláss. Gæti hentað vel fyrir herrafataverzlun. Á sama stað til leigu tvö herbergi, sem mætti sameina verzlunarplássinu með litlum breytingum. Tiltooð sendist Mbl. merkt: „6778“. Bronco árgerð 1966 lítið ekinn til sýnis og sölu. BÍLA- OG BÚVÉLASALAN, sími 23136. Húsnæði Til leigu nú þegar (nálægt Laugavegi) 5 herbergi (um 100 ferm.) hentug fyrir skxif- stofur, teiknistofur, hárgreiðslustofu, eða léttan iðnað. Leigist í einu, eða tvennu lagi. Upplýsingar í síma 1-51-90 kl. 9—12 og 1—5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.