Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1908
17
Hvers er vant?
Lokakafli fyrirlesturs Al-
freðs Gíslasonar, geðlæknis,
sem haldinn var á vegum
GHV 1968 í Hátíðasal Háskóla
ísiands sl. mánudagskvöld.
ÞEGAR svo háttar sem á sviði
geðveikramála, að þar er áfátt
í flestu, verður erfitt að greina
í stuttu máli frá því, sem til um-
bóta horfir. Hér er alger skort-
ur á vissum tegundum nauðsjm-
legra stofnana, og þær sem til
eru eiga flestar sammerkt í því
að vera ónógar að stærð og bún-
aði. Fjölda sjúklinga verður að
úthýsa, og fyrir hinum, sem fá
inni, tefst einatt batinn sökum
ófullnægjandi starfsaðstöðu.
Vöntun góðra heilbrigðisstofn-
ana lýsir ekki aðeins mjög tak-
markaðri mannúð, hún er einnig
vottur hirðuleysis um þjóðar-
hag.
Það ber mikil nauðsyn til að
koma á fót geðlæknisdeild við
Landspítalann, og þar á að vera
góð aðstaða til vísindastarfa og
kennslu auk lækninganna. Geð-
deild Borgarspítalans nýtur sín
ekik sökum smæðar, og því þarf
að stækka hana við fyrstu hent-
ugleika. Deildaskipt sjúkrahús
eru ekki mörg til í landinu. Að
réttu lagi ætti að vera geðlækn-
isdeild í hverju þeirra. Hún hef-
ur hlutverki a'ð gegna þar til
jafns við handlæknis- og lyf-
læknisdeildir. Ef við þetta bætt-
ist rífleg stækkun geðveikrahæl-
is ríkisins eða fjölgun hæla, væru
stór skref stigin í þá átt að
aflétta því neyðarástandi, sem
nú ríkir.
UERK
R0
umnn
Byggjum
gcðdcildir.
Menntum
starfsfólk.
í ráði er að taka húsnæði
Hvítabandsspítalans, sem nýlega
hætti starfsemi, til afnota fyrir
geðsjúklinga í afturbata og létta
þannig undir með deildinni í
Borgarspítalanum. Þessj ráðstöf-
un er mjög í rétta átt. Erlendis
tíðkast nú, að sjúklingar á vissu
meðferðarstigi, dveljast aðeins
hluta sólarhringsins í stofnun,
en séu að öðru leyti í heima-
húsi eða við störf og er þá talað
um dagspítala eða næturspítala
eftir því, hvorn hluta sólar-
hringsins þar er dvalizt. Þessi
tilhögun gefur að sögn góða
raun, og henni fylgir talsverður
sparnaður. Mun hafa komið til
álita að reyna þetta að einhverju
leyti í Hvítabandsspítala, og er
ekki ósennilegt, að fleiri slíkar
sjúkrastöðvar þurfi að rísa. Til-
vist þeirra mundi draga nokkuð
úr þörfinni á stækkun eða ný-
byggingu dýrari stofnana.
Um málefni fávita er ekki á-
stæða til að hafa möng orð hér,
og er þess að vænta, að sá góði
skriður, sem kominn er á fram-
kvæmdir, megi haldast. Enn
vantar mikið á, að hælin rúmi
alla þá, sem þangað eiga brýnt
erindi til uppeldis náms og
læknismeðferðar. Því meiri rækt
sem lögð er við kennslu og þjálf-
un fávita, því nær komast þeir
markinu að verða nýtir þegnar,
en það vandaverk er bezt komið
í höndum sérmenntaðs starfsliðs
í vel búnu hæli.
Fyrr í þessu greinarkorni var
getið helztu sjúkrahúsa og hæla,
sem veita viðtöku geðveiku fólki
og fávitum. Hins vegar var ekki
minnzt á stofnanir, er helga sig
meðferð þeirra tveggja stóru
flokka geðtruflana, er nefnast
tauigaveiklun og geðveila. Á-
stæðan til þess er sú ein, að
engar þess háttar stofnanir eru
til í landinu. Að sjálfsögðu er nú
vöntun engan veginn hið sama
og að þeirra sé ekki þörf, og
skal nú lítillega að því vikið.
Taugaveiklun er með algeng-
ustu kvillum og gerir lítinn
greinarmun á kynjum og adri.
Verulegur hluti þeirra sem
sækja viðtalsstofur lækna eru
þar vegna taugaveiklunar, og
sama er að segja um almennu
sjúkrahúsin. Verst er, að víðast
hvar verða þessir sjúklingar
hálfgerð olnbogabörn. Læknirinn
kennir vanmáttar gagnvart þess-
ari þrálátu veiklun, og margur
á jafnvel erfitt með, að viður-
kenna hana sem sjúkdóm, svo
gersneidd sem hún er hlutlæg-
um einkennum. En þjáning
sjúklingsins er staðreynd, þótt
orsökin dyljist.
Þegar til þess kemur, að gera
eitthvað af viti í viðureigninni
við taugaveiklun, verður geð-
Alfreð Gíslason
verndn fortakslaust fyrst fyrir.
Engin heilsuverndarstöð má vera
án geðverndardeilda og sé önnur
ætluð börnum og unglingum, en
hin miðaldra fólki og öldruðu.
Hjá þessum deildum leiti menn
liðsinnis í geðrænum vandamál-
um, áður en geðflækjan nær að
valda verulegri heilsubilun.
Ef til væri geðlækningastöð,
mundi mjög draga úr aðsókn
taugaveiklaðra til almennra
lækna og sjúkrahúsa, öllum að-
ilum til léttis. Hún mundi verða
eins konar miðstöð. aÞngað gætu
læknar og geðverndardeildir vís-
að sjúklingum, og sjálf ætti stöð-
in að hafa gott samband við geð-
sjúkrahús og hæli. En góð verð-
ur að vera aðstaða slíkrar lækn-
ingastöðvar, ef hún á að koma
að gagni, og þar hljóta að starfa
saman geðlæknar, sálfræðingar
og félagsráðgjafar.
Nokkurt álitamál er, hve mik-
ið gera skal að sjúkrahúsvistun
taugaveiklaðra, þótt enginn neiti
nauðsyn þess í vissum tilvikum.
'Hitt er vafalaust, að oft er um-
hverfisbreyting þessu fólki holl,
og mun þá dvöl á heilsuhæli á
friðsælum og fögrum stað heppi-
legust. Enn er hér ekkert þess
konar hæli til, sem nafnið verð-
skuldi.
Að lokum skal farið nokkrum
orðum um þá, sem geðveilir eru.
Geðveila er sá flokkur geðbilana,
sem að vissu leyti stendur á
milli taugaveiklunar og geðveiki,
og er hún allalgeng. Tilfinninga-
og hvatalíf geðveilla manna er
afbrigðiegt og viljaþrekið brengl
að. Þessir brestir birtast alla
jafna í athöfnum þeirra, sem því
verða J ósamræmi við hefð sam-
félagsins og kröfur. Sumir þeirra,
sem þessi veila er ásköpuð,
stampast gegnum lífið án stórra
vandræða, en aðrir eiga í sí-
felldum útistöðum við náungann
og jafnvel þjóðfélagið allt. Flest-
ir afbrotamenn eru geðveilir og
sama máli gegnir um ofdrykkju-
menn.
Fyrr meir var geðveila talin
ólæknandi, en svo er nú ekki
lengur. Hún er að vísu erfið
viðfangs, svo sem e,r um margar
aðrar geðtruflanir. f stórum
dráttum er meðferðin fólgin
í enduruppeldi, _ sállækningu,
vinnuþjálfun og umhverfisbreyt-
ingu. Hérlendis er ekkert gert
geðveilum mönnum til hjálpar.
Engin stofnun er þeirn ætluð.
Nokkrir þeirra komast um síðir
á drykkjumannahæli, sem er alls
'ófært um að veita þeim viðeig-
andi meðferð, og margir lenda
í fengelsum, sem gera þá því
geðveilli og þjóðhættulegri sem
þeir dveljast þar oftar og lengur.
aÞnnig er ástandið í þessu efni.
Það er tilfinnanleg vöntun á hæli
handa þessum ógæfumönnum, —
hæli sem hæft er til að véita
þeim viðtöku og betra þá, en sú
betrun þarf góð tök og langan
tíma. Þar eiga sérfræðingar um
mál að fjalla. eÞirra er að á-
'kveða meðferðina, og eftir ár-
angri hennar fer lengd dvalar-
tímans. Því fyrr sem vistmanni
tekst að aðlaga sig umhverfinu,
þeim mun skemmri verður dvöl-
in, og hann kemst aftur út í
lífið til reynslu. Slík hæli eru
nú.víða rekin erlendis og þykja
gefa góða raun. Hér ríkir *mikið
ófremdar ástand i fangelsismál-
um og þótt ekki væri vegna
annars, er brýn þörf þjóðþrifa-
stofnunar á borð við þá, sem nú
var lýst.
Þegar rsett er um geðvernd
og geðlækningar, ástand þeirra
mála og þarfir, er upptalning
stofnana, sem til eru eða reisa
þarf, engan veginn fullnægj andi.
Með því einu er málum ekki
gerð næg skil. Heilsuverndar-
deildir, lækningastöðvar, sjúkra-
hús' og hæli krefj ast hentugs hús.
næðis og góðra tækja og koma
þó að litlu haldi, ef mannvalið
skortir. Starfslið geðheilbrigðis-
stofnunar er samræmd heild,
'sem þó er ofin úr mismunandi
þáttum. Læknirinn er sérmennt-
•aður og sama gildir um hjúkr-
unarkonuna, sálfræðingirm, fé-
-lagsráðgjafann og kennarann.
'Hver gegnir sínu hlutverki, en
fær um leið þjálfun í samstarfi
’við hina, og þannig verður hann
•traustur hlekkur í samfelldri
keðju. Sérmenntun og þjálfun
nokkurra starfshópa er enn á-
bótavant hér á landi, og háir
það mjög heilbrigðisþjónustunni
á þessu sviði. aÞð er aðkallandi
nauðsyn, að föstu skipulagi verði
komið á kennslu í þeim grein-
um, sem um ræðir og eru raunar
mun fleiri en hér hafa verið
•taldar upp. Skortur á hæfu
starfsliði er tilfinnanlegur nú
þegar og mun aukast enn ef
námsskilyrði verða ekki stórlega
bætt.
Dagur frímerkisins 1968
STJÓRN Félags frímerkjasafn-
ara skýrði blaðamönnum frá því
að eins og á undanförnum árum,
gengst félagið fyrir „DEGI
FRÍMERKISINS", en að þessu
sinni verður hann 5. nóvember
n.k.
Markmið félagsins með degi
þessum er m.a. að kynna þá tóm-
stundaiðju, sem vinsælust er tal-
in hvarvetna en það er söfnun
frímerkja.
Að undanförnu hefur Félag frí
merkjasafnara unnið að ýmsum
verkefnum varðandi undirbún-
ing „Dags frímerkisins" og má
þar nefna að út hafa verið gefin
umslög með smekklegri áprent-
un og minna þau á þennan dag.
Þá hefur Póst- og símamálastjórn
in látið gera sérstakan póststimp
il, sem notaður verður á póstfhús-
inu í Reykjavík og er mynd-
skreyting stimpilsiris táknræn, en
myndin sýnir pósthúsbygging-
una í Reykjavík ásamt póst- og
símamerkinu en frímerkjasafn-
arar þurfa oft á að halda marg-
vfslegri þjónustiu póstsins og var
því vel til fallið að minna á þessa
þjónustu póstsins með póststimpli
þessum á „Degi frímerkisins“.
Þeir sem þess óska, geta því feng
ið öll bréf, sem send verða frá
pósthúsinu í Reýkjavík þennan
dag, stimpluð með sérstimpli en
víða erlendis og þá einkanlega á
Norðurlöndunum, minna póst-
stjórnir fólk á að slík tækifæri
sem þessi, eru tilvalin til að
senda vinum og vandamönnum
á fjarlægum stöðum bréf eða
kveðju á póstkorti. Söfnun á
isérstimplum færist mjög í vöxt
víða um heim, en á undanförn-
um árum hefur íslenzka póst-
stjórnin látið gera slíka stimpla
við ýms tækifæri eins og t.d. þeg
ar Félag frímerkjasafnara hefur
haldið frímerkjasýningar hér í
borg, skátamót haldin á Þingvöll
um og víðar svo og þegar NATO
samtökin héldu fund sinn í
Reykjavík, flugdag og mörg önn
ur tækifæri.
Gluggasýningar
í nokkrum sýningargluggum
borgarinnar m.a. í hornglugga á
'húsi Eimiskipafélags íslands,
Skátabúðinni, í farmiðasölu Flug
félags íslands í Lækjargötu og
blómaverzluninni „Dögg“ í Álf-
heimum, verða á „Degi frímerk-
isins“ sýndir hlutar af frjmerkja
söfnum félaga úr Félagi frí-
merkjasafnara og getur þar að
líta margskonar sérsöfnun frí-
merkja, eins og t.d. í hornglugg-
anum í Eimskipafélagshúsinu,
þar sem einvörðungu verða sýnd
frímerki með myndum af skip-
um fyrri og seinni tíma, en marg
ir sjómenn stytta sér stundir með
því að safna frímerkjum og
safna þeir þá m.a. merkjum sem
snerta atvinnu þeirra. í sýning-
arglugga Morgunblaðsins munu
svo félagar úr yngri deild Félags
frímerkjasafnara hafa sýningu á
því efni, 'sem þeir leggja mikla
áherzlu á, en það er tegundasöfn
un.
V erðlaunagetraun.
f sýningarglugga úra- og skart
gripaverzlun Franch Miohelsen
að Laugavegi 39 verður stillt út
frímerkjum, sem eru í 100 stykkja
búntum og fer fram getraun um
'hve mörg frímerki eru í búntun-
um samtals og er öllum heimil
þátttaka. Verðlaun verða veitt
þeim, sem næst komast að því
hve mörg frimerki eru sýnd
Póststimpillinn.
þarna. Eyðublöð fyrir getraunina
fást í anddyri verzlunar Franch
Michelsen, í skrifstofu félagsins
að Amtmannsstíg 2 svo og hjá
frímerkjakaupmönnum borgar-
innar.
Félag frímerkjasafnara hefur
frá stofniun þess árið 1957 unn-
ið brautryðjendastarf fyrir frí-
merkjasöfniuin í landiinu enda
elzt slíkra félaga hér á landi og
er félagið nú um það bil að hefja
vetrarstarfsemina og var fyrsti
fuindur þess haldinn 24 október
sl. Á fundum þessum koma fé-
lagarnir saman til skipta á frí-
merkjum, ræða áhugamál síin og
sýndar eru kviikmyndir sem
frímerki, prentun þeirra og und-
irbúning að frímerkjaútgáfum.
Þá má geta þess, að aðsetur fé-
lagsins er að Amtmaninsstíg 2,
þar sem upplýsingar varðandi frí
merkjasöfnun eru vei'ttar öllium
sem þess óska, jafnt utanfélags-
mönnum sem öðrum og er sikrif
stofa félagsins opin miðvdikudags
kvöld klukkan 20-22 og |augar-
daga kl. 16-18. Þar liggja frammi
timarit um frímerki og flestaliir
erlendir frímerkjaverðlistar, sem
félagar og gestir geta fengið af-
not af.
(Frá félagi frímerkjasafnara)
Nýtt símstöðvar*
hús á Suðureyri
Suðureyri, Súgandafirði.
Nýlega var teklð í notkun hér
nýtt póst- og símstöðvarhús.
Þetta hús bætir úr brýnni þörf,
þar sem húsnæði það, sem Póstur
og sími hafði, var löngu orðið
ófullnægjandi. Það húsnæði var
notað í tuttugu og tvö ár eða frá
því að Landssíminn keypti síma-
línuna héðan til tsafjarðar af
Suðureyrarhreppi árið 1946.
Stöðvarstjóri Pósts og síma hér
er Hermann Guðmundsson og hef
ur hann gegnt því starfi síðan
1946. Ég kom að máli við hann
fyrir nokkrum dögum og bað
hann að lýsa hinu nýja húsi.
Húsfð er tvær álmur; aðalálma
er um 140 fermetrar á tveimur
hæðum. Á neðri hæð er af-
greiðslusalur, skrifstofa stöðvar-
stjóra, skjalageymsla og pósthólf.
Þess skal getið að pósthólf eru
nýlunda hér og eru til mikilla
þæginda bæði fyrir viðskipta-
menn og starfsfólk. Hliðarálma
er tæpir 59 fermetrar, einnig á
tveimur hæðum. Á efri hæð er
sjálfvirkri símstöð ætlaður stað-
ur, en á neðri hæ'ð eru snyrti-
herbergi starfsfólks, geymslur,
kyndiklefi svo og nokkur her-
bergi fyrir ýmisleg tæki til-
heyrandi sjálfvirku stöðinni, sem
Sultuð n
Vopnalirði
Vopnafirði, 28. október.
KRISTJÁN Valgeir kom hingað
á laugardagskvöld með um 190
lestir af síld, sem veiddist um
70 mílur austur af Gerpi. Síldin
fór öll í söltun og frystingu. Auð
björg h.f. saltaði 523 tunnur, Haf
blik 643 tunnur. Fryst var til
beitu 10.5 tonn. — Ragnar.
búist er við að komi hér eftir
eitt ár eða svo.
Verktaki eftir útboð var Hef-
ill h.f. á Flateyri. Múrverk ann-
aðist Hefill h.f. Pípulögn annaðist
Ingimundur Þorsteinsson Reykja
vík. Raflögn annaðist Neisti h.f.
á ísafirði og um málun sáu Ingólf
ur og Haukur málarameistarar
Reykjavík.
Þetta hús er allt hið vistleg-
asta og öll vinnuaðstaða góð og
sómir það sér vel við fjölförn-
ustu gatnamót kauptúnsins.
Fréttaritari.
Jazzballettskóli
BÁRU
Dömur
Líkamsrækt
Megruniaræfinigar fyrir
konur á öllum aldri.
Nýr 3ja vikna kúr að
hefjast.
Dagtímar — kvöldtímar.
Konum gefin kostur á mat-
arkúr eftir læknisráði.
Góð liúsakynni.
Sturtuböð — gufukassi.
Innritun í síma 83730 frá
kl. 9—7.
Jazzballettskólij
BÁRU
Stigahlíð 45, Suðurveri.