Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐH), MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1968 19 Leikmynd: Una Collins Á LAUGARDAGSiKVÖLD frum- Þóra Friðriksdóttir (Helen), Brynja Benediktsdóttir (Jo) og Bessi Bjarnason (Peter). sýndi Þjóðleikhúsið öðru sinni sjónleikinn „Hunangsilm“ (A Taste of Honey) eftir ensku skáldkonuna 'Shelagfh Delaney, en hann var fyrst sýndur á litla sviðinu í Lindarbse í maí 1967. Helga heitin Valtýsdóttir fór þá með eitt hlutverkið, en vegna veikinda hennar varð að hætta sýningum fyrr en upphaflega var ætlað. Nú hefur leikurinn verið tekinn upp á ný á sviði Þjóðleik- hússins með sömu áhöfn, nema Þóra Friðriksdóttir fer með hlutverkið sem Helga heitin lék. Enskur leikstjóri, Brian Murphy, var ráðinn til að búa þessa seinni uppfærslu fyrir sviðið, en hafði einungis tíu daga til verks- ins, enda er sýningin í megin- dráttum mjög áþekk þeirri fyrri, sem Kevin Pakner setti á svið. Önnur ástæða þess kann að vera sú, að báðir hafa þeir unnið og starfað hjá Joan Littlewood í Theatre WorkShop í Lundúnum, en það var einmitt hún sem „uppgötvaði" höfundinn og sýndi leikinn fyrst. Þrátt fyrir sterka líkingu með uppfærslun- um í ytra tilliti og heildartúlk- un, fer ekki milli mála að Brian Murphy hefur náð meiri dýpt í sýninguna; túlkunin er nærfærn- ari, innilegri, áhrifasterkari en fyrir hálfu öðru ári. Hitt leiðir af sjálfu sér, að nýliðinn í leikn- um, Þóra Friðriksdóttir, stend- ur illa að vígi gagnvart öðrum leikendum, þareð 'hún hefur að- eins fengið tíu daga til að full- móta hlutverkið, sem er vægt isagt furðuleg ráðstöfun. Þriggja vikna æfingatími með leikstjór- anum hefði verið algert lág- mark, ef leikhúsinu Vcœ einhver alvara með sýningunni. Þegar hinn stutti og alls ófiull- nægjandi æfingatími er hafður í huga, má heita vel af sér vikið að skila hlutverkinu þó einsog Þóra gerði á frumsýningu. Hún var að vísu óörugg í textanum, og sumstaðar voru glompur i mótun persónunnar, en útlínur hennar voru skýrar og gervið gott. Margt í fari Helenar túlk- aði hún ágæta vel, t.d. frekjuna, lostann, eigingirnina og óðagot- ið, og var t.d. bragð að átökum þeirra mæðgna undir lokin. Mér fannst túlkun hennar veiga- minnist í upphafi, og eins gætti sumstaðar til lýta látibragðs- kækja, sem hún hefur sýnt fyrr, t.d. í fótaburði. Brynja Benediktsdóttir lék að- al'hlutverkið, Jo, sem leikurinn snýst allur um, og vann eftir- minnilegan sigur. Framsögnin var fuilkomlega eðlileg og skemmtilega blæbrigðarík, lát- bragð hennar allt ungpíulegt, og reyndist henni furðuauðvelt að draga fram duttlunga og geð- sveifiur stúlkunnar. Hinsvegar hefði mátt koma skýrar fram í túlkuninni hið algera umkomu- leysi stúlkubarnsins og úrræða- leysið sem beinlínis rekur hana í faðm Jimmies, en það er líka leikstjórnaratriði. Bessi Bjarnason var óiborgan- legur í hlutverki Peters, hins öl- kæra og eineygða elskhuga móð- urinnar. Hver 'hreyfing hans og áherzla var hnitmiðuð, og hygg ég að drykkjuatriðið í iseinna þætti sé með því bezta sem hann hefur afrekað; þar hafði hann fullkomið og hrífandi vald á hverju viðbragði, hverri hreyf- ingu, hverju tilliti. Raunar er löngu vitað, að Bessi er einn af okkar fremstu skapgerðarleikur-' um, einsog hann sannaði til dæmis í „Horfðu reiður um öxl“ og „.Húsverðinum", og er túlk- un hans á Peter Smith enn ein árétting þess. Sigurður Skúlason lék kynvill- inginn Geoffrey, vandmeðfarið hlutverk, og gerði piltinn ákaf- lega geðugan. Margt í samleik þeirra Brynju var hugnæmt og þekkilegt, en Sigurður hafði persónuna ekki fullkomlega á valdi sínu; honum auðnaðiist til dæmis ekki að sýna manngerð- ina sem hann átti að túlka, og fyrir bragðið urðu viðbr-ögð Peters þegar hann sá piltinn fyrst nánast óskiljanleg. Áhorf- endur vita að vísu af því sem á undan er komið hverskonar per- sóna Geoffrey á að vera, en Sig- urður ber það alls ekki utaná sér, og í því lá vissulega einn af veiku hlekkjunum í sýningunni. Gísli Alfreðsson lék lítið hlut- verk blökkumannsins Jimmies látlaust og nærfærnislega, en var helzti þvingaður — mér fannst vanta hina barnslegu, náttúrlegu, upprunalegu drætti í mynd negrans. „Hunangsilmur" er haglega samið leikrit, þétt í sér, samfellt og glitrandi af skemmtilegum tilsvörum og fenskleik æskunn- ar. Aðferð höfundar er raunsæ, en samt er víða beitt tækni og leikbrögðum söngleiksins til að rjúfa hið natúralíska form. Brian Murphy hefur haft þann sama hátt og Kevin Palmer að láta persónurnar tala beint til áhorf- enda, þegar svo ber undir, og er það mjög í anda verksins. Hins- vegar naut þessi leikmáti sín ekki, þareð leikendur virtust eiga erfitt með að gera þassa út- úrdúra eðlilega og sannferðuga. Það kom að jafnaði annarlegur upplestrartónn í framsögnina, þegar talað var beint til áhorf- enda. Þó „Hunangsilmur“ sé einn angi þeirrar leikhúsvakningar í Englandi, sem kom í kjölfar fyrsta verks Johns Osbornes, „Horfðu reiður um öxl“, er það hvergi nærri eins eindregið í mótmælum sínum og mörg verk hinna svonefndu „reiðu ungu manna". Shelagh Delaney lýsir að vísu iskuggahliðum stór- borgarinnar, en tekur þeim sem sjálfsögðum hlut og skopast jafn- vel að þeim með köflum. Per- sónur hennar eru í senn mann- legri og fyndnari en reiðir menn á borð við Jimmy Porter; þær eru á sinn hátt þroskaðri, skynja lífið dýpri skynjun og eiga meiri hlýju, þó þær séu alveg jafn- varnarlausar gagnvart þeim öfl- um í þjóðfélaginu og innra með sjálfum sér isem ráða örlögum þeirra. Satt að segja fer undralítið fyrir þjóðfélaginu sem slíku í „Hunangsilmi“, þó ómurinn frá því berist inní herbergiskytru mæðgnanna. Leikurinn fjallar nær eingöngu um eina persónu, Jo, sem lifir í nokkurskonar ævintýraheimi í miðju fátækra- hverfinu. Þessi heimur lýtur sín- um eigin lögmálum og er sjálf- um sér nægur. Lýisingin á einka- heimi Jo er „raunsæ“ á ytra borði, en hann er engu að síður lokaður og Jo þar allsráðandi. Aðrar persónur leiksins þiggja líf sitt af henni: tilfinningatengsl þeirra við Jo ákvarða hlutverk þeirra í leiknum. Er athyglis- vert hve margvíslegum blæ- brigðum hin kornunga skáld- kona nær fram í sarr>gkiptum ungu stúlkunnar við hinar per- sónurnar, og þá einkanlega þau Helen og Geoffrey. Leikmynd Unu Collins er ein- föld og hugkvæmniislega stíl- færð, greinilega unnin upp úr leikmynd „Fyrirheitisins“, en hefðu ekki hýbýli mæðgnanna í fyrra þætti mátt vera eilítið óyndislegri? Þýðing Ásgeirs Hjartarsonar er ljós og lipur, en á stöku stað Allar ' ge rdi r Myndamóta Fyrir auglýsingar Baekur og timarit Litprentun Minnkum og Stœkkum OPÍÐ frá kl, 8-22 MYNDAMOT hf. simi 17152 MORGUNBLAÐSHIÍSINU er af henni bókmáiskeimur sem á illa við efnið. í frumgerð sinni er leikritið á mjög óhátíðlegu talmáli, og hefur það löngum reynzt íslenzkum þýðendum óþægur ljár i þúfu. Prumsýningargestir tóku leikn- um vel, en þeir voru óskiljan- lega fáir, og virðist eimsætt eftir frumsýninigarnar í haust, að Þjóðleiktoúsið ætti að leita eftir nýjum frumsýningargestum, og mundi þá pjattið og tildrið á frumsýningum væntanlega minnka, sem væri mjög til bóta. Ástæða er til að hvetja áhuga- fólk um leiklist til að sjá „Hun- angsilm“, því sýningin er um marga hluti merkileg og á ef- laust eftir að batna á næstu tveimur til þremur vikum. Sigurður A. Magnússon. Nýtt...Nýtt Chesteríield filter með hinu ffóða Chesterfíeld bragði... Chesteríield M8d«k»U.S.A Loksins kom iiiter sáffaretta með sönnu tóbaksbraffði Reynið góða bragðið Reynið Chesteriield iiiter Brynja Benediktsdóttir og Þóra Friffriksdóttir í hlutverkum mæðgnanna. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Hunangsilmur Höfundur: Shelagh Delaney Þýðandi: Ásgeir Hjartarson Leikstjóri: Brian Murphy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.