Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 1
32 SIÐUR Frá hátíðahöldunum 1. Moskvu 7. nóvember sl. á 51 árs afmæli byltingarinnar. I Myndin er af hersýningu á ( itauða torginu. Zond 6 lór hringferð um tunglið Moskvu og Jodrell Bank, 14. nóv. AP-NTB. SOVÉZKA tunglflaugin Zond 6 fór umhverfis tungiið í dag, að l»vi er Tass-fréttastofan skýrir frá. í tilkynningu fréttastofunn- ar segir aðeins, að flaugin haldi áfram ferð sinni, en Sir Bern- ard Lovell, forstöðumaður Jodr- ell Bank athugunarstöðvarnar í Englandi, telur að Zond 6 sé nú á leið til jarðar. Lovell sagði, að ferð Zond 6 svipaði mjög til ferðar Zond 5, setn fór umhverfis tunglið í sept- ember. Zond 6 fór fram hjá Framhald á bls. 31 Tengiliður Nixons við stjornina New Yovk, 14. nóv. NTB. RICHARD NIXON, nýkjörinn ( forseti Bandaríkjanna, til- j kynntj í dag, að hann hefði tilnefnt Robert Murphy, ‘ reyndan embættismann, til ( þess að vera tengilið sinn í' utanríkismálum við núver- andi ríkisstjórn, unz Nixon' tekur sjálfur við forsetaem-( ætti j Bandarikjunum í janúar ( n. k. Murphy hefur áður ver-] ið varautanríkisráðherra. Danir og Norðmenn ræða útflutning fisks Hyggjast koma fram sameiginlega á EFTA-fundinum Kaupmannah., 14. nóv. NTB. EINAR Moxnes, fiskimálaráð- herra Noregs og A. Normann, fiskimálaráðherra Danmerkur urðu sammála um það á fundi í Kaupmannahöfn í dag, að taka til nánari umræðu hagsmuni Norðmanna og Dana í sambandi við útflutning á freðfiski. >á ræddu ráðherrarnir enn- fremur um, að Noregur og Dan- mörk komi fram saman í við- ræðunum um tollamál á ráðherra Skuldbindingar Bandaríkjanna i varnarmálum breytast ekki — jbótt nýr forseti taki v/ð Brússel, 14. nóvember. AP.-NTB. • Fulltrúar Bandaríkjanna á ráðherrafundi Atlantshafs- handalagsins í Briissel lýstu því yfir, að skuldbindingar Bandaríkjanna um að verja Vestur-Evrópu fyrir árás muni ekki breytast við það, að nýr forseti, Bichard Nix- on, taki við völdum í Banda- ríkjunum. Hins vegar létu þeir Dean Rusk utanríkisráð- herra og Clark Clifford varn- armálaráðherra það álit í ljós, að Bandaríkjamenn hefðu tek ið á sig of þungar byrðar hlut fallslega vegna varna Vestur- Evrópu. • Öll ríki Atlantshafsbanda- lagsins nema Frakkland og Portúgal tilkynntu í dag, að þau muni auka útgjöld sín í því skyni að vera viðbúin árás vegna innrásar Varsjár- bandalagsríkjanna í Tékkó- slóvakíu. Ekki verður um það að ræða að auka herlið land- anna, heldur verður aðal- áherzla lögð á að efla varnar- getu þá, sem fyrir hendi er. Yfirlýsmg þeirra Dean Rusk og Clark Clifford® um áfram- haldandi aðstoð Bandaríkjanna setið sameiginlegan fund þeirra Johnsons og Nixons, en á mánu- . _ .. dag var hinum nýkjörna forseta við Vestur-Evropu í varnarskym samkvæmt boði Johnsons forseta kemur, eftir að þeir hafa báðir | Framhaid á his. 31 fundi EFTA í Vín 20.—22. nóv- ember. 10% tollur Breta á innfluttan freðfisk frá Danmörku og Nor- egi mun kosta danskan útflutn- ing meira en 45 millj. darnskar kr. Danmörk flytur út um það bil 7000 tonn af frystum flatfiski á ári og hefur því haldið sér inn- an þeirra takmarkana, sem ákveðin eru í samningnum milli Bretlands annars vegar og Dan- merkur, Noregs og Svíiþjóðar Framhald á hls. 31 Aðíld íslands rædd 21. nóv. | A FUNDI EFTA-ráðsins Genf í dag var ákveðið, að 1 umsókn Islands um aðild að IEFTA skyldi tekin á dagskrá | ráðherrafundar samtakanna, I sem kemur saman í Vínarborg ; 21. nóvember n.k. Rvík, 14. nóv. 1968. ViJðskiptairáðuneytið. Tillaga í stjórnmálanefnd þingmannasambands NATO um: Aðstoð við ísland vegna efnahagsörðugleikanna MORGUNBLAÐIÐ átti í gær sam tal við Níels P. Sigurðsson, sendi herra Islands hjá aðalstöðvum NATO í Brussel, og spurðist fyr- ir um tillögu þá, sem fram kom á fundi þingmannasambands At- lantshafsbandalagsins, að íslandi yrði veitt aðstoð til að gera efna hagslíf sitt fjölbreyttara. Níels kvað fregnina um gengis lækkunina hafa birzt í þarlend- um blöðum, og orðið til þess, að þrír þingmenn, brezkur, kana dískur og þýzkur hefðu borið fram tillögu um þetta efni í stjórnmálanefnd þingmanna- sambandsins. Heí’ói tillagan hlot- ið samþykki þar, og yrði hún væntanlega lögð fyrir þingmanna fundinn nú. Var þó ekki farið að ræða hana í gær. Níels kvað Friðjón Þórðarson, sem sæti á í stjórnmálanefndinni, hafa flutt ræðu, er tillagan var fram kom- in og þakkað þá vinsemd og skiln ing á erfiðleikum íslendinga, er hún fæli í sér. Ljóst er að tillaga þessi verður ekki lögð fyrir ráðherrafundinn, sem nú stendur yfir í Brússel. Aukið frelsi og mannúðarstefna orsök hernáms Tékkóslóvakíu segir Ota Sik fyrrv. varaforsœtisráðherra Stokkhólmi og Prag, 14. nóvem- ber — NTB—AP — HERNÁM Tékkóslóvakíu átti rót sína að rekja til ótta við þró nn landsins í átt til frelsis og mannúðarstefnu, en ekki af neinni umhyggju fyrir sósíalism anum, sagði Ota Sik, fyrrver- andi varaforsætisráðherra Tékkó slóvakíu í fyrirlestri, sem hann hélt í hljómleikahöll Stokkhólms borgar í gærkvöldi. Það var óttinn við það, sem var að gerast í Tékkóslóvakíu, sem réð fyrst og fremst afstöðu Gomulka, leiðtoga kommúnista- Framhald á bls. 31 Sjöundi nóvember í Prag. Ungur föðurlandsvinur brennir sov ézka fánann á afmælisdegi rússnesku byltingarinnar í þVi skyni að mótmæla hernámi Tékkóslóvakíu af sovézkum her- sveitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.