Morgunblaðið - 31.10.1968, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 31.10.1968, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 19«8 segir Jón f. Guðmondsson, nýkominn heim frá Danmörku Jón E. Guðmundsson með „kvartettirin", sem hann smíðaði úti í Kaupmannahöfn, og máski birtist islenzkum sjónvarps- „Ég tel, að við, sem stundum myndlistarkennslu i íslenzkum skólum, stöndum alveg jafnfæt- is Dönum í þeirri kennslu" sagði Jón. E. Guðmundsson myndlistarkennari I Miðbæjar- t skólanum, sem þó er raunar / þekktari fyrir afskipti sín af 1 brúðuleikhúsum, þegar við hitt- t um hann á dögunum, til að / frétta af utanför hans til Dan- J merkur, en hann fékk ársfrí t frá kennslustörfum s.l. ár til að i kynna sér myndlistarkennslu í J dönskum skólum. Jón er ný- t kominn heim, og hafði margt og mikið að segja okkur. „Danir hafa færri nemendur en við í hverjum bekk, og kennarar komast þar af leið- andi í betra samband við nem- endur, en mögulegt er hér heima, og geta sinnt þeim bet- ur. Slíkt er ekki hægt hér, nema að skipta bekkjum, En það er eitt, sem Danir hafa í hverri myndlistarkennslustofu, setn okkur vantar hér, og það er leirbrennsluofn. Aúk þess hafa þeir þar renniskífu til að móta ker, vasa og diska. Þá fá börnin einnig að móta i frjálsar myndir í leir, sem svo síðan eru brenndar í ofnunum með glergljáa eða án hans. Allt er þetta endurgjaldslaust fyrir nemendur. Þá fá nemendur einnig end- urgjaldslaust öll teikniáhöld og pappír, en svo er það nú oftast hérlendis líka. Þá er í hverri myndlistar- stofu kvikmyndasýningarvél, og með henni getur kennarinn sýnt nemendum fjölmörg heimsþekkt listaverk, en fræðsluskrifstofum ar i Kaupmannahöfn eiga yfir mjög stóru safni slíkra mynda að ráða. Ég fylgdist með kennslu 1 12 skólum í Kaupmannahöfn á þessu ári, sem ég dvaldist þar. Kenndi samt lítið sjálfur. Þó leysti ég af kennara í hálfan mánuð og hafði mjög gott af. Ég sá á gestabókum, að þama höfðu á undan mér verið kenn- arar víðsvegar að úr veröldinni, m.a. frá Japan, og fræðsluyfir- völd Kaupmannahafnar skipu- lögðu mjög vel allar mínar ferðir.“ „Málaðir þú mikið ytra Jón"? „Heldur fór nú lítið fyrirþvf, en samt málaði ég nokkrar vatnslitamyndir aðallega í görð um Kaupmannahafnar. Þar er yndislegt að dvelja, litimir mjúkir og fallegir." „Þú hefur auðvitað ekki get- að staðist freistinguna að kíkja svolítið á brúðuleikhús?" „Satt er það. Bakterían loð- ir alltaf við mig, þótt ég hefði fyrir löngu ákveðið að hætta við brúðuleikhús. Úti á ísiands- bryggju dvaldist ég langdvöl- um hjá frægum meistara í brúðusmíði, Erik Sörensen að nafni. Ég var við upptöku á brúðuleikritinu „Litli Kláus og stóri Kláus“ fyrir sjónvarp en allar þær brúður hafði Sören- sen hoggið út í tré, og era þær allólíkar þeim „marionett- um" (þ.e. strengbrúðum) og handbrúðum, sem ég hef notað hér heima. Á verkstæðinu hjá Sörensen á íslandsbryggju smíð aði ég 8 brúður, sem sérstak- lega eru gerðar fyrir sjónvarp. Þar á meðal er karlakvartett og einn fiðluleikari, og held ég, að hann sé fullkomnasta brúða, sem ég hef smíðað um dagana. áhorfendum bráðlega, Allir fingur eru hreyfanlegir og styðja á strengi fiðlunnar. Það er raunar allt annað að gera brúður fyrir sjónvarp en venjulegt brúðuleikhús. Þær verða að vera svo miklu fín- gerðari. Fjarlægðin til áhorfand ans í venjulegu brúðuleikhúsi er það mikil, að brúðurnar verða að vera grófar, aðalat- riði dregin fram, og þá sér mað ur framhjá smáatriðum. Sjónvarp er allt annars eðlis. Þá er það eiginlega kvikmynda vélin, sem er áhorfandinn, og hún getur bragðið á leik, tekið nærmyndir, og þá verða myndirn ar að vera miklu fíngerðari, þræðirnir í strengbrúðunum því sem næst ósýnilegir. Fyrir ut- an fiðluleikarann og kvartett- inn, gerði ég einn hálfgildings róna, sem kemur til fiðluleik- arans, þar sem hann er að leika á götuhorni. Síðan gerði ég söngkonu og gítarleikara. Brúðusmíði tekur svo langan tíma. Það er raunar allt annað að hafa leikrit til hliðsjónar, eins og ég hef haft hér heima, eða byggja leikþætti utan um brúðurnar, þætti úr hinu dag- lega h'fí. Það er víst ekkert leyndarmál lengur, að ég er að búa út Eldfærin eftir H.C. And- ersen fyrir islenzka sjónvarpið. Áður hef ég sýnt Eldfærin 120 sinnum. En ég get enga brúð- una úr þeim fyrri leik notað fyrir sjónvarpið. Ég verð að smiða þær allar að nýju. Stjórn tæki einnar brúðu henta heldur ekki fyrir aðra, svo að hver og einn verður að hafa sin eigin stjómtæki." „Það var getið um það hér i blaðinu fyrir nokkrum mánuð- um, að þú hefðir sótt ársþing norrænna brúðuleikhúsa, meðan þú dvaldist ytra, Jón. Hvað kanntu að segja okkur frá því þingi?" „Já, það era um 200 manns I þessu norræna sambandi Brúðu leikhúsmanna. Við hjónin mynd uðum alminnstu sendinefndina. Jú, það má segja, að þeir ráku upp stór augu, þegar þeir fréttu af íslenzku brúðuleikhúsi. Hafa vafalaust ekki reiknað með að slíkt væri til, og enn síður, að það væri einasta brúðuleikhús- ið á Norðurlöndum, sem bæri sig án allra styrkja. Þingið var haldið í Kaupmannahöfn, og það var mikið um sýningar, ein ar 8 á þrem dögum. Fólk kom með sínar hgumyndir, alls kyns nýjar brúðugerðir. Við, sem dvöldumst í Kaupmannahöfn, komum saman einu sinni í mán uði, oftast 30-40 manns, og sýnd um, hvað við voram að gera þá og þá stundina. Brúðuleik- hús eru ævaforn, sennilega kom in frá Kinverjum. Mörgum þjóðum þykir það mikið i mun að viðhalda þessari gömlu list- grein, og ég las það I blaði frá Bandaríkjunum, að þeir þar vestra styrkja þessa listgrein ríflega til að halda henni í horfinu. En við erum svo fáir, fátækir og smáir. Það er nú það. Ég hafði sjálfur 8 sýningar í Kaupmannahöfn. Það vora aðal lega músikbrúður. Næsta þing norrænna Brúðuleikhúsmanna var sett í Osló 26. október. Þangað gat ég þvi miður ekki farið.“ „Hvað er þér helzt minnis- stæðast frá þessu þingi, Jón?“ „Ætli það sé ekki sýningitn með skuggabrúðurnar. Skugga- brúður eru með þvi elzta i þess ari listgrein. Það var dönsk fjölskylda, sem sýndi með skuggabrúðum leikrit, sem mætti kalla: Gamli maðurinnog hafið. Leikritið fjallaði um gamlan mann, sem lagði leið sina alltaf niður að ströndinni. Kona hans var vond við hann, rak hann alltaf til strandar í fiskileit. En gamli maðurinn eignaðist þarna við hafið ást- mey, einskonar hafmey, og undi glaður við sitt. Músíkin er eiginlega sam- tvinnuð þessu gamla formi." „Og hvað nú, ungi maður?“ „Jú mig langar að komast aftur út. Maður lærir þessi feikn á því að kynnast starfs- bræðrunum og aðferðum þeirra" sagði Jón E. Guðmundsson að lokum. Jón er einasti íslending- urinn sem i dag fæst við þessa gömlu listgrein, og ættum við ís lendingar að sjá sóma okkar í þvi, að gera honum kleift að stunda hana — Fr.S. Erik Sörensen, brúðumeistari á Islandsbryggju með brúðurnar úr Litla Kláusi og Stóra Kláusi. Keflavík — Njarðvík 2ja—3ja herbergja ibúð óskast til leigu strax. Uppl. í síma „1829“. Þriggja herbergja íbúð til leigu við Ægissíðu frá 15. nóv. Uppl. í síma 18765 eftir kl. 5. Kaupfélag Suðumesja Ný sending: Útsniðnar unglingabuxur, kuldaúlpur peysur í úrvali. Vefnaðarvörudeild. Herbergi óskast til leigu, helzt sem næst Sjómannaskólanum. Uppl. í síma 92-2033 í Keflavík eftir kl. 19. Nýleg 4ra herb- íbúð óskast til kaups í Reykja- vík eða Hafnarfirði. Upp- lýsingax í síma 30090. Tii leigu á Melunum þrjú herbergi og eldhús, einhver fyrir- framgreiðsla æskileg. Tilb. sendist Mbl. merkt „2390“. íbúð til leigu Góð 4ra herb. íbúð, 110 ferm. í Heimahverfi er til leigu í 7—9 mánuðL Tilboð merkt „íbúð 6786“ sendist afgr. Mbl. f. föstudagskv. Kjöt — kjöt 44,20 kílóið sagað eftir ósk kaupanda. Sláturhús Hafnarfjarðar, sími 50791 og heima 50199. Guðm. Magnússon. Ibúð til leigu 4ra herb. íbúð á hæð til leigu við Miðbæinn. Reglu- semi áskilin. Tilboð með uppl. sendist Mbl. fyrir ld. merkt „6785“. 2 Kennaraskólastúlkur óska eftix að taka að sér að gæta barna síðdegis eða á kvöldin. UppL í 83392 eftir kl. 2 e. h. Geymið auglýsinguna. Píanókennsla Get bætt við mig nokkr- um byrjendum. Sími 83408 (í Safamýri). Rósótt telpnanærföt yrjótlar drengjanærbuxur. Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61 og Keflav. Takið eftir Seljum í dag og næstu daga ódýra kjóla með rennilás og sloppa og fleira Klæðagerðin Elísa, Skipholti 5. — Háaleitishverfi — Hlíðar Vaniir starfandi kennari vill taka nokkur 6 ára börn i timakennslu eftir hádegi. Uppl. í síma 81884. KEF-KLÚBBURINN Fundurinn verður föstudagskvöld kl. 20.30 að Skip- holti 70. Fjölbreytt skemmtiatriði. Mætum öll og tökum gesti með. NEFNDIN. Norðuid í Borgurlirði Veiðiréttur Veiðifélaigs Norðurátr í Borgarfirði fyrir veiðitímabilið næstu þrjú ár 1969 — 1971 er til leigu. Heimild er fyrir 10 stöngum. Upplýsingar gefa Þórður Kristjánsson, Hreðavatni og Magnús Þorgeirsson, Pfaff, Reykjavik. Tilboðum sé skilað til formanns Veiðifélags Norð- urár, Þórðar Kristjánssonar, Hreðavatni fyrir 10. des. næstkomandi Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Stjórn Veiðifélags Norðurár. HÚSMÆÐUR! HÚSMÆDUR! Fimmtudagar — innkaupsdagar Matvörur — hreinlœtisvörur Aðeins þekkt merki — Flestar vörur undir búðarverði OPIÐ TIL KLUKKAN 10 í KVÖLD

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.