Morgunblaðið - 31.10.1968, Page 5

Morgunblaðið - 31.10.1968, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1968 „Eins og sakir standa veröum við að treysta á snjóbíiinn" Staldrað við á Suðureyri við Súgandafjörð — siðari grein Suðiireyrarkaiiptún við Súg andafjörð ber þess vissulega merki að þar hefur ríkt vel- megun á undanförnum árum. Hvert einbýlishúsið liefur ris ið af öðru og mátti víða sjá, að fólk var nýflutt inn í ný hús sem átti þó eftir að leggja siðustu hönd á, mála að utan og lagfæra lóðir. Er ekki ó- liklegt, að það verði að bíða hjá einhverjum unz betur ár- ar. Og það er líklega eitt merki erfiðleikanna undanfar ið, að í sumar var aðeins eitt hús í smíðum og ekki útlit fyr ir að fleiri legðu í nýbygg- ingar að sinni. Af öðrum framkvæmdum, sem unnið hefur verið að á Suðureyri að undanförnu er hafnargerðin eflaust hin mikil vægasta. Ég fékk þær upplýs ingar hjá Þórhalli Halldórs- syni sveitastjóra, að á þessu ári hefði verið unnið í höfn- inni fyrir tæpar 2.7 milljón- ir króna. Hefði verið gengið frá þekju á hafnarkantinum, 15 metra steinsteyptri plötu, ennfremur gengið frá vatni og rafmagni og nú síðast var verið að vinna að lýsingu. Þá gerðist það í sumar, að vatns mál Suðureyrar komust í við- unanlegra horf en verið hef- ur. Þórhallur sagði, að í fyrra hefði verið borað eftir neyzlu vatni. — Suðureyrarhreppur fékk leigðan bor hjá Rafmagnsveit um ríkisins og var borað á þremur stöðum niður á níu metra dýpi. I tvær af þess- um holum voru settar djúp- vatnsdælur í sumar og virðast þær ætta að gefa góða raun. Hefði þetta ekki tekizt hefð- um við orðið að sækja vatn út í Staðardal, um fjögurra og hálfs kílómeters leið. Það hefði verið óskemmtilegt, því þótt vegalendin sé ekki svo mikil, hefði orðið að sprengja leiðslurnar niður á að minnsta kosti 600 metra svæði og kostnaðurinn við þetta numið milljónum. Tvö eru þau mál, sem hvað mestum áhyggjum valda öll- um íbúum Suðureyrar — eins og raunar annarra byggða á þessum álóðum. Það eru sam- göngumátin og læknisleysið. Þegar blaðamaður Mbl. var þarna á ferð laust fyrir miðj- an þennan mánuð, hafði ekki enn tekizt að fá lækni til að gegna Suðureyrar og Flat- eyrarhéruðum í vetur. í sum- ar hefur settur læknir gegnt þessum héruðum báðum en hann hættir störfum nú um þessi mánaðamót og þá blasir við algert öryggisleysi í þess- um efnum. Töluver'ð bót hefði verið að því að hafa hjúkrunar konur á stöðunum, sem gætu að einhverju leyti annast sjúklinga samkvæmt 'leiðbein ingum lækna í nærliggjandi héruðum. Það hefur oft reynzt mikit hjálp og reynd- ist mjög vel á Flateyri í fyrra- vetur en þangað komst lækn ir iðulega ekki nema að fá sig fluttan með varðskipunum. sem höfðu oft öðru að sinna en standa í slíkum flutn ingum. En eins og nú horfir virðist fárra eða engra kosta völ. Getur nærri hvílíkt örygg isleysi það er fyrir íbúana, ekki sízt þar sem samgöngur um heiðarnar til ísafjarðar leggjast niður langtímum sam an á veturna. Sum kauptúnin eru það bet ur sett en önnur, að sjúkra- flugvellir eru í nánd við þau, en til dæmis á Suðureyri er enginn slíkur völlur. Til þess að sækja þangað sjúklinga flugleiðis þyrfti þyrlu — og hefur raunar komið fram sú hugmynd, að hafa þyrlu á Vestfjörðum til þess að flytja lækna og sjúklinga milli staða. Tií bráðabirgða hefur ver- ið gripið til þess ráðs á Suð- ureyri að kaupa þangað snjó bíl, sem miklar vonir eru bundnar við. Er það, eftir því sem Þórhallur, sveitastjóri, upplýsti, sænskur bíll, sjö manna og er þess vænzt, að með honum verði unnt að flytja sjúklinga til ísafjarðar ef með þarf og lækna milli héraða. Um sumartímann eru sam- göngur við tsafjörð og nær- liggjandi byggðir ágætar og tíðar. Póststjórnin annast á- ætlunarferðir frá Suðureyri tií ísafjarðar þrisvar í viku og hefur stillt þær inn á flugið milli ísafjarðar og Reykjavík ur, sem má heita aðal sam- gönguleiðin við umheiminn. Hermann Guðmundsson, póst og símstjóri á Suðureyri sagði mér, að um sumartím- ann færi fólk mjög sjaldan Þórhallur Haldórsson sveitastjóri á Suðureyri við nýja snjóbílinn. Hermann Guðmundsson, póst og simstjóri. sjó eða landveg til Reykja- víkur, enda oftast hægt að komast t.d. frá Suðureyri, til höfuðborgarinnar á um það bil tveimur klukkustundum. Meira væri um það á vetrum, að menn kysu að fara sjóleið ina, það reyndist oft fljót- legra en að fara til ísafjarð- ar og bíða þar sólarhring eft ir flugvél og jafnvel hætta á að ekki verði flogið. — Fyrir utan þá samgöngu bót, sem flugið hlýtur að vera sagði Hermann. á það líka mikinn þátt í því að gera fólkinu á þessu svæði lífið bærilegt. Þegar sæmilega viðr ar og samgöngur eru í lagi fá um við blöð og póst daglega, auk margskonar varnings, sem hægt er að panta að sunn að með stuttum fyrirvara. Mikilvægi flugsamgangn- anna við þennan landshluta má m.a. ráða af því, að suma mánuði sl. árs fóru milli fjöru tíu og fimmtiu Suðureyringar flugleiðis frá ísafirði, að því er Hermann sagði, eða nær 10 prs. af ibúunum. — Að vísu mundi ég segja, sagði hann að mánuðirnir sept ember október og maí væru beztir fyrir flugið, þá er með- al annars vertíðarfólk og skólafólkið á ferðinni. En það er ölíum hér mikils virði að vita, að hægt sé að komast Framhald á bls. 16 Starfsmenn Reykjnvíkurborgnr Munið árshátíðina á morgun föstudag 1. nóvember. Hefst kl. 19.30 með borðhaldi. Takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin. Atvinna Stúlka vön skrifstofustörfum og afgreiðslu óskar eftir vinnu. Tilboð óskast sent Mbl. merkt: „2095“. Til íþrótta og útivistar má treysta Heklu sportfatnaðinum og hlífðarfötunum. Þá gegna Iðunnar skíða-, skauta- og knattspyrnuskórnir mikilvægu hlutverki í heilsurækt þjóðar- innar að ógleymdum Gefjunar svefnpokum og ullarteppum til ferðalaga. ÖRUGG TRYGGING VERÐS OG GÆÐA. IÐNADARDEILD SÍS Söluturn til sölu Mjög góður söluturn til sölu af sérstökum ástæðum. Góður lager fylgir. Tilboð leggist inn til Morgunblaðsins fyrir sunnudag merkt: „6784“. Kvikmyndatökuvél Af sérstökum ástæðum er til sölu sem ný 16 mm Paillard BOLEX kvikmyndatökuvél með Vario- Switar 18—86 mm zoom linsu. GEVAFOTO H.F. Hafnarstræti 22 — Sími 24204. „Stoða utvinnuveganna ó Snæfellsnesi “ er umræðuefni fundar sem Félag ungra Sjálf- stæðismanna á Snæfellsnesi boðar til í sam- komuhúsinu í Grundarfirði laugardaginn 2. nóvember kl. 4.30 s.d. Alexander Stefánsson, sveitarstjóri, Emil Magnússon, kaupmaður. Á eftir verða frjálsar umræður. AHt Sjálfstæðisfólk velkomið. STJÓRN F.U.S. AÐALFUNDUR Að loknum umræðum verð- ur haldinn aðalfundur F.U.S. á Snæfellsnesi, og eru fé- lagsmenn eindregið hvattir til að fjölsækja fundinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.