Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 13
MORGUNiBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1968 13 frá^tngur opinna svæða og nýt- ing þeirra er eitt af þeim verk- efnum, sem ég tel, að við höf- um ekki unnið eins að og skyldi, vegna þess að önnur verkefni hafa setið í fyrirrúmi. Það hef- ur fyrst verið hugsað um að ganga frá götunum, en í kjölfar þess verðum við á næstu árum að nýta opnu svæðin inn á milli húsanna, ekki eingöngu til þess, sem sjálfsagt er, að þau verði íbúunum til tómstundagamans, heldur og vegna ásýndar borg- arinnar í heild sinni, þar sem ýmis slík svæði, tiltölulega lít- il, geta gert geysilegan mun hvað snertir útlit borgarinnar og fátt gæti orkað meira til feg- urðar í einstökum hverfum held ur en farið væri skipulagsbund- ið yfir hverfin og þessi svæði lagfærð. Hitt er svo annað mál að lagfærnig og viðháld slikra svæða eru ótrúlega dýr. Núna síðustu árin, hefur ræktað svæði sem er undir stjórn garðyrkju- stjóra aukizt um u.þ.b. 6 hekt- ara og er 113—14 hekt- arar. Margt af þessu eru grasfletir og graslendi en skrúðgarðar eru á milli 20-30 og Miklatún þeirra stærst. En stærsta útivistarsvæðið verður þó Laugardalurinn, þar sem ýms ar endurbætur hafa verið gerð- ar og ræktunarstarfsemi eins og sjá má. Helgi Þorláksson Nökkva- vogi 21: Ég leyfi mér að spyrja hvað líði endurskoðun á leiðum og tengingu leiða Strætisvagnanna og borgar- hverfanna. Bendi ég í því sam- bandi sérstaklega á nauðsyn þess, að hringferðir verði um borgina, þannig að úthverfi borg arinnar verði tengd. Ég vek at- hygli á því, hvað við erum illa staðsett hér innfrá t.d. að komast beint til háskólahverfisins, þ.á. m. til Þjóðminjasafns eða Há- skóla eða vesturhluta borgar- innar. Sömuleiðis má vekja at- hygli á því, sem a'llir þekkja, hve erfitt er að sækja menntaskól- ann nýja við Hamrahlíð, þar sem feiðin er aðeins ein, hring- leiðin og liggur að norðanverðu eins og er. Ég veit að þessi máí hafa verið í undirbúningi og vai mér vel kunnugt, að frestað var breytingu á þessu vegna hægri umferðarinnar, en teldi nú æski legt að færi að bóla á nýjung- um á þessu sviði. f sambandi við i Strætisvagnana vildi ég einnig spyrjast fyrir um, hvort ekki væri þar að vænta breytinga á farmiðakerfi, svo sem að taka upp viku eða mánaðarkort, sem fólk gæti keypt með afslætti, þar sem væri mynd af viðkom- andi, þar sem væri tekndr upp m.a. skiptimiðar með gildistíma 1 klst. á állar leiðir, sem gætu gengið úr einum vagni í annan og þyrfti aðeins að sýna farmiða sinn sbr. það sem á Norðurlönd- um kaflast „omstigning". f því sambandi spyr ég einnig hvort ekki væri hugsanlegt að taka upp sérstök skólakort fyrir nem endur, sem þurfa að sækja til fjarlægra hverfa til skólanáms. Eins og borgarstjóri hefur þeg- ar bent á verða nemendur úr stórum hluta þessa hverfis, að sækja skóla næstu ár niður í miðbæ og til menntaskólanáms hingað og þangað og tel ég eðli- legt, að hér væri því komið við sérstökum skóíakortum, með mynd af nemanda, kortin giltu t.d. á virkum dögum frá kl. 7 á morgni og til kl. 19 á kvöldi, og væru með áritun eða stimpli skólans því tíl staðfestu að nem- andinn væri skráður í skóla. f sambandi við þetta vildi ég setja það fram sem mína skoð- un og tek ég það fram.að ég telst þó vera einkabflaeigandi, að ég teldi það stórkostlegan þjóð- hagslegan ávinning að fjölga ferðum strætisvagna, auka þær mjög og þar með reyna að draga úr notkun einkabíla. Það hlýt- ur að vera þjóðhagslega óhag- Ikætt að hafa þann geysilega fjölda einkabíla, sem hér ekur fram og aftur og við erum bara einn farþegi við stýrið í bíl sem rúmar kannski 5 eða 6 og væri miklu hagkvæmara og yrðu sam- göngur greiðari að auka stræt- isvagnaferðir stórlega. Þótt greiða yrði allverulega með því er ég sannfærður um, að hér yrði um sparnað að ræða. Önnur fyrirspum er í sam- bandi við félagsmál æskulýðs. Ég spyrst þar fyrir um mögu- leika á skipulögðu samstaríi milli Æskulýðsráðs og skólanna. Það hefur ekki verið frá fyrstu tíð. Æskulýðs- ráð var stofnað án þess að skól- arnir væru þar hafðir í ráðum og eru þeir þó geysilega veiga- mikill þáttur í æskulýðsmál- efnum. Þegar ég tala um skóla þá á ég bæði við stjórnendur skó'lanna og nemendasambönd skólanna. Það mætti benda á að það liggur við að beinir árekstr ar hafi orðið á milfi svo sem um það, að alger óvissa ríkir um hvar og hvernig verður háttað skemmtanahald í borginni. Það eru ýmsar tillögur og getgátur uppi um þetta innan borgar og utan hvað eigi að gera fyrir æskulýðinn, en ég held að hérna þyrfti á skipulögðu samstarfi þeirra aðila að halda sem mest fjalila um þessi mál. í þessu sam bandi vi'ldi ég þá einnig spyrj- ast fyrir um hversu háttað er um samstarf æskulýðsráðs og hinna ýmsu áhugafélaga, svo sem ungra stjórnmálamanna, íþrótta- félaga o.s.frv. Þriðja fyrirspurn in varðar mál, sem borgarstjóri hefur þegar bent á. Ég ber hana eigi að síður fram, það er um stofnun mennitaskóla eða hlið- stæðs framhaldsskóla hér í hverfinu. Hér í þessu norð-aust- urhverfi, sem við okkur blasir á kortinu, er eins og borgarstjóri hefur bent á, aðeins einn skóli, sem getur veitt nokkra fræðslu unglingum að loknu unglinga- prófi, en fjórir skólar sem spanna yfir allt skyídunámið. Ég hygg það ekki fjarri lagi að áætla eins og er, að það séu a.m.k. 150 unglingar í hverfinu, sem hvert ár ljúki landsprófi með fullum rétti til framhaldsnáms, þ. e. meira en nóg í heilan árgang- inn í menntaskóla. Það mundi verða 6-7 eðlilegar deildir í menntaskóía. Þannig að í hverf- inu er aðstaða til vegna fólks- fjöldans að fullskipa mennta- skóla og á ég þá við skóla sem væru fyrir 5-600 nemendur á tiltölulega skömmum tíma. Þetta hverfi er afskipt um þetta, en borgarstjóri benti á, að til- lögur eru um að staðsetja glík- an menntaskóla norðan Suður- landsbrautar, sennilega ekki ýkja fjarri Holtavegi og sjáum við þá, að meginhlutinn af nem- endum, sem sækti þennan skóla mundi geta gengið til skólans. Og þá var það hin fjórða fyrir spurn varðandi fyrirætlanir borgarinnar um að koma á skólaselum fyrir þá skóla, sem hefðu hug á því og ekki hafa það þegar. Þetta mál hefur ver- ið all'lengi til umræðu, og ég visa til fyrri óska minna og við- tala og skrifa um þetta til borg- arstjóra og annarra aðiía allt frá 1946, en forsagan er eldri að því máli. f því sambandi vil ég upplýsa að þar var einkum rætt um Saltvík og ákveðnar óskir bornar fram um hagnýt- ingu þess staðar. Borgarstjóri: Fyrsta fyrirspurn Helga Þor- lákssonar er um, hvað líður fyr- irhuguðum breytingum á leiða- kerfi strætisvagna Reykjavíkur og sama fyrirspurn hefur borizt hér skriflega frá Valdimar Jörgen syni Álfheimum 42 varðandi endurskoðun á leiðakerfi Strætis vagnanna hefur hún verið all- lengi í undirbúningi og er nú svo komið, að forstjóri Strætis- vagnanna, Eiríkur Ásgeirsson og Einar Pálsson verkfræðingur, er sérstaklega var fenginn sem ráðu nautur Strætisvagnanna og borg arinnar í endurskoðuninni hafa tilbúnar tillögur um endurskoð- un leiðakerfisins í heild sinni. Ætlunin er sú, að þessar tillög- ur verði lagðar fyrir stjórn Strætisvagnanna og síðan fyrir borgaryfirvöld, og að það hvíli engin leynd yfir þessum tillög- ur verði lagðar fyrir stjóm um, heldur verði þær birtar. þannig að menn geti áttað sig á þeim og gert sínar athuga- semdir. Það er ætlunin, að þess- ar breytingar, sem verða á leiða kerfinu kæmu þá í framkvæmd á næsta vori, en það mun vera hagkvæmasti árstíminn til slíkra breytinga. Ég efast ekki um, að það hefur verið reynt að taka tillit til tengingar milli einstakra borgarhverfa og nauðsynja manna á því, að ferðast á milli borgarhverfa án þess að koma við í miðbænum. Enda hafa raun ar ýmsar tilraunir verið gerðar í þá átt .En þær hafa sumar hverjar þó farið svo, að farþega fjöldinn hefur verið lítill á ýms- um þeim leiðum. Ég skal ekkert segja um ábendingar Helga Þor- lákssonar varðandi farmiðasölu og fyrirkomulag farmiða, en mun koma þeim ábendingum á fram- færi við forstjóra Strætisvagn- anna, sem vafalaust tekur þær til athugunar, svo kunnugur sem hann er slíku fyrirkomulagi er- lendis. Þá mun hann vafalaust einnig taka afstöðu til farmiða- fyrirkomulags í sambandi við endurskoðun leiðakerfis. Um fjölg un strætisvagnaleiða, er það að segja að strætisvagnarnir hafa orðið fyrir barðinu á þeirri þró- un, að síaukinn fjöldi borgar- búa á sinn eigin bíl, og notar hann og hættir að ferðast í strætisvögnum. Strætisvagnarn- ir hafa misst farþega við það, að menn eru hættir að fara heim til sín í hádeginu, að fólk situr kannski enn sem komið er meira heima á kvöldin við sjónvarpið. Allt þetta og sjálfsagt ýmislegt annað hefur valdið því, að far- þegafjöldi strætisvagnanna hef- ur minnkað á örfáum árum, úr u. þ. b. 18 millj. farþega á ári hverju niður í 14. millj. farþega. Þetta hefur gert það að verk- um, að afkoma strætisvagnanna hefur versnað að mun og það er áreiðanlega ekki nægilegt, að borgarsjóður greiði með rekstri strætisvagnanna, sem svarar 10 % aif útgjöldium þeirra heldur þarf að auka það hlutfall. Sú greiðsla beint úr borgarsjóði var talin réttlætanleg vegna þess, að f-ekstur strætisvagnanna hefur ýmsan sparnað í för með sér fyrir borgina og alla vega er þarna um samsvarandi greiðslu að Tæða til þeirra sem nota stræt isvagnanna eins og til einka- bíleigenda, sem fá gerð bifreiða- stæði víðsvegar í borginni og ýmis umferðarmannvirki í sína þágu. Ég teldi æskilegt og raun ar hefur verið á það bent í aðal- skipulagi Reykjavítounborigar, að örum strætisvaigniaferðium verði beint að miðbænum og austur- bænum, þar sem fyrirsjáanlegt er að ekki verða fyrir hendi nægi- legur fjöldi bifreiðastæða, svo menn hneigist til þess að nota strætisvagna fremur en einka- bílana. Hvað snertir önnur borg arhverfi, eru aftur á móti strang ar kröfur gerðar til bifreiða- stæða með það fyrir augum að unnt sé að fullnægja þeirri þörf. Ég býst við því að það verði seint, sem við getum sveigt þró- unina í þá átt, að þeir sem eiga einkabíla noti strætisvagna, ef slíkum þörfum eins og bifreiða- stæðaþörfum er fullnægt og um- ferðin sæmilega greið um borg- arlandið. Og með því, að við miðum nú að því að hafa nægi- legan fjölda bifreiðastæða og greiða umferð um borgarlandið, á ég erfitt með að sjá ráð til að fjöl'ga verulega farþegum í strætisvögnunum en hitt gæti ver ið, og er á dagskrá að fjölga strætisvagnaferðum til ákveð- inna hluta borgarinnar. Varðandi skipulagt samráð Æskulýðsráðs og skólanna er það svo, að ég tel slíkt samstarf og samráð al- veg sjálfsagt. í þeim tilgangi hef ur fræðslustjóri fyrst og síðan skólafulltrúi átt sæti í Æsku- lýðsráði. Mér er kunnugt um það, að Æskulýðsráð hefur hald ið fundi með skólastjórum í borg inni, einmitt til þess að koma á skipulagsbundnu samstarfi með þessum aðilum. Ef árangurinn hefur ekki verið sá, sem eftir var sótzt, verður að halda því á- fram unz slíku skipulagi er kom ið á. Eins og ég gat um áðan, tel ég það algera nauðsyn, að Æskulýðsráð sé þarna samræm- ingaraðili, en starfið sé út í hverfunum meðal hinna mismun- andi áhugasamtaka og áhuga- manna, sem vinna að æskulýðs- málum og einkum og sér í lagi skólamönnum. Varðandi stofnun menntaskóla, hef ég ekkert við það að bæta, sem ég hef þegar sagt, nema það að Hamrahlíðar- skóli er því miður enn ekki full- úyggður og ég geri ráð fyrir því, að þar sem bygging mennta- skóla er í verksviði ríkisins, telji ríkið fyrst nauðsyn að ljúka Hamrahlíðarskóla, áður en unnt er að byrja á byggingu mennta- skóla hér í þessu hverfi eða þriðja menntaskólans í Reykja- vík. En bersýnilegt er, að mikil þörf er á slíkri skólastofnun og þess vegna ber okkur öllum að reyna að vimina að því eftir megni. Varðandi skólasel fyrir skólana þá hefur Helgi Þor- láksson einmitt bent' á nauðsyn þessa og ég tel að það eigi að vera hægt að nytja Saltvík sem skólasel fyrir skólana í Reykja- vík. Mér er kunnugt um það, að Æskulýðsráð hélt fundi með skólastjórum í Reykjavík þar, sem óskað var eftir tillögum þeirra um notkun Saltvíkur sem skólasels og óskað eftir því að vita hvort þeir hefðu áhuga fyr- ir slíku. Undirtektir munu hafa verið misjatfnar, en þó er mér kunnugt um, að Kennaraskólinn mun hafa notfært sér Saltvík um stutt tímabil i fyrravor, og sömu leiðis mun einmitt Langholtsskól inn hafa lítillega notfært sér staðinn. Auðunn Hermannsson: Ég vil fyrir hönd Hrafnistumanna þakk gott samstarf við borgarstjóra og borgarráð og borgarstjórn í heild. Ég hef hugsað mér að víkja aðeins lengra aftur í tím- ann þegar samtökin voru að hefja starf hér, og fyrsta skóflu- stungan var stungin. Þá kom göm ul kona til mín, sem þá- var fjörgömul og vildi stofna sjóð til stuðnings gömlu mönnunum, svo að þeir gætu farið á sjóinn. Þessi sjóður var svo stofnaður og hefur verið nefndur báta- sjóður Soffíu Bertelsen. Að vísu var þetta lítið, það voru 1000 krónur en hún átti litla peninga én lagði það mesta sem hún mátti í þennan sjóð. Nú er það þann- ig, að öllum er Ijóst, að við sem erum hérna á dvalarheimilinu, gömlu sjómennirnir, förum ekki langt, en þó hefur það komið fyrir, að nokkrir aðilar hafa átt hér fleytur og þeir hafa verið hér í vognum fyrir innan. Nú er að þrengjast hér um á staðn- um og sjáanlegt að það pláss verður tekið af þeim. Þetta er mál, sem ég vildi spyrja að. Er nokkur möguleiki að gefa okkur gömlu mönnunum möguleika á því að hafa nokkra smábáta til að fara hér út á sundið að fiska og finna aðeins seltubragðið og ennfremur, er hugsanlegur mögu leiki að fá undirgang undir hrað brautina, sem er hér fyrir neðan til þess að við getum komist nið- ur í bátana okkar. Þetta er vinsamleg fyrirspurn og vona ég að borgarstjóri gleymi okkur ekki. Eins og öllum er kunnugt hefur vaxið hér mikil byggð á Hrafnistu. Við erum orðnir um 550—600 manns, með starfsfólki samanlögðu og það er nú einu sinni svona að tvisvar verður maðurinn barn. Strætisvagnaferð ir eru að vísu ágætar hérna, en það er eitt sem ég tel að væri æskilegt að athuga, hvort ekki væri hugsanlegt, að strætisvagn, sem stanzaði hér við betta skýli, sem er hérna rétt hiá okkur stanzaði i svo sem 4—5 mínútur, eins og t.d. er gert hérna niðri á Laugarásvegi. Við erum seinir á ferðinni og lengi að komast út. og erfitt að standa lengi í kulda að vetrinum og þetta yrði mikil bót fyrir gamla fólk- ið almennt. Þá hef '-<r ’^rið að velta fyrir mér því máli, hvort ekki væri hugsanlegt að gamla fólkið sem nýtur ellistyrks og allir vita hvað það er erfitt að láta þann styrk nægja, hefði sömu miða og börrí' sem fara í skólann. Það mundi gleðja gamla fólkið að geta sparað ör- lítið, því að 6,50 kr. í hver'a ferð er mikill peningur fyrir þá sem eiga lítið. f sambandi við Laugarásbíó er öllum það kunn» ugt sem hér koma á kvikmynda- sýningar, að uppgangurinn hér hefur verið afskaplega erfiður, en við höfum lengi ætlað okkur að byggja veglegar tröppur, til þess að okkar viðskiptamenn hefðu góðan aðgang. Það hefur dregið á langinn líka vegna þess, að við höfum ekki verið vissir um hvernig framkvæmdir við hraðbrautina yrðu. Og ég vona að nú á næstunni verði einmitt þessi mál skýrari svo að við getum Framhald á bls. 16 Ingimar Einarsson ber fram fyrirspurn til borgarstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.